Tíminn - 09.10.1962, Blaðsíða 14
18
frá spítalanum 16. júní 1959.
Ágæt heilsa, mikil framför eftir
námskeið í talkennslu, ætti Caro-
lyn að vera fær um að fylgjast
vel með á barnaleikvellinum. Gáf
að, viðkvæmt barn, sem sýndi
mjög jákvæð viðbrögð við með-
höndlun þeirri, 'er hún fékk og
getur staðið sig Ijómandi í skól-
anum, svo framarlega sem heimili
hennar er rólegt og friðsælt.
Skýr og há rödd Jeans dó burt.
Oliver og ég litum ekki hvort á
annað. Eg fann að ég var eldrauð
í andliti, ekki af feimni í þetta
sinn, en af einskærri ofsareiði yfir
því hvað þessar tvær manneskjur
— móðursystir og amma — höfðu
gert á hluta hennar. Og á hluta
Olivers. Fyrir tíu mánuðum
hefðu þær getað lyft byrðinni af
öxlum hans . . . tiu mánuðir.
— Mandy / . . Mandy: Náð-
irðu þessu? spurði Jean óþolin-
móðlega.
— Já. Þakka þér irnilega fyrir,
Jean. Þetta var til miki]lar hjálp-
ar.
— Þú mátt bara ekki segja sir
Charles frá því. Eg er fegin að
ég gat hjálpað þér. Mér féll vel
við barnið og sömuleiðis líkaði sir
Charles afskaplega vel við hana.
Hann, sagði hún, blómstraði venju
lega upp þegar þau voru ein sam-
an . . . hann leikur við þaú eins
og þú veizt, til að komast að því
hvað er á seyði í litlu heilabúun-
um þeirra. Og Carolyn var eitt af
eftirlætisbörnunum hans. En nú
má ég ekki tefja þig lengur.
Komdu og heimsæktu mig áður
en langt um líður, Mandy.
— Þakka þér aftur kærlega
fyrir Jean. Eg skal koma eins
fljótt og ég get.
— Eg lagði tólið varlega á eins
og ég óttaðist að rjúfa kyrrðina
og þögnina i herberginu. Eg fann
ekki til nokkurrar sigurkenndar
af þvi að sannað hafði verið að
hugboð mitt hafði reynzt rétt. Að-
eins ógurlega reiði, og innilega
löngun til að ná Carolyn burtu frá
þessum kvikindum í Lorimer
Squere.
— Þa£j getur auðvitað verið að
hún hafi verið sett i leikskóla og
jafnvel sérfræðingi eins pg sir.
Charles, getur skjátlazt, sagði Oli-
ver og tók hönd sína af öxl minhi.
— En svo, lítur þó út fyrir að ég
verði yður samferða til London,
Amanda Browning.
10. kafli.
Og nú sátum við þarna i leigu-
bílnum og ókum um götur Lund-
úna, regnvotar og hálfeyðilegar.
Oliver sneri sér að mér - og var
ekki laust við að hann væri hálf
sakbitinn á svip, svo sagði hann
rólega:
— Eg geri ráð fyrir, að þér
gerið yður það ljóst — ef ég
blanda yður inn í þetta — þá
verður það sem hugsanleg barn-
fóstra handa Carolyn. Jane Pol-
vern er ekki fær um að kenna
Carolyn, og það er enginn barna-
leikvöllur í nágrenni Mullions. Ef
hún vill í raun og veru koma heim,
aaawmmagagnHifwaHBaaiSBBrT'niTwiiriiwiiiinMM m ■
verðið þér að taka á yður ábyrgð-
ina. Þér vitið nú þegar nokkuð
um hana, treystið þér vður til
þess . . . ?
— Já, svaraði ég blátt áfram.
Það var einmitt það, sem ég þráði
umfram allt annað þes-’a stund-
ina.
— Það er óvíst hvort yður býðst
annað tækifæri til að fara til
Ameríku þegar og ef Carolyn get-
ur byrjað í skóla, minnti hann
mig alvarlegu: á. — Það cr harla
óréttlá*t að biðja yður að fórna
svo miklu, kannski s.iáið þér eftir
því síðar.
— Aldrei! sagði ég sannfær-
andi. — Eg veit að ég verð ánægð
á Mullions með yður og Carolyn
—lífið þar er betur við mitt hæfi
en í Appelsínuþorpi í Kaliforníu.
