Tíminn - 25.10.1962, Blaðsíða 6

Tíminn - 25.10.1962, Blaðsíða 6
TÓMAS KARLSSON RITAR Upptekni gengismunur- inn nemur orðiö 150 millj I GÆR svaraði viðskipta- málaráðherra, Gylfi Þ. Gíslason, fyrirspurn frá Gísla Guðmunds syni um mismun gjaldeyrisand virðis skv. 6. gr. laga nr. 28 frá 1962. Fyrirspum Gísla var í tveim Iiðum. í fyrsta lagi, hve miklu næmi í krónum talið mismunur sá á andvirði skil- a®s gjaldeyris á eldra gengi og andvirði hans á hinu nýja gengi, er færa skyldi á sérstak- an reikning á nafni ríkissjóðs í Seðlabankan'um skv. lögunum um ráðstafanir vegna gengis- Iækkunarinnar 1961. Og í öðru lagi spurði Gísli, hve miklu af þessum mismun er varið til þess að grei'ða hluta útflutn- ingsgjalds, hve miklu til þess að greiða hluta hlutatrygging- arsjóðsgjalds og hve miklu til greiðslu vátryggingargjalds skv. ákvæðum laganna. GÍSLI GUÐMUNDSSON fylgdi fyrirspuminni úr hlaði og minnti á hvernig málið hefði verig I pottinn búð. Ríksstjórn- in hefði með bráðabirgðalögum gert upptækan gengishagnað af útfl'utningsbirgðum, sem til hefðu verið í landinu á ýmsum stigum, er gengislækkunin sumarig 1961 var framkvæmd og skyldi mismunur þessi inn- heimtur af bönkunum jafnóð- um og skil yrðu gerð í gjald- eyrisbönkunum fyrir útfluttri vöm og mismunurinn lagður á sérstakan reikning á nafni rík- issjóðs í Seðlabankanum. Þá hefðu verið sett ákvæði um Það, hvernig verja mætti þessu fé. Væri nú tímabært orðið að fá vitneskju um það, hvemig þessir reikningar stæðu. GYLFI Þ. GÍSLASON skýrði svo frá, að skv. reikningum Seðlabankans næmi gengis- hagnaðurinn á reikningi ríkis- sjóðs nú samtals 144,8 milljón- um króna, en gat þess jafn- framt, að þessi tala gæti breytzt, þar sem endanleg reikningsskil liggja enn ekki fyrir. Af þessu fé hefði 32 mill- jónum veri'ð varig til greiðsl'u útflutningsgjalda, 2,7 milljón- um í hlutatryggingasjóðsgjöld, 13 milljónum í vátryggingar- gjöld og 92,4 milljónum króna til ríkisábyrgðasjóðs eða sam- tals 140,1 milljón króna af reikningnum. Jarðhitaleit í Borgarf irði Halldór E. Sigurðsson tal- aði I gær fyrir tillögu til þings ályktunar í sameinuðu þingi um jarðhitarannsóknir og jarðhitaleit í Borgarfirði og athugun á hitaveitu fyrir Borgarnes. Halldór E. Sigurðsson minnti á A ÞINGPALLI ★ ★ í ÚTVARPSUMRÆÐUNUM I fyrrakvöld talaði Birgir Finnsson úr Vestfjarðakjördæmi af hálfu Alþýðuflokksins. Birgir sagði þá m. a., að samstarf stjórnarflokkanna hefði verið með miklum ágætum og myndi örugglega haldast út kjörtímabilið vegna þess, hve vel það gengi. Sagði hann Alþý'ðuflokkinn standa heilan og óskiptan að stjórnarsamstarfinu og enginn vafi talinn leika á um það í flokknum, að aðgerðir ríkisstjórnarinnar hefðu verið TIL MIKILLA HAGSBÓTA FYRIR UMBJÓÐENDUR ALÞÝÐUFLOKKSINS. Það er leiðinlegt, hvernig forystumenn og þingmenn Alþýðuflokksins hafa gersamlega slitnað úr tengsl- um við alþýðu manna. Jafnvel nýjustu og yngstu þingmenn flokksins, sem eiga rætur sínar að rekja út á landsbyggðina virðast heillum horfnir og ganga með furðulegar hugmyndir um það, hverjir séu „umbjóðend'ur" flokksins. Ætti þetta þó að vera nokkuð ljóst fyrir Birgi Finnssyni. Fyrir skömmu sat Alþýðusamband Vestfjarða á rökstólum og gerði margar skorin- orðar