Tíminn - 19.10.1962, Blaðsíða 14

Tíminn - 19.10.1962, Blaðsíða 14
 ■b—BBweagBMM— 27 horfði á sofandi barnið og fylltist innilegri ást til Carolyn, vegna þess að hún hafði hiklaust hallaff sér að mér. Þegar ég hafði kvatt Bellington fjöLskylduna tveimur stundum áður, hafði það skilið eftir annarlega tómleikatilfinn- ingu. Merle og Tony höfffu ver- ið afar elskuleg við mig og kraf izt þess að ég tæki við ávísun frá þeim, sem að mínu viti var alltof há. Dwight hafði tekið þessu hraustlega, en ég varð aff losa litlu handleggina hennar Martys af hálsinum á mér, hún hafði þrýst sér svo fast að mér. Eg vissi fjarska vel, að Jocelyn myndi brág lega geta hughreyst hana... en samt var ég dálítið döpur í bragði. En núna, þegar Carolyn var svona nálægt mér og ég vissi, að Oliver treysti mér í hvívetna, hvarf tómleikinn. Þetta nýja verk efni var mjög skemmtilegt og ég vissi aff ég myndi fá nóg að gera og hefði þar af leiðandi engan tíma til að gæla við ástargrillur. Eg uppgötvaði að ég gat rólega horfzt í augu við. hann og ég var viss um, að ég væri komin yfir þennan andartaks veikleika. Ó, já, þaff er stundum auðvelt að blekkja sjálfan sig. Bifreið beið okkar á stöðinni í Par. Það var nóg pláss fyrir okk- ur þrjú fram í Carolyn sat milli okkar og bláu augun hennar störðu út á blátt hafið og munn- urinn var hálfopinn af eftirvænt ingu. Og þá hófst síðasti hluti ferð- arinnar. Eg fann, hversu spennt- ur Oliver var, ég var sjálf kvíða- full, þegar ég hugsaði til vænt- anlegra viðbragða Carolyn er hún sæi Mullions á ný. Allan tímann sat hún óeðlilega kyrr og starði fram fyrir sig. Þegar við nálg- uffumst St. Trudys, þar sem veg- urinn liggur gegnum skóginn, sá ég að öll blómin voru sprungin út síðan ég var hér nokkrum dög- um áður. Eg hrópaði yfir mig af hrifn- ingu og bætti hálfafsakandi við: Eg hef aldrei séð svona mörg ak- urblóm útsprúngin. — Eg held við göngum gegn- um skóginn heim að húsinu, sagði Oliver þegar við komum að stein- hliðinu. Hann brosti við dóttur sinni og sagði: — Caro og ég vorum vön að fara þá leið, ekki satt? Hún kinkaffi kolli og rétti hon- um hönd sína, hlýðnjslega eins og hún hafði verið allan daginn. Hún leit í kringum sig meðan við gengum hægt eftir stígnum og þegar héri stökk fram fyrir fæt- ur okkar, rak hún upp smáhljóð, sem kannski var hlátur. Eg gekk á eftir þeim, þegar við komum út úr skógarþykkninu, ég vildi láta þau ganga ein inn í húsið og ég bað innilega að allt gengi nú aff óskum. — Mullions — Við erum heima, Caro. Eg vona að Hanna hafi mat inn tilbúinn, því að ég er svang- ur, heyrði ég Oliver segja, þegar hann leiddi dóttur sína yfir ver- öndina. Svo kom Hanna fram í dyrnar. Hún féll á kné og faðmaði barnið að sér og ég sá granna handleggi Carolynar grípa um háls hennar. Þetta var gott merki að hún sýndi svo jákvæð viðbrögð yfir einlæg- um fögnuði Hönnu. Eg heyrði sein lega móðurlega rödd hennar milli gráturs og hláturs. — Það er gott að þú ert komin heim aftur, litla mín! Svo sneri hún sér að mér og ég fann aö hún fagnaði einnig komu minni: — Eg er fegin því að þér kom- ið til okkar, ungfrú Browning, þetta er sannkallaður hamingju- dagur á Mullions, sagði hún. Oliver brosti, en