Hann hló lítið eitt.
— Eg vona að þér verðið sama
sinnis eftir árið! Hafið þér lært
talkennslu.?
Eg sagði honum að það væri
hluti af menntun okkar við Grey-
stone.
— Og einhver hefur kennt
Carolyn, sagði ég. — Hún kann
að minnsta kosti að lesa ög skrifa.
— Við eigum eftir að komast
að því hvort hún skrifaði miðann
sjálf. Þetta getur orðið erfitt, Am-
anda. — Deidre er listakona, mjög
góð listakona. Hún hefur teiknað
heilmikið af mynstrum á Clay-
bridge-postulínið okkar, og hún er
mjög skapmikil. Hún verður sjálf-
sagt gröm yfir að þér skuluö vera
með mér.
— Já, hún þekkir mig sjálfsagt
aftur, sagði ég þurrlega
— Ja-á. Og ég hef hreint enga
löngun til að sýna Deidre þenrtan
miða Hún verður sjálfsagt
særð- Eg er vis': um að litli
hrekkjalómurinn hefur gert miklu
meira úr þessu en það er, ef hún
hefur virkilega skrifað það sjálf,
en það er allavega ýmislegt, sem
þarf að athuga, sagð O’ ver og
hrukkaði ennið, og ég hugsaði
með mér að blmdur getur karl-
maðurinn verið. Eg var viss um
að Carolyn meinti það sem hún
hafði skrifað og' að Deidre hélt
barninu einangruðu j ömurlegu
húsinu — af einhverjum ástæðum
Það va.r að minnsta kosti kynlegt,
að Oliver hafði ekker fengið að
v:ta um skýrslu sir Charies
— Sir Charles er einn af lækn
unum við Greystone-stofnunina,
gætuð þér ekki sagt Deidre, að
honum hafi verið kunnugt um að
ég væri þá að leita mér að nýrri
stöðu og hvatt mig til að snúa mér
til ungfrú Donovan ef, svo kynni
að vera, að Carolyn þyrfti kennslu
barnfóitru. sagð ég hraðmælt.
— Það er ekki sérlega trúleg ,
en það er allténd afsökun Auk
þess skýrir það hvernig við upp-
götvuðum að Carolyn var löngu
útskrifuð af spitalanum bætti
ég við
— Eg hata alla lygi ■ sagði
Oliver gremjulega.
— Það er annaðhvort það eða
eða ganga inn og taka barnið
með yður samstundis, sagði ég
hugrökk, -- og þér sögðuð sjálf-
ur að það væri ekkj hægt. Og
þegar barn sem Carolyn á í hlut,
verður að sýna fyllstu varkárni.
Oliver andvarpaði, svo brosti
hann til mín, og ég vissi að ég
hafði unnið.
— En hvernig ætlið þér að
I skýra 1 það með fingurbjörgina?
spurði hann.
Eg hugsaði mig um 1 flýti. —
| Þða var einskær tilviljun ég
hafði hugsað mér að hitta ungfrú
Donovan að mali og sækja um
starfið þegar ég fann hana í götu-
| ræsinu — Og svo . missti ég
í kjarkinn Eg taldi betra að bíða
i þar til þér kæmuð tii borgarinnar.
Oliver leit glettnislega á mig.
— Hannngjan hjálpi mér! Hvilikt
í hugmyndaflug! Svo nú eruð þér í
raun og veru að leila að stöðu
Amanda
— Já, sagði ég stuttlega. — Og
það er bezt að þér kallið mig
Mandy þegar Carolyn heyrir til . . .
það er auðvelt nafn og börnum
þ' kir það yfirleitt skemmtilegt.
Bíllinn nam staðar fyrir utan
húsið. Eg hugleiddi hvort ég væri
eins óróleg og mér fannst , . . ég
i skildi að það var bara ágætt ef
svo vært, þá yrði sennilegra að
! ég hefði ekkt haft kjark til að
' ljúka erindi mínu um daginn við
Deidre Oliver borgaði bílinn og
I við hlupum yfir gangstéttina í
rigíiingunni Hann setti frá sér
töskuna og hringdi bjöllunni. Eg
veit riúna að Oliver hafði þungar
áhyggjur af Carolyn og var á báð-
, um áttum hvað hann skyldi
j halda um mágkonu sina og
tengdamóður Hann mundj líka
hræðsluóp Carolyn þegar hún
hafði séð hann.
