Tíminn - 25.11.1962, Blaðsíða 14

Tíminn - 25.11.1962, Blaðsíða 14
skuli ekki vera til þústind marka seSlar,,‘ íagði Bruster. „Já, finnst yður það ekki, herra?" AÐSTOÐARMAÐUR afgreiðslu- y.iannsins, sem sjálfsagt hefur fengið álíka lágt kaup og hann, renndi opinni glerhurð á sýningar- salnum. Mennirnir tveir ýttu bíln- um eftir gljáandi gólfinu, þangað til hann stöðvaðist beint á móts við opnar dyrnar. Rosemarie þurfti eki kannað en setjast inn í bílinn og stíga á benzínið. Þrisv3r sinnum hafði Hartog lofað Rosemarie að taka í stýrið hjá sér í nokkrar mínútur. Hún hafði ekki ekið ein nema einu sinni, — þegar hún fór til Arn- holdsheim og ætlaði að koma Hartog á óvart, en af því ferða- lagi hafði hann aldrei frétt. Um- hugsunin um að eiga að aka þess- um fína bíl um göturnar í Frank- furt gerði hana dálítið smeyka, en hún minntist ekki á það við Brust- er. Síðdegisumferðin laukst um hana, eins og ólgusjór. Þröngar göturnar voru troðfullar af bílum, og þauivanir bílstjórar þræluðu þeim áfram, litu hvorki til hægri né vinstri og tóku ekkert tillit til næsta manns. Rosemare potaði sér fyrst áfram á 20 kílómetra hraða. Hún ríghélt um stýrið, eins og það væri stýrissveif á skútu, sem hún þyrfti að stýra gegnum hættulegt vimiabelti. Löng röð af bílum flautaði hátt á eftir henni. „Beygðu til hægri og finndu stað, þar sem þú getur lagt hon- um,“ sagði Bruster. Hún kom auga á autt bil, en tókst ekki að leggja bílnum þar. „Taktu þann næsta“, sagði hann. Hann var furðanlega þolin- móður. Rosemarie þorði ekki að líta framan í hann; hún var viss um, að háðbros léki um andlit hans. Þegar hún var loksins búin að leggja bílnum nógu vel, sþurði Bruster, án þess að minnast nokk- uð á aksturinn: „Þarftu að verzla nokkuð meira? Ef þú þarft þess ekki, þá skulum við fara beint heim til þín.“ „Hvað um bílinn þinn?“ „Eg get haft hann, þar sem hann er,“ svaraði hann. „Eg fæ mér bara leigubíl til baká aftur. En viltu ekki heldur láta mig taka við núna?“ Bruster var um það bil tuttugu mínútur á leiðinni, þangað sem Rosemarie bjó. Það var engu lík- ara en hann æki hægt af ásettti ráði. Hann lofaði hverjum bíln- um á fætur öðrum að fara fram úr þeim. Meðan hún ók sjálf, var hún alltof niðursokkin til að gefa því gaum, hve margir ökumenn og aðrir vegfarendur sneru sér við og horfðu á eftir henni. Hartog vissi, hvað hann söng, þegar hann sagði, að bíllinn hæfði henni vel. Og ekki skemmdi heldur, að hann var svartur. Lagleg, ung kona, sem ekur bíl, dregur alltaf að sér athygli. Aðrar konur líta meira að segja stund- um öfundaraugum til slíkra stúlkha sem snöggvast. Það er eitthvað sérstaklega hrífandi við straumlínulagaðan, fínan bíl og unga og fagra konu. Þegar Bruster var úti að aka ýmist með Hans eða ein síns liðs, hafði hanþ farið fram hjá mörgum glæsilegum stúlkum í fallegum bílum. Hann naut þess í ríkum mæli að horfa á þær og hafði tekið eftir, að aðrir gerðu það líka. En hann hafði aldrei séð nokkra stúlku draga að sér jafnmikla athygli og Rose- marie á þessari fyrstu ökuferð sinni um borgina. Þetta var hon- um ríkt í hug frá því að þau komu út úr bílaverzluninni. Það var eins og málmurinn í bílnum væri segulmagnaður og vegfarend ur æltu ekki annars úrkostar en snúa sér við og stara á eftir hon- um. Bru'S'ter hafði alltaf dáð og metið velgengni annarra næstum jafnmikið