Tíminn - 30.10.1962, Blaðsíða 2

Tíminn - 30.10.1962, Blaðsíða 2
Er hægt fyrir eiginkonu að halda fram hjá manni sínum án þess að elskhugi sé með í spilinu? Þetta er óvenjuleg spurning og ýmsum þykir hún eflaust fáránleg, en þó hafa virðu- legir dómstólar í París velt henni fyrir sér af vísinda- legri skarpskyggni og kom- izt að þeirri óvæntu niður- stöðu að það sé hægt. Tildrög málsins eru þessi: Frú D. er kona rúmlega þrí- tug, gegnir hárri trúnaðarstöðu og vel gift á borgaralega vísu. Hún hefur verið ákærð fyrir hjú- skaparbrot af manni sínum. — Eiginmaður hennar hafði um langan tíma furðag sig á því hvað hún var viljug ag taka að sér eftirvinnu í ráðuneytinu — og ekki leið á löngu áður en ill- ur grunur bjó um sig í huga hans. Hann leitaði til vina sinna og þeir fóllust fúslega á að að- stoða hann við að grafast fyrir um hvort nokkuð væri hæft í grunsemdum hans. Og þeir urðu þess fljótt vísari að konan átti stefnumót að kvöldlagi við einn yfirmann sinn, deildarstjóra í ráðuneytinu. Enginn séð þau saman Til að afla sannana fyrir at- ferli konu sinnar, lét hinn kok- kálaði eiginmaður bóka nákvæm- lega komutíma og brottfarartima konunnar þar sem hún hitti elsk- huga sinn á litlu hóteli nálægt Madeleine-kirkjunni. Vinir hans báru vitni og voru allir sam- hljóða. Eini veiki punkturinn í má.l- sókn eiginmannsins var sá að deildarstjórinn kom alltaf einn síns liðs til hótelsins og —r yfir- gaf það einn síns liðs. Enginn hafði nokkru sinni séð elskend- urna saman utan skrifstofutíma. Enginn elskhugi Eftir nokkrar vangaveltur og heilabrot hafa dómararnir kom- ist að niðurstöðu og kveðið upp dóm í málinu. Þeir vísuðu á bug á.kærunni gegn deildarstjóranum, sem einnig er kvæntur maður, en dómfelldu aftur á móti frú D. fyrir hjúskaparbrot. Dómsorð: Eiginkonan ber alla ábyrgg ein og alla sök og þar með einnig framkvæmd afbrots- ins sem um var að ræða. í raun og veru er því enginn elskhugi flæktur i málig frá sjónarhóli réttvísinnar. Franskir dómstólar líta þann- ig á málið að karlmaður brjóti ekkert af sér þótt hann venji komur sínar í lítig laumulegt hótel að kvöldlagi. Öðru máli gegnir fyrir konu sem hent hef- ur sama glappaskot. Réttvísin lítur svo á að hún sé þar með sönn að sök. Varla er annað hægt að segja en franskir karlmenn séu drenglundaðir og riddaraleg- ir — hver í annars garð! „Sök finnst hjá hon- um eigi" Þetta hefði varla getað átt sér stað nema í Frakklandi og nú vill svo til að sögunni lauk ekki þar með, hún átti sér nokkurn eftirmála eins og ýmsum mun þykja eðlilegt og sá eftirmáli var mjög franskur að eðli. Þótt dómstólarnir hefðu sýkn- að deildarstjórann, hr. M og hreinsað hann að lögum, var eiginkona hans á öðru máli. Og láir henni víst enginn þótt hún grunaði mann sinn um að ekki væri allt meg felldu. Hún sótti um skilnað frá eiginmanni sínum og fann honum til foráttu að hann væri í tygjum við frú D. Ýmsum þætti ef til vill ærin skilnaðarsök fyrir hendi en nú höfðu lögin einu sinni hreinsað hann af aliri sök fyrir lauslæti, maðurinn stóð meira ag segja þag betur að vígi ag hann gat bent á hinn nýfallna dóm sem sönnun fyrir ,,sakleysi“ sínu. Stóð í stappi um hríð Rétturinn komst þvi að þeirri niðurstöðu að frú M. hefði ekki nægar sannanir, raunar alls eng- ar, í höndum. Hún sat því eftir með sárt ennið og eiginmann- inn. Hún vildi nú ekki þar við sitja, ást hennar á manninum hafði kulnað er hún varð þess áskynja hvers konar „eftirvinnu“ hann stundaði og vildi losna við hann með öllu móti. Hann vildi hins vegar ekki gefa eftir skilnað- nn og stóg nú í stappi nokkra hríð. Tilviljun virðist hafa rá.