Tíminn - 19.10.1962, Blaðsíða 5

Tíminn - 19.10.1962, Blaðsíða 5
 ritstjori hallur simonárson eykjavíkurmótið í hand- nattleik hefst um helgina Reykjavíkurmeistaramótið í handknattleik, hið 17. í röð- inni, hefst um næstu helgi og hefja handknattleiksmenn með því vetrarstarfsemi sína. Baldur Möller, varaformaður Í.B.R., mun setja mótið sem hefst á laugardaginn kl. 8,15 að Hálogalandi. Handknatt- leiksráð Reykjavikur mun sjá um framkvæmd mótsins, eins og undanfarin ár. Þátttaka í mótinu er góð að venju, en alls munu 49 flokkar frá 'Sjö fclögum taka þátt í því og er það svipuð þátttaka og var á sl. ári. Nokkuð skyggir þó á, að aðeins þrjú félög treysta sér til að senda lið [ meistaraflokki kvenna. Av- mann, Valur og Víkingur — l'vorki Fram og KR geta sent lið. Hvað því veldur, er ekki gott að segja, en bæði félögin hafa þó í í mótinu taka þátt 49 flokkar frá sjö félögum — eöa um 440 þátttakendur knattleiksmenn hafa æft vel að undanförnu og má búast við skemmtilegum leikjum fyrsta kvöldið, þar sem öll meistarafl.- liðin að ÍR undanskildu, leika þá. Sennilega munu augu flestra bein ast að leik Ármanns og íslands- meistaranna, Fram, en Framarar hafa æft sérstaklega vel síðustu vikurnar fyrir leik sinn í Evrópu- bikarkeppninni, sem leikinn verð- ur eftir hálfan mánuð. Verður fróðlegt að sjá styrkleika Framara gegn Ármenningum sem eiga mörgum ágætum leikmönnum á að skipa, m.a. eru í Ármannslið- inu margir þeirra pilta, er léku með unglingalandsliðinu f fyrra. Á sunnudaginn heldur mótið svo áfram, og fara þá fram leikir í yngri flokkunum. í 2. fl. kvenna leika Víkingur og Fram, Ármann og KR og Þróttur og Valur. í 3. fl. karla A, leika KR og Val ur, Víkingur og ÍR. — Og í 2. fl. leika svo Víkingur og Fram, ÍR og Valur og Ármann og Víking- ur. Nærri lætur að 440 þátttakend ur séu í mótinu, en því mun að öllu forfallalausu Ijúka 9. desem ber n.k. — a'if. Þaö hefur vakið mikla athygli í sambandi við Meistaramót Reykja- víkur í handknaftieik að aðeins þrjú félög senda lið til keppni í meistaraflokki kvenna. Handknattleikur kvenna hér á landi var í miklum blóma fyrir örfáum árum — eins og annað sætið á Norðurlandamétinu er gott dæmi um — og er því erfitt að átta sig á hvaða dofi hefur hlaupið í kvenfólkið. Maður saknar illa flokka frá jafn sterkum félögum og KR og Fram, sem ávallt hafa átt góðum flokkum á að skipa — en ge'ta nú ekki sent lið. — Myndin hér til hliðar er frá meistaraflokksleik s.l. vetur. ISS0 hyggju flokki að senda lið íslandsmótið. í þessum Mótið hefst á laugardaginn, kl. 8.15 að Hálogalandi, og verða nær allir leikirnir fyrsta kvöldið í mfl. karla. Fyrsti leikurinn verður i 3. fl. A milli Fram og Ármanns, en síðan leika í meistaraflold<i Víkingur og Valur, Fram og Ár- mann og Þróttur og KR. Hand- Innanfélags- mót Ármanns Frjálsíþróttadeild Ármanns giengst fyrir innanfélagsmóti í köstum á laugardag klukkan fjög- ur á Melavellinum og sunnudag á sama tíma. rslitaleikur bikar- keppuinnar á morgun Úrslitaleikurinn í bikar- keppni Knattspyrnusambands íslands fer fram á Melavell- inum á laugardaginn og