Tíminn - 24.11.1962, Síða 6
TÓMAS KARLSSON RITAR
7' W • + wm& t/ m +
j, * ■ P INGFRETTIR V''"'1 :¥fí _<:• íííííí:::í íííí :•: lill $t Hti isA f 3FRETT IR •-. ✓
Aukaaöildarumsókn myndi loka
ieiö toiia- og viöskiptasamninga
UmræSum um efnahags-
bandalagsmálið var haldið á-
fram á Alþingi í gær. Töluðu
þeir Eysteinn Jónsson og
Bjarni Benediktsson og var
umræðunni enn frestað. Hér
fer á eftir úrdráttur úr ræðu
Eysteins Jónssonar:
Eysteinn Jónsson hóf mál sitt
á að minna á, að viðskiptamála-
ráðherra hefði kvartað yfir því,
að hann hefði ekki fagnaS
stofnun Efnahagsbandalags
Evrópu. Eg vildi einlæglega vona,
að þessi samtök verði til blessun-
ar fyrir þær þjóðir, sem þau hafa
stofnað, sagði Eysteinn, en það
er mál út af fyrir sig, hvað þeim
þykir sér henta og annað hitt
hvað íslenzku þjóðinni hentar og
hvernig þessi mál koma við hana.
Má hver sem vill,
lá mér, þótt minn
fögnuður yfir
þessari þróun
málanna sé nokk
uð blandinn.
í því sambandi
minnti Eysteinn
á , ummæli for-
sætisráðherra
um að samein-
ing 6 og 7 veld-
anna mundi ekki greiða götu ís-
lenzkra hagsmuna og íslendingar
mundu ef til vill þurfa að greiða
svo háan aðgangseyri, að það
myndi geta reynzt banvænt þjóð-
frelsinu sjálfu.
Eitthvað held ég að Gylfi Þ.
Gíslason þurfi að endurskoða hug
sinn f þessu efni og skilja, að það
er ekkert undarlegt, þótt fögnuður
íslendinga í þessu sambandi géti
verið nokkuð blandaður. En hugs
unarháttur hæstv. viðskiptamála-
ráðherra virðist vera undarlegur
því eftir að hafa minnzt á þetta,
sagði hæstv. viðskiplamálaráðh.
„Hvernig er hægt annað en að
fagna lækkun tolla og afnámi
hafta?“ Frá hvaða sjónarmiði er
þetta sagt? Ræður ráðherrans
hafa mest fjallað um, a^ mála sem
svartasta mynd af því, hvað banda
lagið muni hafa háa verndrtolla
gagnvart þjóðum, sem ekki sjá
sér fært að ganga í það og muni
þar að auki beita verulegum við-
skiptahöftum. Frá hvaða sjónar-
miði talar viðskiptamálaráðherra
þá, þegar hann stígur í ræðustól-
inn og segir: „Hvernig er hægt
annað en að fagna lækkun tolla og
afnámi hafta?“ Eg neyðist til að
■segja, að viðskiptamálaráðherra
lítur ekki á þetta mál frá íslenzku
sjónarmiði þegar hann segir
þetta. Hitt er svo annað, að við
erum áreiðanlega mjög mörg,
sem vonumst eftir því, að þaö
verði ekki í framkvæmdinni hald-
ið á þessum málum, eins og út
gæti litið í dag. Við erum mörg,
sem höfum þá bjargföstu sann-
færingu, að þetta muni verða
öðru vísi í reynd og muni fara
svo, að með margs konar samn-
ingum og ráðstöfunum verði þ;
ir ytri tollar í bandalagiríu lækk
aðir og samið um niðurfellin'
þeirra við margar þjóðir og má í
því sambandi benda til þeirrar
þróunar, sem á sér stað í viðskipt
um EBE og USA.
Eg trúi því ekki, að hinn vest-
ræni heimur eigi eftir að kljúfa
sig niður í bandalög, sem beita
viðskiptahöftum og verndartoll-
um hvert gegn öðru.
Þetta er ein ástæðan fyrir því,
hvað við Framsóknarmenn leggj-
um mikla áherzlu á þá stefnu í
málinu, sem við höfum talað fyrir.
