Tíminn - 01.11.1962, Page 2

Tíminn - 01.11.1962, Page 2
-Þýzkalands SLAUS? SEINN! HLUTI Spieg- el-greinarinnar, sem hefur sett Vestur- Þýzkaland á annan I endann í Tímanum í gær birtist úrdráttur úr fyrri hluta greinar „der Spiegel" um vestur-þýzka herinn og hlut- verk hans í sameiginlegum vörnum NATO. Þar var skýrt frá, hvernig heræfing- ar NATO í haust, Fallex 62, höfðu leitt í Ijós fánýti vest- ur-þýzka hersins. í seinni hluta greinarinnar færir blaðið rök að því, að Strauss landvarnaráðherra beri ábyrgð á þessu með einhliða áherzlu sinni á eldflaugar og kjarnorkuvopn, á kostnað al menns vopnabúnaðar og f jöl- menns hers. Margir telja, að Strauss, sem undanfarið hefur staðið í ströngu út af gagnrýni „der Spiegel", hafi verið að hefna sín í blað- inu, er húsrannsókn var gerð á skrifstofum blaðsins á föstu- dagskvöldið var og ritstjórar þess handteknir, sakaðir um landráð. Þeim var gefið að sök að liafa látið uppi hernaðar- leyndarmál í greininni og að hafa mútað herforingjum og em- bættismönnum til að gefa trún aðarupplýsingar. Hór eru endursagðir kaflar úr- seinni hluta Spiegel-greinarinn- ar. 16. október 1956 varð Strauss Iandvarnarráðherra. Hann kom fram með algera stefnubreytingu í vörnum ianósins, og vildi koma á fót svonefndum „úrvalsher" fámennari en venjulcgum her en æfðari og betur vopnum bú inn. Strauss var heppinn, því þetta kom alveg heim við Radford- áætlun Eisenhowers-stjórnar- innar í Bandaríkjunum. Sam- kvæmt þeirri áætlun áttu herir Vesturveldanna að minnka, en vera miðaðir við leifturstríð kjarnorkuvopna. Rússar treystu landherinn Rússar höfð'u aðra skoðun á hermálum, og höfðu yfirgnæf- andi sterkari herdeildir. Rot- mistrow marskálkur settir regl-' una: „Fyllilega Ijóst er, að kjarn orku- og vetnisvopn geta ekki ein saman ráðið úrslitum hqims- styr jaldar, án þess “að nýtízku landher komi til skjalanna". Krassilnikow hershöfðingi færði þessa reglu enn út og sagði: „Til þess að heyja atóm- stríð þarf fleiri hermenn cn í venjulegu stríði, en alls ekki færri, því hættan vex á því, að heilar herdeildir verði úr leik, og fjölmennt varalið er því nauðsyn legt til að íylla í skörðin." Viðbúnaður NATO-herjanna ei enn reistur á fors'kotinu, sem Bandaríkin hafa yfir Sovétríkj- unum í kjarnorkuvopnafram leiðslu. McNamara varnarmála ráðherra hclt því fram á NATO- ráðstefnunni í Aþenu í vor, að Bandaríkin hefðu fjórum sinn- um meiri kjarnorkustyrk í vopn mm sínum heldur en Sovétríkin Bandaríkin hafa kjarnorku vopn,. sfem nægja til að eyði leggja þrisvar sinnum 90% hern aðarlega mikilvægra staða í járn tjaldsríkjunum. Ef til styrjald- ar kemur, eiga því þrjár sprengj- ur að leggja af stað til hvers staðar, og er þá vonað, að minnst ein þeirra skili hlutverki sínu. Þessi áætlun var að ýmsu leyti vafas'öm. í fyrsta lagi má segja, að báðir aöilar hafi jafnræði í kjarnorkuvopnum, sem getur leitt til gagnkvæmrar eyðingar í öðru lagi hafa framvarðasveit- ir Rússa atómvopn til bardaga. í þriðja lagi er orðin ljós hættan á takmörkuðum styrjöldum á vissum svæðum. Þráteflisaðstaðan gæti leitt Bandaríkin til að viðurkenna smásigra Rússa í Evrópu bara til að forðast gagnkvæmt sjálfs- morð atómstríðs. Og öfugt gætu Sovétríkin freistazt til að ieggja út í smá-landvinninga í trausti þess, að Bandaríkin héldu að sér höndum. Á sínum tíma ákvað Eisen- hower-stjói'nin, þrátt fyrir við- varanir Taylors hershöfðingja. að veita heldur fé til nýtízku eldflaugavopna heldur en venju- legs vopnabúnaðar. Strauss var mjög ánægður yfir að fá eldflaug ar, en hin NATO-ríkin litu með tortryggnj á eldflaugarnar og héldu að sér höndum. Ný hermálastefna með McNamara Þegar Kennedy-tíminn hófst í Bandaríkjunum, " varð stefnu- breyting i