Tíminn - 02.11.1962, Side 6

Tíminn - 02.11.1962, Side 6
TÓMAS KARLSSON RITAR ÞINGFRETTIR + Héldu að kerfið væri vél, sem gerði allt að gulli Frumvarp ríkisstjórnarinn- ar um framlenging nokkurra laga, þar á meSal bráðabirgSa söluskattinn í tolli, var til 2. umr. í efri deild í gær. Fjár- hagsnefnd deildarinnar hafði klofnað í afstöðunni til máls- ins og lagði minnihlutinn til að ákvæði um bráðabirgða- söluskattinn vrði fellt niður úr frumvarpinu. Ólafur Björnsson mælti' fyrir áliti meirihlutans, sem mælti með samþykkt frumvarpsins óbreytts. Sagði Ólafur að hér væri um veru- legan tekjustofn ríkissjóðs að ræða, þ. e. um 2j}0 milljónir króna og ef fella ætti þennan skatt nið- ur yrði að afla tekna í ríkissjóð að öðmm leiðum, þ. e. hækka aðra skatta eða draga úr ríkisútgjöld-1 unum, sem vandkvæðum væri i hundið og því ábyrgðarleysi að samþykkja niðurfellingu þessa; tekjustofns. Þá minnti Ólafur á, að tollskráin væri í endurskoðun. Karl Kristjáns- son mælti fyrir áliti 1. minni- hluta. Rakti Karl sögu þessa: 8% br áðabirgða-1 söluskatts í tolli, sem upphaflega átti að gilda að- eins til ársloka 1960 en hefði síðan verið fram- lengdur ár eftir ár og nú ætti enn að framlengja. 1960 hefði þessi skattur numið 126 milljón- Meinlegar prentvillur slæddust inn í frásögn af ræðu Ásgeirs Bjarnasonar um afurðalán Seðla- bankans. Þar stóð: Áætlað væri að um 900 fjár hefði verið slátr- að og samanlagður fallþungi senni lega 1213 þús. lestir............en áttu auðvitað að vera: 900 þúsund fjár hefði verið slátrað og saman lagður fallþungi sennilega 12—13 þúsund lestir. Þingstörf í gær í efri deild var aðeins eitt mál á diagskrá, bráðabirgða- breyting og framlenging nokk- urr,a laga til 2. umr. og er um- ræðna getið hér á síðunni. Brcyt'ingatillögur voru felldar c,g frumvarpið afgreitt óbreytt til 3. umr. í neðri deild mælti Ingólfur Jónsson fyrir frumvarpi urn staðfesting á bráðabirgðalög- um um hámarksþóknun fyrir verkfræðistörf. Gylfi Þ. Gísla- son mælt'i fyrir skemmtana- skiattsviðauka. Frumv. um iun- beimtu meðlag.a var afgreitt til efri deildar. Ha'lldór Ásgríms- son mælti fyrir, frumvarpi um félagsheimili og Gunnar Gísla- son fyrír frumv. landbúnaðar- nefndar um Búnaðarmá'lasjóð. um, 1961 hefði hann numið 186 milljónum. A fjárlögum fyrir þetta ár er hann áætlaður 202 milljón- ii og á fjárlagafrumvarpinu fyrir 1963, sem iagt hefur verið fram er hann áætlaður um 260 milljón- ir. Skattauki þessi hefur í raun verið 8,8% í framkvæmd frá upp- hafi, en álögugrundvöllurinn hef- ur hækkað, ems og heildarfölum- ar bera vottTnn. Skattaukinn hef- ur gert hvort tveggja í senn að hækka í heitd með aukinni dýrtíð og auka dýrtíðina. Ríkisstjórnin átti þau áform. þegar skatturinn var settur að afnema hann eftir érið. Það er áreiðanlegt. Ýmsir aðr ir trúðu því líka að hún myndi afnema hann að árinu loknu. Hún var í þá árdaga bjartsön á efna- hagskerfi hagfræðinga sinna — og sú bjartsýni náði til stuðnings- fiokka hennar. Ríkisstjórnin virt- ist helzt álíta, að kerfið væri eins konar