Tíminn - 28.10.1962, Side 6

Tíminn - 28.10.1962, Side 6
Seinustu viku hefur athygli manna um heim allan beinzt að atburðum þeim, sem hafa verið að gerast á og umhverf is Kúbu. Það hefur lengi verið kunnugt, að stjómin þar efldi mjög vígbúnað, en það hefur ekki verið talið óeðli- legt, ef það væri gert í varn- arskyni, þar sem búast hefur mátt við þá og þegar innrás landflótta Kúbumanna, svip- aða þeirri, sem var gerð fyrir einu og hálfu ári siðan. Af hálfu Bandaríkjastjórnar var líka lýst yfir því, að hún léti slíkan viðbúnað afskiptalaus- an, en myndi gripa í taum- ana, ef hún teldi sig verða þess áskynja, að verið væri að koma upp árásarstöðvum á Kúbu. Um seinustu helgi taldi hún sig hafa fengið ör- uggar upplýsingar um það, að Rússar væru að koma upp slíkum stöðvum þar, og brá því mjög hart við. Kennedy forseti fyrirskipaði að þegar skyldi lagt hafnbann á Kúbu með það fyrir augum, að stöðva þangað flutning sér- hverra vopna, sem nota mætti i árásarskyni. Aðrir flutningar yrðu hins vegar ekki stöðvaðir þarigað. Þegar þetta gerðist, var vit að um alimörg rússnesk skip á leið til Kúbu, og þótti lík- legt að sum þeirra myndu flytja vopn. Þau skip, sem Bandarikjamenn hafa þegar stöðvað, hafa hins vegar ekki flutt vopn og því fengið að halda leiðar sinnar. Enn hefur því ekki komið til meiriháttar átaka þar og vlrðist því annað hvort, að Rússar hafi látið vopnaflutn ingaskip sín snúa til baka eða þau ekki verið á leið til Kúbu, er hafnbann Banda- ríkjanna var fyrirskipað. Þótt enn hafi ekki nein á- tök orðið, er of snemmt að fullyrða að hættan sé liðin hjá. Mikið vandamál Það má vissulega vel skilja viðhorf Bandaríkjastjórnar. Árásarstöðvar á Kúbu eru mikil ógnun við Bandaríkin, og með því er rofið það þegj- andi og óbeina samkomulag stórveldanna, sem gilt hefur seinasta áratuginn, að þau færu ekki með árásarstöðvar sinar yfir þá línu, sem jám- tjaldið hefur markað milli þelrra. Þetta þegjandi sam- komulag hefur styrkt það jafnvægi, er fremur öðru hef ur tryggt heimsfriðinn að undanförnu. Það hlýtur vitan lega að valda snöggum við- brögðum þess stórveldis, er verður fyrir því, að þessi lína er rofin, og myndu t.d. Rúss ar vart taka því þegjandi, ef Bandaríkin væru farin að byggja árásarstöðvar í Ung- verjalandi eða Tékkóslóvakíu. Þetta skýrir viðbrögð Banda- rikjanna, þótt illa geti geng- ið að samrýma þau alþjóða- rétti og stofnlögum S.Þ. Fyrir Rússa er það hins vegar augljós álitshnekkir, ef þeir verða að gefast upp við þessar stöðvar á Kúbu vegna hinnar skörpu íhlutunar Bandaríkjanna. Hér er því um að ræða vandamál, sem er ekki aðeins orðið stórveldunum hags- munamál, heldur mikið metnaðarmál. Ólíklegt er t.d. ekki að ætla, að Rússar svari hafnbanni Bandaríkjanna með einhverjum aðgerðum annars staðar, þar sem þeir j standa betur að vígi, t. d. í Berlín. Hér er því um hið alvarleg- asta vandamál að ræða. Sameinuðu þjóðirnar Vonir manna um lausn þess mikla vandamáls, sem rætt er um hér á undan, byggist ekki síst á milligöngu Sameinuðu þjóðanna. Menn vita það að vísu, að Sameinuðu þjóðirnar ráða ekki yfir neinu hervaldi, er stöðvað getur stórveldin. Sameinuðu þjóðirnar hafa hins vegar almenningsálitið í heiminum á bak við sig, og það er mikið vald, ef því er rétt beitt. Og þetta vald er stutt þeirri ægilegu vitneskju um ógnir kjarnorkustyrjald- ar, sem leika myndi stórveld in