Tíminn - 31.10.1962, Blaðsíða 7

Tíminn - 31.10.1962, Blaðsíða 7
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Tómas Arnason Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábl, Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriðí G Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar- Tómas Karlsson Auglýs mgastjóri: Sigurjón Davíðsson Ritstjórnarskrifstofur i Eddu liúsinu Afgreiðsla, auglýsingar og aðrar skrífstofur í Banka stræti 7 Símar: 18300—18305 - Auglýsingasími: 19523 Af greiðslusimi 12323 - Askriftargjald kr 65.00 á mánuði innan lands. í lausasölu kr. 4.00 eint - Prentsmiðjan Edda h.f. — Dregur til sátta? Seinustu atburðir, sem hafa gerzt í Kúbumálinu, glæða mjög þær vonir, að eigi dragi þar til vopnavið- skipta, eins og óttast mátti um skeið, heldur leysist deil- an friðsamlega. Þessar vonir glæddust einkum eftir, að Krústjoff lýsti yfir því síðastl. sunnudag, að Rússar væru fúsir til að flytja árásarvopn sín frá Kúbu undir eftir- liti SÞ, ef Bandaríkin hétu því í staðinn að láta ekki koma til innrásar á Kúbu, en það hafði Kennedy tilkynnt áður. í framhaldi af þessu, hefur U Thant, framkvæmda- stjóri SÞ, farið til Kúbu, ásamt sérfræðingum sínum, til þess að undirbúa frekari aðgerðir, og Bandaríkjastjórn aflétt hafnbanninu á meðan samkvæmt ósk hans. Eftir heimkomu U Thants frá Kúbu, munu svo verða hafnar endanlegar samningaumræður um málið. í erlendum blöðum kemur það mjög fram, að þeir Kennedy og Krústjoff hafi sýnt mikil stjórnmálahygg- indi í sambandi við þessi átök. Margir landar Kennedys hefðu helzt viljað láta svara með vopnaðri árás á Kúbu, þegar kunnugt varð um staðsetningu eldflauga þar, er nota mátti til árása á Bandaríkin. Aðrir munu jafnvel hafa talið, að lítið eða ekkert væri hægt að gera gegn þessu, og sennilega hafa Rússar helzt reiknað með því. Kennedy fór hér hins vegar hyggilega millileið Hann gerði ákveðnar og djarfar gagnráðstafanir, en gætti þess samt að loka ekki leiðum fyrir Rússa til að draga árásar- vopnin til baka, án þess að bíða mikinn álitshnekki. Krústjoff sýndi hins vegar þá gætni og hyggindi að not- færa sér þessa útgönguleið í stað þess að láta metnað- inn hlaupa með sig í gönur. Báðir hafa þeir Kennedy og Krústjoff teflt hér þannig sem stjórnmáiamenn, að þeir munu álitnir meiri menn eftir en áður. Þess er nú vænzt um allan heim, að þetta geti orðið upphaf aukinna sátta og bættrar sambúðar milli þeirra stórvelda, sem hér eigast við. Óneitanlega getur það orð- ið góð byrjun, ef þannig semst um Kúbumálið, að báð- ir telji sig geta unað því sæmilega. Það er svo ekki sízt ánægjulegt í sambandi við þetta mál, að það hefur leitt greinilega í ljós, hve mikilvægu hlutverki Sameinuðu þjóðirnar geta gegnt, en trúin á þær hefur farið dvínandi að undanförnu Það er mjög vafasamt, að það samkomulag hefði getað náðst sem nú eru horfur á áð náist, án milligöngu þeirra og þess eftirlits, er báðir aðilar virðast treysta þeim til að hafa með höndum. Allt bendir til að þetta mál muni mjög efla veg SÞ og auka traust til þeirra. Tveimur gleymt Mbl. birtir i gær tvær forustugreinar um Sogsvirkj- unina og reynir að láta líta svo út, að Sjálfstæðismenn hafi þar haft forustuna! Af þeim ástæðum sleppir Mbl. alveg að geta tveggja manna. sem báðir koma þar mjög við sögu, þótt á ólíkan hátt sé. Annar þes?ara manna er Hjalti Jónsson, sem var bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins Hann gerði haustið 1933 uppreisn í flokknum og neitaði að styðja hann við