Tíminn - 13.10.1962, Síða 3
Samningar
Monakó úr
NTB—París, 12. okt.
Franska stjórnin hefur
ákveðið að taka upp tollaeftir-
lit við landamæri Monakós og
Frakklands, og nú verður einn
ig að fara fram vegabréfaskoð-
un við landamærin, og bar
verður settur lögregluvörður,
eins og við öll venjuleg landa-
mæri.
Ástæðan fyrir þes'sari ákvörðun
stjórnarinanr er sú, að sérstakur
samningur, sem verið hefur milli
landanna er runninn út. Viðræður
hafa farið fram um endurnýjun
srmningsins, en samkomulag hef-
ur ekki náðst enn þá, og hefur
viðræðunum verið hætt að sinni.
Nefnd frá ‘ Monakóstjórn hafði
komið til Parísar, en hún er farin
heim aftur, Við brottförina sögð-
ust nefndarmenn þó búast við því,
að viðræður yrðu teknar upp að
nýju innan tiðar.
Ein aðalorsökin til þess, að
samningaviðræður fóru út um þúf-
ur er, að sérstök s'kattaákvæði
gilda í Monakó, og hefur fjöldi
fyrirtækja látið skrásetja sig í
rikinu til þess að komast hjá þvi
Heimsmet i
hárgreiðslu!
NTB-Luton, 12. okt.
Nú hefur verið sett nýtt
heimsmet í liárgreiðslu.
Það var hinn 19 ára gamli
hárgreiðsl umaðu r Melvyn
Shead, sem setti metið. Á
71 klukkutíma og 4.1 sek-
úndu hafði hann greitt 199
ungum stúlkum, sem boðizt
höfðu til þess að láta hiann
greiða sér, og fengu þær
með þessu ókeypis h'árlagn
ingu. Fyrrá heimsmet h'ljóð
iði aðeins upp á 58 klukku
itundir.
að greiða skatta af starfsemi sinni.
Fram til þessa hefur Monakó
verið nær því fullkomlega sjálf-
stætt, en landamæri þess og Frakk
lands eru yfirleitt mjög ógreini-
leg. Sem dæmi um það, fylgja
landamærin á einum stað götu
r.okkurri, á öðrum stað liggja þau
í gegnum kirkju, þannig að altar-
iö er annars vegar en skip kirkj-
unnar hins vegar við landamærin.
Þriðja dæmið er knattspyrnuvöll-
ur, en þar eru leikmennirnir til
skiptis inni í Monakó eða Frakk-
landi á meðan á leiknum stendur.
Schröder til
Washington
NTB-Washington, 12. okt.
Vestur-þýzki utanríkisráð-
herrann Gerhard Schröder er
væntanlegur til Washington á
morgun, en eftir helgina hefj-
ast viðræSur milli hans og ut-
anríkisráðherra Bandaríkj-
anna Dean Rusk, og varnar-
málaráðherrans MacNamarra.
Sehröder er í fjögurra daga
heimsókn i Bandaríkjunum, og
mun hann aðallega ræða um NA
TO og væntanlega endurvæðingu
Þýzkalands við bandarisku ráð-
herrana.
Ráðherrarnir munu hefja við-
ræðurnar á mánudag, en stuttu
áður en Schröder heldur aftur
heim á leið er ætlunin, að hann
ræði um heimsmálin við Kennedy
forseta.
í Bönn er talið líklegt, að Ad-
enauer kanzlari fari sjálfur til
Washington til viðræðna þar, þeg-
ar líða tekur á vorið. Þó fer það
nokkug eftir því, hvort Krústjoff
forsætisráðherra Sovétríkjanna
grípur til nokkurra þeirra aðgerða
sem leitt gætu til nýrra vandræða
í Berlín.
FYRIR nokkru var Raymond Smith, flotamálafulltrúi í Bandaríska sendiráðinu kvaddur heim til Banda
ríkjanna, eftir að sovézka stjórnin hafði sakað hann um njósnir. Hann er hér með konu sinni og börnum á
leiðinni heim frá Moskvu. Myndin er tekin í Kaupmannahöfn.
NTB—Moskva, 12 okt.
Stjórnin í Moskvu hefur vís-
að úr landi fyrsta sendiráðs-
ritara bandaríska sendiráðsins
í borginni, og er honum gefið
að sök, að hafa reynt að múta
sovézkum borgara til þess að
selja sér ríkisleyndarmál.
Sandirátfsritariizi heitir Midt-
hun og er 41 árs gamall, kvæntur
og á tvær dætur. Hefur stjórnin
hrafizt þess, að hann verði strax
kallaður heim. Þetta er annar
sendiráðsmaðurinn, sem sakaður
er um njósnir í Sovétríkjunum á
einni viku. Hinn var Raymond
Smith, sem var flotamálafulltrúi
í sendiráðinu, og hefur hann nú
yfirgefið Sovétríkin ásamt konu
sinni og börnum.
Midthun hefur ekki verið hand-
tekinn, og starfsmenn sendiráðs-
ins segja, að eftri því sem
vitað sé, hafi honum ekki verið
veitt cftirför að undanförnu.
Þess er skemmst að minnast, að
bandaríska stjórnin Iét fyrir
nokkru vísa úr landi tveimur
sovézkum borgurum, sem unnið
höfðu við Sameinuðu þjóðirnar.