sjálf grimmilegast. Þótt horfur séu nú tvísýn- ar, fer fjarri því að rétt sé að missa vonina. Hinar miklu hættur, sem þessir árekstrar leiða enn gleggra í ljós en áður, geta ef til vill stutt að því, þegar frá líður, að for- ystumenn stórveldanna setj- ist að samningaborðinu og reyni að jafna mestu ágrein ingsmálin. En í réttan farveg komast þessi mál ekki fyrr en hafizt verður handa um bann gegn notkun kjarnorkuvopn- og aðra afvopnun uncftr traustu eftirliti. Ef það tækist, mætti nota hina mörgu milljarða, er nú fara til vígbúnaðar, til upp- byggingar og bættra lífs- kjara. Uppreisn Hjalta Sogsvirkjunin á 25 ára af- mæli um þessar mundir. í því sambandi er vert að rifja það upp, hve það getur oft tekið umbótaöflin langan tíma að koma fram stórframkvæmd, þegar íhaldshug og kyrrstöðu er að mæta. Allnokkru fyrir 1930 hófu Sigurður Jónasson og fleiri umbötamenn bar- áttu í bæjarstjórn Reykjavík ur fyrir virkjun Sogsins. í- haldsmeirihlutinn snerist öndverður gegn þessu og taldi fullnaðarvirkjun Elliðaánna nægilega úrlausn. Það var fyrst haustið 1933, sem íhalds , meirihlutinn lét sig, þegar einn af fulltrúum hans, Hjalti ] Jónsson, hafði gert uppreisn Hvenær lætur stjórnin síldvei&ar hefjast aftur? og heitið ella að kjósa Sigurð Jónasson sem borgarstj óra. Jón Þorláksson var þá kjör- inn borgarstjóri, eftir að hafa lofað Hjalta að vinna að virkj un Sogsins. Jón fékk síðan aðstoð vinstri stjórnarinnar, er fór með völd 1934—37, til þess að fá lán til fyrstu virkj unarinnar. „Grami” maðurinn Einna ömurlegastur varð þó þáttur íhaldsins í sam - bandi við seinustu stórvirkj- unina við Sogið. Þegar vinstri stjórnin kom til valda sum- arið 1956, vantaði lánsfé til að hefja þessa framkvæmd. Fyrir frumkvæði Eysteins Jónssonar tókst að útvega lán til þessarar framkvæmdar í Bandaríkjunum vorið 1957. Um það leyti, sem verið var að ganga frá samningum um lánið, lét einn af foringjum Sjálfstæðisflokksins birta við sig viðtal í víðlesnu amerísku ijármálablaði. í blaðinu var komizt svo að orði, að „gram ur“ leiðtogi Sjálfstæðisflokks ins hefði sagt, að slík lánveit ing yrði aðeins til að styrkja stjórnarþátttöku kommún- ista. Mbl. þýddi og endur- prentaði greina athugasemda laust til þess að árétta, að ummælin væri rétt höfð eftir. Sjaldan hefur verið gengið lengra í óheilbrigðri stjórnar andstöðu á íslandi. Tilgang- urinn með þessu gat bersýni- lega ekki verið annar en sá, að gera vinstri stjórninni erf itt fyrir og láta það einu gilda, þótt það yrði til að stöðva eitt mesta umbóta- mál þjóðarinnar. Vitnisburður fjárlaga frumvarpsins Fyrsta umræða um fjár- lagafrumvarpið fyrir 1963 var útvarpað frá Alþingi á þriðju dagskvöidið var. Þessar um- ræður hafa vafalaust vakið mikla athygli, því að fjárlaga frumvarpið er svo glöggur vitósburður um afleiðiingar „viðreisnarstefnunnar.“ Það átti að vera einn aðal- tilgangur „viðreisnar“-stefn- unnar að stöðva verðbólgu og auknar skattaálögur. Fjár- lagafrumvarpið sýnir hins vegar, að á valdaferli núv. stjórnarflokka síðan 1958 hafa útgjöldin miklu meira en tvöfaldazt, þótt framlög til verklegra framkvæmda hafi lækkað hlutfallslega. Álögur, sem lagðar eru á landsmenn með ýmsum hætti, hafa líka miklu meira en tvöfaldazt. Þó færast ekki nærrl allar nýju álögurnar, sem lagðar hafa verið á, á fjárlagareikninginn, eins og t.d. 2% launaskatturinn, sem var lagður