Tíminn - 19.10.1962, Blaðsíða 9

Tíminn - 19.10.1962, Blaðsíða 9
einhverjir vera þar. En mýs eru engax, engar rottur, engir minkar og svo var mér líka sagt, að þar væri enginn frétta ritari fyrir Morgunblaðið Sigurður Arason, fréttaritan TÍMANS í Öræfum tók á móti mér á flugvellinum og vig geng um saman heim til hans, að Fagurhólsmýri. Neðan við bæ- inn gnæfir sérketmilegur klett ur yfir flugvöllinn. — Þessi klettur 'ieitir Blesa- klettur. Sú saga er um hann sögð, að þegar hlaupið mikla kom úr Öræfajökli, árig 1362, og eyddi hér mikla byggð, hafi blesóttur hestur bjargazt. Þeg- ar menn komu bingað að á eft- ir, stóð sá biesótti á klettinum, en var þá orðinn svo mannfæl inn, að hann hljóp út cf klett- inum og enuaði svo lífdagana. Við settumst inn í sftfu og ég byrjaði að svaia forvitni minni. — Hversu margir íbúar eru í Öræfum, Sigurður? — Hér munu nú búa milli 150—160 manns. Það hefut stað ig nokkuð í stað hin síðari ér, Etflfl Þarfasti þjónn þeirra Öræfinga í dag, einn af Föxum Flugfélags íslands aS staönæmast fyrir framan sláturhús þeirra Öræfinga. Hvítu flekklrnir f vinstra horni myndarinnar eru gærur. Myndin er tekin ofan af Blesakletti. VIKUR UR ORÆFUM þó fækkar heldur. Það gengur misjafnlega ag halda í unga fólkið, en margt af því ílend- ist þó hér. Hér er bújð á átta stöðum, en heimilin eru tutt- ugu og eitt. A Hofi eru heim- ilin sex, fimm á Hnappavöll- um, þrjú á Svínafelli, tvö á Fagurhólsmýri og í Skaftafelli og einbýli er á Malarási, Hofs- nesi og Kvískerjum. — Hvemig er félagslíf hjó ykkur? — Hér eru haldnar þrjár skemmtanir, sem við getum kallag árvissar. 17. júní er hald in útihátíð ,ag loknum haust- önnum er haldin skemmtun í samkomuhúsinu á Hofi og er þá venjulega leiksýning og svo er haldin jólatrésskemmtun. Nú, og svo er slegiö upp böll- um, þegar mannskapnum dett- ur í hug. — Hvernig er meö prest og lækni? — Prestur okkar er nú séra Sváfnir Sveinbjarnarson á Breiðabólstað í Suðursveit, en læknir er Kjartan Árnason í Höfn. Það er býsna langt fyrir þá hingað, en þeir komast á bílum að Jökulsá og yfir hana er ferjað, svo komast þeir með bílum frá ckkur þaðan. Það er næstum alltaf fært yfir Jök- ulsá og einstaka sinnum hægt ag fara yfir hana á bíl. Hún er eiginlega líkari firði en á. og flóðs og fjöru gætir upp undir jökul. það er nú reyndar ekki lang* ban.gað frá sjó Við jökulinn er lón, sem virðist vera mjög djúpt, þag er að minr.sta kosti 100 metra djúpt og nær inn undir jökulinn, það kemur í ljós. þegar jökullinn minnkar f jökulruðningnum hafa fundizt skeljar og kuðung ar og það bendir allt til þess, að þarna hafi eitt sinn verið fjörð ur. Kannski hann komi í ljós, þegar jökullinn eyðist og lón- ið sé leifar hans. Ég sagði að það væri stutt frá jöklinum til sjávar. Þetta vita sebrnir mæta vel og bregða sér oft upp í lón- ið. Þar flatmaga þeir svo á jök unum. Sem sagt, það eru selir á Vatnajökli! — Sérð Þú ekki mikinn mun á jöklunum nú og þegar þú manst fyrst eftir þér? — Jú, alveg geysimikinn. Þeir eru alltaf ag minnka, og það alveg ótrúlega. — Þú minntist á selina. Er hér ekki alltaf mikil