Tíminn - 11.10.1962, Blaðsíða 16

Tíminn - 11.10.1962, Blaðsíða 16
Fimtudagur 11. október 1962 227. tbl. 46. árg. Hver á að leysa út bninabílinn nýja? Myndin var tekin í gær af slökkviliðsbílnum í vörugeymslum Eimskip. (Ljósmynd: TÍMINN—GE). AKUREYRIVILLIIFA ALLT SfS-ÚTS VARIÐ! Osamið enn við lækna KH—Reykjavík, 10. okt. — Tíminn átti tal við Bald- ur Mölter, deildai'stjóra, í dag og innti h'ann frétta af samningaviðræðum í lækna deilunni, en eins og kunnugt er, hafa aðstoðarlæknar, deildarlæknar og aðstoðar- yfirlæknar, alls 25 talsins, sagt lausum stöðum sínum við sjúkrahús borgarinnar frá 1. nóv. n.k., hafi samn- ingar um launakjör ekki tekizt fyrir þann tíma. Sagði Baldur Möller, að stöðugt væri unnið að samningaum- leitunum, og væri landlækn- ir að kanna samnngamögu- leika mcð fnlltrúum lækna- félagsins, en búast mætti við frekari fréttum síðar í vikunni. Spurður um, hvoit auglýstar yrðu lausar stöður þeirra, sem sagt hafa upp, taldi Baldur það ólíklegt, sagði að eitthvað áhrifa- meira yrði að hafast að. Af þeim iæknahópi, sem kjara- samninganna leita, eru að- eins 3, sem ekki hafa sagt lausu starfi frá 1. nóv. n.k. JK — Reykjavík, 10. október Akureyrarbær kærði í gær úrskurð yfirskatta- nefndar um, að bænum væri eigi heímilt að leggja fekjuútsvar á SÍS. í kær- unni er því haidið fram, að aðalstarfsemi SÍS sé á Akureyri en ekki Reykjavík, og því beri Akureyri ailt útsvar SÍS, en Reykjavík ekkert af því. Þannig hefur Akureyfi snúið vörn upp í sókn, og vill nú ekki aðeins fá tekjuútsvar af verk- smiðjustarfsemi SÍS á Akureyri, heldur af allri starfsemi SÍS yfir- leitt. í kærunni segir, að þetta sé í samræmi við hin nýju út- svarslög, þar sem segir, að útsvar á félög og fyrirtæki skuli aðeins álögð á einum stað, þar sem alstarfsemin" fer fram. í kærunni er einnig tekið fram, að Akureyri telji þessi ákvæði útsvarslaganna ranglát, hvernig sem dómur falli í útsvarsmáli SÍS, og telji kaupstaðurinn rétt, að þessum ákvæðum verði breytt, þannig að hvert sveitarfélag njóti í útsvörum þeirrar starfsemi, er þar fer fram. Magnús Guðjónsson bæjarstjóri j sagði blaðinu í gær, að kæra Ak- ureyrar væri aðallega reist á á- kveðnum skilningi, sem þar er lagður j orðið „aðalstarfsemi11. Telur Akureyrarbær, að þess hefði verið sérstaklega getið í lög unum, ef átt hefði verið við að- albækistöðvar félagsins eða lög- að- Magnús sagði, að Akureyrar- bær héldi því fram, að SÍS hefði meiri raunverulega starfsemi á Akureyri heldur en í Reykjavik. Hátt á sjötta hundrað manns vinn ur f verksmiðjum SÍS á Akureyri og þar er geysileg verðmæta- myndun. Á skrifstofum og í ann- arri starfsemi SÍS í Reykjavik vinnur færra fólk og verðmæta- myndun er minni, að áliti Akur- eyrarkaupstaðar. f kærunni er einnig bent á, að mikiil hluti rekstrar skipadeildar SÍS fari fram utan Reykjavíkur og flest skipin skráð annars stað- ar. Mikill hluti af út- og innflutn- ingi SÍS fer einnig um aðrar hafn ir en Reykjavíkurhöfn. Að öllu samanlögðu sé því ekki mikill heimili þess. Hvorki í lögunum: hluti starfsemi SÍS j Reykjavík, né í greinargerðinn er nánar út- fyrir utan skrifstofuhaldið. skýrt, hvað er átt við með „aðal Þess mun varla langt að bíða starfsemi“. Framh á 15. síðu MB — Reykjavík, 10. okt. Þessi nýi slökkviliðsbill á myndinni hér til hliðar hefur staðið í þrjár vikur við vöru- geymslur Eimskips inn við Borgarskála hér í