En engum hefði getað dottið í
hug annað en hér væri á ferð
virðulegur og rólegur maður að
heimsækja fjölskyldu sína, þar
sem hann stóð þarna á tröppunum.
—Eg hef að vísu lykil, en mig
langar ekki til að koma þeim of
mikið á óvart, sagði hann og ég
reyndi að setja andlit mitt i auð-
mjúkar og virðulegar fellingar,
þegar Deidre lauk upp dyrunum.
172
Eg sagði Winston, að eina leiðin
til að bæta úr þessu hættulega
ástandi væri sú, að láta Marshall
koma. Hann féllst á það og við
ákváðum að bíða enn í nokkra
daga, áður en við gerðum slíkt.
Klukkan 2 e. h. ráðstefna með
forsætisráherranum og Weeks,
viðvíkjandi skotfærabirgðum.
Önnur ráðstefna klukkan 5 e. h.
með „Jumbo“ Wilson, Weeks og
Nye, um s'kipulag herstjórnarinn-
ar á Ítalíu og aðferðir lil að auka
skotfæraframleiðsluna, ef stríð-
inu lyki ekki fyrr en seinna á ár-
inu 1945“.
Sóknin, sem Eisenhower hafði
fyrirskipað í október og sem
Bradley hafði gert, eftir að hafa
beðið í hálfan mánuð eftir batn-
andi veðri, á allt of víðáttumiklum
vígstöðvum í miðjum nóvember,
var að fjara út. Fyrir utan her-
töku Metz-virkjanna hafði ekkert
unnizt með henni. Veðrið var hið
óhags'tæðasta, skotfærabirgðir
alltof litlar og eftir hálfs mánaðar
baráttu á vatnsósa mýrarflákum
og fenjum, var Siegfried jafn
órofin og áður. Eins og Montgo-
mery hafði varað Eisenhower við,
þá voru hinir vestrænu banda-
menn nú í „hernaðarlegri spenni-
treyju“. Þeir voru hrapaðir niður
á stig þess skotgrafarhernaðar,
sem hafði ávallt verið þeirra tak-
mark að forðast. Þangað til vor-
þurrkarnir þurrkuðu jörðina og
liðsauki frá Ameríku gæti aftur
riðið baggamuninn þeim í hag
stóðu þeir aftur í sömu sporum
og fyrirrennarar þeirra á dögum
Gamelins og Maginot-línunnar.
■ Allt þetta endurtók Montgo-
mery aftur og aftur, þegar Eisen-
hower heimsótti hann 28. nóvem-
ber.
Þá um kvöldið sendi hann
Brooke eftirfarandi skýrslu:
„Ike heimsótti mig í dag, og við
fittum saman langar viðræður. Eg
I
tók eftirfarandi atriði fram viðj
hann.
1. Að síðustu fyrirmæli hans
hefðu misheppnazt og að við
hefðum raunverulega beðið hern-
aðarlegt tjón. Hann viðurkenndii
það.
2. Að við yrðum nú að undir-
búa nýja áætlun og að í þeirri (
áætlun yrðum við að losa okkur
við þá kenningu að gera árás á
öllum vígstöðvunum og ákveða L
þess s'tað þá staði, sem mikilvæg-j
astir væru. Hann viðurkenndi það. j
3. Að það virtist slæmt, að hann
skyldi ekki hafa Bradley sem yfir-
foringja landhersins, til þess að
létta af honum því erfiði að
stjórna hsrnaðaraðgerðunum á
landi.
• 4. A3 Ardennaf'jöllin skiptu
svæðinu í tvennar. ákveðnár víg-
stöðvar. Það ætti að vera einn
yfirforingi fyrir norðan Ardenna-
fjöll og einn fyrir sunnan. Hann
viðurkenndi það í aðalatriðum.
5. Að ég ætti að stjórna fyrir
norðan Ardennafjöll og Bradley
fyrir sunnan. Hann taldi að þetta
myndi verða erfiðleikum bundið,
þar sem norðursvæðið væri miklu
þýðingarmeira. En hann kvaðst
myndu verða þess albúinn að
sjetja öflugan herflokk undir
stjórn Bradleys fyrir norðan Ar-
dennafjöll og setja Bradley undir
framkvæmdastjórn mína og veita
mér þannig stjórn hernaðaraðgerð
anna fyrir norðan Ardennafjöll.
