Tíminn - 02.11.1962, Blaðsíða 7

Tíminn - 02.11.1962, Blaðsíða 7
Eigil Steinmetz Utgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Tómas Arnason Ritstjórar: Þórarinn Þó'rarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Auglýs- íngastjóri: Sigurjón Davíðsson Ritstjórnarskrifstofur i Eddu liúsinu Afgreiðsla. auglýsingar og aðrar skrifstofur i Banka stræti 7 Símar: 18300—18305. — Auglýsingasími: 19523 Af. greiðslusimi 12323 - Askriftargjald kr. 65.00 á mánuði innan- lands. I lausasölu kr. 4.00 eint. — Prentsmiðjan Edda h.f. — Óstarfhæf stjórn Hvarvetna blasa nú við vandamál.. sem hlotizt haí'a af „viðreisninni“ og ríkisstjórnin ræður ekki við. Stjórn- in virðist jafnt viljalaus og getulaus til að fást við lausn þeirra. Læknadeilan á sjúkrahúsum er eitt dæmi um þetta. Með hinum miklu gengisfellingum, hefur ríkisstjórnin aukið stórkostlega mun á kjörum lækna hér og í ná- grannalöndunum, eins og reyndar gddir um allar aðrar stéttir. Fleiri og fleiri læknar setjast því að erlendis. Læknar hér hafa reynt að fá kjör sín bætt, m.a. með hliðsjón af þessari öfugþróun, en stjórnin beitt vífilengj- um og lagakrókum. Málið hefur því komizt í það öng- þveiti, að margir sjúkrahúslæknar hafa sagt upp störf- um og tekin hefur verið upp á sjúkrahúsum neyðarþjón- usta, sem verður borguð eftir taxta, og mun það fyrirkomu lag sennilega sízt hagstæðara fyrir ríkið en þótt samið hefði verið við læknana. Þannig ríkir nú í þessum mál- um glundroðaástand, sem er jafnt óhagstætt fyrir alla aðila. Síldveiðideilan, sem er önnur í röðinni á þessu ári, er annað glöggt dæmi. Stjórnin stórhækkaði útflutnings- gjöldin í fyrra með þeim afleiðingum, að útgerðarmenn töldu sig þurfa að krefjast kauplækkunar hjá sjómönn- um. Af þessum ásiæðum stöðvaðist síldveiðin í þrjár vik- ur í sumar. Stjórnin greip þá til gerðardómslaganna, sem mjög hefur spillt sambúð sjómanna og útvegs- manna. Deilan hófst því strax aftur, þegar þau féllu úr gildi, og hefur nú staðið á annan mánuð. Stjórnin hefur síaðið uppi eins og þvara, sem ekkert veit og ekkert getur. Þannig má halda áfram að rekja dæmin. Þau eru ekki heldur neitt ný. Svona hefur gengið alla valdatíð r.úv. ríkisstjórnar Menn minnast þess áreiðanlega enn, hvernig stjórnin með stifni sinni og skilningsleysi hratt af stað hinni miklu verkfallsöldu í fvrravor og stóð svo uppi ráðalaus. þegar hún var skollin á. Eftir að sú deila varð leyst, urðu svo viðbrögð stjórnarinnar hin heimsku- legustu. Þannig hefur stjórnin og stefna hennar skapað hvern vandann öðrum meiri, en bæði hefur skort vilja og getu til að leysa þá Þess vegna hrúgast upp hin óleystu vandamál, verðbólga og dýrtíð hafa aldrei aukizt hraðar og glundroði í efpahagsmálum aldrei verið meiri. Núverandi ríkisstjórn hefur þannig verið og er al- gerlega óstarfhæf stjórn. Það hlýtur sú stjórn líka jafn- an að vera, sem þjónar þröngum sjónarmiðum stórgróða-' valdsins. Og nú fara stjórnarflokkarnir fram á það, að þetta upplausnarástand verði enn framlengt í fjögur ár. . Hver er sá, sem eitthvað hugsar málin, er vill veita þeim umboð til þess? Úreltur einkaréttur Sjálfstæðismenn halda því oft iram, að þeir