Voru þeir sakaðir um að hafa
keypt leyniskjöl af manni í land-
göngusveitum sjóhersins.
Búizt er við, að sendiráðsritar-
inn hverfi heim frá Sovétríkjun-
um innan skamms.
VtSITALA VARA OG
ÞJÓNUSTU135 STIG
LÍFID Á JÖRDINNI ENN
EFTIRSÓKNAR VERDARA
NTB-Vatikanið, 12 okt.
í ræðu, sem Jóhannes páfi
XXIII. hélf á kirkjuþinginu í
Róm í dag, bað hann stjórn-
málamenn heimsins að leggja
JÓHANNES PÁFI
eyrun við, og hlusta eftir neyð
arópi mannkynsins um frið í
heiminum. Hann bað þá einn-
ig að fórna því, sem til þyrfti,
til þess að varanlegur friður
mætti nást.
Ræða páfans var flutt á öðrum
degi kirkjuþingsins, og hvatti
hann til aukinnar virðingar fyrir
mönnunum og samstillingar milli
ríkja heimsins.
í fyrsta sinn í 200 ár veitti páfi
áheyrn i 16. kapellunni, og hinn
áttræði kirkjuhöfðingi benti á
veggskreytingar Michelangelos,
sem sýna dómsdag. Gerði hann
þetta til þess að leggja áherzlu á
bón sína. Sagði hann, að allir
menn yrðu einhvern tíma að
standa frammi fyrir hinum æðsta
dómara, og bað menn að minnast
þess.
Þegar friður er kominn á,
verður alls staðar hægt að vinna
að vísindalegum uppgötvunum i
andrúmslofti, sem einkennist af
sálarró, og gætu þær þá stuðlað
að framförum, og að því að gera
lífið á jörðinni enn eftirsóknar-
verðara, heldur en það er nú á
tímum.
Áheyrnarfulltrúar orþódoxkirkj
unnar í Sovétríkjunum komu til
Rómar í dag, og munu þeir sitja
fundi kirkjuþingsins, Eftir að
páfinn hafði flutt ræðu sína,
gekk hann út á meðal þingfulltrú-
anna. Hálftíma síðar hélt hann
aðra ræðu, en að henni lokinni
hélt hann fótgangandi á brott í
fylgd með nánustu prelátum sín-
um, á meðan kirkjukórinn söng
sálma.
Nú munu fulltrúar kirkjunnar
í Austur-Evrópulöndunum, sem
sækja þingið, vera orðnir enn
fleiri, en búizt var við í upphafi
Hefur páfi rætt við þá, og í dag
veitti hann biskupnum ( Sofía á-
heyrn.
TK-Reykjavík, 11. okt.
KAUPLAGSNEFND hefur nú
reiknað út vísitölu framfærslu-
kostnaðar, eins og hún var i
byrjun októbermána'ðar. Hefur
vísitalan hækkað um 3 stig frá
byrjun september. Mest er hækk
un í matvöruflokknum. Vísitala
matvöru hækkar úr 138 stigum
í 143 stig. Vísitala fatnaðar og
álnavöru hækkar úr 132 í 133 stig
og leðurvara og ýmis vara og þjón
usta hækkar úr 144 stigum í 147
stig.
Vísitala vöru og þjónustu hefur
því í heild hækkað úr 132 stigum
í 135 stig og þó er eftir að taka
inn í vísitöluna verðhækkun á salt
kjöti, hangikjöti og unnum kjöt-
vörum, eins og kauplagsnefnd
bendir á.
Vísitala vara og þjónustu hefur
hækkað samtals um 35 stig síðan
í marz 1959, er vísitöluútreikning-
unum var breytt, en 35 stig á nú-
verandi vísitölu svara til um 70
stiga í þeirri vísitölu. er gilti,
Þegar vinstri stjórnin fór með
völd.
Húsaleiguliður visitölunnar er
ætíð óbreyttur, 104 stig, og vita
allir, ag þar er reiknað langt um
of lágt. Húsnæðisvandræði eru um
land allt og húsaleiga þýtur
upp, en húsaleiga kauplagsnefndar
er alltaf hin sama!
Flugslys á Spáni
NTB-Madrid, 12 okt.
í dag fórst flugvél frá
spænska flugfélaginu Ibería
og með henni 22 farþegar,
þar á meðal eitt smábarn.
Flugvélin rakst á fjall,
um 31 km fyrir utan Sevilla
en fimm mínútum áður en
slysið varð, hafði hún beðið
flugturninn í borginni um
leyfi til þess að lækka flug
ið úr 4000 fetum niður í
3000 fet. Eftir það heyrðist
ekkert í vélinni, að sögn
starfsmanna flugturnsins
Skyggni var mjög slæmt
þessurn slóðum. Hjálpar-
sveitir, sem komu á vett-
vang, segjast ekki hafa
fundið neitt nema brenn-
andi brak úr vélinni.
41 maður fórst
NTB-Varsjá, 12. okt.
í opinberri tilkynningu
sem gefin hefur verið út í
Póllandi, segir, að 41 maður
hafi látið lífið í jámbraut-
arslysinu, sem varð í Lodz-
héraðinu á þriðjudagskvöld.
T í M I N N, laugardagurinn 13. október 1962
3