Tíminn - 25.11.1962, Blaðsíða 2

Tíminn - 25.11.1962, Blaðsíða 2
Priðrik Ólafsson skrifar um ) ■ ) Máttarstólpinn brást BANDARÍKJAMENNIRNIR gerðu sér góðar vonir um að geta vcitt Rússum harða keppni um efsta sætið á Olympíumótinu í Vama, enda sendu þeir nú til leiks einhverja sterkustu sveit. sem þeir hafa átt völ á til þessa. Þeim tókst þó ekki að láta þennan draum sinn rætast og veldur þar mest um, að máttarstólpi liðsins, Bobby Fischer, skilaði aðeins 50% mögulegra vinninga, sem hlýtur að teljast heldur slök útkoma fyrir svo harðskeyttan skákmann. — Bobby tapaði þremur skákum í úrslitum mótsins, fyrir þeim Cio- caltea (Rúmeníu), Donner og Gli- goric og getur hann sjálfum sér um kennt, því að hann tefldi þess- ar skákir meira af kappi en for- sjá og gekk of langt í vinningstil- raunum sínum. Efalaust hefur hann viljað sýna þarna svart á hvítu, að sú fullyrðing hans, að hann væri sterkasti skákmaður í heimi, hefði við rök að styðjast, en árangurinn varð ekki að sama skapi. Þrátt fyrir afhroð sitt í framangreindum skákum vann þó Bobby margan góðan sigur í mót- inu og er þá skemmst að minnast hinnar snjöllu skákar hans gegn Najdorf, sem birtist hér í þættin- um fyrir skömmu. Ég hefi nú í hyggju að birta hér enn tvær stuttar vinningsskákir eftir Bobby og er ég ekki í vafa um, að les- endur munu hafa mikla ánægju af þeim. ) Viðureignin BANDARÍKIN - AUSTURRÍKI. Hvítt: Bobby Fischer. Svart: Robatsch. Svartur er þá alla vega glataður). 3. d4 cxd4 13. — Rf8. 14. gxh5. (Nú hefur 4. Rxd4 Rf6 g-línan opnast og þá er ekki að 5. Rc3 aG sökum að spyrja). 14. — Re6. 15. 6. Be2 e5 Hdge, Kh8. 16. Bxg7f Kxg7. 17. 7. Rb3 Be6 Dh6, Hg8. 18. Hg5, Dd8. 19. Hhgl. 8. o-o Rbd7 (Örlög svarts eru nú ráðin. Reyni 9. f4 Dc7 hann að valda riddarann með 19. 10. f5 Bc4 — Df8,svarar hvítur með 20. Re4, 11. a4 Be7 Rxe4. 21. Bxe4, f5. 22. Rf4! og 12. Be3 . 0-0 svartur er varnarlaus gegn hótun- 13. a5 b5 inni 23. Rg6f. Hann reynir því 14. axb5 framhj. Rxb6 síðasta úrræði). 19. — Rf5. 20. 15. BxbG Dxb6t Bxf5. Svartur gafst upp. 16. Khl Bb5 17. Bxb5 axb5 Síðari skákin birtist skýringar- 18. Rd5 Rxd5 laus, en hún cr úr viðureign 19. Dxd5 Ha4 Bandaríkjanna við V.-Þýzkaland. 20. c3 Da6 21. h3 IIc8 Hvítt: Unzicker. 22. Ilfel h6 Svart: Bobby Fischcr. 23. Kh2 Bg5 24. g3 Da7 Sikileyjarvörn: 25. Kg2 Ha2 1. e4 c5 26. Kfl IIxc3! 2. Rf3 d6 Hvítur gafst upp. VELSTJORi og feti p>MI óskast á millilandaskip. Upplýsingar í Skipadeild SÍS. HUS TIL SÓLU Skandinaviski leikurinn: 1. e4, d5. (Af þessum leik dreg- ur byrjunin nafn sitt. Leikurinn mun upprunninn á Norðurlönd- um). 2. exd5, Dxd5. (Öllu venju- legra er hér 2. — Rf6, enda þykir óráðlegt að leika drottningunni fram svo snemma tafls). 3. Rc3, Dd8. (Ýmsir telja 3. — Da5 betri leik, en Robatsch hefur sínar eig- in meiningar). 4. d4, g6. (Hug- myndin er að ráðast að miðborði hvíts frá hlið, en Bobby er vel undir þetta búinn og sýnir nú fram á með næstu leikjum sínum, að uppbyggingu svarts er meira en lítið ábótavant). 5. Bf4, Bg7. 6. Dd2! Rf6. (Pcðið á d4 mátti svartur ekki taka vegna svarleiks- ins 7. Rb5). 7. o-o-o, c6. 