og sína. Þetta örvaði hann sjálfan og olli því, að hann sá aldrei ofsjónum yfir samkeppni annarra. Hann gladdist yfir þeirri eftirtekt, sem Rosemarie valdi og ekki eingöngu af því, að hún kitl- aði hégómagirnd hans. Fram að þessu hafði honum fundizt Rose- marie skyggja á sig. Hann hafði borgað 500 mörkin f hvert skipti, nýbioáa i inio án þess að kvarta, en það olli honum alltaf hugarangri, ekki sízt, af því að honum fannst hann stundum ekki vita vel, hvað hann hafði verið að borga henni fyrir. Hún er ekki svona mikils virði, | sagði hann við sjálfan sig. Nú sá hann hana í nýju ljósi. Öll þessi aðdáun gerði hana miklu dýrari í augum Brusters. Rosemarie hafði aldrei áður not- ið þess, að allra augu hvildu á henni. Hún xar að velta því fyrir sér, hvers vegna hún hefði ekki íundið til svipaðrar tilfinningar í bílnum hans Hartogs. Hún hugs- aði ekki hugsunina til enda. Ann- arri hugsun laust niður í kollinn á henni. Þetta var ekki bíllinn hans Hartogs! Og maðurinn við hliðina á henni átti ekkert í hon- um heldur! Þet'a var bíllinn henn- ar! Stoltið yfir því að eiga bíl- inn, blossaði upp í henni og virt- ist fylla hann. Það var eins og óró- leiki í blóðinu, — eins og bíllinn væri orðinn hluti af líkama henn- ar . . . Hún þrýsti á magann með höndunum. „Hvað er að?“ spurði Bruster. „Ó, það er ekki neitt“, sagði hún, þó að hún hefði alit í einu fundið til ákafs sársauka hið innra, eins og stundum kemur fyrir fólk, þegar það grípur snögg hræðsla. Hún álti bara þennan bíl í raun og veru, — og það var svo allt öðru vísi að eiga hann en allt annað, sem hún hafði átt um dag- ana. Og það var ekki mikið En hún fann líka vel, að hún hafði komizt yfir pcningana, sem hún keypti hann fyrir, með vafasömum hætti, og skildi í raun og veru ekki, hvers vegna í ósköpunum Hartog hafði látið hana hafa þá. Hann hafði sjálfur stungið seðl- unum innan í umslagið og farið 1 með það á pósthúsið. Ef það hefði verið hann, en ekki Bruster, sem sat við hliðina á hcnni í bílnum, hefði hann miklu fremur fundizt hann eiga bílinn en hún. En Har- tog var farinn, og nú breyttist hin ' beiskjublandna umhugsun um ! skilnaðarstundina, sem oft var í nærri búin að koma henni til að ! gráta þessa þrjá daga, sem liðnir i voru síðan hann fór, í huggunar- ] ríka sælutilfinningu. Guði sé lof, að hann er úr sögunni, sagði hún við sjálfa sig, — hann gerir aldrei nokkurn tíma kröfu til bílsins. Hvernig ætti hann svo sem að gæta það? Þetta or minn bíll, minn eigin bíll, ég á hann! Eftir nokkra daga var Rose- , marie búin að fá gott vald á bíln- ' um sinum og orðin sæmilegasti bílstjóri. Það leið ekki á löngu, þangað til farið var að kalla hana „engilinn með bílinn.“ í augum þeirra manna, sem girniust hana, fór hún miklu nær hugmyndum þeirra um Rosemarie í svefnher- berginu, þegar þeir sáu hana ak- andi mitt í allri umferðinni í lága, s\'arta sportmódelinu sínu, sem hún stýrði með annarri hendi, en þeim hefði fundizt, ef þcir hefðu mætt henni gangandi á götunni. Það var eitthvað einfalt og sak- leysislegt við það, hvernig Rose- marie sat í bílnum sínum og slapp- aði af, — eða það fannst að minnsta kosti þessum mönnum. Þeir ríku sáu lika, að stúlkan var dýr, af því að hún ók í dýrum bíl, eins og þeim, sem þeir sjálfiv óku eða hefðu getað ekið. 14 — Þekkir þú lögfræðing að nafni Chudleigh, sem