borgarstjórakjör. nema hann léti af margra ára and- stöðu gegn virkiun Sogsins. Fyrst eftir það komst skriður á virkjunarmálið. Hinn maðurinn er hinn „grami“ leiðtogi Sjálfstæð- isflokksins er lét amerískt blað oirta við sig viðtal vor- ið 1947 til þess að koma i veg tvrir að ián fengist til seinustu stórvirkjunarinnar er reist var við Sogið Þetta tvennt skýrir bezt afstóð” Siálfstmð5sftnkksms til Sogsvirkjunarinnar fyrr og síðar Þess vegna er því sieppt úr sagnritun Mbl. ur kjarnorkan orðin sam- eppnisfær um verð um 1970? Kolanotkun í Vestur-Evrópu fer mjög minnkandi. Kolanotkun í Vestur-Evr- ópu fer mjög minnkandi, en þó fékkst rúmlega helm- ingur allrar þeirrar orku, sem notuð var í álfunni 1960, úr kolum. Notkun olíu fer mjög vax- andi, þó að flytja verði 90% hennar inn. 1960 fékkst 30% af þeirri orku, sem notuð var í V-Evrópu, úr olíu. Olíuskortur er ekki talinn 'vrirsjóanlegur, en þörf er ráðstafana til að koma í veg fyrir tímabundinn skort vegna óvæntra stjórnmála- atburða. Vatnsorkunotkun fer vax- andi. Orka frá kjarnorku- verum er enn ekki sam- keppnisfær um verð við aðra orku, en sumir sérfræðingar teija, að svo muni verða 1970. Þetta eru nokkur atriði, sem frara komu j skýrslu um orku- mál Evrópu, sem lögð var fyrir Ráðgjafarþing Evrópuráffsms í haust. Skýrsla þessi var samin. eftir að unnið hafði verið að könnun þessara mála á vegum Evrópuráðsins um tveggja ára skeið. en rannsóknin hófst fyrir frumkvæði E. Pisani, núverandi landbúnaðarráðherra Frakk lands, Skýrslan var rædd á fundi ráðg.iafa- þmgsins 25. sept ember og hafði brezki þingmað- urinn Kershaw framsögu um hana. Ályktunin var gerð um máliff og jafnframt ákveðið að halda áfram rannsóknum á þessu sviði á vegum Evrópuráðsins. Kol í Evrópuskýrslunnj segir, að kolaframleiðslan í Vestur-Evr ópu sé of mikil og kolin of dýr Verði enn að minnka kolafram leiðsluna, ef kolanámið eigi að verða vel stæður atvinnuvegur Árið 1950 var 75% af orku sem notuð var í Vestur-Evrópu. úr kolum, en 53% 1960. E.t.v fæst nú minna en helmingur orkunnar úr kolum. Aðalástæð an fyrir minnkandi kolanotkun er sú, að aðrir orkugjafar eru ódýrari. Olían er skæðasti keppi nautur kolanna. Frá 1950 til 1960 jókst olíunotkunin um meira en helming. Hluti olíunn ar i heildarframleiðslunni jókst úr 13% í 30%. í þeim 6 löndum, sem eru inn an KoLa- og stálsamsteypunnar. eru árlega brotin 250 milljónir tonna af kolum, en talið er, að í frjálsri samkeppni við aðra orkugjafa myndi aðeins unnt að selja um 90 millj tonna af þess ari framleiðslu. Unnt er að fí amerísk kol komin til Evrópu fyrir 2a af verði Evrópukola enda er kolaframleiðslan vest an hafs 22 ;onn á dag á hvern kolanámumann. en 2 tonn í Evi ópu. Það er því samróma álit allra sem um mál þetta hafa fjallað að sérstakra r ðstafana sé þöri á þessu sviði Á vegum Kola os nálsamsteypunnar hafa þegai verið gerðar víðtækar ráðstaf Hér á síðunni er sagt frá skýrslu, sem ráðgjafarþing Evrópuráðsins fjallaði um fyrir skömmu um orkumál Evrópu. Myndin er tekln á fundi ráðgjafarþingsins.. í forsæti er forseti þess, danski þingmaðurinn Per Federspiel, en honum til hægri handar er framkvæmdastjóri Evrópu- ráðsins, Ludovico Benvenuti frá Ítalíu. Neðst á myndinni sést formað- ur flokks frjálsra demókrata í Þýzkaiandi, Erich Mende anir. Síðan 1958 hefur tekizt að auka dagsframleiðslu á hvern námumann um 30%, en á þess- um tíma hefur 100 námum verið lokað og 136.000 menn hafa hætt störfum í kolanámum. Um 100.000 námumenn hafa fengið sérstaka þjálfun