Tíminn - 28.10.1962, Side 8

Tíminn - 28.10.1962, Side 8
Þótt við hefðum komizt á leiðarenda í gær var samt sem áður ekkert útlit á að okkur miðaði í áttina heim- leiðis í dag, enda ekki svo til ætlazt. Að þessu sinni mun hugmyndin að aka eitthvað um austurhluta sýslunnar og svo skilst mér að Skaftfelling- um þyki eitthvað á skorta um sómasamlegar móttökur ef þessu skagfirzka farandfólki er ekki haldin nema ein veizla sunnan jökla. Að sönnu er það mikill misskilningur þvi ég veit ekki betur en við höf- um öll setið i óslitnum veizlu- fagnaði frá því að við fyrst drápum fæti á skaftfellska jörð. En hér verður engu um þokað. „Það er ekki þörf að kvarta þegar blessuð sólin skín“. Og þó að sólin sé að visu ekki við- látin í dag þá verður sannarlega ckki annað sagt en að við höfum verið í náðinni hjá þeim máttar- völdum, sem veðri og vindum ráða. Jökulganga Svo sem í gær var meiningin að hver og einn ætti ráðstöfunarrétt á deginum fram yfir hádegi. En er lokið var morgunkaffinu vakti Sigurjón bóndi 'máls á því, hvort okkur langaði ekki til að koma alveg upp að jökulrótum. Jú, til vorum við með það. Og innan stundar var Sigurjón búinn að út- vega bíl frá Flatey og við hjónin setzt inn í hann ásamt Pétri og Ragnheiði á Hjaltastöðum, Sigur- mon og þeim feðgum Sigurjóni og Arnóri. Var nú ekið sem leið ligg- ur upp að fláajökli, skammt þar frá sem ógnvaldur Mýranna, Hólmsá, ryðst í tröllskap sínum fram undan jöklinum. Fremur fannst mér jökulbrúnin ófrýn á svip, öll ötuð leir og sprungin langs og þvers. Príluðum við lítið eitt upp í jökuljaðarinn, srvo aldr- ei yrðj þó annað sagt en við hefð- um gengið á jökul í ferðalaginu, en jökulganga var annars meðal þeirra íþrótta, sem ekki voru á dagskrá ferðalagsins. „Þeir koma bráðum" í bakaleiðinni litum við á sand- ræktartilraunir þeirra feðga. Hafa þeir girt af stórt landssvæði, sem áður var ýmist gróðurlítið eða ör- fcka og eru nú að rækta upp hinn fríðasta töðuvöll. Til skamms tíma hafa hinir geysivíðlendu sandar í Skaftafellssýslu aðeins verið lítt og ekki nothæf eyði- mörk. Nú hafa Skaftfellingar á hinn bóginn byrjað að rækta sand ana í stórum stíl með ágætum árangri. Mun, ef svo fer fram, ekki líða á löngu þar til túngróður þek- ur þær auðnir, sem áður voru að mestu lífvana landflæmi. Mætti þá svo fara, að nýtt landnám hæf- izt í þeirri byggð sem Hrolleifur karlinn Rögnvaldsson helgaði sér í öndverðu. Þegar úr raknar með samgöngur og aðra aðstöðu á borð við það, sem nú hefur víðast gert í góðsveitum, er Skaftfellingum til þess trúandi að verða í fremstu röð íslenzkra bænda. Skagfirðing- urinn, Sveinn Pálsson, læknir, segir raunar í ferðabók sinni að þeir séu „----------þunglamalegir i útliti og daufgerðir------“ og á þar að vísu við Hornfirðinga, sem hann kallar svo, en ekki Skaft fellinga yfirleitt. En auðgert er að benda á aðra vitnisburði, sem á annan veg hljóða — þótt frá öðrum tímum séu. En hvort sem þessi ummæli hafa átt við 1793 eða ekki þá er víst, að í dag er þessu þveröfugt farið. Skaftfell- ingar eru myndarleg prúðmenni, glaðlyndir, gestrisnir og hjálp- fúsir. Andi samhjálpar og sam- vinnu á með þeim óvenju rík ítök. Við byggingar og aðrar stærTi framkvæmdir hjálpa þeir hver öðrum. Eg byggi í dag, þú hjálpar mér, þú byggir á morgun, ég hjálpa þér. Þessi samvinna er eins konar óskráð lögmál, sem