á bændur í fyrra, eða hin mikla hækkun út- flutningsgjaldanna er þá átti | sér stað. I Vitnisburður fjárlaganna | er þannig með öðrum orðum sá, að í stað þess að stöðva verðbólguna og skattaæðið, eins og lofað var, hefur „við- ! reisnin" magnað hvort tveggja meira en nokkru sinni fyrr. Ávöxtur góðærisins Til þess að reyna að draga athyglina frá þýí, að ríkis- stjórninni hafi alveg mis- heppnazt að stöðva verðbólg- una, reyna stjórnarsinnar að beina talinu að allt öðru, eins og t.d. þvi, að nú sé næg at- vinna og sæmileg gjaldeyris- staða hjá bönkunum. Þetta er reynt að þakka ,viðreisn- inni“. Stjórnarsinnar vita þó manna bezt að þetta er hrein fjarstæða. Þetta hefur ekki gerzt fyrir atbeina „við- reisnarinnar", heldur þrátt fyrir hana. Það er ekki „við- reisninni“að þakka, að búið var að afla atvlnnutækja áð- ur en hún kom til sögunnar og það lagt grundvöli að góðri afkomu seinustu árin Það er ekki „viðreisninni" að UM MENN OG MÁLEFN l þakka, að landhelgislínan var i færð út í tólf mílur og það 1 skapað bætt aflabrögð. Aukn- 1 ar síldargöngur og betr: síld- veiðitækni eru ekki heldur „viðreisninni" að þakka. En þetta þrennt í same'ningu hefur skapað það góðæri sem leitt hefur til þess að hér er nú næg atvinna og sæmileg gjaldeyrisstaða hjá bönkun- um Þrátt fyrir „viðreisnina” Eins og rakið er hér á undan, eru atvinnuástand og gjald- eyrisstaða nú ekki sæmileg vegna „v:ðreisnarinnar“ held ur stafar það af allt öðrum forsendum. Það, sem „við- reisnin" hefur fyrst og fremst gert, er að hamla gegn bví, að góðærið bæri eins góðan árangur og ella. Tjónið af stöðvun togaranna og síld- veiðiskipanna, ásarnt tjóni af járnsmiðaverkfallinu, nemur nú orðið alltaf yfir 600 millj. kr. eins og nánar hefur verið rak:ð hér í blaðinu. Allt þetta tjón má rekja til þess, hvern ig ríkisstj órnin hefur haldið á málum. Ómetið er svo það tjón, sem hefur hlotizt af því, að lánsfjárskortur hefur stöðvað margar framkvæmd ir, er aukið hefðu framleiðslu og framleiðni. Þar birtast afleiðingarnar af „frystingu" sparifjárins. Qóðærið er þann ig ekki að neiriu leyti að þakka „viðreisninni" heldur hefur það borið góðan árang- ur, þrátt fyrir hana og öll þau tiltæki stjómarin/nar, er skert hafa ávöxt þess. Erlendu fiskihringarnir og landhelgin Danska blaðið „Politiken“ hefur það nýlega eftir frétta- manni sínum í Osló, að Bret- ar hafi látið það uppi við Norðmenn, að það geti stað- ið í vegi þess, að Noregur fái fulla aðild að Efnahagsbanda lagi Evrópu, að Norðmenn gera kröfu um undanþágu frá því, að útlendingar fái sama rétt til fiskveiða innan norskrar landhelgi og Norð- menn sjálfir. Þetta bendir til þess, að fiskhringar í löndum EBE leggi mikla áherzlu á að fá réttindi til fiskveiða eða fisk vinnslu í Noregi með einum eða öðrunj hætti, t.d. rétt til fisklöndunar, en norsk fiski- mannasamtök hafa nýlega eindregið mótmælt því, að slíkt verði leyft. Það er því ekki ósennilegt, að farið verði fram á það sama hér, þegar viðræður hefjast við EBE. Þá þarf vissu lega að vera vel á verði. Hver vill þá treysta því, að þeir, sem einu sinni hafa runnið og veitt undanþágur til fisk- veiða fyrir erlenda togara innan fiskveiðilandhelginn- ar, renni þá ekki í annað sinn og framlengi undanþág- umar í einu eða öðru formi? 6 T f M I N N, sunnudagurinn 28. október 1962

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.