Tíminn - 19.10.1962, Blaðsíða 15

Tíminn - 19.10.1962, Blaðsíða 15
MINNING: SÆSIMINN ER KOMINN TIL EYJA FRÁ KANADA SK-Vestmannaeyjum, 18. okt.— Hingað kom í morgun þýzka skiþið Neptun, sem lagt hefur sæsímastrenginn frá Kanada hingað til lands. Það er skráð 9000 ton.n, en ber a.m.k. 12000 tonn. Liggur skipig nú hér á ytri höfninni. — Það lagði af stað frá Kanada 19. sept. s.I. og fór þa'ðan til Grænlands og var svo tíu daga frá Grænlandi og hingað. Leiðin frá Kanada til Grænlands er 888 sjómflur, en leiðin þaðan hingað er 837 sjómflur. — Á skipinu er á 2. hundrað manna áhöfn og mun hinn nýi strengur verða tengd- ur næstu daga. Dilkar betri en í fyrra GG-Hjarðarfelli, 18. okt. Hér hefur rignt mikið undanfar- ið, en veður hefur verið milt. SJátrun er iangt komið og lýkur nú um helgina. Dilkar hafa reynzt heldur betur en í fyrra og flokkun hefur einnig verið betri en und- anfarið. Garðrækt er ekki mikil hér um slóðir, en uppskera garðávaxta hef ur verið í góðu meðallagi. Lendir á funglinu FramhaJd at h siðu Eldflaugin fór með nær því 39 þúsund km. hraða á klukkustund, og ef allt gengur samkvæmt áætl- un mun hún verða komin til tunglsins eftir 70 klukkus-tunda ferð, eða um miðjan dag á sunnu- daginn. Nokkru áður en eldflaugin lend- ir á tunglinu verða send út úr henni mælitæki, en þeim er ætl- að að rannsaka yfirborð tunglsins og senda myndir til jarðarinnar. Tækin eiga að geta enzt í einn mónttSgMM Þetta er í þriðja sinn, sem Bandarikjamenn gera tilraun til þess að senda eldflaug til tungls- ins. í fyrsta sinn geigaði skotið, en í annað sinn lenti eldflaugin á þeirri hlið tunglsins, sem alltaf snýr frá jörðu, og hefur ekki heyrzt frá tækjum hennar. Fulltrúair geimrannsóknastof- unar Bandaríkjanna og bandaríska flughersins skýrðu frá því nokkru eftir að eldflauginni hafði verið skotið á loft, að skotið hefði heppnazt, og allt hefði farið ná- kvæmlega eins og gert hafði ver- ið ráð fyrir. Einnig skýrðu þeir frá því, að heyrzt hefðu merki frá tækjum eldflaugarinnar á fjölmörgum stöðum í Afríku. 490 milljónir Framhald af 1. siðu. hafa vextina hina sömu og meðan Framsóknarmenn voru í stjórn. Þar væri lagt til að hætta fryst- ingu sparifjár en henni hefði j'aldrei verig beitt í stjórnartíð Framsóknarmanna. Stefna Fram- sóknarmanna væri því óbreytt. Gylfi réttlætti „frystinguna" með því ag ella væri ekki hægt að mynda gjaldeyrisvarasjóð. Hann kvaðst vilja fá ag vita, hvernig Framsóknarmenn vildu tryggja sæmilega gjaldeyrisstöðu án „frystingar“. Eysteinn Jónsson benti á, að þegar vinstri stjórnin hefði látið af völdum í árslok 1958, hefðu bankarnir átt verulegan gjaldeyris varasjóð og gjaldeyrisstaða þjóðar innar í heild verið betri en nú. Enga „frystingu" hefði Þó þurft þá. Hann sagði enn fremur, að frum skilyrði hagstæðrar gjaldeyrisaf- komu væri það að hafa framleiðsl una nógu mikla, en mikill lánasam dráttur stæði í vegi þess, þegar til lengdar léti. Nánar verður sagt frá þessum umræðum síðar. Þroskaár Vigfúsar gestgjafa Nýkomin er út bók eftir Vigfús Guðmundsson, Minningar Vigfús- ar, þroskaárin. Þetta eru minning ar höfundar frá 27 ára aldri til efri ára. Bókin er yfir 250 bls. í fremur stóru broti meg góðum pappír, en ekki þykkum. Margar myndir prýða lesmálið og málverk frá Hreðavatni er á forsíðu káp- unnar, er gefur bókinni aðlaðandi ytra útlit. Bókin skiptist í 28 kafla auk formála. Fimm þeir fyrstu eru frá Vesturheimi — mest úr byggðum íslendinga þar — 23 eru af íslandi, frá samtíg og samferða mönnum V.G. á lífsleiðinni. Mest er þar frá Borgarfirðinum og tals vert frá Reykjavik, einnig frá Þing völlum, Laugarvatni o.s.frv. Oftast er samferðamönnum borin vel sag an, en dálítið er það þó misjafnt — og má búast vig að þar verði skiptar skoðanir manna. En auð- fundið er að