eng um dettur í hug að rjúfa og allir hagnast af að halda í heiðri. Ferða félagj minn einn gisti hjá bónda, sem var að hefja miklar bygginga- framkvæmdir. — Þarftu ekki að fara að drífa þetta upp fyrir slátt- inn? spurði hann. — Jú, þeir koma bráðum, svaraði heimamað- ur. Og hverjir eru það, sem koma bráðum? Er það kannske einhver vinnuflokkur neðan úr Höfn eða af öðru landshorni? Nei, það eru bara nágrannarnir. Þeir koma einn góðan veðurdag og þá er þetta drífið upp á stuttum tíma. Svona eru Skaftfellingar og færi betur að fleiri væru þeim líkir. Loksins rigning Nú var tekið að rigna og fór vaxand; unz komið var óhemju úrfelli. En enginn lét það á sig fá Upp úr hádegi tóku bílstjóram ir að smala fólkinu saman og var j ekið niður í Höfn. Eg hef alltaf i haft það á tilfinningunni að Höfn væri merkilegt kauptún, þarna fremst á nesinu milli Ho'rnafjarð- ar og Skarðsfjarðar, eins konar Feneyjar íslands. fikki gálst fh'ér þó kostur á að sannreyna þetta hug f boð mitt því rigningin var svo; stórfelld meðan staðið var við í j Höfn að ótilneyddur var enginn úti við. Aftur á móti var komið við í kaupfélaginu og gerðu ýmsir þar innkaup, með því líka að vör- urnar frá Djúpavogi voru mjög til þurrðar gengnar, enda flestar þess , eðlis að vera bráðum forgengileika háðar. Þarna rakst ég á skólabróð- j ir minn, Skafta Pétursson frá; Rannveigarstöðum í Álftafirði. j Höfðum við ekki sézt síðan við j vorum þegnar Bjarna á Laugar- j vatni, endur fyrir löngu. En lítið | tóm gafst okkur Skafta til að rifja 1 upp gömul og góð kynni því hann mátti vera á sífelldum þönum inn- an við búðarborðið að afgreiða þá, sem eitthvað áþreifanlegra vildu hafa heim með sér úr Hornafirð- inum en grjót, sem aðrir létu sér nægja og þóttust góðir af. Nú var blásið til brottferðar og ékið út í rigninguna. Ekkert sást úf um bílrúðurnar fyrir forarleðju allir Skagfirðingar voru orðnir áttavilltir og vissi enginn okkar hvert stefnt var. Einhver lét í ljós það álit, að við værum kom- in út á sjó, en við nánari athugun reyndist það misskilningur. Hins- vegar þýddi ekki að segja það nein um, að við værum lengur á þurru landi, það vottuðu vatnsgusurnar. sem dundu á bílrúðunum. Talað var um að förinni væri heitið út a Stokksnes til að skoða ,.herinn“. Það þótti Þorbjörgu í Árbæ að vonum þarflítið ferðalag, enda fór það svo, að við fundum aldrei ..herinn1'. Þykir mér líklegast að hann hafi lagt á flótta þegar hann sá þessa fylkingu í radarnum sín- um. Hjá Horni var snúið við því mjög leið nú að þeim tíma, er mætt skyldj í Mánagarði, félags- heimili þeirra Hornfirðinga. En meðan þessru fór fram hafði Pétur á Hjaltastöðum farið í reiðtúr. Komst hann að því, að Sigfinnur í Stóru-Lág ætti í fórum sínum forláta hryssu og vildi Pétur nú prófa gripinn. En ekki var Pétur fyrr kominn i hnakkinn en mer- in tók með hann roku mikla, enda vart fyrir ekkert komin út af því fræga hrossi Óðu-Rauðku. Taldi Pétur sig ekkj öðru sinni hafa komizt i meiri mannraun en þá, að sitja þennan óstýrláta af- komanda Rauðku og hefði það eitt eflaust bjargað sér frá bráðri 5 hneisu, að strengja þess heilagt heit þarna uppi á hrossinu, að aldre; skyldi sá fjandi spyrjast um Skagfirðing, að hann hefði farið suður í Hornafjörð tiJ þess að detta af baki. í Mánagarði Mánagarður er mikið hús og gott og kom það sér líka betur