ályktanir. AIÞýðusamband Vestfjarða er í höndum Al- þýðuflokksmanna og lýtur forystu þeirra, þ. e. stuðningsmanna Birgis Finnssonar. Þing A.S.V. ályktaði m. a., AÐ STEFNA NÚVERANDI RÍKISSTJÓRNAR HAFI VERIÐ OG SÉ AND- STÆÐ HAGSMUNUM LAUNÞEGA. Það mega því teljast nokk- ur tíðindi, þegar Birgir Finnsson lýsir því yfir, að forystumenn lögin um jarðhitasjóð en slíkt verkefni, sem hér væri farið fram á að sinnt væri, félli einmitt und- ir verksvið jarðhitasjóð's. í Borg- arfirði er mikill jarðhiti eins og kunnugt er, en enn hafa ekki far- io fram fullnægjandi rannsókn- ir og ekki vitað um vatnsmagn á einstökum stöðum. Þarf að gera víðtæka jarðhitarannsókn í hér- SiGURÐSSON aðinu og jarðhitaleit eins og til- Alþýðusambands Vestfjarða séu ekki umbjóðendur sínir. En iagan kvegUr á um. Notkun°jarð- væri nema eðlilegt, að menn spyrðu: Hverja telur Birgir ; hita í Borgarfirði hefur farið vax- Finnsson vera umbjóðendur sína? Ekki geta það verið verka- | andi undanfarin ár. Nokkrir af menn í Vestf jarðakjördæmi! skólum héraðsins eru hitaðir upp með jarðhita og töluverð gróður- húsarækt við jarðhita á sér stað þar í héraði. Borgarnes er vaxandi kauptún og ríkir að sjálfsögðu mikill áhugi þar fyrir því, að fá úr því skorið, hvort ekki gæti verið um nægjan- legan jarðhita að ræða eigi fjarri kauptúninu, að hagkvæmt myndi verð'a að hagnýta hann til hita- veitu fyrir Borgarnes. Fróðir telja ástæðu til að ætla að svo sé, þar sem jarðhiti er vestur á Snæfells- r.esi, að því er virðist í svipaðri afstöðu og jarðhitj í Borgarfjarð- arhéraði. Möguleikar og þekking til skipulagðra jarðhitarannsókna og leitar eru nú mun meiri en fyrr og eðlilegt, að þetta verði eitt af fyrstu verkefnum jarðhita- ' sjóðs. Þær takmörkuðu athuganir, sem þegar hafa farið fram lofa góðu um það, að nægilegt magn ai heitu vatni muni vera til stað- ar í Borgarfirði Þingstörf í gæn, FUNDUR var í sameinu'ðu Alþingi i gær. í upphafi fund- arins minntist forseti dags Sameinuðu þjóðanna. Gylfi Þ. Gíslason svaraði fyrirspurn frá Gísla Guðmundssyni. Halldór E. Sigurðsson mælti fyrir til- lögu um jarðhitaleit og hita- veitu fyrir Borgarnes. Gunnar Jóhannsson mælti fyrir tillögu um rannsókn á sjóslysum. — Ákveðig var form umræðna um 10 þingsályktunartillögur. All mörg þingmál hafa verið lögð fram, sem ekki hefur enn gefizt kostur á að skýra frá hér á síðunni, gefst væntan- lega tækifæri til þess á næst- unni. Deildaskipting nái tii fjórðungssjúkrahúsa 60RGARKEPPNI HEFST I KVOLD HSÍM—Reykjavík, 24. okt. í gærkvöldi komu hingað til lands nokkrir af kunnustu bridgespilurum Hollands og í kvöld hefst í Klúbbnum við Lækjarteig borgarkeppni í bridge milli Reykjavíkur og Amsterdam. í keppninni verða spiluð 64 spil og verður fyrri helmingurinn spilaður í kvöld, en síðari 32 spilin á mánudagskvöld. Keppnin verður sýnd á rafmagnssýn- ingartöflunni — og verður reynt að útskýra spilin eftir föngum. Auk borgarkeppninnar munu hollenzku bridgespilararnir taka þátt í annarii bridgekeppni hér. Á laugardag og sunnudag verður tví menningskeppni sem spiluð verð- ur í félagsheimilinu í Kópavogi. Á mánudag lýkur borgarkeppn- inni. Á þriðjudagskvöld spila Hol- lendingarnir við Bikarmeistara íslands, sveit Agnars Jörgensson- ar, en