Tíminn - 30.10.1962, Blaðsíða 8

Tíminn - 30.10.1962, Blaðsíða 8
Fyrir skömmu héldu Fram- sóknarmenn í Reykjaneskjör- dæmi kjördæmisþing sitt í Hafnarfirði. Var það fjöl- mennt og umræður miklar. Áður hefur verið sagt frá þingstörfum og kosningum, en hér birtast ályktanir þær, sem þingið gerði: ÁLIT STJÓRNMÁLA- NEFNDAR. 1. Kjördæmaþing Framsóknar- manna í Reykjaneskjördæmi tel- ur reynsluna hafa sýnt og sannað, að efnahagsaðgerðir núverandi rík isstjórnar hafi leitt til nýrrar verðbólguskriðu. Alveg sérstak:- lega vill þingið mótmæla þeirri tilhæfnislausu gengisfellingu, sem framkvæmd var á s. 1. ári og leitt hefur til skefjalauss kapphlaups á milli verðlags og launa, stórauk- ins rekstrarfjárskorts í öllum höf- uðatvinnugreinum þjóðarinnar og síðast, en ekki sízt, síendurtekinna vandræða af völdum vinnustöðv- ana. Þingið lýsir yfir stuðningi sínum við réttlátar kröfur launþega um bætt kjör. 2. Þar sem ráðstafanir núver- andi ríkisstjórnar í efnahags- og fjármálum hafa bitnað sérlega hart á unga fólkinu, sem nú er að brjótast í því að stofnsetja heim- ili, þá telur þingið óhjákvæmilegt, að gerðar verði sérstakar ráðstaf- anir til lækkunar á byggingarkostn aði og aukins lánsfjár til íbúðar- bygginga. 3. Kjördæmaþingið lýsir yfir fylgi við þá stefnu, að aðild ís- lands ag Efnahagsbandalagi Evr- ópu komi ekki til greina, en hvet- ur til hlutlausrar fræðslu um til- gang og eðli Efnahagsbandalags- ins og framvindu málsins og telur rétt, aö íslendingar reyni ag ná samningum við það um viðskipti og tollamál. 4. Kjördæmaþing Framsóknar- manna í Reykjaneskjördæmi heit- ir á almenning í þessu fjölmenna kjördæmi að skipa sér í auknum mæli undir merki Framsóknar- flokksins til baráttu fyrir því, að kveða niður þá stjórnarstefnu, er nú ríkir í landinu og leitt hefur til ófarnaðar. Hvetur þingig íbúa Reykjaneskjördæmis til að kynna sér. stefnu og störf Framsóknar- flokksins fyrr og síðar og veita honum öflugt brautargengi í næstu þingkosningum til bará.ttu gegn öfgum íhaldsafla og komm- únisma. 5. Þingið leggur áherzlu á, að kjaradeila útgerðarmanna og sjó- manna á vetrarsíldveiðum verði leyst, svo að ekki hljótist af því meira tjón en orðið er og mikilvæg ir markaðir tapist ekki. Bendir þingið m. a. á, að lækk- un vaxta af stof'n og rekstrarlán- um útvegsins, svo og lækkun að- flutningsgjalda af útgerðarvörum, myndi auðvelda lausn deilunnar og því sé það ag verulegu leyti á valdi ríkisstjórnar og Alþingis að leysa hana. „Kjördæmaþing Framsóknar- manna í Reykjaneskjördæmi skor ar á vegamálastjórnina að hraða sem mest ákvörðun um endanlegt vegarstæði Vesturlandsvegar. Að því loknu verði hafizt handa um j byggingu hans úr varanlegu efni“. | NEFNDARÁLIT FJÁRHAGS OG SKIPULAGSNEFNDAR. 1. Kjördæmisþing Framsóknar- manna í Reykjaneskjördæmi bein- ir því til væntanlegrar - stjórnar kjördæmissambandsins, að hún beiti sér sem fyrst fyrir stofnun félaga Framsóknarmanna, eldri og yngri, í Gullbringusýslu og ann- ars staðar í kjördæminu, þar sem hagstætt þykir. 