séu and- vígir-einokun. Reynslan sýnir hins vegar oftast annað. Á Alþingi er nú í þriðja sinn flutt frumvarp um að af- nema hinn úrelta og óheppilega einkarétt Ferðaskrifstof- unnar til að taka á móti erlendum ferðamönnum. Öllum kunnugum kemur saman um, að þessi einkaréttur sé óheii- brigður og óeðlilegur, enda þekkist hann hvergi vestan .járntjalds. A tveimur undanförnum þingum hefur frumvarp um af- nám þessara einokunar verið svæft með aðstoð Sjálf- stæðisflokksins. Fróðlegt verður jð sjá hvort Sjálfstæð isflokkurinn veitir þessa aðstoð í þnðja sinn. Fari svo, ætti hann að hætta þeim yfirlýsingum, að hann sé á móti einokun. Taka Rússar upp aukna sam- keppni á sviði atvinnuveganna Athyglisverðar umræður í rússnesku hiöSunum um þessi mái ALLT bendir til að mikilla breytinga sé að vænta í efna- hagsmálum í Sovétríkjunum. Hafnar eru umræður sem eru næsta merkilegar, hver sem árangurinn verður, en margt bendir til að hann verði þess eðlis, að mikla athygli veki. . Hingað til hefur áætlunar- búskapurinn verið ein af grunn kenningunum í hugsjón komm únista. í dag virðist um að ræða beina árás á hann austur þar. Þetta hófst í vor með nokkr- um greinum í blöðum í Sovét- ríkjunum, um efni eins og: „Meira frelsi til tilrauna í á- ætlunarbúskapnum?“ og „Rétt ur til tilrauna á ekki að vera í höndum eðlisfræðinganna einna, heldur á hann að ná til hagfræðinganna." 9. september kom svo spreng ingin. Hinn kunni hagfræðina ur frá Kharkov, Libermann prófessor, skrifaði þá grein í Pravda, sem blátt áfram og óttalaust boðaði kenningar. sem til skamms tíma hefðu ver ið stimplaðar sem skoðanir „endurskoðunarsinna.“ LIBERMANN prófessor sagði berum orðum, að sú aðferð við áætlunarbúskap, sem tíðkazt hefði til þessa, orkaði eins og hemill á framleiðsluna. Enginn verksmiðjustjóri hefði neinn sérstakan áhuga á framleiðsl- unni af því að persónulegar tekjur hans og fyrirtækisin; færu ekki eftir heildartekjun um, heldur hinu, að hve miklu leyti tækist að ná settu marki áætlunarinnar. Sé áranguxjnn góður, þá fær stjórnandinn og samstarfsmenn hans verðlaun, en sé árangurinn slæmur, þá fær fyrirtækið illt orð á sig. Mark áætlunarinnar er á- kveðið af æðri valdhöfum og því ginnist stjórnandinn til að beita öllum brögðum til þess að ná því, eða helzt að fara fram úr því. Annaðhvort fram- leiðir hann allt of dýrar vörut úr allt of dýrum efnúm eða liann notar aðferðir, sem eru fyrir löngu orðnar úreltar Hann fær ekki nýjan áhuga fyrir starfrækslunni nema hann sé í raun og veru óháður yfirstjórninni. Þetta hljómar ákaflega sann færandi en það á ekkert skylt vig kommúnisma. Það er blá ber kapítalismi. Libermann prófessor heldur áfram og segir að áætlunaryfir völd ríkisins eigi að einbeita sér að því að hafa áhrif á stjórn verksmiðjanna, en ekki að fjár hag þeirra eða staðbundinm framleiðslu. Prófessorinn er efagjarn jafnvel gagnvart hin- um nýstofnuðu efnahagsráðum Hann segir, að endanlegar á- kvarðanir eigi að takast þar. sem framleiðslan fer fram Og hann heldur áfram: ,,Þag, sem er þjóðfélaginu til góðs, það er gott fyrir verksmiðjuna og öfugt; það sem ekki kemur þjóðfélaginu að noturn er skað legt hinu