Tíminn - 25.10.1962, Blaðsíða 3

Tíminn - 25.10.1962, Blaðsíða 3
Kostaði í þá daga 3 millj. MB — Reykjavík, 24. okt. Á morgun eru 25 ár liðin frá því að Ljósafossvirkjunm tók til starfa. Með ti.lkomu hennar fjór- faldaðist raforka sú, sem Reyk- víkingar höfðu til afnota. Elliða- árstöðin gat framleitt 3200 kíló- vött en Ljósafossvirkjunin 8800 kílóvött. Jón heitinn Þorláksson borgar- stjóri gekk frá flestum samning- um viðvíkjandi Ljósafossvirkjun- ina, bæði um lánsfjárútvegun og um framkvæmd verksins. Þegar Reykjavík réðst á sínum tíma i vÍTkjun Elliðaánna á árunum 1919 til 1921, kostaði hún 3.25 milljón- ir króna, en þegar Ljósafossvirkj- uninni var bætt við kostaði hún um 7 milljónir króna. Hinn þriðja október 1937 var sett 60 kílóvolta spenna á línuna frá Ljósafossi til Reykjavíkur, ÞRIR LOÐSAR HEMJA SKIP Klukkan tvö í gær kom lóðsbát- urinn frá Vestmannaeyjum með danska flutningaskipið Icefish í drætti til Reykjavíkur. Icefish bilaði í fyrradag en skipið var þá statt við hafnarkjaftinn í Vest- mannaeyjum. Var talið að skipti- teinn hefði brotnað. Rok var, þeg ar lóðsbáturinn kom með Icefish til Reykjavíkur en tveir lóðsbát- ar héðan voru sendir til aðstoðar. Myndin var tekin þegar skipin komu hér í höfn. Icefish er á veg- um Gunnars Guðjónssonar skipa- miðlara og hefur verið í flutning- um fyrir ýmsa aðila kringum land. KINAHER SÆKIR LIKA ÁFRAM INN í BHUTAN NTB—Nýju Delhi, 24. okt. í dag tilkynnti indverska stjórnin, að hún myndi bjóða Chou en Lai forsætisráðherra Kína velkominn til Nýju Delhi til þess að ræða þar um landa mæradeilu ríkjanna, en þó með því skilyrði, að kínversku hersveitirnar drægju sig fyrst til baka til þeirra stöðva, sem þær höfðu á valdi sínu í sept- emberbyrjun. Um leið og þessi tilkynning.var birt, skýrði formælandi indverska varnarmálaráðuneytisins frá því, að Kínverjar hefðu hafið nýjar árásir bæði á norðaustanverðum landamærunum og í Ladakhhér- aði og hefðu þeir náð á sitt vald mikilvægum indvershum stöðvum. Nú munu Kínverjar einnig vera komnir langt inn í Bhutan og eru hersveitir þeirra aðeins 8 km frá Tawang, sem er stjórnarsetur Indverja á þessu svæði. Af tilkynningu indversku stjórn arinnar má ráða, að hún er aðeins fús til þess að ræða um það á stand, sem skapazt hefur við ásir Kínverja, en vill ekki ræða um breytingar á landamærunum sjálfum. Talar um Bretland og EBE í dag, fimmtudag, kemur hing- að til lands brezkur stjórn- málamaður, þingmaður Verka- mannaflokksins, Roy Harris Jenkins. Jenkins kemur hingað á vegum félagsins Anglía. Á morg- un heldur hann fyrirlestur um Bretland og Efnahagsbanda- lag Evrópu í fyrstu kennslustofu Háskólans. Vyrirlesturinn hefst klukkan 17,30. Aðgangur er öll- um heimill. VIKA ÞANGAD TIL LÆKNAR HÆTTA Tollerai i gær! VI.