Tíminn - 24.11.1962, Blaðsíða 7

Tíminn - 24.11.1962, Blaðsíða 7
I <v <$■ tKnniii r Utgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Franxkvæmdastjóri: Tómas Arnason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Auglýs- tngastjóri: Sigurjón Davíðsson. Ritstjórnarskrifstofur i Eddu- húsinu. Afgreiðsla, auglýsingar og aðrar skrifstofur í Banka- stræti 7. Símar: 18300—18305. — Auglýsingasími: 19523. Af. greiðslusími 12323, — Áskriftargjald kr. 65.00 á mánuði innan. lands. t lausasölu kr. 4.00 eint. — Prentsmiðjan Edda h.f. — Milli öfganna Þó að mál Landssambands verzlunarmanna á þingi ASÍ hafi vakið öðru fremur athygli síðustu daga, er þó svo komið, að enn meiri athygli vekja siðlaus ofstækis- skrif Morgunblaðsins og annarra stjórnarblaða með ó- heyrðum fáryrðum í garð Framsóknarmanna fyrir af- síöðu þeirra á Alþýðusambandsþingi, Af þessum geðtruflaða fáryrðaaustri er það nú fyllilega ljóst, að forystumenn Sjálfstæðisflokksins hafa ætlað sér að nota þetta mál til þess að kljúfa Alþýðusambandið og gert því eindregið skóna, að Alþýðusambandsþing gengi gegn dómi Félagsdóms, og þar með opnaðist þeim greið- fær leið til þess. Þegar Framsóknarmenn komu í veg fyrir það með ábyrgri afstöðu og viðurkenningu á dómnum, ætla þeir að tryllast 1 vonbrigðum sínum og saka Fram- sóknarmenn um að brjóta gegn dómnum og vega að lög- um og rétti. Á hinu leitinu eru svo kommúnistar, sem ásaka Fram- sóknarmenn fyrir að breyta eftir þeirri kenningu, að það sé einn af hyrningarsteinum réttarríkis að hlýða dómum. Þjóðviljinn segir í gær, að þetta sé rangt því „réttarríki byggist ekki á slíkri hlýðni". Má Framsóknarflokkurinn vel una þeim rúmgóða millivegi, sem liggur milli þessara öfga. Ásakanir á hendur Framsóknarmönnum eru í þessu efni staðlausir stafir. Framsóknarmenn töldu að hlíta bæri dómnum, þó að skiptar skoðanir væru um réttmæti hans, og samkvæmt því tryggðu þeir inntöku LÍV sem fullgilds meðlims, og kjörbréf fulltrúa LÍV voru tekin til eðlilegrar afgreiðslu. Þar með var dómnum fullnægt, og LÍV orðinn félagi í ASÍ með fullum réttindum. Forsendur þingsins fyrir niðurstöðu um kjörbréfin voru allt annars eðlis, og koma dómnum um inngöngu LÍV ekki við. Slíka afgreiðslu á kjörbréfum getur hver fullgiid- ur meðlimur í ASÍ fengið, hvenær sem er, og hafa ýms* ir fengið fyrr og síðar, ef meinbugir þykja á kosningu. Engum einasta sæmilegum iögfræðingi landsins eða dómara mun heldur koma til hugar, að í dómi Félags- dóms felist bann við því, að þing ASÍ fjalli um kjörbréf LÍV á venjulegan hátt og kveði upp sinn úrskurð um gildi þeirra. Enda viðurkenndi Jón Sigurðsson þessa túlk- un á dómnum fyllilega í ræðu á þingínu, og enginn viti borinn maður hefur borið á þetta brigður. Sturlunarformælingar Mbl. stafa af því einu, að sú ætlun íhaldsins að notfæra sér óbilgirni kommiinista til þess að kljúfa Alþýðusambandið, var að engu gerð með afstöðu Framsóknarmanna. Von forystumanna Sjálfstæð isflokksins var sú, að kommúnistar gætu ráðið því, að ASÍ-þingið gengi gegn dómnum, og þar með fengi íhaldið kærkomið tækifæri til að sundra verkalýðshreyfingunni og eyðileggja samtakamátt hennar i kjarabaráttunni. Sá draumur átti nú að rætast. Framsoknarmenn kofnu i veg fyrir það Þeir gerðu þrennt með afstöðu sinni: Þeir komu í veg fyrir að kommúnistar kæmu fram þeim vilja sínum. að