ðið að leiðir þeirra frú D og frú M lágu saman nokkuð eftir þessa at- burði. Frú D var nokkuð beizk í skapi þessa dagana, eiginmaður hennar hafði vísað henni á dyr og hún átti þess ekki lengur kost að hitta elskhuga sinn. Eftir þetta klandur hafði hann tekið sig saman í andlitinu og vildi nú ekki láta spyrjast um sig neitt illt í bráð, stundaði vinnu sína af kappi og hafði gert frú D það Ijóst í eitt skipti fyrir allt að ekki gæti orðið meira úr sam- bandi þeirra svo verra hlytist ekki af. óyggjandi sannanir Enginn vnlt með vissu hvaða ráðum frú M beitti en nokkru seinna kom hún að máli vig eig inmann sinn, sem nú var farinn að koma beint heim af kontórn um og tilkynnti hún honum nú að hún hefði í höndum óyggj andi sannanir fyrir sekt hans Hann var nú farinn að treysta gæfuhnoða sínum og lét sér i léttu rúmi liggja hvað kvenmað- urinn geipaði. En brátt sá han'n . ... og dómarar Parísar fengu eitthvað til að hugsa um. Það skeði á litlu hóteli nærri Madeleinekirk j unni. fram á að konunni var ekki að- eins alvara, heldur hafði hún fengig vopn í hendur sem gat riðið honum að fullu. í hálfrökkvuðu hótelherbergi Frú M hafði sem sé fengið frú D til þess að játa allt og lýsa því meira að segja nákvæmlega hvag þeim elskendum hafði farig á milli í hálfrökkvuðu hótelher- berginu nálægt Madeleine-kirkj- unni. Og nú setti hún manni sín- um kosti tvo og var hvorugur góður: annaðhvort skyldi hann gefa eftir skilnað á augabragði og láta henni eftir meiri hluta eigna þeirra ellegar hún skyldi leggja málið fyrir dómstóla á ný og sanna öllum sekt hans; frú D kvaðst reiðubúin að opinbera allt þeirra atferli, svo befsk var hún orðin. Frú M þóttist nú hafa hrósað sigri og var hin vígreifasta, en hr. M var nú staddur í klípu og vissi ekki hvernig hann skyldi súnast við þessum vanda. Nú var heiður hans í veði og eignir hans líka. Tvair kostir enn Honum varð það fyrst til bragðs að leita til starfskonu sinnar, frú D og tókst að kalla hana á eintal svo lítið bæri á. Hann álasaði henni harðlega fyr- ir að hafa ljóstrað upp um ævin- týri þeirra og ætla sér þar að auki að leggja mannorð hans í rústir. Frú D svaraði fáu fyrst í stað en sagði síðan sem satt var að henni hefði sárnað hug- leysi hans er hann þóttist þess ekki lengur umkominn ag eiga við hana launfundi. Svaraði hann því til sem fyrr að slíkt væri of áhættusamt fyr- ir hann ef hún gerði alvöru úr því að leggja fram opinberar sannanir fyrir því sem þeim hefði farið á milli. Og setti hon- um nú kosti tvo o.g var hvorugur góffur: annaðhvort skyldi hún halda til streitu fyrir dómstól- um öllu sem þeim hefði farið á milli og var þá ekki hjá því kom- izt að dæma hann ellegar þau tvö skyldu aftur upp taka fyrri hátt sinn og eiga sér næturfundi á ný, nema hvað nú þyrfti ag búa tryggilegar um hnútana en á.