2. Þingið samþykkir að ráða er-1 indreka frá næstu áramótum að telja, er vinni með stjórn kjör- dæmasambandsins, að hagsmuna- málum flokksins í kjördæminu fram yfir næstu alþingiskosning- ar. Telur þingið stjórn sambands- ins eiga að sjá um framkvæmd þessa í tíma. 3. Þingið beinir því til væntan- legrar stjórnar kjördæmasam- bandsins, að hún í samvinnu við stjórnir Framsóknarfélaganna í kjördæminu skipuleggi víðtæka á- skrifendasöfnun að Tímanum. — Jafnframt að fundinn verði grund- völlur, að útgáfu kjördæmisblaðs- ins Ingólfur ,svo sem verða má. Þingið kjósi 5 mann blaðstjórn og ráði hún og stjórn KFR sér rit- stjóra í samráði vig alþingismann- inn. 4. Þingið hvetur stjórn KFR til að fylgjast vel með starfi einstakra flokksfélaga og að unnið verði öt- ullega að fjölgun virkra félags- manna, gert nákvæmt félagsmanna tal, séð um að aðstaða til kosn- ingastarfs sé fyrir hendi í hverju sveitarfélagi á kosningaárinu o. s. frv. 5. Þingig ákveður að kjósa 3ja manna undirbúningsnefnd, er geri uppkast að flokkslögum Framsókn armanna í Reykjaneskjördæmi. — Verði frumvarpið lagt fram og rætt á næsta aðalþingi sambands- ins. 6. Þingið ákveður að kalla sam- an aukakjördæmaþing á hentug- um tíma eftir áramótin er gangi frá framboðslista Framsóknar- manna í Reykjaneskjördæmi við næstu Alþingiskosningar. — Er stjórn Sambandsins falið að á- kveða fundartíma og fundarstað og vinna nauðsynleg undirbúnings störf fyrir þinghaldið. Seturétt á aukakjördæmaþinginu eiga þeir sömu og á þessu kjördæmaþingi. ÁLIT ALLSHERJAR- NEFNDAR. 1. Þingið telur að hinar hörku legu efnahagsráðstafanir ríkis- stjórnarinnar hafi beint orðið til þess ag sjávarútvegurinn á nú í miklum fjárhagserfiðleikum. Skor ar þingið því á ríkisstjórn og Al- þingi það er nú situr að, gera strax eftirfarandi byrjunarráðstaf anir: 2. Lækka vexti af reksturs- og stofnlánum útvegsins. b. Auka reksturslán til útgerðar og fiskiðnaðar. c. Koma á meira samræmi milli nýfiskverðs og útflutningsverðs á fiski m. a. með því að draga úr sölukostnaði á framleiðslunni, og lækka eins og framast er kostur vinnslukostnag með auk- inni tækni og hagfelldum lán- um til vinnslunnar. JÓHANNES SÖLVASON e. Veita útvegsmönnum aðstoð og tryggingu til þess að vinna úr aflanum sem mest sjálfir. 2. Þingið lýsir stuðningi sínum við landbúnaðinn og þeirri trú að hann verði einn af höfuðatvinnu- vegum þjóðarinnar. Telur þingið að rétt hafi verið stefnt á undan- förnum árum með þeirri marg- vlslegu aðstoð, er mikig hefur veitt til uppbyggingar þessum at- vinnuvegi. Landbúnaðarframleiðsl an mun nú nema a. m. k. 1000 millj. kr. af dýrmætum matvæl- um og öðrum verðmætum vörum, sem ýmist eru notaðar innanlands eða fluttar út. Kjördæmaþingið vekur athygli á því, ag landbúnaðinum er teflt í hættu með þeim efnahagsaðgerð- um er rikisstjórnin hefur fram- kvæmt. Telur það ag nú þegar verði að lækka vexti af lánum Handbúnaðarins, hækka l.tnsfé samkvæmt jarðræktarlögum og tryggja ræktunarsamböndum á- framhaldandi stuðning af ríkis- fé til endurnýjunar á vélakostnaði landbúnaðarins. Tryggja verður bændum fullt framleiðsluverð og jafnframt styður þingið þá kröfu bænda að þeir fái afurðalán til jafns við sjávarútveginn. 3. Kjördæmaþingið hvetur til aukins stuðnings við iðnaðinn sem nú þegar er orðinn einn af höfuð- atvinnuvegum landsmanna. Lýsir þingið sérstakrí ánægju yfir vax- andi útflutningi iðnaðarvara og trú sinni á að stórauka megi þann útflutning. 4. Þingið skorar á Alþingi og ríkisstjórn að veita fé til að reisa síldarverksmiðju í kjördæminu á vegum Síldarverksmiðja ríkisins og útvega næg stofnlán til að stækka allverulega þær verk- smiðjur sem þar eru fyrir. 5. Þingið mótmælir harðlega vaxtaoki núverandi ríkisstjórnar. 6. Þingið telur nauðsynlegt að hraðað sé rannsóknum, sem leiða megi til lækkunar á byggingar- kostnaði almennt og ag hið opin- bera beiti sér fyrir að byggðar verði hagkvæmar íbúðir, sem efna litlu fólki verði gert kleift að eignast t. d. með stórauknum lán- um til langs tíma. 7. Þingið telur brýna nauðsyn bera til þess að auka mjög veru- lega framlög hins opinbera til hvers kyns rannsókna og tilrauna í þágu atvinnuveganna. 