hefur skrifstofu í Field Court, spurði hún hrað- mælt. — Chudleigh? Eg held að það sé lögfræðingur í Field Court með þessu nafni, já, Chudleigh og Salt- erton. Eg er viss um, að ég hef séð skiltið þar. Hvers vegna viltu vita það? — Það skal ég segja þér, sagði lafðin áköf og síðan endursagði hún söguna, sem Horatia hafði sagt henni. Hún virti bróður sinn fyrir sér, meðan hún talaði og sá, hvernig tortryggni hans breyttist í áhuga. — Hundrað þúsund pund, end- urtók hann og blístraði. — Það eru miklir peningar, systir góð. — Ekki er því að neita. En áð- ur en viff gerum frekari áætlanir, vil ég, að þú gangir úr skugga um, hvort sagan er sönn. Eg hef ekki hugsað mér að gefa ungri stúlku mat og húsaskjól, ef hún er kannski bara venjulegur fátækl- ingur. — Eg býst við að ég geti geng- ið úr skugga um það, sagði hr. Crankcroft hugsi. — Eg þekki mann, sem sjálfsagt getur verið mér hjálplegur . . . hann var skrif | stofumaður í lögfræðifyrirtæki, en ■ varð að hætta af einhverjum dul- arfullum ástæðum. En hann er j mjög naskur að afla upplýsinga um sitt af hverju. Hann hefur oftsinnis áður verið mér hjálp- legur. Hr. Crankeroff bjó enn í gamla húsinu, þar sem faðir hans hafði á sínum tíma rekið verzlun. Natan el var útlærður bókhaldari. Eftir dauða föðurins hafði hann selt búðina, en búið áfram í húsinu af efnahagslegum ástæðum. Hann hafði lofað konu sinni, að þau skyldu flytja í nýtízkulegra hús, þegar þau hefðu ráð á því, en þar sem hann hafði lofað því síðustu tuttugu árin, var frú Crankcroft hætt að trúa á, að það yrffi nokk- urn tíma. — Mér þykir þú hafa tekið á þig mikla áhættu að koma með stúlkuna hingað, sagði hann nú við systur sína. — Hefurðu hugsað út í hvað gerist, ef sagan er tóm Ivgi. — Þá verður hún rekin tafar- laust á dyr, sagði lafðjn kulda- lega. — Þú þekkir mig nógu vel til að vita, að ég hjálpa engum af göfugmennsku einni saman, Natan ei! En ef bað er satt, serrt hún sagði og hún er í raun og veru erfingi aff svo miklum auðæfum ... Hr. Crankcroft leit á hana og flutti sig ögn nær. — Hudson? sagði hann spyrj- andi og hún kinkaði kolli. — Hudson, sagði hún ákveðið. — Sonur þinn og guðsonur minn. ilann á að kvænast henni og pen- ingum hennar, Natanel, jafnvel þótt ég neyðist til að loka hana inni í mánuð upp á vatn og brauff til að fá hana til að samþykkja það. Við getum ekki látjð þetta tækifæri ganga okkur úr greipum, fyrst forlögin hafa rétt það fyrir- hafnarlaust upp í hendurnar. — Hm, sagði Natanel og rödd hans var ögn efagjörn. — Hva^ nú? sagði hún hörku- lega. —- Þú ætlar væntanlega ekki að segja mér. að Hudson fallist ekkr a það? — O, hann hefur ekki um neitt að velja, svaraði hr. Crankcroft. — Hann er í botnlausum skuldum. Það eru afleiðingar af tilraunum móður hans að gera mann úr hon- um. — Nei, heyrðu nú! hrópaði lafði Wade skelkuð. — Það er bezt hanri teyni rð fara með gát, anr.ars lend ir hann í skuldafangelsi. Þegar bróðir hennar aniaði engu, hélt MARY ANN GIBBS: SKALDSAGA IRFINCINN hún áfram: — Hvað efastu um, Natanel? Sérðu einhver vandkvæði á fyrir- ætlan minni? — Eg sé ekkert athugavert við hana, kæra systir, nema að einu leyti. Ef unga stúlkan er svo liugrökk að hún hefur flúiff frá einum karlmanni, gæti hún fundið upp á að flýja frá öðrum, ekki satt? — Hún skal ekki flýja frá Hud- son, sagði lafðin kuldalega. Ef