-BEKKINGAR M.R. vildu ekki láta viðgangast að 300 III. bekkingar gengju um ótolleraðir, þó að skólaráðið væri búið að banna tolleringarnar vegna slysahættu og óláta. Og svo fór, að kennarafundur samþykkti eftir allmiklar deilur að ieyfa tilraun til tolleringa án óláta. Sú tilraun var gerð í gær undir eftirliti ritarans og tókst með ágætum Enginn var tolleraður, sem ekki vildi það, og svo fór, að fáir skárust úr leik. Myndin sýnir loftferð eins busans. (Ljósmynd.: TÍMINN-RE). KH-Reykjavík, 24. okt Enn stendur stríðið um kjarabótakröfur aðstoðar- lækna við sjúkrahús. Nýjustu fréttir af þeim málum eru, að ÞRIÐJA UT- GÁFA AF 70 EÓ-Reykjavík, 24. okt. Þriðja útgáfa af skáldsögu Indriða G. Þorsteinssonar, Sjötíu og niu af stöðinni, er komin út. í Þessari útgáfu eru tólf síður með myndum úr kvikmyndinni, og myndir úr henni eru á kápu, bæði framan og aftan. Fyrsta útgáfa bók arinnar seldist upp, svo að segja á eihni viku, en síðustu eintökin af vasaútgáfunni munu hafa gengið til þurrðar í sumar. Iðunarútgáfan, Valdimar Jóhannsson, gefur Sjö- tíu og níu af stöðinni út, en hann gaf einnig út hinar tvær bækur Indriða, Sæluviku og Þeir, sem guðirnir elska. fjármálaráðuneytið skrifaði B.S.R.B. bréf 19. þ.m., þar sem leitað var álits stjórnar bandalagsins á málinu. í bréfi ráðuneytisins segir m.a. að ríkisstjórnin hafi við setningu laga um kjarasamninga opinberra starfsmanna á s. 1. vori, skilið svo samkomulag hennar og BSRB, að launakjör einstakra starfshópa skyldi ekki breytt með öðrum hætti en um ræðir í bráðabirgða- ákvæði við lögin á timabilinu frá gildistöku laganna, Þar til kjara- ákvæði samkvæmt samningum eða ákvörðun kjaradóms kæmi til framkvæmda. Nú hefur ákveðinn hópur starfsmanna, þ. e. læknar í þjónustu sjúkrahúsa og skyldra stofnana, sagt upp störfum hjá ríkinu og krefst kjarabreytinga, vegna sérstöðu, sem hann telur sig hafa. Því beinir ráðuneytið þeirri fyrirspurn til stjórnar BSRB hvort hún teiji fært, að veittar séu kjarabætur, þegar svona stend ur á, án þess að með því sé skapað fordæmi gagnvart öðrum starfs- ; niönnum. I Á fundi stjórnar BSRB var svo einróma samþykkt ályktun Þess efnis. að þar sem það sé ekki á valdi BSRB að meta, hvort mál I þetta snerti bandalagifl samkvæmt lögum nr. 55, 1962 um kjarasamn inga opinberra starfsmanna, og þar sem upplýst sé, að ekkert fé- lag innan samtakanna er aðili að málinu, þá telji stjórn bandalags sér eigi unnt að taka afstöðu til málsins. Málið er stöðugt í athugun hjá ríkisstjórninni, en nú er aðeins vika, þangag til aðstoðarlæknarn- iir 25, sem sagt hafa upp, hætta störfum ef ekki takast samningar fyrir þann tíma. Goðanum sieppt að 100 þús. greiddum Blaðið hefur haft af því spurn- ir, að einn af skipverjum á Þor- móði Goðia hafi lent i átökum við aldraðan Þjóðverja i Bremerhav- en í síðustu ferð skipsins. Htafi skipstjóri orðið að setja trygg- inigu, suir/ir segja hundrað þúsund krónur, til þess að maðurinn feng' að fara með skipinu á brott. T í M I N N, fimmtudagur 25. okt. 1962. —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.