einstaka fyrirtæk:‘' Þegar þess er gætt að bíóð félagið þvðir þarna ríkið. virð ist kennins Libermanns minna KlÍÚSTJOFF turðulega míkið á hið gama) kunna slagorð sem hermála- ráðherra Bandaríkjanna við haíði einu sinni, en hann starf aði áður lijá hinni stóru bíla verksmiðju GM: „Það, sem er General Motors til góðs, er Bandaríkjunum til góðs“ — Þetta er hreinræktaðri kapítal • ismi en flest annað. ÞAÐ VEKUR strax athygl:, að þessar umræður skuli fara fram í Sovétríkjunum. Ástæð- an virðist vera, að leiðtogun um sé orðið ljóst, að efnahags málin séu komin út á hættu lega braut, eins og fram kem ur í allt of háu verðlagi nauð synja frestun á boðaðri skaita lækkun, erfiðleikum i húsnæð ismálum o.s.frv. Áætlunarbúskapurinn, með hinni þungu yfirstjórn. hefur reynzt óhæfur, ef þjóðfélags- þróunin á að halda vaxtarhæfm sinni og ríkið að geta hafizt í samanburði við önnur ríki. Því er víða haldið fram í blöðum Sovétríkjanna um þessar muno ir að nú sé nauðsynlegt, til þess að framkvæma „kommún isrnann". að innleiða hugtök eins og „frjáls samkeppni“ oa „tek j uaukaörvun “ í öllu þessu virðist koma t'ram skyldleiki við þajm tíma. sem við tók eftir byltinguna, og kenndur var við „hina nýju hagfræðistefnu" Þá var um skeið talið nauðsynlegt að leyfa frjálsa samkeppni og eins konar „kapítalisma" til þess að Sovétþjóðfélagið gæti lifað af þá örðugleika sem að steðj uðu. ÞÆR uppástungur, sem fram koma í umræðunum, fela j sér ’ftirfarandi atriði: 1. Efnahagslega áætlunar gerðin á að fara fram á veg um fyrirtækjanna sjálfra. án bindandi afskipta að ofan. Þau fyrirtæki, sem sýna mesta' arð semi. á að örva með efmvöru- afhendingum og þau eiga sjálf að ráða meðferð ’ekna sinna 2. Fyrirtækin eiga að gera ríkinu tilboð, en aðferðin hef ur verið sú, að áætlunarskrif stofan hefur fengið fyrirtækj i unum verkefnin. 3. Eðlilega skipulagningu og samkeppnishæfni á að örva í höfuðdráttum með virðingu fyr ir hlutfallinu milli \ framboðs og eftirspurnar. GAGNRÝNl á því fyrirkomy lagi, sem gilt hefur, er studd Ijósum dæmum Það er full- yrt, að upplýsingar um að t.d. þessi eða hin skóverksmiðjan hafi „farið fram úr áætlun i framleiðslu“. séu ekki á rök- um. reistar Stjórnandi verk- smiðjunnar hafi þá ekki unnið með hliðsjón af þörfum not- endanna. heldur einblínt á samkeppnina um mikla fram- leiðslu innan reglna áætlunar innar Þess vegna eru fyrir hendi míklar birgðir ónotaðra vara, af því að enginn hefur viljað kaupa þær. en verksmiðj an haldið áfram fjöldafram leiðslunni, án hliðsjónar af því Annað dæmi má til dæmis nefna um framleiðslu vörubíla Vörubílaverksmiðja ein í ' Moskvu hefur farið fram úr áætluninni j 14 ár samfleytt, og starfsfólkið hlotið verðlaun og viðurkenningu En nú er viðurkennt. að ríkið ha.fi tap- að stórfé á verksmiðju þess- ari, því að vörubílagerð sú. sem hún framleiðir, er úrelt og því hefði þurft að taka upp framleiðslu annarrar gerðar fyrir löngu. Olíuiðnaðurinn þurfti á að halda liprari og léttan olíurör um en tíðkuð voru. en verk smiðjurnar gátu ekki afgredt Framhald a 15 síðu T í MI N N , föstudaginn 2. nóvembcr 1962 z

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.