höf. flytur mál sitt af ejgin sannfæringu og hrein- skilni, eftir því sem honum sjáíf- um hefur fundizt um menn og málefni. í lok bókarinnar eru ýmsir pistl ar, kvæði og lausavísur til V.G. eftir marga höfunda. Einstaka af því er listaverk og margt til sóma íhöfumdum. Bækur V.G. hafa verig mjög vinsælar meðal fjölda manna, og er lítill efi á ag þannig verður með þessa nýju bók. Hún er ekki síðri en þær sem áður eru komn ar út, sem ýmist eru uppseldar eða því sem næst. Bókasafnið í HafnarfirSi 40 ára Bæjar og héraðsbókasafnig í Hafnarfirði á 40 ára afmæli um þessar mundir, en það tók til starfa 18. okt. 1922. Þá voru í safn- inu um 1000 bindi bóka og rita, en nú er tala þeirra orðin 22000. Aðalhvatamaður að stofnun safnsins var Gunnlaugur Krist- mundsson kennari og sandgræðslu stjóri, og var hann gjaldkeri og tilsjónarmaður með safninu frá upphafi stofnunar þess og formað- ur bókasafnsnefndar um langt skeið. Safnið var á hálfgerðum hrakhólum, hvað húsnæði snerti, fram til ársins 1958, þegar það var flutt í hús það, sem því var reist við Mjósund en Þar er húsrými nóg og vistlegt. Bókasafnsstjórn skipa nú Þor- geir Ibsen, form., Björn Jóhanns- son, Friðrik Guðmundsson, Björn Konráðsson og Stefán Júlíusson. Aðalbókavörður er Anna Guð- mundsdóttir, Magnús Jónsson til aðstoðar. Fyrsta starfsár safnsins voru lánaðar út um 1000 bækur, en s.l. ár, 1961, voru lánaðar um 32000 bækur. Kirkjuþing KirkjuÞing Þjóðkirkjunnar verð ur haldig hér í Reykjavík dagana 20. október til 4. nóvember, í sam komusal Neskirkju. Þingið verð- ur sett í Neskirkju næstkomandi laugardag 20. okt. kl. 2 e.h. Sr. Þorgrímur V. Sigurðsson, varafor seti Kirkjuráðs, flytur ræðu. — Biskup setur þingið, Kirkjukór Neskirkju syngur undir stjórn Jóns ísleifssonar. Jarðskjálffakippur Framhald af 3. síðu enginn þeirra hefði verið jafn langvarandi og þessi, eða neitt nálægt því eins snarpur. Fjöldi gamalla sprungna er í jarðskorpunni á þessu svæði, og L'g'gja tvær þær stærstu samhliða Rendalen og Engerdalen. Sprung- urnar eru mörg hundruð milljón ára gamlar, en jarðskjálftinn sýn- ir, að enn þá leynist líf í þeim. Hvað snerti líkur um áframhald- andi jarðskjálfta sagð'i Kvale, að liklega kæmu fleiri minni jarð- skjálftar á eftir þessum, þar eð hann hefði verið svona snarpur, en ótrúlegt væri, að þeir ættu eft- ir að verða eins snarpir og hann var. Orsakirnar, sem liggja að þess- um jarð'skjálfta eru þær, að árum saman hefur spennan aukizt í jarð skorpunni á þessum stað, og þeg- ar hún er orðin nógu mikil spring ur skorpan, þar sem hún er veik- Eins og fyrr segir hrundi skor- steinn í Öksna, en í Hamri mátti greinilega finna titringinn, og gluggarúður titruðu. Annars stað ar í Hedemark glamraði í eldhús- áhöldum, sem héngu þar á veggj- um í eldhúsum, og á einum stað bilaðj handhemill bíis, og hann tók að renna. Fresfur á framkv. CFramhald at 3 síðu) þegar Salinger skýrði frá því, að enn yrði beðið fram í næstu viku. Fremsti- ráðgjafi utanrikisráðu- neytisins í lögíræðilegum málum, Abraham Chayes, er nú sem stend ur í París, þar sem hann ræðir um ýmis lögfræðileg vandamál í sam bandi við framkvæmd máls'ins við Landamenn Bandaríkjanna innan NATO. Ákvörðun Bandaríkjanna hefur vakið mjög mikla óánægju og orsakað mótmæli frá hinum ýmsu siglingaþjóðum, sem eru með Bandaríkjunum í NATO. Fiskirannsóknarskip Framhald af 1. síðu. líkt venjulegum slíkum togara. Um borð þarf að vera mjög full- komin rannsóknastofa með sjálf- virkum tækjum. Gerðar eru mikl ar sjóhæfnikröfur til skipsins, og þar verða ýmis konar tegundir af veiðarfærum. Síldarleitin og árangur hennar í sumar hefur verið mjög ofar- lega á baugi, og er nú meira en nokkru sinni áður talað um nauð- syn á skipi, sem stundi eingöngu fiskirannsóknir. Menn vilja fá rann sóknaskip