vél, sem gerði að gulli allt sem í hana væri látið. — En það hefur nú reynzt öðru nær. Framlenging þessa s-katts er auð- vitað aðeins eitt lítið sýnishorn vonbrigðanna af efnahagsmála- kerfinu, sem hin svonefndu „við- reisn“ var teiknuð eftir og áætl- uð samkvæmt. Meginhluti nefndarálits Karls Kristjánssonar fer hér á eftir: „Þessi 8% skattur var ein nlið- ur í efnahagsaðgerðum núverandi ríkisstjórnar. Hún hafði að vísu tiikynnt í hinni hvítu bólc sinni: „Viðreisn" hátíðlega, orðrétt: „Ekki er áformað að breyta nú- gildandi söluskattj á innflutningi.“ En við þetta áform stóð ríkis- stjórnin ekki. Aðalástæðuna fyrir því, að hún vék frá áforminu, taldi hún þá vera, að hinn almenni 3% söluskattur sinn á vörusölu og þ.iónustu innanlands kæmi ekk; til framkvæmda nema þrjá seinni f jórðunga ársins 1960. Skarð fyrsta ársfjórðungsins átti viðbótarsölu- skatturínn á innflutningi að fylla, og var hann þvi áformi til stað- festingar settur sem bráðabirgða- ákvæði. Framsóknarmenn leyfðu sér að draga í efa, að við það áform yrði staðið að láta þessa skatthækkun falla niður í árslok 1960. Það þótti þeim, sem settu traust á ríkis- 'stjórnina og stefnu hennar, ljótar getsakir og ekki spámannlegar. Hvað kom svo á daginn? Fyrir árslokin 1960 framlengdi rikisstjórnin með atbeina stuðn- ingsflokka sinna 8% viðbótar- söluskattinn um eitt ár eða til ársloka 1961 Sú saga endurtók sig í árslokin 1961, svo að skatturinn hefur hald- izt árið 1962 án nokkurra linun- ar. Voru stjómarflokkarnir þó í bæði skiptin rækilega minntir á hin góðu, gömlu áform sín um afnám skattsins Og nú vamr fyrir ríkisstjórninnj ag fá skattinn framlengdan enn um ár, eða lil arsloka 1963, með samþykkt 5. gr þessa frumvarps. Norski efnahagsmálasérfræðing- urinn Per Dragland, sem fenginn var til íslands sumarið 1960 til þess að athuga efnahagsmálin og gaf út um þá athugun skýrslu, | sem rikisstjórnarblöðin birtu, i sagði í skýrslu sinni: „Er hækkun söluskatts á inn- f'.utningi úr 7,7% í 16,5% skoðuð sem bráðabirgðaráðstöfun. Þegar hægt verður að lækka skattinn aftur, mun það eftir þeim upp- lýsingum, sem ég hef fengið, hafa í för með sér 3% sparnað fyrir vísitölufjölskylduna." Þessj tilvitnuðu orð úr, skýrslu sérfræðingsins bera vitni um þrennt: í fyrsta lagi, að hann hefur litið á hækkun sbluskattsins sem vand- ræðaráðstöfun. enda kom það víð- ar fram í skýrslunni. í öðru lagi, að honum hefur ver ió sagt, að viðbótarskatturinn ættj i aðeins að gilda til bráðabirgða. í þriðja lagi, að sérfræðingurinn telur, að afr.ám viðbótarskattsins muni „hafa í för með sér 3% i sparnað fyrir vísitölufjölskyld- í una“. Enginn hefur, mér vitanlega. \ vefengt þann útreikning. Er því ljóst. að hér er urn málefni að ræða, sem skiptir almenning miklu. Ríkiss-tjórnin hefur í mörgu ekki skeytt um að standa við áforjn sín og fylirheit frá byrjunardögiinum. Snga ’viðbótaráöluskattsins er' eitt dæmið um vanefndir stjórnarinn- ar Tvisvar hefur hún framlengt hann, þó að hann ætti upphaflega aðeins að gilda til ársloka 1960. Eg tel, að Alþingi eigi ekki að samþykkja fyrirliggjandi tillögu rikisstjórnarinnar um að fram- lengja umræddan skattauka í þriðja sinn, heldur knýja ríkis- stjórnina til að bæta ráð sitt í þessu máli. Fjárlagafrumvarpið fyrir 1963 er enn á fruinstigi athugunar í Al- þingi, svo að nægur tími er til að athuga breytingar á því til sam- ’.