selveiði? — Jú, þeir veiða talsvert af honum hérna. Mest veiða þeir á Skaftafelli, en einnig talsvert fró öðrum heimilum. Þeir borga víst a. m. k. þúsund Krónur fyrir gott kópsskinn svo ef þeir veiða marga kópa . . en annars veit ég ekkert um það, hversu mikig þeir veiða. Nú eru næstum eingöngu veiddir kópar, því skinnin eru verðmest af þeim og nú er ekk- ert hirt nema þau. Þeir eru veiddir í maí og júní. Mest eru þeir veiddir þanmg, að menn læðast að þeim og rota þá, en einnig eru þeir veiddir í nætur. Hér áður fyrr, Þegar útselurinn var veiddur var hann veiddur í nætur í ósunum. Þá óðu menn fyrir ósinn með streng og röðuðu sér á hann oe vörnuðu selnum að komast út Síðan var nótin dregin. Þá var selkjöt'mikio notag til mat ar. Það er ábyggilegt, að sel- kjötið bjargaði Öræfingum oft frá hungri í gamla daga. Það var líka enginn smáræðis mat- ur í fullorðnum útsel, enda hefi ég heyrt, að menn oafi tekið fyrir hann veturgamla kind. — Kópar eru nú veiddir í Svína fellsósi, Tangaósi. Hnappa. vallaósi, Breiðamerkurósi og Skaftarárósi. svo og á fjörun- um. — Er mikill reki hjá ykkur? — Hann hefur nú minnkað hin síðari ár, en þag eru þó hlunnindi að honum. Hér eiga allir bæir fjörur, en misjafn- lega stórar og góðar, eins og gefur að skilja. Á HOFI í Öræfum er ein af fáum torfkirkjum þessa lands. Hún er ekki stór, fremur en gerist um slíkar kirkjur, en það er auöséð, að söfnuðurinn hugsar um hana með natni. Kirkjusókn mun vera góð i Öræfum. — Eru ekki lítil afréttarlönd hjá ykkur hér? — Okkar einu afréttarlönd eru á söndunum, bæði á Skeið arársandi og Breiðamerkur- sandi. Vestur á Skeiðarársandi er talsverður gróður og mjög kjarngóður. Þangað rekum við fé og rekum á jökli yfir Skeið- ará. Já, það eru talsverðar smalamennskur á báðum sönd- unum. Smalamennskur í hejma fjöllum eru ekki mjög langar. en þær éru erfiðar. — Er mikii vetrarbejt hjá ykkur? — Fé er ekki mikig beitt hér á vetrum. Það er almennt tekið í hús um fengitímann og því er lítið beitt, nema eitthvað á Skaftafelli. Það er reynt að Játa féð bera snemma og þá við hús, því það er erfitt að ann- ast lambfé hér og heldur lítið gert að því. — Hvað er svo mest aðkall- andi hjá ykkur? — Samgöngumálin eru eílíft vandamál hjá okkur. Flugið hefur gert okkur ómetanlegt gagn, það er mikill munur frá því að hesturinn var okkar eina farartæki út í heiminn, og það er ekki svo ýkjalangt síðan. En okkur er það ákaflega mikið hagsmunamál, að Jökulsa á Breiðamerkursandi verði brú uð sem fyrst. Hún er orðin eini slæmi farartálminn austur um. Vonandi verður hún brúuð á næstunni, þá fáum við okkar langþráða akvegasamband. Svo þarf náttúrlega ag brúa ár hér innsveitis, þær geta oft orðið býsna slæmar og ég hugsa að fólk í mörgum öðrum sveitum væri orðið býsna óþolinmótt. Ég fór í ökuferð um kvöldið með kunningja mínum. Það hafði rignt hressilega um dag- inn. Ég er sannfærður um það, ag Sigurður sagði satt, þegar hann bjóst við því, að fólk í sumum öðrum sveitum væri orðið óþolinmótt . . . mb a rTÍMINN, föstudaginn 19. október 1962 9

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.