við Suðurlandssíldveið- arnar, við togveiðarnar, humarveið arnar og aðrar veiðar, svo að nóg verkefni ættu að vera fyrir slíkt skip. Stefán Smári Kristinsson rafvirkjanemi f dag er jarðsettur í Fossvogs- kirkjugarði, Stefán Smári Kristins son, rafvirkjanemi frá Ólafsvík. Stefán Smári lenti í bílslysi 30. sept. s.l. og lézt af völdum þess Áldarafmæli barnafræðslu 100 ára barnafræðslu í Reykja- vík var minnzt með hátíð í Þjóð- leikhúsinu s.l. sunnudag að við- stöddu fjölmenni. Meðal gesta voru forseti íslands, ríkisstjórn, borgai'stjórn og mairgir kunnir fræðslufrömuðir. Frú Auður Auð- uns, formaður Fræðsluráðs Reykja víkur, og Gylfi Þ. Gíslason, menntamálaráðherra, fluttu ávröp en síðan fór fram fjölbreytt dag- skrá, sem tekin var saman af Gunnari M. Magnússyni, undir stjórn Klemenzar Jónssonar. Var þar fluttur söngur og hljóðfæra- leikur, leikþættir, dans og leik- fimi, og komu fram rúmlega 200 unglingar úr hinum ýmsu skól- um Reykjavikur Þessi hátíð var lokaþátturinn í hátíðahöldum Fræðsluráðsins í tiJefni þessara tímamóta barna- fræðslu, en áður höfðu verið sam- eiginleg skólaslit barna- og ung- lingaskóla borgarinnar á Laugar- dalsvellinum í vor og söguleg skólasýning í Miðbæjarskólanum. Einn með línu SJ-Patreksfirði Einn bátur er byrjaður héðan róðra með línu. Það er Sigurfari,80 tonna bátur. Hann byrjaði róðra 4. þ.m. og á föstudaginn var hann búinn að fá 82 tonn eftir tíu róðra. Mest hefur hann fengið 13 tonn í róðri. Tíð hefur verið ákaflega stirð undanfaríð fyrir dragnóta- báta. 7 bátar stunduðu dragnótaveiðar héðan í sumar og öfluðu mikið minna en í fyrra. Kenna sjómenn það mest hinni langvinnv norðan- átt og vegna hennar hafi áta ekki borizt á miðin. Slátrun lýkur hér í dag og hef- ur verið slátrað rösklega 7 þús- und fjár. Hér er heldur lítil garð- rækt, en spretta hefur verið sæmi leg. 13. okt. s.l. á Landakotsspítala. Stefán Smári fæddist að Eystri- Arnarstapa, Snæfellsnesi 5. nóv. 1941. Foreldrar hans eru Karólína Kolbeinsdóttir og Kristinn Sig- mundsson, kjötmatsmaður, nú bú- settur í Ólafsvík. Stefán Smári ólst upp hjá for- eldrum sínum í stórum systki'na- hópi. Fór hann til náms í raf- virkjun hjá Skúla Júlíussyni raf- virkjameistara í Reykjavík. Var hann langt kominn að ljúka námi er hann lézt. Stefán Smári var vel gefinn, glað lyndur og félagslyndur eins og öU hans systkini. Bundu foreldrar hans og venzlafólk miklar vonir við hann, unni hann heimili for- eldra sinna af alhug, kom það bezt í Ijós er fjölskyldan var að koma sér upp nýju húsi í Ólafsvík. Kom Stefán Smári þá vestur í öHum frítímum sínum til þess að hjálpa heima við húsið — nú síðast fyrir nokkrum vikum. Mikill harmur er kveðinn er ungir menn í blóma^ lífsins falla frá. Eg vil í nafni Ólafsvíkurbúa votta foreldrum, systkinum og öðru venzlafólki Stefáns heitins Smára dýpstu samúg og einlæga ósk um að góður guð styrki þau ÖU í so'rg sinni, og bið guð að blessa Þeim minninguna um góð- an dreng. Alexander Stefánsson. Árni Thorsteins- son látinn Árni Thorsteinsson, tónskáld, lézt síðastliðinn þriðjudag, níu tíu og tveggja ára að aldri. Hann hafði orðið fyrir slysi nokkrum dögum fyrir andlá.tið og legið rúmfastur síðan. Árni var fæddur í Reykjavík 15. október 1870. Hann lauk stúd entsprófi um tvítugsaldur, lagði síðan stund á lögfræði, en síðar lærði hann ijósmyndagerð í Dan mörku og stundaði þá iðn um tuttugu ára skeið. Mörg af söng- lögum Árna Thorsteinssonar eru og hafa verið á hvers manns vör um, enda var hann ágætt tón- skáld og manna söngfróðastur. •— Hann var og lengi starfsmaður Sjóvátryggingafélags íslands og Landsbanka íslands. hcdUonÍAÍcó HERRADEILD T f MIN N, föstudagiinn 19. október 1962 15 *' i y 111 í 11 111 ' < i • i (i1 i r f i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.