Tíminn - 28.10.1962, Side 2

Tíminn - 28.10.1962, Side 2
„Ó, Drottinn, hvar er hlífð- arskjól á heimsins köldu strönd?“ Þannig var spurt í gamla daga. Og sú spurning var und- arlega nærgöngul vig vetrar- byrjun, þegar skuggarnir lengd ust stöðugt, svo að bráðum var enginn dagur utan nokkrar stundir í húmrökkri nóvem-ber- dagsins án hita og ljóss. Og þótt vetur og vetrarkoma eigi ekki framar þær ógnir, sem áður voru þeim tímamót- um samferða á íslandi. Og minnsta kosti í kaupstöðum og þéttbýli, 'hefur myrkri og kulda verið mjög útrýmt, þá hefur „hið kalda stríð“, stjórnmála og heimsmála ség svo um, að hver hugsandi manneskja og hvert leitandi hjarta finnur ör- yggisleysið, meira ag segja kulda og frost öllum hafís verri ógna sér. Þá væri svo gott að finna hlífðarskjól á heimsins köldu strönd í hraða og glamri hvers dagslífsins og hversdagsleik- ans, en þó ekki síður í örgg- isleysi þeirrar aldar, þar sem ógnað er dag hvern með eld- sprengjum, helrögni og eitur- gufum ásamt eldflaugum og geigvænlegum loftskeytum, sem ógna milljónaborgum með hruni á andartaki. Ferðamaður, sem víða hafði farið segir svo frá í bók sinni: Sumardag einn fagran gekk ég inn um hlið á listasafni, sem var undir beru lofti í ákaflega fallegum þjóðgarði. Á haglega gjörðum pöllum og hjöllum, sem tóku við hver af öðrum var komið fyrir stórfenglegum auð- æfum af höggmyndum á þann hátt, að þær urðu líkt og lifandi þáttur, sem féll inn í heildar- mynd hins fagra umhverfis. Hér gaf að líta sögulegar persónur — ævintýraverur í- myndunaraflsins innan um erni og dýr merkurinnar, sem á táknrænan hátt virtust lif- andi og var sem sumar þeirra svifu í lausu lofti. En ag bakgrunni þessara listaverka var ræktaður fjöl- breyttur gróður blóma og trjá- tegunda, sem fylltu loftið un- aðslegum ilmi, en í fjarlægð blánaði spegiltært og víðáttu- mikið stöðuvatn. Fornaldarlist og nýtízkuhögg myndir voru þarna hlið við hlið, en þó svo haglega fyrir komið, að allt ósamræmi virtist úti- lokað. Áhorfendur gengu þarna um gagnteknir af hrifningu og hvíslcðu aðdáunarorðum hver að öðrum líkt og þeir hugsuðu: „Drag skó af fótum þér, því hér er heilög jörð“. En þegar lengra kom inn í safnig tók við hið trúarlega, þar sem mest bar á hinu alvar- lega og sorglega. Þar á meðal var krossmark. Eitt þeirra sem sjá má höggvið í kletta í suðurlöndum. Efst á því hangir mynd af frelsaranum. Þessi mynd er mjög áberandi í sterkum lit- um. Hann er gulleitur, blóðið í fagurrauðum lit líkt og flýtur um þjáðan líkamann. Naglarn ir í lófunum eru eins og lítil spjót í blóðugum höndunum. En á öðrum armi krossins bar fyrir augu sýn, sem allt í einu gagntók hugann. Bak við fastneglda höndina blóðugu gægðust fram nokkur strá úr litlu fuglshreiðri. Þarna fól hann ungana sína og flaug fram og aftur meg fæðu handa þeim. Og að kvöldi, þegar allt var hljótt ,lagði hann sig til hvílu í hlýja bólið sitt og undir hendi frelsarans gat hann aðgætt umhverfið algjör- lega öruggur og varast hætt- urnar, þar eg fæstir veittu þess um litla hreiðurbúa nokkra at- hygli. Innan um alla hina „líflausu" list mannshandar bærist þetta litla hjarta, þetta líf“. Og er ekki einmitt okkar líf, okkar heimili mannsbarna jarð ar táknað meg þessu litla fugls hreiðri, ekki sterkara né meira, þegar kraftar himins og jarðar hrærast fyrir ógnum atómald- ar. Aðeins þessi hönd hins kross festa kærleika ein getur vernd- ag og varið. Og þess er gott ag minnast nú í vetrarbyrjun, þegar örygg- isleysið þjakar lítilli þjóð inn- an um allt, sem mannshöndin hefur myndað og mistekizt samt að hefja upp í æðra veldi lífs og mannhelgi. Aðeins hönd Drottins ein getur blessað. Margir einstakl- ingar, heilar þjóðir, já, mann- kynið allt líkist sannarlega um komulausu fuglshreiðri. Sé það ekki byggt upp og ofið saman undir handleiðslu og í anda meistarans mikla frá Nasaret, þá hlýtur öryggisleysi og hætt- ur að tæta það sundur í storm um efnishyggju og grimmdar. Ættum við ekki að leita verndar undir hendi hans í bæn og von og kærleika á komandi vetri? Árelíus Níelsson. Þáttur kirkjunnar Fuglshreiðrið