hann horfði eftirvæntingarfullur á andlit Carolynar þegar þau gengu ínn í 'Stóra forsalinn. Svo virtist sem Carolyn ykist kjarkur við hvert skref sem hún steig. Oliver sneri sér að mér eins og hann iæsi hugsanir mínar — Carolyn lærði að ganga hérna inni svo að hún þekkir hverja ójöfnu á gólfinu — og all- ar minningar hennar frá þessari gömlu álmu eru hamjngjurikar. Mark kom þjótandi til okkar og gelti æðislega og Hanna hróp- aði óttaslegin: — Eg batt hann, en hann hlýtur að hafa slitið sig j lausan ... gætið að telpunni, sir. En viðvörunin var gersamlega óþörf. Carolyn sleppti hönd föð- j ur síns, hljóp að hundinum ogl faðmaði hann að sér og Mark skellti sér niður og dillaði rófunni í gólfið í mikill gleði. — Nú hef ég aldrei . hvíslaði Hanna. Oliver brosti. — Caro.yn hefur aldrei verið hrædd við dýr, og þau Mark voru góðir vinir, þegar hann var hvolpur. En mesti sigurinn þennan dag var þegar Carolyn leit á mig og andlitið var rjótt af gleði. þegar hún stamaði: — M and dy .......... M-m-ark! Hún hafði munað nafnið á hund inum sínum. Hana langaði svo ákaft að kynna okkur hvort fyrir öðru, að hún hafði alveg gleymt ótta sínum við að tala. — Halló, Mark, sagði ég hátíð- lega og beygði mig niður og kyssti á gráa hausinn hans. Mér hafði líkað vel við hundinn tyrr, en á þessari stundu elskaði ég hann. Hann hafði ekki aðeins brotið ís- inn við heimkomu Carolynar, hann varð óa&skiljanlegur fylgd- arsveinn hennar. Með höndina á hálsi hans gekk Carolyn um á gamla heimilinu sínu — algerlega óttalaus þetta kvöld. Það var greinilegt. að hún fann sig ör- ugga með honum, og hann frels- aði hana frá mánaða kúgun og mishöndlun og hræðslu sem eng in fullorðinn hefði getað gert. — Eg hef hugsað mér að ung- frú Browning fái herbergi frúar- innar og Carolyn gamla barnaher bergið, sir, sagði Hanna og snerist í kringum okkur eins og unga- mamma. — Þá heyrir hún, ef sú litla vaknar á nóttunni. Eg leit dálitið kvíðin á Oliver, ég hélt aff Hanna ætti við herbergi I Serenu, en Oliver hristi höfuðið. j — Hanna meinar herbergi móður ^ minnar og gamla barnaherbergið,: þar sem ég svaf sem barn ... Eg held þér munið kunna vel við yð- ur þar, Mandy, en í hamingjunn- ar bænum segið Hönnu frá því, ef þér viljið láta breyta einhverju. Svo bæ ti hann stríðnislega við: — Nú þegar við höfum fengið hingað reglulega Greystone- fóstru, Hanna, verðum við að reyna að gera hana hamingju- sama hér. — Það verffur ekki erfitt, sir, svaraði Hanna og brosti vinalega við mér. Löngu löngu síðar sagði hún mér, að ég hefði einhvern veginn fallið inn í lífið á Mullions eins og ég hefði verið fædd þar. Eg varð mjög hrifin af stóra hornherberginu sem ég fékk, geysistóra rúminu, og rúmteppið var úr sama efni og gluggatjöld- ín. Gluggarnir sneru út að rósa- garðinum og skógarþykkninu, og þegar bjart var yfir, sást til hafs. Oliver kom upp til að vita, hvernig mér litist á herbergið. — Eg held þér „hafið það af“, eins og Ted gamli segir, þegar hann plantar nýrri rósategund í garpinum. Eg sá að fatnaður minn var á engan hátt fullnægjandi og ég óskaði næstum að Oliver hefði leyft mér að klæðast einkennis- búningi mínum. En ég skildi rétt- mæti þess, að hann