Tíminn - 09.10.1962, Blaðsíða 15

Tíminn - 09.10.1962, Blaðsíða 15
Póstsendum Heimiiishjálp Stórísar og dúkar teknir strekkingu — Upplýsingai síma 17045. Fasteignir TIL SÖLU Risibúð 80 ferm., 4 herb. og eldhús við Kársnesbraut, skammt frá Hafnarfjarðar- vegi. Hagkvæmir samningar. Glæsilegt einbýlishús við Sunnubraut í Kópavogi. — Selst tib. undir tréverk. Vandað einbýlishús við Hóf- gerði. Lóð girt og ræktuð. Lítið einbýlishús við Borgar- holtsbraut. Mj.ög góður stað- ur. Má byggja nýtt hús á lóðinni. Einbýlishús við Kársnesbraut, Hraunbraut, Löngubrekku, Álfhólsveg og Lyngbrekku. íbúðarhæðir við Holtagerði, Kársnesbraut, Birkihvamm og Melgerði. Húsgrimnar við Nýbýlaveg og Fögrubrekku. Einbýlishús í Silfurtúni og Hraunsholti. Góð íbúðarhæð í steinhúsi í Hraunsholti við Hafnarfjarð- arveg. 4ra herb. íbúðir í Hafnrfirði við Álfaskeið og Tjarnar- braut. Hermann G. Jónsson LSgfræðiskrifstofa — Fasteignasala Skjólbraut 1, Kópavogi Símar 10031 kl. 2—7 Heima 51245. Syros Fnnahald aí 16. síðu sigldi skipinu heim við sjötta mann og tók það þrjár vikur. Það 'eru einkum afgreiðslur til skipa í ReykjavíRur- og Hafnar- fjarðarhöfnum og flutningar í hvalveiðistöðina og til annarra staða í nágrenni Reykjavíukr, sem Bláfell mun annast. Framfylgt sé regl- um um útivist barna Á fundi barnaverndarnefnd ar Reykjavíkur 1. okt. s.l. var samþykkt að beita sér fyrir því, aS reglum um útivist barna verSi fylgt og skora á foreldra aS sinna þeirri skyldu sinni. Skammdegið fer í hönd og sam- kvæmt reynslu eykst þá slysahætt- an og afbrotum barna fjölgar. Með auknu eftirliti og strangari gæzlu á reglum um útivist er hægt að draga úr slysahættunni og fækka afbrotum. Það hlýtur að vera áhugamál allra foreldjra. Ákvæði um þessi atriði eru í 19. gr. lígreglusamþykktar Reykja- vikur, en hún er svohljóðandi: Lögreglustjóra er heimilt að banna öllum óviðkomandi, sem ekki eiga brýnt erindi, umferð út í skip, sem liggja á höfninni, frá kl. 20—8 á tímabilinu 1. október til 1. maí, en frá kl. 22—8 á tíma- bilinu 1. maí til 1. október. Ungl- ingum innan 16 ára aldurs er óheimill aðgangur að almennum knattborðsstofum, dansstöðum og öldrykkjustofum-. Þeim er óheim- ill aðgangur að almennum veitinga stofum, ís-, sælgætis- og tóbaks- búðum eftir kl. 20.00, nemá i fylgd með fullorðnum, sem ber ábyrgð á þeim. Öll afgrei&sla um söluop til barna eftir að útivistar- tím þeirra er lokið, er óheimil. Eigendum og umsjónarmönnum þessara stofnana ber að sjá um, að unglingar fái þar ekki aðgang né hafist þar við fram yfir það, sem leyfilegt er. Ákvæði þessi eru þó ekki því til fyrirstöðu, að ungl- ingar megi hafa afnota af strætis- vagnaskýlum. Börn yngri en 12 ára mega ekki vera á almannafæri seinna en kl. 20 frá 1. október til 1. maí og ekki seinna en kl. 22 frá 1. maí til 1. október, nema í fylgd með full- erðnum. — Börn frá 12—14 ára mega ekki vera á almannafæri seinna en kl. 22 á tímabilinu frá 1, október til 1. maí og ekki seinna en kl. 23 frá 1. maí til 1. október, nema í fylgd með fullorðnum. Þegar