slíkur söfnuður sem þar var nú saman kominn: Á annað hundrað Skagfirðingar og þar að auki mergð manna úr öllum sveitum Skaftafellssýslu, austan Jökulsár á Breiðamerkursandi. Var þar í Mánagarði boðið til hinnar veg- legustu veizlu og stóðu fyrir því boði Búnaðarsamband Austur- Skaftfellinga og Kaupfélag Aust- ur Skaftfellinga. Egill Jónsson, ráðunautur á Seljavöllum stjórn- aði hófinu og bauð gesti velkomna. Ekki er ég á því hreina með hvað lengi var setið undir borðum en trúað gæti ég því, að ekki hafi það verið undir þremur klukku- stundum. Mun þó engum hafa þótt stundin leið né löng enda neyttu menn bæði efnislegrar fæðu og andlegrar í ríkum mæli. Eftir að veizlustjóri hafði lokið máli sínu og menn búnir að súpa úr einum til tveimur kaffibollum steig öldungurinn Stefán Jónsson í Hlíð í pontuna og flutti greina gott erindi um sögu þeirrar sýslu. er nú gistum við Á eftir honum tók til máls Gísli í Eyhildarhoiti þá Þorsteinn Geirsson á Reyðará. Guðjón' Jónsson á Tunguhálsi í Skagafirði. Steinþór Þórðarson á Uala, Jón Eiríksson í Volaseli, Guð mundur á Egilsá Sigurður á Stafa felli, Friðrik Hallgrímsson á Sunnuhvoli í Skagafirði. Björn i Bæ, Ragnar Ásgeirsson og að lok- um Egill ráðunautur. „Þjóðkór- inn“ söng við raust milli allra ræðna en söngstjórar okkar áttu r.ú betri daga en oftas-t að undan- förnu við hliðstæð samkvæmi því Hornfirðingar lögðu til söngstjór- ann, Bjarna Bjarnason í Brekku- bæ. Og áður en staðið væri upp frá borðum kom Karlakór Hornfirð- inga inn á sviðið og söng nokkur lög undir stjórn Bjarna við al- mennan fögnuð. Líður að kvölHi Stundum finnst manni að tim- inn mætti láta sér hægar en hann _gerir, jafnvel doka alveg við, stund og slund. Svo hefði mátt vera í Mánagarði. En það gildir einu hvers við kunnum að óska í þeim efnum, sólin gengur sína leið. Og fyrr en varði var dagur að kvöldi kominn og dvölin með okkar elsku legu Skaftfellingum þar með runn in út. Og þó ekki alveg. Eftir var eitt sólmánaðarsíðkvöld og nótt- in. — Nú skulið þið fara snemma að sofa í kvöld því tímanlega í fyrramálið leggjum við af stað heimleiðis og löng leið og tíma- frek er fyrir stafni. jafnvel þó að Berufjörðurinn verði blíðari við okkur en á suðurleið, hvað þó ó- víst er. Þannig hljóðaði ráðlegging fararstjórans. skvnsamleg, eins og vænta mátti. En stundum getur nú verið freistandi að ganga á snið við góðar og vel meintar ráð- leggingar og fyrir kemur, að mað- ur þarf jafnvel ekki að sjá eftir því. Og grunur minn er sá. að sums staðar í byggðum Skaftfellinga hafi mönnum orðið skrafdrjúgt fram eft’r nóttunni Hvað okkur áhrærði þar heima í Árbæ, (mér finnst ég vera orð inri þar heimamaður), þá röltum við til næsta bæjar um það leyti. sem annars er venja að taka á sig náðir. Það var að vísu ekki langt, kannski svona 1—2 mínútna rólegur gangur Gestgjafar þeirra Hialtas'taðah.iór.a. Arnór og Ragna á Brunnhóli. báðu okkur að súpa með sér kvöldkaffið Vel smakkað ist kaffið og gleði ríkti við borð haldið. En kannski hefur þó, ein- hvers staðar í leynum hugans, ver ið á sveimi angurværð vfir því. að hafa nú e. t. v í síðasta sinn drukk ið kvöldsopann með því fólki sem manni finnst eftir tveggja daaa kynni. að maður hafi þekkt jafn lengi sjálfum sér. — mhg— 1 N N, sunnudagurinn 28. október 1962 8

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.