ður. Sennilega hefur hr. M deildar- stjóri hugsað sem svo að köld eru kvennaráð og hafði hann ekki áður fengið jafn örðugt úr- (Framhald a lö :ffu Sparifjáreigendur Grein Skúla Guðmundssonar hér í blaðinu á sunnudaginn, „Ríkisstjórnin og Jón Jónsson, sparifjáreigandi“ vakti verð- skulda'ða athygli. Þar er sett upp á einfaldan og skýran hátt hvernig ráðstafanir ríkisstjórn arinnar hafa leikið þann spari f járeiganda, sem verið hefur að safna til þess að byggja. Dæmi hans lítur þannig út, að þrátt fyrir gyllivexti ríkissjórnarinn ar hefur hann tapað öllum vöxt unum og stofnupphæðinni sjálfri, þegar að því kemur, að hann ætlar að nota fég til þess að byggja sér íbúð. En það er ekki aðeins hús- byggjandinn, sem þannig er leikinn. Dæmið er ákaflega líkt, þó að aðrir séu settir í það. Tökum t.d. bónda, sem hefði viljað njóta „hávaxta“ ríkisstjórnarinnar til þess að auka 50 þús. kr. sparifé sitt til í þess að kaupa sér dráttarvél. ’ Sá bóndi hefur tapað allri stofn * upphæð og öllum vöxtum og vel Íþað í liækkun þeirri, sem orðið hefur á dráttarvélum. Eða þann, sem þarf að kaupa sér lífsþurftir eða borga húsaleigu . fyrir sparifé sitt. Hækkun þess fj hefur leikið þann sparifjáreig ij anda jafngrátt. Vaxtasektir Það er sama hvernig þessu máli er velt. Alltaf kemur upp, að svo hraksmánarlega útreið hafa sparif j áreigendur ekki fengið hjá nokkurri annarri rík isstjórn. Ráðstafanir og stefna ríkis- stjórnarinnar hafa verkað í garð sparifjáreiganda þannig, að þag jafngildir því, að spari- fjáreigandinn hafi greitt bönk unum og ríkisstjórninni okur- vexti fyrir það að fá féð geymt, í stað þess að fá vexti af því r hjá bönkunum. í stað hárra vaxta, sem ríkisstjórnin segist greiða, hefur hún raunverulega sektað sparifjáreigandann, beitt hann vaxtasektum eins og óskil vísan skuldunaut, sem verður ag borga dráttarvexti. Slíka út- reið hafa sparifjáreigendur sem betur fer ekki hlotið hjá I* öðrum ríkisstjórnum. Og óða- dýrtíðiii, sem ríkisstjórnin licf ur búið til, heldur áfram að sekta sparifjáreigendur og háma í sig fé þeirra. Vísitalan m Frá því var sagt í fréttum fyrir helgina, að Norðmenn séu t mjög uggandi út af því, hve | verðbólga vaxi ört þar í landi. j Var sagt, að vísitalan hefði stig | ið um 37 stig síðan 1954 og S héldi áfram að stíga. Varla myndi þetta þykja nein gín- andi hætta á íslandi. Þar hef ur vísitalan hækkað um rúm 40 stig — ekki síðan 1954 — heldur síðan 1959, og gamla vísitalan, sem hliðstæ'ð er vísi- Itölu Norðmanna frá 1954, hcf- ur hækkað um rúm 80 stig. Og þetta hefur svo sem ekki gerzt á neinu undansláttartímabili á íslandi, heldur á alveg sérstök um „viðreisnar“-tímabili, undir ■ stjórn, sem setti sér það mark- ■ mig æðst, og gaf um það ský- ’j laus loforð, að stöðva verðbólg- una og dýrtíðina og treysta efna hagslífið. Og cftir þessa 40 eða 80 stiga hækkun kveða stjórn- armálgögnin upp þann dóm. að viðreisnin liafi tekizt. f Noregi hefur hins vegar ekki ríkt nein =érstök viðreisnarstjórn, held ur bara ósköp venjuleg ríkis- stjórn, og hún telur litla við- ií aa Frarnhald á 13 síðu t 2 TÍMINN, þriðjudaginn 30. október 19GÍ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.