sérstaklega stendur á, get ur bæjarstjómin sett til bráða- birgða strangari reglur um útivist barna allt að 16 ára. Foreldrar og húsbændur barn- anna skulu, að viðlögðum sektum, sjá um að ákvæðum þessum sé framfylgt. Kópavogsbúar Framsóknarfélag Kópavogs held ur félagsfund í Kópavogsskóla kl. 8,30 í kvöld, þriðjudag. — Fundarefni: Kosning fulltrúa á kjördæmisþing og umræður um bæjarmál. — Fjölmennið. — Stjómin. Framsóknarfélag Kjósarsýslu Áríðandi fundur að Klébergi fimmtudagskvöld kl. 9. — Á fund inum mæta þeir Jón Skaftason alþ.rn. og Einar Ágústsson, borg- arfulltrúi. Voilar Jehóva Framhald al l. síðu. net sín. Þá er nefndur skortur Votta Jehóva á umburðarlyndi gagnvart skoðunum annarra, hat- ursáróður þeirra, svfvirðileg mis- notkun á áróðri gagnvart -veik- lunda og taugaveikluðu fólki, and staða þeirra- við blóðgjafir o. s. frv. Kvikmyndin á að afhjúpa starfsaðferðir Vottanna, sem sagð ar eru samdar og skipulagðar af amerískum sálfræðingum mtð sölumennsku sem sérgrein. Kvikmynd þessi mun kosta um 500 þúsund íslenzkar krónur og þess fjár mun eiga að afla með frjálsum samskotum. í sambandi við þetta „stríð" kirkjunnar gegn Vottum Jehóva hafa dönsku blöðin skrifað all- mikið um starfsemi þessa trú- flokks og þar hafa birzt átakan- legar frásagnir af því, hvernig Vottarnir hafa eyðilagt hjóna- bönd, sundrað heimilum og gert fólk hálf og. alsturlað. í Dan- mörku munu vera starfandi um 10.500 Vottar Jehóva en alls munu þeir vera um ein milljón talsins í heiminum. Millitjeild Framhald af 1. síðu. og einnig farið yfir nýtt efni. Eitthvað verður kennt af lesgrein um, en ekki er endanlega ákveð- ið uta alla tilhögun kennslunn- ar. Aðalkennari deildarinnar verð ur Stefán Aðalsteinsson, en hann kenndi síðast við Oddeyrarskól- ann á Akureyri. Væntanlega verð ur annar kennari við deildina, en ekki var búið að ráða hann, þeg- ar blaðið átti tal við Magnús í dag. í deildinni verða í vetur 20—30 unglingar, bæði piltar og stúlk- ur. Kennsla verður fyrst um sinn eingöngu árdegis, þangað til öðra vísi..verður ákveðið, og fer kennslan' fram í húsnæði, sem Austurbæjarskólinn hefur leigt til kvöldnámskeiða. Mótmæli? Framhald af 1. síðu. upp hafi verið látið um ástæðurn ar fyrir brottvikningunni. Þetta þýðir einfaldlega það, að láti fé- lagið uppi ástæðuna eða ástæðurn ar, hætta mótmælaaðgerðirnar. Hins vegar virðist einhver tregða á, að félagið láti flugmönn um í té ástæðurnar fyrir uppsögn inni, og var að skilja í dag, að von væri á nýrri veikindahrotu á morgun. Trúnaðarlæknir verð- ur þá eflaust kallaður á vettvang, en veikindin á sunnudag munu hafa komið það á óvænt, að ekki var til trúnaðarlæknisins leitað. Hans stárfi er m.a. að ganga úr skugga um, hvort um veikindi í mótmælaskyni er að ræða, sem félagið getur þá læknað, eða veik indi sem á hans valdi eins er að lækna. Sjóslysasöfnunin Framhald aí 16 síðu Bæjarútgerð Hafnarfjarðar frum- kvæði að henni, og söfnuðust þá um 4.500.000,00 kr. Var úthlutun þess fjár lokið í febrúar 1960. Frá þeim tíma til þessa dags munu um 