hefst leikurinn kl. 3,30. Eins og áð- ur hefur verið skýrt frá, leika íslandsmeistarar Fram til úr- slita gegn bikarmeisturum KR, en KR hefur unnið í þau tvö skipti, sem keppnin hef- -- KR og Fram leika til úrslita og eru mikil foríöll í liSi Fram, KR-ingar eru mun sigurstranglegri. Verður tvöföld um ferð tekin upp? Ársþing Handknattleikssainbands íslands verður haldið n.k laugardag, og mun þa'ð fara fram í KR-heimilinu. Mörg mál verða á dagskrá, enda mikið um að vera hjá handknattleiks mönnum á næstunni. — Sennilega mun mest verða rætt um breytt fyrirkomulag leikja í 1. deild á íslandsmeistaramótinu — Eru margir þess fýsandi að hafa tvöfnlda umferð. og yrði þ* annar leikurinn leikinn hér i Revkjavík. en hinn á stóra leik vanginum á Keflavíkurflugvelli. Þetta myndi sjálfsagt hafa það í för mejs sér, að aðsókniv að leikjunum yrði ekki eins góð almennt — en gefa þó sjálfu mótinu ólíkt meira gildi. ur verið háð — og allar líkur eru til þess, að sigurinn falli KR í skaut í þriðja sinn á laug- ardaginn. Ein breyting verður gerð á KR- Þðinu frá leiknum gegn Akureyr- ingum. Gunnar Guðmannsson meiddist þá og getur ekki leikið. Gunnar Felixson, sem þá kom inn sem varamaður, heldur stöðunni áfram. Lið KR verður því þann- ig skipað talið frá markmanni að vinstri útherja: Heimir Guðjónsson, Hreiðar Ár- sælsson, Bjarni Felixson, Garðar Árnason, Hörður Felixson, Sveinn Jónsson, Örn Steinsen, Jón Sig- urðsson, Gunnar Felixson, Ellert Pchram og Sigurþór Jakobsson — þó er ekki enn alveg ákveðið hvor verður miðherji Eliert eða Gunn- ar, eftir því sem þjálfari liðsins, Sigurgeir Guðmannsson tjáði blað- !nu i gær Fram á hins vegar við mikla orðugleika að stríða Þeir fóru lla út úr leiknum við Keflvíkinga a dögunum því n*r helmingui liðsmanna hlaut þá einhver1 meiðsli og brír svo slæm, að þeir j geta örugglega ekki leikið í úr-1 slitaleiknum. Það eru Geir Kristj- órisson, markvörður, sem fingur- brotnaði, Baldur Scheving, út- herji, sem snerist illa um hné, og Guðmundur Óskarsson, fyrir- liði liðsins, sem tognaði í nára. Hallgrímur Seheving er vafasam- ur, en hann marðist illa í baki — og ekki útséð hvort hann getur leikið. Fram á að vísu sæmilega vara- menn en vafasamt er þó ag liðið þoli þessa „blóðtöku“. Fyrir Geir í markinu leikur 2. flokks dreng- ur, Hallkell Þorkelsson, sem vakti athygli í síðari hálfleiknum gegn Keflvíkrngum, og fyrir Guðmund kemur einnig ungur drengur, sem leikur sinn fyrsta leik með meist- Framhald á 13. síðu. kíðalandsmdtið Austfjðrðum Stjórn Skíðasambands íslands liefur nýlega ákveðið að fela •Jngmenna- og íþróttasambandi \usturlands a? sjá um Skíðamót slands á næsta vetri. — Er gert ráð fyrir því að landsmótið fari fram um páskana í Neskaupstað i og Norðfirði. Mun það verða í! fyrsta sinn, að íslandsmeistara- mót í íþróttum er haldið á Aust- 'irlandi. 'Form (Jngmenna- og íþrótta- ambands Austurlands er Kristj- án Ingólfsson, Eskifirði, en for- maður skíðaráðs UÍA, er Gunnar Ólafsson, Neskaupstað. T í MIN N , föstudaginn 19. október 1962 5

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.