vildi ekki, að Carolyn fengi yfirdrifið að finna, að ég væri útlærð hjúkrun- arkona. Fyrsta frídaginn minn ók ég sjálf til Trewilly sem var næsta borg og opnaði bankareikning með ávísuninni sem Tony og Me.» le Bellington höfðu gefið mér og síðan eyddi ég samstundis meiri hlutanum í föt. Eg komst að raun um að Trevallion og Mullions voru nokkurs virði, því að þegar ég nefndi heimili'Sfangið vildu þeir endilega skrifa, og ég varð 181 sem við sáum þó ekki, þar eð við flugum skýjum ofar. Skömmu síðar sáum við þó aftur til jarð- ar og vorum þá að fljúga yfir Saros-flóann. Við sáum greini- lega Imbros og Lernnos. Litlu siðar huldu skýin aftur alla land sýn og við sáum ekkert meira, fyrr en hrikalegir fjallshnjúkar ráku snæviþakta kollana allt í einu upp i gegnum skýjabeltið. Við vorum þá að fljúga samhliða Corinthu-flóanum. Skýjaþykknið eyddist smátt og smátt, og enn blöstu við augum okkar snævi þaktir fjallatindar. Nú erum við staddir yfir hafinu fyrir sunnan Ítalíu og vonumst eftir að kom- ast til Möltu í ljósaskiptunum. Seinna. Malta. — Lentum á Möltu klukkan 7 e.h. eftir ágæta ferð. Eg fór beint til kirkjugarðs ins, þar sem „Barney“ hefur ver ið jarðaður og lagði blómsveig á leiðið hans. 11. febrúar. —~ Á flugi yfir Frakklandi. Klukkan 1.15 f.h. var Portal vakinn af flugstjóranum, sem sagði, að síðustu veðurspár frá Englandi væru slæmar og ef við legðum ekki strax af stað, gæti svo farið að við yrðum veð- urtepptir í tvo daga. Við ákváð- um að leggja strax af stað. Við fengum ágætt flugveður og klukk an 7 f.h. var okkur tilkynnt, að við myndum verða komnir til Northolt innan klvkkustundar, þar sem lendingarskilyrði væru enn sæmileg. Eg klæddi mig því, rakaði mig og borðaði morgun- verð. Klukkan tæplega átta fórum við öðru hverju að sjá til jarðar, í gegnum skýin. Eg sá stórt fljót, sem ég reyndi að telja mér trú um að væri Thames. Svo sást stór borg, en það var vissulega ekki Reading. Allt í einu kom Portal og sagði: „Veiztu hvar við erum? Yfir Frakklandi“. (Hann hafffi séð Eiffelturninn). Svo huldi þok an enn að nýju alla útsýn. Til allrar hamingju þekkti flugstjór- inn loks Fécamp í gegnum skýja- gat. Svo flugum við áfram yfir Sun'dið, sem varla var sýnilegt fyrir þoku, regni og mistri. Yfir strönd Englands var veðrið nokkru betra og við lentum loks á Nort-i holt-vellinum klukkan 9.30 f. h. einni og hálfri klukkustund á eft ir áætlun. 13. kafli. Þann 8. febrúar — tveimur dög um áður en Brooke fór frá Yalta — hófst sókn Montgomerys til að hreinsa Rínarlöndin. Tveir stórir herir tóku þátt í hreinsun- inni. Fyrst kanadíski herinn með liðsauka frá öðmn hernum brezka, og níundi herinn banda- ríski. En áður en níundi herinn gæti hafið árás, brutust Þjóðverj- ar í gegnum varnarlínuna á víg- stöðvum Bradleys og ruddust yfir dalinn í veg fyrir ameríska her- inn og heftu frekari sókn hans í hálfan mánuð. Þangað til ruðu Bretar og Kanadamenn að sækja fram án stuðnings, eftir mjórri landræmu milli tveggja fljóta, er Ilitler hafði fyrirskipað að verja til s'íðasta manns. Þeir brutu sér leið austur í gegn um Reichs- wald og yfir Siegfried-línuna, yfir jarðsprengjulögð og vatnsósa landssvæði og skóglendi, rústir