Tíminn - 28.10.1962, Blaðsíða 16
Sunnudagur 28. október 1962
242. tbl.
46. árg
BOKSOLUFERÐIN
í AFTANÍVAGN-
INUM GEKK VEL
Veðrið
gengur
niður
MB—Reykjavík, 27. okt.
Blaðið spurðtet fyrir um
veður og veðurhorfur í dag
hjá Jóni Eyþórssyni, veður-
fræðingi. Hann kvað norð-
anátt um allt land. Klukkan
níu í morgun hefði verið
stórhríð á Vestfjörðum, all-
víða- 9 vindstig og snjókoma,
og snjókoma hefði verið
með allri norðurströndinni,
suður á Dalatanga. Bjóst
hann við stórhríð á Norður-
og Norðausturlandi seinni
partinn í dag. Hann kvað
veður vera sæmilegt í inn-
sveitum Húnavatnssýslu og
Skagafirði- og Eyjafirði, þar
eð norðaustanáttin næði
ekki inn í dalina.
Jón ætlar, að veðrið gangi
niður á morgun, einkum
um vestanvert landið, en
búast mætti við, að það yrði
þrálátara á Norðaustur-
landi. Sunnanlands mætti
búast við hreinviðri með
vægu frosti.
KH-Reykjavík, 27. okt.
Tíminn skýrði frá því í júlí-
byrjun í sumar, þegar þrjú
börn Ragnars Jónssonar lögðu
upp í bóksöluferð um landið
á jappa með vagn í eftirdragi.
Blaðið talaði við Auði Ragn-
arsdóttur í dag og spurði hana
hvernig ferðin hefði gengið.
— Ferðin gekk vel í heild, sagði
Auður. Við. fórum um Snæfells-
nes og Suðurnes og austur fyrir
fjall, allt austur að Hvolsvelli. —
Þetta var mjög skemmtilegt, og
við fengum þarna gott tækifæri til
að skoða okkur um. Fólk tók okk-
ur yfirleitt vel, og salan gekk eft-
ir vonum.
— Við Erna systir mín skipt-
umst á að aka bílnum, þannig að
önnur okkar var alltaf í Reykja-
vík í vinnu, meðan hin ók. Jón
Óttar, bróðir okkar, var með all-
an tímann. Við sváfum og borð-
uðum í vagninum, og það gekk
Framh. á 15. síðu
KH-Reykjavík, 27. okt. — Ásgerður Búadóttir, kona Björns Th. Björnssonar, opnaöi í dag sýningu á mynd-
vefnaði í vinnustofu sinni að Karfavogi 22. Á sýningunni sem verður opin frá kl. 2—10, til þriðjudagskvölds
6. nóvember, eru 13 stykki, bæði sléttofin og flosuð, þau eru til sölu og kosta allt frá kr. 2000—15.000. —
Ásgerður nam myndlist vlð Konunglega Akademíið í Kaupmannahö'n í 4 ár, en þá sneri hún sér að mynd-
vefnaði og hefur eingöngu helgað sig þeirri listgrein síðan. Myndvefnaður hennar hefur komið fram á sýn-
ingum í Múnchen, Gautaborg, París og víðar. Sýning hennar núna mun vera hin fyrsta hérlendis í mynd-
vefnaði eingöngu. — Myndin er af listakonunni í vinnustofu sinni að Karfavogi 22. (Ljósm.: Oddur Ólafsson).
SENDIBÆJARSTJORNUM
BRÉF UM SVIFBRAUNR
KH-Reykjavík, 25. okt.
Ungur maður, Harry Vil-
helmsson að nafni, þýzkur að
uppruna, en hefur búið hér-
lendis um 30 ára skeið, hef-
ur lagt fram nýstárlegar til-
lögur til úrbóta í samgöngu-
málum á íslandi. Hann sendi
nýlega greinargerð um sam-
göngutækið svifbraut til borg-
aráðs Reykjavíkur og Bæjar-
stjórna Kópavogs, Hafnarf jarð
ar, Keflavíkur, Selfoss, Akur-
eyrar og Neskaupstaðar.
Blaðið sneri sér til Harrys og
spurði hann nánar um þetta mál.
Sagði hann, að í greinargerðinni
væri að finna fróðleik um þetta
samgöngutæki, svo og uppdrætti
áð lagningu svifbrautar, bæði inn
an Reykjavíkur og út um land. —
Sagðist hann lengj hafa haft þetta
mál í huga og aflað sér um það
góðra upplýsinga frá sérfróðum
erlendis.
Svifbrautir eru nú að ryðja sér
VILJA HELDUR GOTuRNAR
HÉR EN TILRAUNABRAUTIR
JK-Reykjavík, 26. október
Frægð hinna afleitu gatna
spyrjast út um heim. Nú hef-
ur blaðið frétt, að næsta sum-
ar ætli Renault-verksmiðjurn-
ar að senda hingað bíla af
nýrri eða endurbættri gerð og
þolreyna þá hérlendis.
Flestar bílaverksmiðjur hafa full
komnar reynslubrautir þar sem
gæðj bílanna eru reynd. Hér til
hliðar er mynd af einni slíkri með
steypuklumpum, og er hún til þess
að reyna, hvernig bílarnir þola
hristing. Hinum megin er mynd
af einnj götunni hérna í rigninga-
tíð, en slíkar götur munu líka vera
ágætar til hristingsmælinga. —
Renault-verksmiðjurnar munu vita
það, auk þess sem slíkar prófanir
hafa meira auglýsingagildi heldur
venjulegar prófanir.
Fyrir skömmu var hér fulltrúi
frá verksmiðjunum, og athugaði
hann möguieika á þessu. Von er á
honum aftur til landsins í vetur.
Ekki er vitað hvaða gerð hann vill
reyna hér en sennilega er það
gerð, sem er sérstaklega ætluð fyr
ir erfiða vegi
Tíminn hafði í gær samband við .
umboðsmann Renault hér, Rein-
hard Lárusson, til þess að fá nán-
ari upplýsingar, en hann varðist
allra frétta.
til rúms úti i heimi, en sú elzta
hefur verið rekin í borginni Wupp
ertal í V-Þýzkalandj í rúm 60 ár.
Var hún íundin upp vegna
þrengsla, sem ollu því, að ekki
var hægt að byggja venjulega
járnbraut. Nú síðustu árin hefur
þessu samgöngutæki verið æ meiri
gaumur gefinn, og eru nú m. a.
komnar svifbrautir í New York,
Glasgow, Tokíó og víðar.
Eins og nafnið bendir til, er
hér um að ræða brautarteina í
loftinu, borna uppi af stöplum,
og neðan í teinunum hangir far-
artækið. Hefur svifbrautin m. a.
þann kost í för með sér, að til
lagningu hennar þarf aðeins pláss
fyrir stöplana, en ekki samhang-
andi lóðir. Þá er það einnig stór
kostur, að brautin teppist aldrei
vegna snjóa, og kæmi það sér
sérstaklega vel, ef lögð yrði slík
braut út um landsbyggðina. Braut
in er rafmagnsknúin, og þar eð
hún er rekin ofar öðrum sam-
göngum, geta lestir hennar farið
með mestri stundvísi. Talið er, að
stofnkostnað'ur svifbrautar s.é hlut
fallslega lítill og reksturinn ódýr.
Framhald á 13. síðu