æmingar við afnám skattaukans". Björn Jónsson mælti fyrir áliti 2. minnihluta. Mælti hann eindreg ið gegn fram- lengingu viðbót- arsöluskattsins. Rakti hann all ýtarlega hinar miklu verðhækk- anir og auknu á- lögur á almenn- ing, sem núv. rík isstjórn hefur staðið fyrir og benti á, að verka- j iýðsfélögin hafa boðizt til að meta j allar slíkar lækkanir á vöruverði I eins og niðurfelling söluskattsins * myindi. valda, til jafns við beinar | jiau^ha?kkani^Y Giínnar Thoroddsen, f jármálaráð I herra sagði lítið samræmi og mik-* 1 * ið ábyrgðarleysi í tillögum Fram- sóknarmanna. — Þeir legðu til að þessi tekju- stofn rikissjóðs væri afnuminn, IklIlliliilSiÍ en jafnframt flyttu þeir tillög- ur um stóraukin framlög úr ríkis sjóði. Þá þyrftu menn að athuga það í sambandi við þetta mál, að bæjar- og sveit arfélög fá hluta af þessum skatti og það myndi þýða 13% hækkun útsvara í landinu, ef þessi tekju- stofn væri af sveitarfélögunum tekinn. Karl Kristjánsson sagði að ráð herrann þyrfti ekki að undra sig á því að Framsóknarmenn flyttu margar breytingatillögur við stefnu núv. ríkisstjórnar, því að svo mikill grundvallarmunur er á stefnu Framsóknarfl. og ríkisstj. Hins vegar hefur Framsóknarfl. ekki gert heildartillögur þar sem það er meirihlutinn, sem ræður og oft æði tillitslaust eins og ráð herrann vissi, en Framsóknar- menn reyndu að sýna stefnu sína í hverju einstöku máli. Mótmælti Karl því, að sveitarfélögin þyrftu nokkuð-að missa þótt ,skatturinn yrði niðurfelldur. Aigreíðsla fjár- Framh. á 15. siðn Héraðsheimili Hial'Idór Ásgrímsson hafði í gær framsögu fyrir frumvarpi um héraðsheimili, er hann flytur á- samt öðrum þing- mönnum Austur- lands í neðri deild, þeim Ey- steini Jónssyni, Lúðvík Jóseps- syni og Jónasi Péturssyni. Frum varpið kveður á um að veita skuli hærri styrk úr félagsheimilasjóði til félagsheim- ila, þar sem 80% sveitarfélaga héraðs og þó eigi færri en þrjú, sameinast um byggingu félags- heimilis, er kalla mælti þá hér- aðsheimili. Styrkur til slíkra hér- aðsheimila megi nema 50% af byggingarkostnaði. Þetta frumvarp var einnig flutt á síðasta þingi, en náði ekki afgreiðslu í greinar- gerð, sem frumvarpinu fyigir seg- ir svo m.a.: „Síðan lögin um félagsheimili tóku gildi og farið var 1948 að starfa samkvæmt þeim, þafa fé- lagsheimili verið reist víð's vegar um landið. Félagsheimilum þess- um má skipta í þrjá stærðar- flokka: » 1. Lítil hús, 600—900 m3. 