FORD*CARDINAL* Auglýsið í Tímanum Stutt orð- sending Út af skrifi Bjartmars Guð- mundsso,nar í Morgunbl. á mið- vikudaginn var, hefur Karl Kristjánsson beðið Tímann að láta þess getið, að hann sjái hvorki ástæðu til né telji rétt, að eyða orðum við mann sem er í slíku uppnámi sem Bjart- mar er þarna: sér ofsjóhir, heyrir ofheyrnir og mælir hita- sóttarrugl. Hins ve>gar óskar K. K. þess, að B. G. komist sem fyrst til réttrar skynjunar. Langi B. G. til að koma sér upp búi, eins og virðist örla á í óráðstalinu, kveðst K.K. vera fús til að láta hann hafa eina eð,a tvær ær af þeim litla bú- stofni, sem K.K. segist eiga enn þá, þótt hann hafi ekki nefnt sig bónda í nálegia 30 ár. Stéttarnafnið bóndi er heið- ursheiti í íslenzku þjóðfélagi, — þó að aðrar stéttir eigi auð- vitað sinn heiður líka. Ekki hefur verið gert lítið úr Bjiartmari fyrir að hafa hætt búskap sínum. Að hinu hefur verið brosað, að hann kallar sig enn þá bónda á ókunnugum stöðum oig virðist ckkert hafa Við það að athuga, að Morgun- blaðið hyllir hann aftux og aft- ur sem „ágætan bónda“, þótt ha,nn sé hættur að reka búskap, eins og upp úr honum sjálfum hrekkur loksins í óráðinu, svo liér eftir veit Morgunblaðið það, ef blaðið hefur ekki vitað þetta áður. TAUNUS 12M Bíllinn, sem beðiö hefir verið eftir í síðastliðin tvö ár, cr nú kominn til landsins. — Sýningarlnll á staðnum. Bíllinn, scm er árangurinn af sameiginlegu átaki Bandarísku og Þýzku ; Ford verksmiðjanna. Bíllinn, sem hc fir verið þaulreyndur í tvö ár í vctrar- veðrum Alaska, fjöllum Sviss, hitum og söndum Suður-Afriku. ......... ER NÚ TIL SÝNIS HJÁ OKKUR DAGLEQA Söngskemmtun Guðmundar Guðjónssonar Guðmundur Guðjónsson tenór- söngvari efndi til söngskemmtun- ar í Gamla Bíó 22. þ.m. Söngvar- inn hefur að undanförnu dvalið suður í Köln, og stundað þar söng- nám, og er árangurinn undraverð- ur. Framfarir hans eru góðar og verður honum mikið úr þeirri kennslu, sem hann hefur notið. Að vísu er mesti æskuljóminn horfinn úr röddinni, en í þess stað hefur söngvarinn öðlazt kunnáttu og reynslu og virðist þekkja sín- ar eigin takmarkanir. Söngurinn hófst á tveim aríum eftir Handel og Gluck, sem Guðmundur söng ágætlega. Þrjú íslenzk þjóðlög yndislega falleg flutti söngvarinn mjög smekklega nema hvað nokk- uð skorti mýkt í „píanó“-sönginn þar. Aría úr Töfraflautunni eftir Mozart var bæði áheyrileg og mjög látlaus í meðferð söngvar- ans. Að lokum voru svo aríur úr óperum Verdis og Pussinis. Þar kom glöggt fram geta og kunnátta söngvarans á því sviði. í aríunum úr Traviata kom tæplega fram það „temperament", sem þarf til að gera þær sannfærandi. Við píanóið var Atli Heimir Sveinsson og var hans hlutur þar bæði smekklegur og hógvær. — Söngvaranum var mjög vel tekið og barst heill hafsjór af blómum, hvert sæti var skipað í húsinu og er það óvenjulegt en ánægjulegt. UA VERKAMENN FRAMHJÓLADRIF, scm hefur ekki aöclns í för mclT sér bctri akstursclginleika f ófærö og i hrööum akstri hddur gerir þaö elnnig að verkum, að vcl, gírkassi og drif er nú sámbyggt og þar af leiöandi betri nýting afls og færri Blithlutir, scm aftur auöveldar allt viðhald og viðgerðir. V-4 VÉL, enn ein nýjung frá Ford. Allir þekkja íyrir- rennara hennar, V-8 vélina, sem er í milljónum bifreiða lun allan heim. Bcnzíneyðsla aðeins 7,5 h'trar á 100 km., að fcafa slétt gólf í bifreiðinni, sem eykur öll þægindi fyrir farþega og þó sérstaklega fyrir þá, sem í miðju sitja. HURÐARLÆSINGAR, scm ekkert vatn kemst inn i og því ekki frosnar íæsingar yfir vetrarmán- FJÖGURRA GÍRA gírkassi, hljóðlaus (synchroniseraður ) í öllum gírum MIÐSTÖÐ af nýrri gerð, er svo kraftmikil, að hún cndurnýjar loftið í bifreiðinni á tveggja og hálfrar mínútu fresti. 1 til 2 verkamenn óskast. Upplýsingar í síma 16535. Auglýsing um bann við hundahaldi í Kópavogskaupstað Hundahald er bannað í Kcpavogskaupstað. Hund- um, sem ganga lausir á almannafæri, verður lóg- að án frekari tilkynninga til eigenda eða um- ráðamanna. Heilbrigðisnefnd Kópavogs 2 TIMINN, sunnudagurinn 28. október 1962

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.