8. Bh6, o-o. 9. h4. (Með einföldum en sterkum leikjum er Bobby búinn að byggja upp sterka sóknar- stöðu). 9. — Da5. 10. h5! (Hvítur hótar nú einfaldlega 11. hxg6, fxg6. 12. Bc4f, e6. 13 Bxg7, Kxg7. 14. Dh6f, Kg8. 15. Re4 og vinn- ur. Svartur á því ekki margra kosta völ). 10. — gxh5. (10. — Rxh5 mundi duga skammt vegna 11. Be2, Rf6. 12. Bxg7, Kxg7. 13. Dh6f, Kg8. 14. g4! með hótuninni 15. g5). 11. Bd3, Rbd7. 12. Rge2, Hfd8. 13. g4! (Snjall leikur, sem gerir út um skákina í fáum leikj- um. 13. — hxg4 mundi nú stranda á 14. Bxg7, Kxg7. 15. Dh6f o. s. frv. og 13. — Rxg4 svarar hvítur á einfaldastan hátt með 14. Hdgl! Húsið er 3 herbergi og eldhús ásamt baði og 'öðr- um hreinlætistækjum, sjálfvirk kynding. Upphitaður bílskúr, strætisvagnabiðskýli við húsið Fyrsta flokks ástand. Söluverð samkomulag. Upplýsingar í síma 34790. Tíl sölu Hér með er óskað eftir tilboðum í nokkuð magn af eftirtöldum vörum: Bifreiðavarahlutir, vatnskassaelement, steypu- styrktarjárn, byggingavörur, miðstöðvar'og hrein- lætistæki kolakyntir-þvottapottar, skolprör, dúka- lím, loftpressuborar og fleira. Vörur þessar verða til sýnis í Birgðastöð Reykja- víkurborgar Skúlatúni 1, mánudaginn 26. og þriðju daginn 27. nóv. n.k. og verða þar afhent tilboðs- eyðublöð svo og skrá yfir vörurnar. Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar Verft ffarverandi til 3. desember. Bjarni Bjarnason, læknir-annast læknisstörf mín á meðan. Jónas Sveinsson 2 l Ci Þáttur kirkjunnar ELDHÚS6ÆNIN Við Islendingar erum flest óvön þeim bænarvenjum t.d. við máltíðir, sem víða tíðkast erlendis í kristnum menning arlöndum. Við áttum lengi — já, öldum saman hljóðar stundir til kvölds og morgun bæna. En nú hefur hraðinn og hávaðinn kaffært þessa andakt yfirleitt, þótt sums staðar sé hlustað á morgun bæn útvarpsins — með öðru eyranu. Samt væru slíkar stundir og slíkar bænir miklu meira virði t.d. fyrir uppeldi barna og alla framkomu en við gæt um gjört okkur grein fyrir. Og heill þeim kennurum sem hafa bænarstundir að morgni í bekkjardeildum sínum. Helgidómur bænarandans þarf að eiga sínar leiðir inn í hversdagsleikann eins og gróðrarskúrir á vori yfir skrælnað land. Ekki alls fyrir löngu sá ég í útlendu blaði, að ung hús- móðir hafði hengt upp í eld húsi sínu ofurlítið Ijóð á ensku, og yfir því stóð með skrautstöfum: Eldhúsbænin mín. Þetta orð hafði ég aldrei séð fyrri. Þær eiga sumar ný tízkuhúsf reyj urnar eldhús- bækur en eldhúsbænir hefur víst fáum dottið í hug að flytja, hvað þá heldur að hengja upp á vegg hjá sér. Samt var þetta nýtízkueld hús með ísskáp og hrærivél, ryksugu og borðkrók og öllu, sem.nöfnum tjáir að nefna. Og bænin bar það með sér, að þetta var hugsandi kona, áreiðanlega móðir og hreint ekki leið I eldhúsverkum og uppþvotti, heldur leit hún á starf sitt þar og staðinn yfirleitt með aðdáun og þakk læti og taldi eldhúsið sitt eiginlega „heilaga jörð“, og vissi, að Guð mundi alveg sér staklega blessa það starf, sem þar væri unnið. Raunar var bænin í Ijóði, en í lauslegri þýðingu óbund- ins máls yrði efnið á þessa leið: „Guð blessi litla eldhúsið mitt. Eg ann þar hverjum krók og kima. Guð blessi mig og starf mitt, meðan ég sýð og steiki og ræsti pönn- ur og potta.