Við ræddum saman í þrjár
klukkustundir, mjög vinsamlega,
og ég sannaði honum það, að okk-
ur hefði óvefengjanlega mistekizt
og yrðum að gera nýja áætlun og
að í næsta skipti mætti okkur ekki
mistakast. Hann viðurkenndi að
alvarleg mistök hefðu orðið og er
að mínum dómi reiðubúinn að
gera næstum hvað sem vera skal,
til þess að fyrirbyggja að slíkt
endurtaka sig.“
í símskeyti morguninn eftir,
Sigur vesturvelda, eftír
Arttiur Bryant. Heimildir:
STRIÐSDAGBÆKUR
ALANBR00KE
bætti Montgomery við: „Talaði
aftur við Ike í morgun, áður en
hann fór og það er enginn vafi á
því að samræður okkar í gærkvöld
hafa vakið hjá honum efasemdir
og áhyggjur. Hann hélt að hann
og Bradley gætu gert út um málið,
sin á milli, en nú er honum orðið
það fullkomlega ljóst, að þeim
skjátlaðist hrapallega og að af-
leiðingin er alger misheppnan á
því, sem átti að verða gert. Þegar
ég stakk upp á því, í gærkvöld,
að Bradley myndi vera hæfur
landliðsforingi undir stjórn hans,
var hann því algerlega andvígur
og það er mín skoðun, að honum
finnist Bradley hafi brugðizt sér
í skipulagningu hernaðaraðgerða
á landi. Á því er enginn vafi, að
hann hefur nú fullan vilja á að
hverfa aftur til gamla fyrirkomu-
lagsins, sem við höfðum í Norm-
andy . . . “
Hvaða áhrif þessi skýrsla Mont-
gomerys hefur haft á Brooke má
sjá í dagbók hans frá 29. nóvem-
ber.
„Fékk símskeyti fra Monty.
Hann hafði átt * viðræður við
Eisenhower. Sá síðarnefndi hafði
viðurkennt að hernaðarstefnan
væri röng, að afleiðingin væri
hernaðarleg misheppnan, að end-
urskipulagningar væri þörf á víg-
stöðvunum, Var reiðubúinn að
senda Bradley með fjölmennan
her norður fyrir Ardennafjöll,
undir stjórn Montys Þetta kann
að vera allt í lagi, en ég dreg
það enn stórlega í efa, þar sem
Ike er óhæfur til að stjórna
landorrustu og allt er undir því
komið hversu sterk tök Monty
hefur á honum “
Næsta morgun, 30. nóvember,
sendi Brooke Montgomery skeyti:
„Hef kynnt mér bæði skeytin
yðar, en er ekki viss um að hafa
skilið fullkomlega nokkur atriði.
Sendi J. W. Simpson hershöfð-
ingja (framkvæmdastjóra Hern-
aðarlégra ('ramkvæmda) ems og
þú stakkst upp á, til þess að fá
hjá yður frekari upplýsingar og
skýra yður frá sjónarmiði mínu.
ykkar geta leitt til frekari um-
Eg er sannfærður um að viðræður
bóta , . . “
Þann 30. nóvember sendi Mont-
gomery Eisenhower bréf:
„Kæri Ike.
Okkur hefur algerlega mistek-
izt að framkvæma þá áætlun, sem
samþykkt var þann 28. október,
og við höfum enga von um að fram
kvæma hana.
Við krefjumst nýrrar áætlunar.
Og í þetta skipti má okkur ekki
mistakast.“
„2. desember. Síðdegfs hringdi
forsætisráðherrann til mín. Hann
hafið samið símskeyti til Eisen-
howers, sem hann vildi senda, þar
sem vikið var að þeim viðræðum,
sem Monty hefur átt við Ike og
sem sá síðarriefndi veit ekki einu
sinni að Monty hefur sagt mér
frá. Eg reyndi að stoppa hann og
skýrði út fyrir honum hvaða skaða
það gæti gert.Tókst loks að fá
hann til að fresta því þar til á
mánudag.
3. desember. Rólegur sunnudag-
14
T I M I N N, þriðjudagurinn 9. okt. 1962. —