2. Miðlungshús, 1000—2400 m:i 3. Stór hús, 2500 nrí og stærri. Ríkið viðurkennir þá nauðsyn byggðarlaga að eiga mannsæm- andi samkomuhús með því, lögum samkvæm’. að leggja fram fé til bygéingar félagsheimiia, og breyt- ing sú. sem hér er farið fram á að gerð verði á lögunum um fé- lagsheimili, skerðir eigi þá aðstoð. Af skiljanlegum ástæðum hafa víða verið reist félagsheimili, sem að nokkru hafa verið sniðin eftir þörf íbúa hlutaðeigandi sveitar- félags og einnig með tilliti til þess að geta samtímis tekið á móti fleira eða færra utansveitarfólki. Rekstur þessara húsa hefur í sumum tilfellum reynzt mjög erf- iður fyrir hlutaðeigendur, og veld ur þar mestu um, að stofn- og rekstrarkostnaður er of mikill miðað við afnotamöguleikana. Sums staðar hagar svo til, að sveitarfélögum er mikil þörf á að hafa yfir að ráða sameiginlegu samkomuhúsi til fundarhalda og mannfagnaðar, en til slíkra nota reynast eðlilega fél.heimili hinna einstöku sveita að jafnaði of lítil. Auk þess eru þau venjulega þann- ig staðsett, að illa hentar fyrir íbúa margra sveita að eiga þangað sameiginlega sókn, sérstaklega að j vetrarlagi. Þar sem svona hagar ; til, hefur á síðustu árum nokkuð i verið unnið að því að mynda sam- j tök flein sveitarstjórna og ann- arra aðila hlutaðeigandi sveita, : þeirra sem um ræðir j 1. gr. lag- anna um félagsheimili til að resa sameiginiegt héraðsheimil; á hin- um hentugasta stað innan héraðs- ins, sem væri svo stórt, að full- nægði sameiginlegri þörf. Er þá jjafnframt gert ráð fyrir að hin j einstöku sveitarfélög innan héraðs ! ins byggi sín félagsheimili. hæfi- I lega stór til að fullnægja þeim með tilliti :il mannfjölda. Það, sem vinnst við þetta fyrir- komulag og byggingu héraðsheim- ila, þar sem slíkt á við, er m.a. þe.tta: 1. Meiri möguleikar til nánara menningarlegs og félagsmálalegs samstarfs sveita innan sama hér- aðs. 2. Minni stofnkostnaður vegna byggingar félagsheimila og því hagkvæmara fyrir hlutaðeigandi sveitir og félagsheimilasjóð. 3. Meiri hagkvæmni um heil- brigðar rekstur félagsheimilanna. 4. Héraðsheimili, sem byggt er samkvæmt þörfum heils héraðs, hefur m. a. skilyrði til að vera menningarmiðstöð héraðsins, þar sem héraðsbúar geta sameiginlega notið þess bezta, sem á boðstól- um er á hverjum tíma, hvort sem það er flutt af heimamönnum eða aðkomufólki. Ljóst má vera, að það er miklum fjárhagslegum erf- iðleikum bundið fyrir sveitarfélög- in að koma upp slíkri menningar- miðstöð sem hér um ræðir jafn- hliða því að byggja sín eigin fé- lagsheimili, þótt þau að sjálfsögðu verði minni og ódýrari en ella þar sem þau verða meir en áður sniðin eftir heimaþörf einni. Flm. telja því rétt og eðlilegt, að hið opin- bera hlutist til um, að héraðsheim- ili fái nokkru .hærri byggingar- styrk en félagsheimili einstakra sveitarheimila og geri þannig stærri félagsheildum auðveldara um úrlausn verkefnis, sem líklegt er að efli félagslega samvinnu, betra samkomuhald og sparnað á fjármunum. Flm. leggja svo að lokum til, að síðasta málsgrein 2. gr. laganna um félagsheimili verði felld niður. Reynslan hefur sýnt, að telji að- ilar að byggingu félagsheimilis sig eiga rétt á -mknuin styrk úr ríkis- sjóði, hefur 4. gr. laganna verið beitt. T f MIN N, föstudaginn 2. nóvember 1962 6

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.