sprengjutættra borga og börðust við ellefu þýzkar herdeildir ungra, ofstækisfullra fallhlífarhermanna sem voru staðráðnir í því að hefta för innrásarmannanna, áður en þeir kæmust að Rín og verja fyrir þeim kola- og stáliffjuverin í Ruhr, sem hin hnignandi stríðs- framleiðsla Þýzkalands hvíldi á. Fyrstu tvær vikurnar eftir komu Brookes frá Yalta er fátt þýðingarmikið að finna í dagbót hans. Hann fann sárt til fjarver.. „Barneys“ Charlesworth í auðu Sigur vesturvelda, eftir Arthur Bryant Heimiidir: STRIDSDAGBÆKUR ALANBROOKEi i íbúðinni í Westminster Gardens: „Eg gerði mér aldrei ljóst“, skrif aði hann, „hve mjög ég myndi sakna hans og hve voðalegt tóm hann myndi skilja eftir í lífi mínu.“. Á föstudag eftir heimkomu sína j heimsótti hann ekkju hans og reyndi að verða henni til huggun ar. „Hún reyndi að sýnast róleg og hugrökk, en mér leyndist ekki, hve djúpu og svíðandi sári frá- fall „Barneys" hefur sært hana“. Eitt kvöld í þessari fyrstu] j „dimmu og dapurlegu viku“, borffj aði Brooke miðdegisverð í kon- i ungshöllinni l | „Það var mjög fámennt sam-^ ! sæti, aðeins konungurjnn, drottn- ingin, Portal og ég. Konungurinn var með allan hugann við nýju orðuborffana, sem hann var að finna upp og hafði fullt umslag j af þeim í vasanum. Drottningin, hrífandi og með áhuga fyrir öllu. ' -afhreifin og alúðleg". , Annað kvöld gerði varaforsæt- isráðherrann, Attlee, boð eftir Brooke til þess að heyra skýrslu hans um ráðstefnurnar á Möltu og Yalta. Churchill kom ekki til Eng- lands fyrr en 19. febrúar, „en þá“, skrifaði Brooke, „varg hinn venju legi mánudags-ráðherrafundur fyr ir truflun við það, að Winston kom heim úr Miðjarffarhafsför sinni í voðalegu skapi“. Þann 20. febrúar var líf Brookes aftur fallið í sínar venjulegu skorð ur. „20. febrúar. — Eg varð að fara til fundar við Winston kl. 2.45, til að ræffa um síðasta bréf Eisenhowers, þar sem hann sting ur upp á því, að staðsetja Alex ag baki víglínunnar, ef hann komi til sín sem varamaður Win- ston hafði samið gott bréf, sem við fórum í gegnum og breyttum lítillega í því stingur hann upp á því að koma ásamt mér í heim- sókn næsta fimmtudag 21. febrúar. Tvisvar j dag hef ég fengið breytingar á svari Win- stons til Eisenhowers, en enghi þeirra var samt mikilvæg......... Morgan kom síðari hluta dagsins, áður en hann færi til Alexanders (sem herráðsforingi). Eg átti langt viðtal við hann, til þess að gera honum ljóst, hvers ég ætl- aðist til af honum. 22. febrúar. í dag kom hollenzki ambassadorinn þeirra erinda, að biðja um tvö skip til viðbótar, til aðstoðar Hollendingum í hinu hernumda Hollandi. Guð veit, að þeir eiga það skilið, en skipa- skorturinn er bara svo mikill. Loks mjög erfið klukkustund með Anders hershöfðingja, sem er kominn heim frá ítalíu. Hann hafði rætt við forsætisráðherrann í gær, en var enn mjög illa á slg kominn. Samkvæmt hans áliti stafa mestu erfiðleikarnir af þeirri staðreynd, að hann getur aldrei treyst Rússum eftir reynslu hans af þeim, þar sem Winston og Roosevelt voru þess hins vegar albúnir að treysta þeim. Eftir að hafa verið fangi og séð, hvernig 14 TfMINN, föstudaginn 19. október 1962

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.