Tíminn - 20.10.1962, Blaðsíða 8
HOLASVEINN I SIGLINGU
KRISTJÁN Eldjárn Krlstjánsson
bóndi frá Hellu á Árskógsströnd
skrapp hingað suður á dögunum
og eyddi 80. afmælisdeginum á
heimili dóttur sinnar og tengda-
sonar að Háalei'tisbraut 20. —
Þangað fór ég að heimsækja
hann daginn eftir. Hann ber ald-
urlnn býsna vel og sagði það
fyrstra orða, að ekki væri það
í frásögur færandi, þótt íslenzk-
ur karl yrði áttræður nú á dög-
um, eða hvort ætti að fara að
skrifa meira um sig í blöðin.
BÓNDI Á HELLU
í 40 ÁR
— Mig langar aðeins til að
biðja þig að rifja upp sitt af
hverju frá liðnum dögum, bú-
skapinn að Árskógsströnd,
skólaárin á Hólum, í Dan-
mörku og í Noregi t. d. Hvað
eru búskaparárin á Hellu orð-
in mörg?
— Ég keypti jörðina Hellu
árig 1910 en byrjaði ekki bú-
skap á henni fyrr en 1912, svo
að síðan eru liðin rétt 50 ár,
en búskapnum þar hætti ég
fyrir 10 árum. Sonur minn tók
þá við jörðinni en þoldi ekki
búskapinn og er nú kaupfélags-
útibústjóri í Hrísey.
— Hvenær gekkstu í Hóla-
skóla?
— Ég kom í skólann haustið
1903 og var þar tvo vetur. Sig-
urður Sigurðsson tók þar við
skólastjórn haustið áður en ég
settist í skólann, og færðist
mikig líf í skólastarfsemina
með komu hans. Við skóla-
sveinar vorum eins margir og
rúm leyfði, aðsókn jókst þá
mjög. Og á.rið, sem ég hóf þar
nám voru líka gerðar nokkrar
breytingar. Þá var Ræktunar-
stög Norðurlands a?k hefja
starfið, en frumkvf»ð að
stofnun hennar áttu þeir Páll
Briem amtmaður, Stefán skóla-
meistari Stefánsson og Sigurð-
ur Sigurðsson. Áður höfðu
skólasveinar fengig verklega
kennslu yfir sumartímann á
Hólum, en með stofnun Rækt-
unarstöðvarinnar fluttist verk-
lega kennslan til hennar, og
nemendum var komið fyrir á
góðum bæjum hér og þar, t. d.
fékk ég sumarvist í Ærlækjar
seli í Axarfirði. í gróðrarstöð-
inni var byrjað að kenna skóg-
rækt. Jón Kristjánsson úr
Fnjóskadal, sem þá var ný-
kominn frá Ameríku, kenndi
plægingar.
LÍFRÆN
KENNSLA
— Hvernig var kennsla og
félagslíf skólasveina á Hólum
Þegar þú varst Þar?
— Það háði nokkuð, að
kennslubækur flestar voru til
aðeins á dönsku eða norsku.
Okkur gekk mörgum stirðlega
að komast fram úr þeim, fáir
höfðu lært málin, þau voru
ekki kennd við skólann, en hins
vegar gátum við fengið þar
tungumálakennslu í einkatím-
um. Eina málið, sem kennt var
í skólanum, var íslenzka, og
hana kenndi séra Zóphónías í
Viðvík, (faðir Páls og Péturs).
Jósep Björnsson kenndi efna-
fræði og húsdýrafræði, hann
gat kennt nálega hvaða grein
sem var. Það fór að tíðkast
þessa vetur að fara með skóla-
sveina í ferðalög um sýsluna,
og fóru bekkirnir til skiptis.
Komið var á bæi og gist sums
staðar, rætt við bændur og búa
lið og skoðaðir búnaðarhættir.
Með þessu skapaðist lífrænna
samband milli bænda og nem-
enda en ella hefði orðið. Fé-
lagslíf var nokkuð fjörugt, mál-
fundir haldnir æði oft og tvær
meiri há.ttar skemmtanir á
vetri Flest var um manninn á
þorrablótinu, þá kom margt
utan úr sveitinni, því ag allir
vildu heima að Hólum.