þingið aengi gegn dómi Félaas- dóms og vikju 'rerkalýðshreyfingunni með því af rétt- argrundvelli í þjóðfélaqinu. Þeir tryggðu óumdeilanlega að dómnum væri hlítt og að LÍV yrði fullgildur meðlimur ASÍ Þeir tryggðu framgang laga og rétta>- ^n héldu vörð um virðingu verkalýðshrevfingarinnar. Þeir komu í veg fyrir, að svartasta afturhaldið qæ' notað sér öfgar kommúnista til þess að snrengia ASÍ lama verkalýðssamtökin, sundra þeim oo evðileggja. Framsóknarmenn kvíða ekki dómi sögunnar um þetta hlutskipti, hvað sem öfgarnar hrópa að þeim frá báðum hliðum. Þjóðverjar kaupa jarð- eignir í öðrum Söndum ÍRSK-AMERÍSK hjón, sem voru að koma að vestan, gengu inn í bjórstofu skammt frá Shannon-flugvellinum. Þau hlustuðu á stöðugt en óskiljan legt tal fastagestanna, sem fyr- ir voru í bjórstofunni. „Hlustaðu bara, Henryý, sagði konan. „Þeir tala keltn- esku“. En málið, sem bjórstofugest irnir töluðu, var þýzka. Hjónin frá Ameríku gerðu sér ekki ljóst, að „hinir inn- fæddu“ voru landeigendur frá Vestur-Þýzkalandi, sem höfðu, eins og fjölmargir samlandar þeirra, keypt írskar jarðeign- ir. í leit sinni að „Lebensraum" með útsýni hafa velmegandi V- Þjóðverjar flykiizt um alla Ev- rópu með landkaupaæði, sem á sér engan líka í sögu þeirra. Þjóðverjar eru orðnir athafna mestu kaupendur hvers konar aðsetra í fríum, allt frá milljón dollara lystihöll fjölverzlunar- baróns eins á Cap d’Antibes og niður í 1500 dollara kofa við Miðjarðarhafið, sem aug- lýstir eru sem „einkakastali yðar á Spáni“. Verð hlutabréfa lækkar í Vestur-Þýzkalandi og efnahags- lífið dofnar, en vestur-þýzkir athafnamenn halda áfram við áform sín um að byggja nýja dvalarstaði og hótel frá Atlants hafi til Adríahafs. Þeir láta undan hinu dularfulla seið- magni sólarinnar, sem knúði G'ótá old eftir öld yfir Mundia- fjöll og blés Göthe í brjóst hinni áfjáðu spurn: „Kennst du das Land wo die Zitronen bliihn? Vinsælasta paradís sólþyrstra Þjóðverja er 200 mílna löng strandlengja á Spáni, meðfram Costa Brava og Costa del Sol, en þar hafa þeir síðast liðin tvö ár keypt eignir fyrir 55 milljónir dollara. Ítalía er einn ig eftirsóknarverð í augum Þjóðverja, allt ofan frá Aden- auer kanslara og niður úr. — Fasteignasalar á frönsku Mið- jarðarhafsströndinni segja, að Þjóðverjar séu langbeztu við- skiptamennirnir, þegar um er að ræða þriggja herbergja íbúð ir, sem kosti 60 þús. dollara eða meira. MARGIR FJÁÐIR Þjóðverjar hafa þó aðhyllzt hjarðmann- legra umhverfi eins og t.d. í Sviss, en yfirvöld þar í landi sögðu frá því fyrir skömmu, að Þjóðverjar hefðu keypt 50% Ssí&vv.-- æaíi v\ . -> v Sveitasetur í Thyssen allra fasteigna, sem þar hefðu verið seldar síðan 1. janúar 1961. Svissnesk sumarhús hafa lengi verið í uppáhaldi hjá framámönnum Þjóðverja, eins og til dæmis stálbaróninum Heinrich von Thyssen. í villu hans í Lugano er listasafn, sem dregur til sín fjölda ferða- manna. Mörg af flosmýkslu hægindum landsins eru nú í eigu þýzkra kvikmyndastjarna, þar á meðal Curt Jiirgens og Caterina Valente. Þegar Nadja Tiller var setzt að ífagurrivillu uppi í hlíð við Ticino keypti leikkonan Romy Schneider fagr an kastala við stöðuvatn, til þess láta ekki snúa á sig. Faðir Romy keypti veitrngahús í ná- grenninu, réð lil sín hóp ljós- hærðra frammistöðustúlkna og starfrækti húsið um skeið. Sumir hinna kænustu meðal þýzku