hermálum Bandaríkj- anna. NATO-ríkjunum höfðu verið boðin Polaris-flugskeyti fyrir atómvopn, en nú var það boð dregið til baka. McNamara varnarmálaráð- herra skýrði greinilega frá hinni nýju stefnu. „Eftir fjögur til sex ár verðum við svo langt komnir, að hægt verður einnig að verja Evrópu kjarnorkuvopnalgust, ef ekki er ráðizt á hana með kjarnorkuvopnum." Strauss var þegar í upphafi mjög andvigur þessum nýjung- um. Hann grunaði Bandaríkja- menn um að reyna að vernda land sitt fyrir kjarnorkuvopnum Rússa, með því að hika við að beita sömu vopnum. Mikið hefur verið deilt um þessi atriðj í herráði vestur- þýzka hersins. Blaðafulltrúi hersins, Gerd Schmiickle, segir um deilurnar: „Sumir hershöfð- ingjanna halda því fram, að styrj öld í Evrópu standi aðeins yfir í 48 klukkustundir, en aðrir segja 48 mánuði. Þessar tvær tölur sýna, hversu hugsunarhátt- urinn er ólíkur hjá flughers- höfðingjunum og landhershöfð- ingjum. strax og talið snýst að hugmyndum um nútímastyrjöld.“ Þessar deilur hafa verið mjög harðvítugar og skapað mikla misklíð. Flugher NATO hefur það verkefni í hinni ókomnu styrj- öld að gera gagnárásir á árás- arstöðvar Rússa og á viðkvæma st.aði í aðflutningsbrautum þeirra. Á sama tíma á landher- inn að stöðva andstæðinginn milli fljótsins Weichsel og landa mæra A- og V-Þýzkalands. Fram til 1958 var Rínarfljót talið aðalvarnarlínan, NATO- herirnir voru svo veikir. Þýzku hershöfðingjunum hefur hins vegar tekizt að fá varnarlínuna flutta austar, þótt lítil von sé til, að verja megi þá varnar- línu. Aðstaða 'NATO batnar ekki við það, að de Gaulle heldu|T þremur fjórðu hlutum franská hersins utan yfirstjórnar NATO, þar á meðai fallhlífasveitum Massu. De Gaulle vill jafnvel halda þessum herjum áfram und ir sérstakri franskri stjórn. þótt til styrjaldar komi. Þótf allir frönsku herirnir séu taldir með. hefur NATO alls ekkj þann herstyrk í Evrópu, sem miðað hefur verið við, að þurfi. Meðan áætlanir og raun- veruleikinn í herstjórn NATO falla ekki saman, reiknar rúss- neska herforingjaráðið með að vera komið að Rínarfljóti sjö dögum eftir upphaf heimstyrj- aldarinnar. Strauss landvarnaráðherra að kenna Vestur-þýzki herinn stenzt ekki kröfurnar NATO hefur nú krafizt auk- inna útgjalda til hermála af hálfu aðildarríkjanna. Af Vest- ur-Þjóðverjum er krafizt: 1) 12 herdeilda og fjögurra sérstak- lega vélvæddra herdeilda að auki, 2) 100% viðbúnaðar alls hins hreyfanlega hers, þannig að hann sé viðbúinn orrustum eft ir öi'fáar klukkustundir, frá því að kallið er gefið. En NATO veit, að Vestur-Þýzkaland hef- ur hvorki fé né hermenn til þess að uppfylla þessi skilyrði. Vestur-þýzkir hershöfðingjar hafa stungið upp á því, að reynt verði að mæta kröfum NATO með því að spara í eldflauga- og atómsprengjuflugvélakaupum. En Strauss vill heldur verja pen ingunum ril nýtízku vopna held- ur en venjulegra og sagði m.a.: „Atómsprengja er jafn mikils vii'ð'i og 5000 hermanna stór- fylki.“ Strauss reyndi að fá Banda- ríkjamenn cil að fallast á tillög- ur sínar, en hafði það eitt upp úr krafsinu að ergja þá. Þeir voru sér fyllilega meðvitandi um, að Vestur-Þjóðverjar gætu ekki Framhald á 13 síðu ÞEÆSI MYND er tekin í Hamborg á mánudaginn og sýnir fund hjá starfsliði fréttaritsins „Der Splegel". Bla'ðamennirnir eru að ræða ástanilið á starfsemi blaðsins, er útgefandlnn og tveir ritstjórar höfðu verið hnepptir í fangelsi og lögreglan hafði framkvæmt húsrann- sókn á skrifstofunum og lagt hald á skjöl blaðsins. Stjórnarformað ur blaðsins er í ræðustól, en yzt til vinstri sést aftan á þann aðalrit- stjóra blaðsins, sem slapp undan liandtöku. 2 T f MIN N , fimmtudaginn 1. nóvember 1962

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.