58 sjómenn hafa drukknað og látið eftir sig um 30 ekkjur og 75 börn, en um 28 foreldrar og 10 einstæðar mæður hafa misst syni sína. í sambandi við úthlutun fjárins, eru allar aðstæður þeirra, sem til greina koma, athugaðar með hjálp viðkomandi sóknar- presta, og reynt að jafna niður eft- ir þörfum. Á fundi með fréttamönnum í dag bað biskup fyrir hönd söfnun- arnefndar blöðin að skila kveðju sinni og þakklæti til þeirra mörgu, sem lagt hafa fé af mörkum í sjóð- inn. Enginn grunur um mæðiveiki BÓ—Reykjavík, 8. október. Fyrir skömmu fór fram at- hugun um mæðiveiki í fé, sem valið var til slátrunar í Hörðu- dal, Haukadal og Miðdölum, en áður hafði fé verið tínt úr í réttum í öllu Mýrahólfinu og rannsakað. Blaðið talaði við Guðmund Gíslason lækni á Keldum og spurð- ist fyrir um niðurstöður. Guðmund Reykjafoss laskaöist (Framhald af 3 síðu) Kaupmannahöfn til Ham- borgar. Eftir áreksturinn hélt hann áfram til Ham- borgar, þar sem hann fékk sjóhæfnisskírteini hjá trygg- ingafélaginu Loyds, og var leyft að halda áfram sigl- ingum, unz tími ynnist til að gera við skemmdirnar. Áætlað er, að viðgerðin taki um þrjá til fjóra daga, en áætlun Reykjafoss er svo naum, að viðgerðin verð ur að bíða betri tíma. ur svaraði, að rannsóknin hefði ekki leitt í ljós grun um mæði- veiki. Loka úrtínsla til mæðiveiki rannsónkar í öllu hólfinu mun fara fram innan skamms. Lifi lýóveldiö Framhald af 3. síðu hafa hvað eftir annað horft á fagn andi mannfjölda, sem hrópaði: Lifi þjóðin! Lifi herinn! Lifi Lýð- veldið! Sagt er, að nýja ríkisstjórnin hafi hótað að rjúfa samninga við amerísk oliufélög í Jemen, þar sem Bandaríkjastjórn viðurkennir ekki nýju Jemenstjórnina. Brezka utanríkisráðuneytið hef- ur afneitað fregnum um að Stóra- Bretland hafi sent konungssinnum þungahergögn. Því hefur jafn- framt verið neitað, að Bretar hafi eflt liðsafnað á landamærum Aden og Jemen. TaLsmaður utanríkis- ráðuneytisins sagði, að Bretar mundu ekki viðurkenna nýju Jemenstjómina fyrst um sinn. Fregnir frá Kaíró herma, að Je, menstjórn muni taka upp stjórn- málasamband við öll ríki, sem hafa viðurkennt hana. Diesel - rafstöð Viljum kaupa disel rafstöð 2—3 kilówött fyrir 220 wolta riðstraum. Kaupfélag Húnvetninga Blönduósi. tiáttÍOftÍAÍcó H ERRADEILD AkiB sjálf nýjum bíl Almenna blfreíðaleigan h.t Hringbrata 106 — Stml 1513 Keflavík AKIÐ SJALF NVJUM tin. Ai.ivi KIFKEUDALEIGAN Klapparstig 40 SIMI 13716 Öllum þetm, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför INGIMUNDAR BJÖRNSSONAR sendum við alúðar þakkir. — Einnig þökkum við öllum þeim, sem á umliðnum árum hafa rétt honum hjálparhönd. — Guð blessi ykkur öll. Þrúður Aradóttir og systkini hins látna. Útför eiginkonu minnar, móður minnar og systur okkar Jósefínu Oddnýjar Gísladóttur, Bollagötu 9, sem andaðist 5. þ.m. fer fram frá Fossvogskirkju, föstudagtnn 12. þ.m. kl. 13,30 Þorsteinn Jósefsson Ástrfður Þorsteinsdtótir Jóhanna Gísladóttir Bjarni Gísiason T í M I N N, þriðjudagurinn 9. okt. 1962. — 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.