Neikvætt eða jákvætt
Viðskiptamálaráðherra sagði,
að málflutningur minn hefði ver-
ið neikvæður. Það má vel vera,
að frá sjónarmiði hans hafi hann
verið neikvæður, því að hans
sjónarmið er sannast að segja
furðulegt. En ég tel ekki nei-
kvætt að mæla fyrir því, að ís-
lendingar komist hjá því að veita
erlendum aðilum rétt til atvinnu-
rekstrar á íslandi. Eg tel jákvætt
að berjast fyrir því, að til slíks
komi ekki. Eg tel ekki neikvætt
að komast hjá því, að íslenzka
þjóðin gangi undir samstjórn í
efnahagsmálum eða skuldbindi sig
til að hafa sömu stefnu í þeim
málum sem aðrar þjóðir, þar sem
ólíkt er ástatt á margan hátt. Eg
tel ekki neikvætt að vinna að
1 þessu máli þannig, að ekki komi
1 til greina, að íslenzka þjóðin, sem
nýlega hefur fengið sjálfstæði
sitt, sogist in í ríkjasamsteypu í
Vestur-Evrópu. Og hvernig ættum
við að geta snúið aftur, ef við í
ógætni tengdumst þessari ríkja-
samsteypu of náið. Eg held það
mundi verða býsna erfitt að snúa
til baka, og það sé þess vegna
aldrei of varlega farið í þessu
máli. Sá málflutningur, að fara
varlega, getur ekki verið neikvæð
ur frá íslenzku sjónarmiði, held-
ur er hann jákvæður.
Markmiðið
Eg sagði um daginn, að mark-
mið okkar ætti að vera tolla- og
viðskiptasamningur án annarra
tengsla við bandalagið. Viðskipta-
málaráðherra sagði, að þessi nið-
urstaða hefði komið á óvart. Það
hlýtur að vera á algerum mis-
skilningi byggt hjá ráðherranum,
því þessi hefur verið tónninn í
öllu því, sem frá Framsóknar-
flokknum hefur komið í þessu
efni frá fyrstu tíð. Miðstjórn
Framsóknarflokksins benti strax
í fyrravetur á þessa leið, að leitast
| yrði við að lengjast Efnahags-
bandfalaginu með samningum um
tolla- og viðskiptamál. Á ráðstefnu
frjálsrar menningar, sem haldin
; var í fyrravetur, hélt ég líka þess
| ari skoðun eindregið fram. Þá
jfannst G.Þ.G. það vera fjarstæða,
1 að slíkt væri mögulegt. En ég var-
1 aði þá eindregið við þeirri skoð-
un að tala þannig, því óhugsandi
væri að vita þá, hvaða möguleik-
ar mundu verða fyrir hendi. Nú
er komið á daginn, að ríkisstjórn
in sjálf gerir einmitt ráð fyrir,
að þessi leið sé önnur þeirra, sem
til greina komi. Læt ég [ ljós á-
nægju yfir því að ríkisstjórnin
hefur nú þessa leið opna. Von-
andi þróast málin þannig, að fléiri
og fleiri geti staðið saman um að
taka máln upp eftir þessari leið-
Hitt kemur dálítið einkennilega
fyrir, í hvaða tón ráðherrar tala
um afstöðu Framsóknarflokksins í
þessu tilliti, þegar þess er gætt,
að við leggjum áherzlu á aðra þá
leið, sem ríkisstjórnin telur koma
til greina. Vonandi reynist sú
og fleiri geti staðið saman um að
‘ taka málin upp eftir þessari leið.
Urdráttur úr ræöu Eysteins Jónssonar um
efnahagsbandalagsmáliö á Alþingi í gær
Réttindi eða kvaðir
Nú segja andstæðingarnir að það
sé of fljótfæmislegt af Framsókn-
armönnum að taka strax afstöðu
og velja tolla- og viðskiptasamn-
ingsleiðina. En hvað ætti það að
vera annað en tolla- og viðskipta-
samningar, sem íslendingar sæktust
eftir? Þeir, sem vilja taka málið
upp á aðildargrundvelli
hljóta að telja, að það sé eitthvað
annað og meira en viðskiptasamn-
ingur, sem íslendingar eiga að sækj
ast eftir. Og hvað er það þá?
Ekki getur það verið réttur til
handa íslendingum til að reka fyrir-
tæki í öðrum löndum.
Ekki getur það verið réttur til
að flytja íslenzkt fjáirmagn í önn-
ur lönd.
Ekki getur það verið að flytja ís-
lenzkt fólk til annarra landa.
Ekki getur það verið að sam-
ræma efnahagsstefnu okkar við það
sem gerist hjá öðrum og binda
okkur, þannig við annarra ákvarð-
anir.
Ekki getur það verið samstjóirnin,
sem við sækjumst eftir að ganga
undir eða komast í, því engu mynd
um, við þar geta ráðið.
Ekki þurfum við að fanga inn tii
að fyrirbyggja stríð mílli tmkar og
þeirra þjóða, sem jtV'j&i an|jalagiinu
eru.