SKEGGHNÍFUR
Á KRÓNU
— En þú hefur ekki látið
þér nægja skólagönguna á Hól-
um?
— Það var svo sem sjálfsagt
ag reyna að komast út fyrir
landsteinana og litast um á með
an maður var ungur. Haustið
1906 sigldi ég til Danmerkur,
tók mér far frá Akureyri með
skipinu Kong Inge. Stanzað
var á Austfjarðahöfnum og
siglt út frá Djúpavogi, komið
til Kaupmannahafnar eftir 15
sólarhringa. Skipið kom við í
Leith og stanzaði þar einn dag.
Þar fór ég í land og upp í Edin-
borg. Mér varð starsýnt á, stóru
hestana, sem þeir notuðu við
flutninga að og frá höfninni
í Leith, og einnig þótti mér
skrýtið að sjá allan skarann af
lögregluþjónum, sem stjákluðu
niðri 'á hafnarbakkanum. Strax
og skipið lagðist að, hópuðust
Gyðingar um borg til að bjóða
alls konar varning til sölu. T.d.
kom einn til mín og baug mér
skegghníf, sem ég fékk strax
áhuga á. Það fannst mér ein-
kennilegt, að vig skildum mæta
vel hvor annan, hann talaði
einhvern blending af tungumál-
um. „Hvað kostar hnífurinn?"
spurði ég. „Þrjár krónur" svar
aði karl. „Nei“ sagði ég. Þá
fór hann burt í fússi. Eftir dá-
litla stund kemur karl aftur
og segir: „Tvær krónur". —
„Krónu“ segi ég. Enn strunz-
aði karl í burt og kemur svo
ag vörmu spori. „Jæja, skítt
með hnífinn" segir hann þá, ég
fékk hann á krónu og átti hann
í ein Þrjátíu ár. Þeir urðu að
hafa þetta karlagreyin, Það var
algengt að þjarka um verð við
þá og líkt í Noregi, en minna
um það í Danmörku.
„TABET UDAD SKAL
VINDES INDAD"
— Þegar ég kom til Hafnar,
hitti ég þar tvo landa, sem
þar voru við nám, Árna Haf-
stað og frænda minn Guðjón
Baldvinsson. (Hann kenndi við
gagnfræðaskólann á Akureyri
eftir heimkomuna en dó ung-
ur). Þeir fóru meg mig að sýna
mér borgina, en ég hafði ekki
nema fárra daga dvöl þar. Ferð
inni var heitið út á Jótland,
þangað hélt ég og settist í lýð-
skólann í Stövring, skammt frá
Álaborg og fékk mér jafnframt
vinnu á bóndabæ, var þar einn
vetur. Síðan komst ég í starf við
áveitur og skóggræðslu hjá
Heiðafélaginu, sem þá var í
fullum gangi. Allir höfðu í
heiðri nafn Dalgas, stofnanda
Heiðafélagsins, sem endur fyrir
löngu hafði ferðazt um landið
og flutt hundruð fyrirlestra til
að fá menn til fylgis við rækt
unaráform sín. Þegar Danir
höfðu tapag Slésvík, kom Dal-
gas með kjörorðið „Tabet udad
skal vindes indad“ (Það sem
tapazt hefir út á við, vinnum
við upp inn á við). Svo var
farig að rækta józku heiðarn-
ar. Einkum vann Dalgas traust
fátæku heiðabændanna, sem
sáu fljótt, að hann var að berj
ast fyrir hugsjón, en ekki eig-
inhagsmunum. Mér þótti vinnu
tíminn langur, en þó féll mér
vel ag vinna með Jótum. En
ósköp þóttu mér þeir fáfróðir
um ísland, og lítið fannst þeim
til Þess koma. Þegar íslenzku
Þingmönnunum var boðið til
Danmerkur og Friðrik konung-
ur fór íslandsferðina árið eftir,
býsnaðist allur almenningur yf.
ir öllu tilstandinu út af jafn-
ómerkilegu landi og ísland
væri og vera að sóa ríkisfé í
ferðalög fjölmennra hópa til
og frá þesum hólma. Annars
höfðu nokkrir danskir búfræð-
ingar farið til íslands tveim
árum áður, ferðazt saman og
einn þeirra var Lars Frederik-
sen. Einkum hann bar íslend-
ingum vel söguna, flutti fyrir-
lestira þegar heim kom og
fræddi marga um land og þjóð.
