Tíminn - 31.10.1962, Blaðsíða 8

Tíminn - 31.10.1962, Blaðsíða 8
EGAR ég hafði drepið á dyr í húsinu við Sigtún, kom Benedikt frá Hofteigi til dyranna mikill á velli, en átti hágt með að stíga í annan fótinn, og ég kynnti mig. — Já, ættaður frá Vindhæli á Skagaströnd, anzaði Benedikt. — Ekki vissi ég til þess, hélt ég væri frekar af „vondu fólki“, og þó norðan fjalls. — Já, þafi er sama sagan. Ungu fslendingarnir nú til dags vita engin deili í ættfræði. Og þó þykir mér verst, ef menn kunna ekki einu sinni skil á eigin ætt, bætti þá Benedikt við. — Ég þóttist þó altént vita, hvaðan ættin væri. En Benedikt stóð á því fast- ar en fótunum, að víst væri ættin frá Vindhæli runnin. Það sat ekki á mér að standa Iengi í þjarki út af þessu, því að Benedikt gerði sig strax lík- legan til að sanna sitt mál. Ekki tjáði að deila vig dómarann. Ég vissi mætavel, að ættfræði- Íþekking mín var í hæsta lagi í nös á ketti, og ég var kominn á fund Benedikts fyrst og fremst til að spyrja hann, en ekki til ag láta ljós mitt skína. Tilefnið var það, að nýlega kom út enn eitt bindið af rit- safninu Ættir Austfirðinga, og Benedikt ber allmikinn veg og vanda af því. En höfundur ritsins er séra Einar Jónsson prófastur á Hofi í Vopnafirði. Ég var stráklingur á Snæfells- nesi, þegar hann lézt í hárri ellí, og ég man eftir því, að fólki á mínum slóðum var tíð- rætt um hina geysilegu ætt- fræðiþekkingu prófastsins á Hofi í Vopnafirði, sem unnið hefði að því áratugum saman, að setja á bók ættir velflestra Austfirðinga. En fáir gerðu sér vonir um að sjá það verk allt á prenti í náinni framtíð, Svo leið nærri aldarfjórðungur, frá láti höfundarins, og viti menn. Fyrsta bindi af Ættum Aust- firðinga kom þá út, búið til prentunar af þeim Benedikt frá Hofteigi og Einari Bjarnasyni ríkisendurskoðanda. gæti endurtekizt, og oftar en einu sinni, er þetta rit verður lesið af gáfuðum unglingum, sem hafa hæfileika og hvatir til fræðiiðkana í sögu þjóðarinn- ar. BRUNINN f KIRKJUBÆ. — Séra Einar sat í 20 ár á prestsetrinu í Kirkjubæ í Hró- arstungu, og það lýsir mjög vel manninum, er bruninn mikli varg í Kirkjubæ, þegar hann hafði búið þar í átta ár, 7. október 1897. Þess er getið í minningum Jóns frá Sleð- brjót um Þorstein Erlingsson. Séra Einar var þá staddur á Seyðisfirði og ætlaði að vá- tryggja nýsmíðað íbúðarhús á Kirkjubæ, en þá komu menn yfir, er sögðu, að stórbruni hefði orðið í Tungunni í á.tt af Kirkjubæ, en þeir sáu af fjall- inu. Ekki varð þó vitað, að það væri þar. en séra Einar hætti við að vátryggja unz vitað yrði. hvar bruninn varð. Væri þá betur margt, ef slíkt hóglæti um heiðarleikann væri hvers manns einkunn. En slíka eink- unn á.tti séra Einar í hverjum hlut. í brunanum gekk einn vinnumaður bezt fram í að bjarga. Hirti hann ekki um sínar eigin eigur. Sagði hann, að dótið sitt mætti líklega fara „til helvítis" ef hægt væri að bjarga bókunum prestsins. Fvr- ir þetta fóstraði séra Einar dótt ur hans upp og kom vel til manns. VIÐ SVÍNA- BAKKAHYLINN. — Hvenær kynntist þú séra Einari? — Það var fyrir réttri hálfri öld, þegar séra Einar kom að Hofi vorið 1912. Ég var þá unglingur á Egilsstöðum. Um sumarið var ég sendur út í kaupstað og fór sem leið lá út og ofan Refstaðarnesið. Sé ég þá, að maður riður ofan Ás- brandsstaðanesið og stefnir að Hofsá. Ég þóttist strax vita, hver þar færi og kærði mig ekkert um, að fundum okkar bæri saman, og hægði á ferð minni. En maðurinn kom að ánni við Svínabakkahylinn og leggur þar út í. Ég hrópaði á hann o,g hvatti nú ferðina, og varg ekki hjá því komizt, að fundum okkar bæri saman. Reið ég svo að vaðinu og lögð- um við samtímis út í ána og mættumst á miðri ánni. Áttum við þar lítið tal saman og fór hvor sína leið. Þessa lítilfjör- lega atviks lét séra Einar mig njóta alla stund síðan. ÆTTGREINAR HANS STÓÐU VÍÐA. — Þú sagðir áðan, að móðir Einars hafi beðið hann að lesa á ný í Árbókum Espólins um ætina hans Árna auðga, af því það væri ættin þeirra, hvað meira um ætt hans? — Ætt séra Einars stendur róturn víða um Austurland, en VAR „AÐ SNÚAST" f ÞVf ALLA ÆVI. — Hvað er handrit séra Ein- ars stórt og hvenær byrjaði hann á því? — Handrit hans er átta skrif uð bindi, 2000 síður í stóru 4ra blaða broti, geymt í lands- bókasafninu. Hann hefur sjálf- ur sagt skemmtilega frá því í formála Ættanna, hvag varð til þess, að hann fór „að snú- ast“ í því, eins og hann orðar það, er varð að því stórvirki, sem rit þetta er. Hann var 