Reykjavík. Ýmsir slökviliðsmenn eru orðnir býsna langeygðir eftir því, að þessi bíll komist í gagn ið, m.a. skrifaði Kjartan Ól- afsson, varðstjóri í Slökkvilið- inu, grein í Morgunblaðið í gærdag, þar sem hann spurð- ist fyrir um það, hvað dveldi. Tíminn spurðist fyrir um þetta mál í dag og leitaði fyrst til Jóns Sigurðssonar, slökkviliðsstjóra. — Jón kvaðst lítið geta um málið sagt, þar eð það væri Innkaupa- stofnun Reykjavíkurbæjar, sem hefði með kaup á þessum bíl að gera. Blaðið sneri sér þá til Val- garðs Briem, forstjóra Innkaupa- stofnunarinnar. Valgarð kvað það rétt, að Innkaupastofnunin hefði með slík innkaup að gera, en hins vegar hefði hún engin sér fjár- ráð og gæti ekki borgað slíka hluti út. Vísaði hann blaðinu á að tala við borgarritarann, Gunn- laug Pétursson. Gunnlaugur hafði það um málið að segja, ag honum findist bíllinn ekki hafa staðið neitt sérlega lengi inn við Borgar Framh. á 15. síðu Sjoppulaus Akureyri? ED-Akureyri, 9. okt. Bæjarráð hér hefur fyrir skömmu samþykkt að leggja til við bæjarstjórn, að lok- unartíma hinna svokölluðu sjoppa verði breytt og verði þeim framvegis lokað klukk an sex, á sama tíma og venjulegum sölubúðum, á tímabilinu frá 1. okt. til 1. júní ár hvert, og komi breyt ingin til framkvæmda 1. jan. í vetur. Þó verði leyfilegt ag selja blög og tímarit út um glugga til klukkan 23,30 svo og verði leyfilegt að selja benzín og olíur á kvöld tn. VILL SELJA SÆL GÆTI OG Samningar af PYLSUR ÚR KÆLIBIFREIÐ J stað um kjör á Faxasíldinni JK-Reykjavík, 10. okt. í dag var kosin samninganefnd á fundi fulltrúa sjómannafélag- anna, sem hafa lausa samninga á Suðurlandssíldarvertíðinni. — Samninganefndin mun halda fund kl. 2 á morgun, og síðan hefja samninga við fulltrúa útgerðar- manna, að öllum líkindum kl. 4 sama dag. KH — Reykjavík, 10. okt. Á fundi borgarráðs 5. október sl. var lagt fram bréf frá Her- mxnni Þorsteinssyni, Tunguvegi 15, dags. 2. þ.m., um leyfi til pylsu- og sælgætissölu úr bif- reið. Þar sem hér er um algjöra nýjung að ræða, leitaði Tíminn Hermann u.ppi og forvitnaðist um liverniig hann hugsaði sér fyrir- tækið. Hermann er 33 ára gamall bíl- stjóri og hefur lengi keyrt rútu hjá Kjartani og Ingimar, en læt- ur nú af þeim starfa, segist ekki treysta sér, helsuleysis vegna, að keyra stóra bíla langar leiðir. Hann hefur lengi haft áhuga á ag koma upp akandi verzlun, en ! fyrirmynd hefur hann enga. Til fyrirtækisins hyggst hann kaupa litinn sendiferðabíl og láta búa hann út með kæli og hitunartækj- um. Söluvarningur. verður heitar j pylsur, gosdrykkir og sælgæti og i líklega dagblöðin. Hermann kvaðst ekki vita, hverja afgreiðslu umsókn hans fengi, en hann vildi byrja sem | fyrst. Sennilega myndi hann ; selja varning sinn á sjoppuverði, , og vonast hann til að fá frjálsar I hendur um, hvaða svæði hann fæn um, þvi að t.d. gæti verið gott fyrir skíðamenn, ef hann elti þá út úr bænum. Hvað tíma snerti, bjóst hann við, að hon- um yrðu sett einhver takmörk, a.m.k. í Reykjavík. Annars sagðist Hermann aðal- lega vera að hugsa um vinnu- stöðvar, áleit að það myndi koma sér vel fyrir marga aðila, ef hann kæmi þangað, sem e.t.v. væri langt í verzlun. Og hann sagðist ekki trúa öðru en sér yrði vel tekið af t.d. þeim, sem væru fjarri húsaskjóli að grafa skurði í kalsaveðri, ef hann kæmi og byði þeim heitar pylsur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.