ég sé að hún hefur eitthvað slíkt í bígerð, skal ég vara hana við og segja henni, aff ég muni samstund is senda eftir frænda hennar. Eg held ekki að hún sé hrædd við margt, en hún er áreiðanlega dauð hrædd við frænda sinn. Hún held- ur, aff hann hafi reynt að myrða hana. — Og er þaff raunin? spurffi bróð ir hennar. — Kannski — kannski ekki. Það skiptir ekki máli. Það eina, sem j máli skiptir. er, að hún heldur | það sjálf. Þá verður sjál^sagt auð-! vddara að felja hana á að giftast j Hudson og hann getur bara tekiff til óspilltra málanna. Þegar rökkrig féll á þennan dag | í Sussex skildu þeir að skiptum Ratby óðalseiganda og Rankin kap teinn — ekki sérlega vinveittir hvor öðrum bví að báðir voru reið ir og vinsviknir. Hr. Ratby hafði farið á hverja einustu stöð í Lewes og síffar í Brighton, en þar, sem hann spurð ! ist fyrir um unga stúlku ásamt þjónustustúlku sinni, hafði hann ekki heyrt neitt frá Horatiu. Frú Turney hafði verið tilneydd r.ð segja Betty frá ráðagerðum þeirra, vegna þess að hún var eina þjónustustúlkan á óðalinu, sem var svipuff í vexti og Horatia og gæti því lánað henni föt, og þess 1 vegna sendi fiú Turney Betty á brott, um leig og Horatia var iiorfin. Betty var dauðfegin að fara. I-Ienni fannst vistin dauðleg á óðal inu, og þar voru engir ungir þjón- ar, sem gátu lífgað upp á tilver- | una. Hún tók þvi saman föggur I sinar, auk þess tók hún /'úgan slatta af-fatnaði Hortiu. og hefuij sjálfsagt verið á þeirr; skoðun, að j siíkt gæti ekki kallast þjófnaður, þar sem ungfrú Horatia hafði fengið léð klæði af henni. Þegar flótti Horatiu komst upp, var frú Turney sárfegin því, aix hún hafði verið svo hyggin að senda Betty burtu. Bræði óðals- eigandans var svo mikil. að hann hefði án efa hrætt stúlkuna, unz hún sagði frá öllu. í stað bess lét hann reiði sína bitna á raðskonunni og eflir að hafa kall- aff hana öllum ónöfr.um. sem hann mundi cftir sagði hann henni að taka saman pjönkúr sínar og 'iverfa Og það gerði hún með g!eði. ' Eldabuskan neitaði að vera eft- ir og hiff sama gerðu fjórar af fimm þjónustustúlkum. Sú eina, sem varð eftir, var subbuleg stúlka sem var ástfangin af Bridges. Svo þegar hr. Ratby kom aftur um kvöldið, voru aðeins tveir þjónar eftir, 'eldastúlkan og einkaþjónn hans. Þau höfðu í sameiningu út- búið nær óætan kvöldveið. Þegar hann hafði neytt ofan í sig matnum og ætlaði að fara til bókaherbergisins og drekka reiði sinni í koníjaki, kom Bridges og sagffi, að vagn æki heim að húsinu. Ratby óðaiseigandi var viss um, að það væri Horatia, sem kom heim aftur, vegna þess að hún iðrað- ’St flónsku sinnar. Hann tók v>- keyrið niður af veggnum í for- iralnum og beið hennar oc augu lians slömpuðu af illgirni — Bíddu Dara, fína. unea fröken, tjutaffi hann — Bíddu bara ég skal kenna þér að óhlýðnast okki oftar Þú skalt ekki reyna ag strjúka f'ra Newcross einu sinnj enn eftir • þá meðferð, sem þú færg núna. bví heiti ég þér hann beið óþolinmóður þess. að vagninn æki heim að húsinu. — Opnaffu ekk; , fyrr en ég gef þér merki. =agði hann við Bridges og stillti sér upp ag hurðarbaki ril að koma frænku sinni að óvörum urr leið og hún gengj inn. Maðitr inn brosti os kinkaði kolli og þeir biðu þögulir, þar til þeir heyrðu. 14 T í M I N N. sunnuduguiinn 25. nóv. 1962. —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.