“ Svo leiðir hún hugann að matnum: „Gef, að sá matur,' sem ég framreiði hér, veiti okkur öllum hreysti og krafta. Og þegar við setjumst að borði, þá gef að við gleym- um ekki að þakka þér og flytja okkur: „Faðir vor“. Síðast kiagsar hún til heim ilis og vina: „Svo blessar þú, Drottinn, litla eldhúsið mitt og alla sem hér koma. Lát alla finna hér frið og fögnuð, sem streymir frá uppsprettulind- um heimilisgæfunnar í hjört- um okkar og hugum“. Þessi bæn sýnir heita þrá hreinhjartaðrar konu eftir því, að allt megi blessast, bæði efnislega og andlega. En þær eru því miður of margar húsfreyjumar, sem sökkva sér á þann hátt í starf sitt, og lífsleiði og áhyggjur yfir „koppum og kirnum" ger ir þær þreyttar og tauga- veiklaðar löngu fyrir þann tíma, sem aldur þarf að þjaka. Daglegt strit og slit, allt baslið án þakklætis og viðurkenningar frá neinum, án þess að lyfta hug til hæða í bæn eða ljóði, án þess að eiga frjálsa stund frá öllu atinu svo mikið sem til þess að fara í kirkju, setur eln- hvern þjakandi blæ yfir alla skylduna, þetta endalausa „streð“ upp aftur og aftur dag eftir dag — ár eftir ár. Þessi litla eldhúsbæn bend ir á leið út yfir hringinn þrönga handa húsfreyjunni, sem annars telur sig bara ambátt og eldabusku alls heimilisfólksins en ekki virðulega húsmóður, sem all ir líta' upp til með ást og að- dáun. Enginn réttir hjálparhönd, allir heimta, og fáum andast í brjóst, að hún þurfi lika að lyfta sér upp og eiga frjáls ar stundir í leikhúsi, dans- sal eða „á bíó“. Hver kærleiksrík bæn, hvert þakklætisorð og ástúð arbros til handa henni, sem vinnur eldhússtörfin, hver framrétt hönd við uppþvott og framreiðslu verkar betur en öll fegrunarlyf og „make up“ til að viðhalda fegurð og -æsku móðurinnar í eld- húsinu. Og bænin á veggnum yfir matborðinu gæti verið sá leyniþráður, sem tengir allt heimilisfólkið þeirri ynging- arlind, sem gjörir alla þar glaðlega á svip, góðlátlega í framkomu og æskulétta í spori, þótt árin líði. Og sem getur fer eiga margar húsfreyjur slíka bæn ritaða í hjarta sér, þótt eng- in skrautrituð útgáfa sé á þilinu. En fyrir aðra mundi ekki skemma áhrifin, þótt unnt væri að líta á ljósið á veggnum, þegar vetrarþoka áhyggna og amsturs er að byrgja hvern geisla góðvildar og þakklætis í augum og á vörum heimilisfólksins. Og vel gæti svo farið, að launin entust betur til fæð- unnar handa heimilisfólk- hvetur ósjálfrátt til hinna fornu dyggða reglusemi, nýtni og sparsemi, þar sem Drottinn blessar máltíðina verða allir meitir og ekkert fer til spillis. Jafnvel tólf karfir verða afgangs kannske ósýnilegar, en ekki minna virði fyrir þvi — þær eru andleg fæða ástúðar og góð- vildar. Reynið eldhúsbænina. Árelíus Níelsson. Dráttarvél til söiu Höfum til sölu Massey Ferguson dráttarvél árgerð 1958. Vélin er í nrjög góðu lagi. Upplýsingar gefur Guðni Jóhannsson. Kaupfélagi Rangæinga, Hvolsvelli T f M I N N, sunnudagurinn 25. nóv. 1962._

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.