Aðrar þjóðir eru í bandalaginu,
eða vilja í það til að tryggja séir
sum eða öll þessi réttindi. Það, sem
þeim verða réttindi eru okkur
kvaðir.
Dvergríkið okkar er algerlega ó-
sambærilegt við nokkra aðra þjóð í
þessu sambandi. Við höfum ekki
eftir neinu öðru að sækjast en við-
skiptum. Að ekki verði lokað fyrir
vörur okkar og við getum haldið
áfram samvinnu og menningarsam
skiptum við þessar þjóðir.
Við þurfum að geta haft áfram
samvinnu við lýðræðisþjóðir V.-Evr
ópu og ekkert síður þjóðir N,- Ame
ríku.
Þetta á ekkert skylt við einangr-
unairstefnu og fráleitt að kaUa
þetta einangrunartilhneigingu.
Að gefnu tilefni vil ég segja einn
ig að það er ósæmilegt að bera
nokkrum á brýn að hann leyfi sér
í þessu máli að taka afstöðu eftir
því, hvernig pólitíska viðhorfið er
á íslandi þessa stundina.
Það er út af þessum hugsanagangi
sem ég hef nú verið að lýsa nánar
en áður, sem við í Framsóknarfí
höfum lagt áherzlu á, að við ættum
að nálgast þessi mál með því að
óska eftir samningum við Efnahags
bandalagið, þegar tímabært verður,
á grundvelli tolia- og viðskiptasamn
inga, en ekki á grundvelli aðildar.
Við þurfum einmitt að komast
hjá, að veita réttindin og megum
ekki vefjast inn í bandalagið.
Við þurfum fyrst og fremst að
leggja áherzlu á að komast inn fyr-
ir tollmúrana, ef þessir tollmúrar
þá ekki hrynja eða lækka stórkost-
lega alVeg á næstunni, án okkar
tilverknaðar.
Er það frekja?
Ég vil alvarlega vara við, að
menn hlaupi á sig í þessu tilliti.
Og það hryggði mig að heyra for-
sætisráðherra kalla það frekju, ef
fslendingar færu fram á að fá samn
inga um það við Efnahagsbandalag
ið, að þar yrðu felldir niður tollar
á þýðingarmiklum vörum gegn því,
að við feUdum niður tolla gagn-
kvæmt. Svona má alls ekki tala,
því hér er ekki um frekju að ræða,
heldur eðlilega gagnkvæmni. Og ég
vil biðja menn að athuga, að önnur
sú leið, sem rikisstjómin telur sig
gera ráð fyrir, byggist einmitt á
því, að grundvöllurinn yrði slíkir
samningar. Þvi þá að tala svona?
Enginn getur fullyrt um það,
hvaða samningum er hægt að ná
við Efnahagsbandalagið. En ég hef
sagt og segi enn, að ég tel, að tím-
inn vinni með okkur í þessu efni.
Ef við bíðum átekta, muni vera létt-
ara fyrir okkur að koma okkar sjón-
armiði fram einmitt á girundvelli
toUa- og viðskiptasamninga. Og
margt af því muni hjálpa okkur á
margvíslegan hátt, sem aðrar þjóðir
eiga eftir að gera á næstunni. Ég
held, að enn eigi eftir að verða
breyting. Viðskiptamálaráðh. var á-
kaflega svartsýnn á tollaleiðinS í
fyrravetur, en nú miklu bjartsýnni.
Ég trúi því, að enn eigi eftir að
aukast möguleikar á því að koma
einmitt þessari leið fram. Ef við
hlaupum ekki á okkur, tölum ekki
af okkur og flýtum okkur ekki.
Aukaaðild
Það hefur verið mikið talað um
aukaaðild og ekki reynist hægt
með vissu að segja um, hvað auka
aðild verður. Á tímabili var talað
um, að aukaaðild gæti verið frá
1—99%. Ég er hræddur um, að
þetta tal hafi haft litla stoð í veru
leikanum. Ef þetta hefði verið
rétt, þá hefði t. d. átt að rúmast
undir aukaaðild tollasamningar
og viðskiptasamningaj: þ. e. a. s.
undir 1% t. d. Ég held, að svona
tal um aukaaðild skýri ekki mál-
ið, enda er hætt að tala um auka-
aðild á þessa lund.