á miðvikudagskvöld við íslandsmeistarana, sveit Einars Þorfinnssonar. Þessa þrjá síðustu daga verður spilað i Klúbbnum, Lækjarteig, og verða öll $pilin í leikjunum sýnd á sýningartöfl- unni. Hollenzka sveitin er skipuð mörgum mönnum sem eru mjög kunnir meistarar í heimalandi sínu, og að minnsta kosti tveir þeirra eru þekktir víða um heim. Fyrirliðinn er Hermann Filarski, kunnasti bridgemeistari Hollands, sem einnig er víðkunnur blaða- maður. Hann er ritstjóri eins ■stærsta vikublaðs Hollands, auk þess ritstjóri málgagns hollenzkra bridgesambandsins, og skrifar að staðaldri um bridge j 17 hollenzk blöð. Félagi hans er Yuri Len- gyel, Ungverji, sem gerzt hefur hollenzkur ríkisborgari Hinir tveir í sveitinnj eru Bob Slaven- burg og Hans Kreyns. sem er yngsti maður hennar, 34 ára að aldri. Fyrir Reykjavík spila í kvöld þeir Agnar Jörgensson, Ásmund- ur Pálsson. Hialt; Eliasson, Jó hann Jónsson, Róbert Sigmunds- son og Stefán Guðjohnsen. BÓ—Reykjavík, 24. okt. Félag forstöðumanna sjúkra húsa á íslandi hélt annan fund sinn laugardaginn 20. október, en félagið var stofn- að af 12 hlutaðeigandi for- stöðumönnum 8. júní s.l. Blaðið ræddi í gær vig Georg Lúðvíksson, fraimkvæmdastjóra ríkisspítalanna, en hann er for- maður félagsins, og spurðist fyrir um fundinn, sem haldinn var á laugardaginn. Þrjú erindi voru haldin á þess- um fundi. Landlæknir, dr. Sig- urður Sigurðsson, talaði um sjúkrahús og rekstur þeirra, Bald- ur Möller ráðuneytisstjóri um gild andi lagaákvæði um sjúkrahús, og Sverrir Þorbjörnsson, forstjóri, um Tryggingastofnun ríkisins og samband hennar við sjúkrahús og vistheimili. í erindi sínu rakti landlæknir upphaf og þróun sjúkrahúsmála hér á landi, og gat þess, að með byggingu Landsspítalans 1930 hefði verið tekin upp deildaskipt- ing, en það hefði verið mjög stórt spor í þróuninni, og nú talin und- irstaða til starfrækslu fullkom- inna spítala. Þá nefndi landlæknir að stærð spítala þyrfti að vera minnst 200 til 300 rúm svo að við yrði kom- ið nauðsynlegri undirstöðu deilda skiptingar svo sem lyflækninga-, handlækninga-, röntgen-, barna- og rannsóknadeild. í þennan flokk spítala mundu aðeins koma Landsspitalinn og Borgarspítali Reykjavíkur. Að deildaskipting í sjúkrahúsum með 100 til 200 rúm yrði í lyflækninga-, handlækninga- og röntgendeild. Slík deildaskipting væri á Akur- eyrarspítala og þyrfti að ná til fjórðungssjúkrahúsanna. Sjúkra- hús með 100 rúm niður í 20 yrðu að vera blönduð sjúkrahús, þar sem veitt væri bráðahjálp, fæð- ingarstöð o. fl., en þessi sjúkra- hús hefðu samvinnu við stærri sjúkrahúsin, sem tækju við hin- um alvarlegri tilfellum. Sjúkra- hús með 20 rúmum eða minna væru skýli fyrir bráðatilfelli til að veita fyrstu hjálp og til að vista í skamman tíma. Aðeins storu sjúkrahúsin, sem hefðu nauðsynlegar sérdeildir gætu veitt fullkomna þjónustu. Þá nefndi landlæknir, að þegar lokið væri smiði þeirra sjúkra- húsa, sem nú er unnið að, yrði fjöldi sjúkrarúma hér á landi á hverja 1000 ibúa viðlíka mikill og í Danmörku og Svíþjóð. Tilgangur forstöðumannafélags- ins er að stuðla að samstarfi for- (Framhald á 5. síðu). 6 T f M I N N, fimmtudagur 25. okt. 1962. —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.