13 ára gamall að lesa Árbækur Espólíns upphátt fyrir fólkið. Móðir hans sneri honum við í lestrinum, bað hann að lesa aftur ættina Árna auðga á Arn- heiðarstöðum, því „það er ætt- in okkar“ sagði hún. Mætti leiða hug að því, að sú saga GUNNAR BERGMANN BENEDIKT frá Hofteigi blaðar í handriti sínu a'ð Jökuldals sögu. (Ljósm.: TÍMINN-RE). alla tíð. Séra Einar átti þarna ferð um veginn. Réðst hann þá að klettinum og velti honum af stalli, en þeim, er sáu, þótti Einar þá ekki árennilegur. Eft- ir þetta hélt hann áfram ferð sinni. Séra Einar var mikill bú nmður og bjó fallega. Öllum þótti gott ag dvelja á heimili hans og mjög sóttust piltar eft ir ag læra hjá honum undir skóla, því að hann var fágætur fræðari. HÖFÐINGJAHROKI OG HORFELLIR. — Eru Ættir Austfirðinga ekki eitt af stærstu ritverkum sinnar tegundar, er út hafa verið gefin? — Hér er saman kominn meiri alþýðuættfræði en unnin hafði verig ag þeim tíma, sem höf- undur lifði á. Hinir eldri menn, er áður höfðu samið slík verk, bundu sig við höfðingjaættirn- ar og hætta að geta um fólkið, þegar þag verður alþýðufólk eða fátækari menn. Þetta gerir auk heldur Jón bóndi á Skjöld- ólfsstöðum, að vísu stúdent og prestssonur (um 1684), svo lengi helst höfðingjahrokinn í þessari þjóð, og var þá fyrir skömmu fjöldi manna horfall- inn í landinu. Nú er ættfræði unnin talsvert í niðjatölum ein staklinga, og slíkt rit sem Ætt- ir Austfirðinga verður sjálfsagt ekki unnið eftirleiðis. Það rit stendur lengi eitt sér. Gömlu ættartölurnar, Steingríms bisk- ups, Espólíns og Snóksdalíns, þyrfti að gefa út, því ag ætt- fræðin er vísindagrein, sem verður ekki vanrækt eða sví- virt án þess að bíða vísindalegt — segir Benedikt frá Hofteigi, er gefur út Ættir Austfirðinga í riti sínu rekur hann hana sem afkomendur Þorsteins jökuls. Móðir Einars var af þessari ættgrein komin. Hann hafði mest af móður sinni að segja, missti ungur föður sinn og ólst upp méð móður sinni. Þau voru ákaflega samrýmd og lík um flest. Hún var skörungur að allri gerð, og hann bar fljótt af ungum mönnum að flestu leyti, heyrði ég gamalt fólk segja, er til þekkti. Hún missti öll hin mörgu börn sín önnur, ung, en þau Einar skildu aldrei, meðan bæði lifðu, hann lét sér jafnan annt um hana í ellinni og hún hafði alig hann upp af sínum mikla kærleika. En meðal ættgreina séra Einars má nefna Njarðvík urættina, komna af Hákarla Bjarna, sem ritið hefst á. Lengra fram var séra Einar af Eiðamönnum, þá Hofverjum í Vopnafirði. þeirra fyrstur Þor- steinn hviti landnámsmaður Líka var hann af Kolbeinsætt inni frá Hvanná sem á að hafa búið þar í 300 ár. Einnig var hann afkomandi Jóhans þýzka, greifans af Rantzau, er bjó á Egilsstöðum í Vopnafirði á öndverðri 17. öld. Og fleiri mætti telja. VELTI KLETTINUM AF STALLI. — Þótti séra Einar fágætlega vel að manni? — Það er vissulega ekki of- mælt. Hann var einstaklega vel gerður maður, bæði að and- legu og líkamlegu atgervi. — Hann var kristilegur maður bæði í orði og verki. En skap- ríkur var hann líka er hæfði hraustmenni. Helzt vildi hann hafa það i ævisögum, sem mark var að um mannskapinn, dáði trúmennsku og fórnarlund. — Hann var afrenndur af afli og þótti þær sögur góðar, er um slíkt gátu. Móðursysturdóttir hans hafði drukknað í Lamba dalsá á Gilsárdal, þar sem iá aðalvegur lestaferðanna af Út- Héraði til Seyðisfjarðar. Kennt var um ólánskletti, er stóð í ánni, nálægt vaðinu, og hafði fengið að standa þar óhreyfður tjón. Og það er tómt mál að tala um sögur án mannfræði. Fjöldi manna, sem ekkert þekk ir í mannfræði, er að skrifa sögu. f mannfræðinni sést hreyfing lífsins, sagan. Menn standa á bak við alla viðburði, og í ættfræðinni eru nöfn manna, sem standa í sambandi við ótal aðra menn. „Af því gerðist saga þeirra“ stendur í gömlum bókum. Fornrit íslend- inga, ódauðleg rit heimsins, byggjast á mannfræðinni, menn irnir skapa þjóðhættina, en þeir vísa sögurituninni leiðina. Það er óþarfi að álykta, að þeir atburðir hafi gerzt, er ekki eiga sér beina rót í þjóðhátt- um. Það er líka þjóðháttagrein að minnast ekki á almúgafólkið. En í gegn um þessa þögn fást líka upplýsingar. T. d. getur •Jón á Skjöldólfsstöðum einskis um Bjarna mág sinn prest i Möðrudal annars en hann sé norðlenzkur. Þá veit maður það. að Bjarni prestur er bónda sonur úr Norðurlandi, almúga- maður. Þannig blasa alls staðar T f M I N N , miðvikudaginn 31. október 1962 8

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.