Það eina, sem við þekkjum
beint, er gríski samningurinn, sem
jafngildir inngöngu í Efnahags-
bandalagið. Og svo heyrum við
viðskiptamálaráðherra segja, að
umsókn um aukaaðild þýði samn-
ing á aðildargrundveili og yrði þá
að byggja á undanþágum frá Róm-
arsáttmálanum og taka upp samn-
inga um atvinnurekstrarréttindi,
fjármagnsflutninga, atvinnurétt-
indi, um sameiginlegu stjórnina,
sameiginlegu stofnanirnar og
stefnuna í efnahags- og atvinnu-
málum. Við teljum nú þegar ljóst,
að ekki beri að taka málin upp á
þennan hátt. Þar sem víð eigum
ekki að sækjast eftir nelnu af því,
sem aðild fylgir umfram tollavið-
skiptasamninga.
Ríkisstjórnin segist á hinn bóg-
inn ekki sjá hvort stefna beri að
hukaaðild eða tolla og viðskipta-
samningi. Væntanlega af því hún
telur sig ekki sjá hvort betra sé
fyrir ísland. En hvað er það í
aðildinni, sem er betra fyrir ís-
land og á að sækjast eftir?
Ef við sækjum um aukaaðild
er þar með lokuð leiðin til tolla-
og viðskiptasamnings við bandalag
ið. Ef við berum aftur á móti
gæfu til að sameinast um tolla-
og viðskiptasamningsleiðina og
fylgjum henni fast eftir og tvístíg
um ekki, erum við Framsóknar-
menn sannfærðir um að við mun-
um ná slíkum samningi hagfelld-
um. Það er fullkomlega tímabært
að taka ákvörðun um að þetta er
sú leið, sem fara ber, en hins veg
ar á að bíða átekta með að hefja
viðræður þangað til tímabært
verður. Við teljum, að íslending-
um muni takast að ná hagfelldum
samningum eftir tolla- og við-
skiptasamningsleiðinni og vifjum
ekki ræða um val á mi,lli verri eða
lakari kosta.
Að tala og tala
Vð erum því algerlega mótfalln
ir að haldið sé uppi viðræðum við
EBE um leiðir í málinu, án þess
að ísland hafi fastmótaða stefnu.
Annaðhvort verða menn að vilja
sækja um aðild eða tolla- og við- •
skiptasamninga — nema þá þeir,
sem vilja rjúfa viðskiptatengsl
okkar við Vestur-Evrópu. — En
ekki er hægt að vilja hvort
tveggja. Við erum reiðubúnir nú
að segja að hverju við viljum
stefna, þegar tímabært er að
taka málið upp.
Ráðherrar segja, að ósamræmi
sé í því að leggja ofurkapp á að
bíða átekta annars vegar en segja
þó strax að markmiðið »igi að
vera tolla- og viðskiptasamning-
ar. Ráðherrar vita, að í þessu er
ekkert ósamræmi, því ómögulegt
er að ná slíkum samningum fyrr
en síðar og hafa fyrir því verið
færð rök, sem ekki er unnt eða
reynt að hnekkja. Þess vegna eru
viðræður við EBE um leiðir' í
málinu ótímabærar, því það er
rangfærsla að túlka slíkar viðræð-
ur eingöngu sem öflun upplýsinga
— það eru viðræður um leiðir án
þess að hafa stefnu í málinu. Ekk-
^rt er jafn þýðingarmikið og að
koma málstað sínum á fram-
færi á réttan hátt á réttum tíma
og ekkert verra en flytja mál á
'illandi hátt í ótíma.
Ráðherrar segja að það sé um
að gera að tala og tala við band-
lagsmenn og býsnast yfir, hve mik
il fjarstæða það sé að vilja ekki
tala og fá upplýsingar og skýra
málstaðinn, En hvernig á að tala
og hver er málstaður íslands í
þessum málum?
Hver er málstaSur ísl^nds?
Á að flytja málstað íslands eins
og forsætisráðherra gerir' hér t.d.
að það sé frekja og óbilgirni að
hugsa sér samninga um gagn-
kvæma tollalækkun og gagnkvæm
viðskipti. — Á að skýra sérstöðu
íslands með því, hve gott það
hljóti að vera smáþjóðum að vera
i bandalaginu og borga inngangs-
eyrinn sbr. það sem forsætisráð-
herrann sagði um smáþjóffirnar
og hvaff þeim liði vel [ bandalag-
inu.
Á að flytja málstað íslendinga
eins og G.Þ.G. hefur gert hér t.d.
með þvi að við myndum verða að
opna fiskiðnaðinn fyrir erlendum
aðilum og að engin ástæða sé til
að hafa áhyggjur af atvinnurekstri
útlendinga á íslandi. Að það sé
nánast einhvers konar ónáttúra og
fjandskapur í garð þjóða banda-
lagsins að vilja ekki vera með i
Framh á 15. síðu
6
T í M I N N, Iaugardagurinn 24. nóv. 1962. —