KENNDIDÖNUM DANSKA
MJALTAAÐFERÐ
— Voru annars Danir ekki að
hnýta í þig eða landana, sem
þá voru þar við nám eða í
vinnumennsku?
— Það var merkilega lítið
um það. Og ekki fannst manni
lítið í þag varið, ef þeir neydd-
ust til að líta upp til manns
fyrir eitthvað. Svoleiðis var mál
meg vexti, að í Hólaskóla,
lærði ég nýja aðferð við mjalt-
ir, sem hafði komið frá Dan-
mörku. Þegar ég svo fékk vinnu
hjá bóndanum utan viðStövring
fyrri veturinn minn á Jótlandi,
var ég látinn mjólka kýrnar,
og þá notaði ég þessa aðferð, að
þrýsta mjólkinni úr júgrinu í
stað þess ag toga í spenann.
Fólkið glápti á mig, þegar Það
sá hvernig ég fór að Þessu, og
karl spurði mig, hvar í ósköp-
unum ég hefði lært þessa að-
ferð. Ég hefði víst getað sagt
honum, að þetta væri íslenzk
uppfinning, en hann varg nokk
ug sneyptur, þegar ég fræddi
hann á því, að aðferðin væri
dönsk og alkunn á íslandi. —
Karlinum fannst mikið til um
þetta, en ég varð undrandi,
hvag nýjungar útbreiddust
seint um Danmörku.
ALLIR SPÆNDU í SIG
ÚR SÖMU SKÁL
— Kom annars eitthvag í
daglegu fari Dana óþægilega
við þig?
— Það voru þá einna helzt
siðir þeirra við að matast. Þeir
spændu flestir í sig úr sörnu
grautarskálinni vig matborðið.
Ekki helltu þeir mjólkinni út
á grautinn, heldur fengu sér
sopa úr könnunni á eftir spón-
matnum. Satt að segja ætlaði
ég að missa matarlystina, þeg-
ar ætlazt var til, að ég hefði
þennan sama hátt og hámaði í
mig úr sömu skálinni og hinir.
Ég bað um ag fá disk fyrir mig,
en það þótti óÞarfa sérvizka og
tepruskapur. Svo komst þetta
upp í vana.
„ÞIÐ HAFIÐ ÞÁ SÖMU
SÓLINA Á ÍSLANDI"
— Hittirðu oft íslendinga á
meðan Þú varst í Danmörku?
— Ég man sérstaklega eftir
einu skipti. TJm þetta leyti
voru nokkrir íslendingar við
nám í lýðháskólanum í Askov.
Um jólin fóru flestir danskir
nemendur skólans heim til sín,
en íslendingamir ag sjálfsöggu
ekki. Skólastjórinn, Appel, sem
seinna varð kunnur stjórnmála
maður, bauð þá mörgum fslend
ingum til jólagleði í skólanum
Við vorum um 20 saman komn-
ir þarna. Meðal nemenda skól-
ans var þá Jónas Jónsson frá
Hriflu, og hafði hann mjög
orð fyrir löndum sínum. Þetta
var góður fagnaður og margt
til skemmtunar. Margt var
skrafað og lék Appel skóla-
stjóri á als oddi. Hann var
svona smástríðinn og fór að
hafa orð á ýmsu, sem hann
hafði heyrt um fsland og þótti
skrýtið. T. d. muninn á klukk-
unni í sveitum og við sjóinn
hér heima. Þetta fannst honum
einkennileg sérvizka. Jónas frá
Hriflu varð fyrir svörum og
sagði, að sveitaklukkan á fs-
landi væri ekki til komin af
tómri sérvizku, heldur af því að
hagkvæmara væri að haga þar
klukkunni eftir árstíðum. „En
þig hafið þó sömu sólina á ís-
OGÁTTATÍU SKÁLARÆDUR Á BRBÐUMÝRI
8
TÍMINN, laugardaginn 20. október 1962