kaupendanna hópast á „írsku Rívíeruna“? serri þeir nefna svo. Það eru austur-hér- uð Eire, þar sem bújarðir fást fyrir nálægt fjórðung þess verðs, sem sambærilegt iand kostar í Þýzkalandi. En verð fer oft ört hækkandi aftur, þeg ar það er lækkað niður úr öllu valdi. Bóndi éinn í Cork-héraði hafði árangurslaust reynt að selja 67 ekrur af grýttu landi fyrir 1000 dollara 1959. Hann seldi nýlega 15 ekrur fvrir 8000 dollara. Hátt verð og landskorlur hef ur stundum aflað misindis- mönnum morðs fjár. Fyrir skömnni gerðisl það á strönd Spánar, þar sem sumir staðir hafa tvöfáldazt i verði á einu ári og fermetn lands kostat orðið nálægt 30 dollara, að einn af . allmörgum þýzkum svindlunum var dæmdur í fang elsi fyrir að selja löndum sín- um kjörstaði undir áumarbú- staði — á hafsbotni. ÞÝZKUR fasteignasali hefur haldið því fram, að það sé ein af ástæðunum fyrir hinni miklu útsækni Þ.ióðverja, að „Hitler og stríðið einangraði okkur frá umheiminum. Að búa erlendis gæðir okkur þeirri tilfinningu, að við séum aftur orðnir með virkir þátttakendur“ Það er þó staðreynd, að Þjóðverjar erlendis blandast lítið mörinum af öðru þjóðerni. Þeir eru held ur út af fyrir sig í þýzkum ný- lendum. sem gætu sem bezt verið sumarbúðir í nágrenni Stuttgart. ef ekki væri sjávar- loftið og yfirfljótandi þjón- ustulið. Margir kaupa land erlendis til þess að losna við „svarta fjármuni“, eins og þeir nefna vanframtaldar tekjur. Aðrir sækjast hispurslaust eftir þeim stöðum, sem þýzkir fasteigna- salar auglýsa að séu „langt frá öllum hættusvæðum". Einn kaupandi húss í Galway-héraði innti eftir því, hver væri ríkj- andi vindáttin þar. Þegar hon- um var sagt að það væri suð- vestan, varð hann himinlifandi: „Gott. 3000 mílna haf. Ekkert geislaryk.“ Fjölmargir Þjóðverjar með miðlungstekjur líta svo á, að það sé blátt áfram hagkvæm fjárfesting að kaupa dvalar- stað erlendis. Þeir geti sparað sér gisthúsakostnað á ferðum sínuni og muni venjulega geta le'igt húsið með hagnaði, þegar þeir þurfi ekki sjálfir á þeim að halda. Það er kaldhæðni, að vonir Þjóðverja um að verða aftur „meðvirkir þátttakendur“ skuli uppfylltár með því víða í Evrópu, að upp skýtur spjöld um, sem á er letrað: „Þjóð- verjar, liverfið aftur heim.“ — Þetta er einkum afleiðing af verkum nokkurra ófyrirleitinna braskara, sem hafa hleypt upp Romy Schneider í Sviss verði fasteigna, og eigin- gjarnra Þjóðverja, sem spilla útsýni með gaddavír og skilt- um, með áletruninni: „Verbot- Á ÍRLANDl, þar sem SS- maðurinn Otto Skorzeny rækt- ar verðlaunasauðfé, hafa prest arnir jafnvel reynt að sann- færa bændur úm, að það beri vott um ættjarðarást að selja ekki land sitt. Einn móðgaður prestur, sem hafði tvisvar ver ið rekinn úr sjóbaði, þar sem Þjóðverjar áttu land að, kvart aði úr stólnum með þessum orð um: „Er sá dagur í raun og veru runninn upp, að íri megi ekki synda í sinum eigin sjó?“ í Ticino, eina fylkinu í Sviss, þar sem ítalska er töluð. stofn- aði áhyggjufullur borgari varn-_ arsveit, sem nefndist DDT (það’ er Difesa del Ticino). En þrátt fyrir ný lög, sem eiga að vernda gegn erlendum fast- eignakaupum. eru Þjóðverjar víða orðnir fleiri en Svislend- ingar. „Venjulegur Svisslend- ingur hefur ekki lengur efni á Framhald a hls 13 tTmTnN, laugardagurinn 24. nóv. 1962. — O

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.