8. Kjördæmaþingig skorar á Alþingi og ríkisstjórn að afla fjár í stórum stíl til að bæta hafnar- skilyrði í Reykjaneskjördæmi, þar sem útgerðarskilyrði eru ein hin beztu á landinu og auðug fiskimið í næsta nágrenni, en skortur á góðum höfnum, og aðstaða í landi stendur útgerðinni mjög fyrir þrifum. 9. Þingið telur að fé því sem innheimt er með benzínskatti og þungaskatti af bifreiðum, eigi ein göngu ag verja til nýbyggingar og viðhalds á samgöngukerfi lands- ins, og sitji þeir vegir sem fjöl- farnastir eru fyrir um varanlega vegagerð. Telur þingið aðkallandi að sett verði löggjöf um fjárhags- stuðning hins opinbera við varan- lega gatnagerð í kaupstöðum. 10. Þingið skorar á Alþingi að setja heildarlöggjöf um notkun jarðhita. Telur það ag nú verði að leggja áherzlu á aukna þátttöku ríkisins í kostnað við jarðhita- rannsóknir. — Þingig leggur á- herzlu á að nú þegar skuli unnið að því að fá borað eftir heitu vatni á Suðurnesjasvæðinu. — Verði undirbúningur í samræmi við samþykktir sveitafélaganna um þetta efni. 11. Kjördæmaþingið vekur at- hygli á vaxandi kornrækt í land- inu, og telur að ríkinu beri að veita þeirri starfsemi stuðning sem og öðrum greinum landbúnaðar- ins. STJÓRN: Formaður: Jóhannes Sölvason, Seltjarnarnes. Hilmar Pétursson, Keflavík. Sigurður Sigurjónsson, Hafnarf. Jóhanna Bjarnfreðsdóttir, Kópavogi. Teitur Guðmundsson, Kjalarnesi. Jón Bjarnason, Njarðvík. Guðmundur Þorláksson, Selja- brekku. Varamenn f stjórn: Ásgeir Sigurðsson, Seltjarnarnesl. Magnús Marteinsson, Sandgerði. Guðmundur Skarphéðinsson, Mosfellssveit. Einar' Jónsson, Hafnarfirði. Sigurjón Sigurðsson, Traðarkoti. Jón Tryggvason, Skrauthólmi. Magnús Sæmundsson, Eyjum. Endurskoðendur: Sigtryggur Árnason, Keflavík. Jón Pálmason, Hafnarfirði. Varamenn: Gísli Guðmundsson, Kópavogi. Bogi Hallgrímsson, Grindavík. UM TANNHIRÐU ÞAÐ er allútbreidd skoðun hjá fólki, að barnatennurnar séu síður mikilvægar en þær sem síðar koma, og sé því eng- in eftirsjá í þeim, börnin eigi brátt að fella þær hvort eð er. Þetta er reginmisskilningur, sem kveða þarf niður sem fyrst, því að hirðing og viðhald barna tannanna leggur grundvöllinn að reglulegum og heilbrigðum fullorðinstönnum. Barnið tekur fyrstu tennurn ar 6—8 mánaða gamalt, og þeg- ar það er tveggja til tveggja og hálfs árs hefur það fengið allar barnatennurnar, 20 að tölu. — Burstun tanna barnsins þarf því að hefjast þegar á öðru ald ursári og alls ekki síðar en þeg ar barnið er tveggja ára. Móð- irin annast þetta verk fyrstu árin þar til barnið sjálft er fært um að leysa þag vel af hendi, 7—8 ára gamalt. Á þennan hátt verður hreinsun tanna barns- ins eins sjálfsögð og að þvo sér um hendur og andlit Bursta þarf tennurnar eftir hverja máltíð, og um fram allt að sofa með hreinar tennur. — Munnvatnsrennsli er lítið sem ekkert í svefni, og fá því mat- arleifar og gerlar gott næði til þess að vinna skemmdarstarf sitt á tönnunum ef látið er und ir höfuð leggjast að hreinsa þær vel fyrir svefninn. Við burstunina skal þess gætt, að há,r burstans nái vel inn á milli tannanna og hreinsi burt leifar, sem þar kunna að leynast. Tennur efri góms að ut an og innan skulu burstaðar nið ur, en neðri tennur upp á við. Bitfleti skal bursta fram og aft ur. Frá Tannlæknafélagi íslands. • 8 TÍMINN, þriðjudaginn 30. október 196£^ M M V ' '! I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.