til undirbún ings undir önnur störf. Engu að síður er ljóst, að mikil vanda mál varðandi kolanám í V-Evr ópu eru enn óleyst, og er talið. að veita verði þessum atvinnu vegi sérstaka aðstoð til bráða birgða. Hins vegar greinir menn mjög á um. hvernig það verði bezt gert. Ákvað ráðgjafarþing Evrópuráðsins, að á þess veg- um skyldi athugunum á því atr iði haldið áfram, og að þvi s'efnt að finna leiðir, sem ekki leiða til hækkunar á orkuverði Olía í álfunni birgðir til lengri tíma en 60 daga. í skýrslunni, sem lögð var fyrir ráðgjafarþingið, er rætt um aukinn innflutning á olíu frá Sovétríkjunum. en þau bjóða nú olíu á verði, sem er um 50% lægra en það verð, sem fylgiríki Sovétríkjanna verða að greiða Talið er vafalaust, að pólitískar ástæður liggi því til grundvall- ar, hve hagkvæm kjör eru boð- in, en Sovétríkjunum hefur tek- izt að auka hlutdeild sína í olíu innflutningi til V-Evrópu úr 2% 1955 í næstum 9% 1961 For- stjóri ítölsku olíuverzlunarinn- ar ENI, Mattei. hefur látið mik- ið að sér kveða í sambandi við kaup á rússneskri olíu. og áttu fulltrúar Evrópuráðsins viðræð- ur við hann um þessj mál. Kom þar verulegur skoðanamunur fram. Olíunotkun í V-Evrópu hefur aukizt gífurlega á undanförnum árum, — úr 100 millj tonna 1955 j 175 millj. 1930 Hugsan- legt er, að árið 1975 verði olíu notkunin 390 millj. tonna. Sumir hafa talið. að það gæti haft hættu í för með sér að treysta um of á olíu lil orku- vinnslu, þar sem flylja þarf inn um 90% þeirrar oiíu, sem notuð er í álfunni. í Evrópuskýrslunm er þó látin í ljós sú skoðun, að engin raunveruleg hætta sé á. að orku mum skorta í V-Evrópu vegna þess að olíulindir gangi til þurrðar. Nú er ástandið þann. ig. að offramleiðsla er á olíu o? meira finnst af nýjum linduni en notkunaraukningunni nemui Engin hætta er heldur á. að rík ;n í V-Evrópu geti ekki greiti fyrir þá olíu. sem þar er notuð Hins vegar er fremur hæ'ta vegna tímabundinna truflana a olíuflutningum af völdum stó> oólitískra atburða Eins og korr> 'ð er, myndi það leiða til stöðv unar í atvinnulífj V-Evrópu, el tekið væri fyrir olíuflutninga og yrði það ekki bætt upp með því að auka kolanotkun Þess- vegna mælir raðgjafarþingið •neð því, að oliukaup séu ger1' ieœ víðast og olíuler i V Evrópu aukin Jafnframt sé olíuskipa stóll auk’nn og b rgðir tii 9( daga jafnan hafður tiltækur Nú ?ru yfirleitt ekki i olíugeymum Rafmagn í skýrslunni til ráðgjafarþings Evrópuráðsins er bent á, að eftirspurn eftir raforku hafi vaxið verulega og að hún muni enn aukast, e.t.v um helming á næstu 10 árum Bent er á, að mesta álag sé yfirleitt ekki á sania tíma í hinum ýmsu lönd um á meginlandjnu og að æski- legt sé að tengja veitukerfi þess ara landa til að jafna álagið. Tilraunir í þessa átt hafa gefið góða raun Tekið er fram í skýrslunm. að ólíklegt sé, að heizlun sjávarfalla og sólarorku verði komin á það stig 1957. að verulega þýðingu hafi ■< j a r n o r k a Hagnýting kjarnorku með þeim hætti, að verð hennar verðj samkeppnisfært, er vanda- mál, sem nú er slímt við. Það hefur reynzt örðugt tæknilegt viðfangsefni, og eru sérfræðjng- ar ekki á eitt sáttir um árang- ’rinn. Engin þeirra kjarnorkustöðva sem nú eru starfræktar, getur keppt við nýjar stöðvar. sem nota hina venjulegu- orkugjafa Hins vegar er búizt við. að em eða tvær kjarnorkustöðvar sem nú er unnið að bví að koma upp. geti keppt við aðrar virkjanir Framhaln a 13 sið'u T f M I N N , miðvikudaginn 31. október 1962 7

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.