Tíminn - 25.11.1962, Blaðsíða 9

Tíminn - 25.11.1962, Blaðsíða 9
íyrr en eftir árið eða svo. En aflann fóru þeir með og seldu á Ítalíu (helzt 'i Napoli) eða Grikklandi. Það var heldur ekki smáspölur! Stundum mættum við sænskum skipum og höfðum við þá bókaskipti. Eigandi skips okkar var félagið Aktibolaget Svea, sem átti um 50 skip. Hvert skip fékk í nesti kassa með bókum, og þeg ar búið var að lesa þær bækur, var hann látinn í skiptum fyr- ir annan kassa, þegar skip mættust á hafi eða í höfn. — Okkar skip hafði ekki komið heim til Svíþjóðar í tvö ár. — Hvemig gekk ykkur að skilja hver annan, af svo mörgum þjóðernum sem þið voruð? — Þar stóð nú oft hnífurinn í kúnni. Það var greinileg stéttaskipting á skipinu. Og yfirmennirnir, sem voru allir sænskir, vildu ekkert annað mál tala en sína sænsku. Raun- ar voru engir erfiðleikar fyrir okkur Norðurlandabúa að skilja hver annan. En það var verra fyrir Suðurlandabúana að botna í sænskunni hinna háu herra. Skandinavarnir voru flestir ungir og einhleypir og settu lítið í handraðann af því. sem þeir unnu sér inn. En Suð urlandamennimir, einkum Spánverjamir, voru gætnir og reglusamir fjölskyldumenn, sem sendu kaupið sitt reglu- lega heim til kerlinga sinna. Þeir fylgdust vel og dyggilega með fréttunum, einkum einn þeirra, sem ekki setti sig úr færi að fá fréttir af Spáni Ég spurði þennan Spánverja. hvers vegna hann væri svona feikilega áfjáður í fréttirnar, eða hvort hann ætti von á ein- hverju sérstöku. Hann svaraði því til, að hann vildi ekki fyrir nokkurn mun láta.iað fram hjá sér fara‘:3f 'ibaið væri að drepa Franco’pacj. Wt’/ að koma að því. Þeim var bölvanlega við Franco, þessum Spánverjum. — Hvemig kom svo næsti áfangastaður þér fyrir sjónir? — Það var Dakar í Senegal Hún er falleg séð af hafi. í Framh á 13 siðu — Nú, þurfti svo ekki að ferma skipið á ný þar syðra? — Nei, það var nú það furðu legasta við þessa ferð. Við fór um með hlaðið skip suður eftir, en svo ruggaði dallurinn tóm- ur af stað heimleiðis, nema að við tókum nokkra trjástofna, sem áttu að fara til Dakar. Svo var okkur gert að leggja lykkju á leið okkar til Casablanca til að sækja þangað einhverja bú slóð og smádrasl. Mér dettur nú í hug, að í Abidjan var negri einn á vakt á skipinu. Hann færði það í tal við mig, að þegar ég kæmi næst til Abi djan, skyldi ég færa honum hund og ég mundi fá apa í staðinn. Ég reyndi að koma honum í skilning um að ég kæftii áreiðanlega ekki þangað aftur. En hann hélt alltaf á- fram að klifa á þessu sama. Þeim þótti óskapiegt sport að eiga hund. En áður en við kvöddum Fílabeinsströndina fannst einum Finnanum á skip inu að hann þyrfti aldeilis að gera sér glaðan dag. En hann fékk bara ekkert af kaupinu til þess, var búinn að taka svo mikið út áður. Karl lét það ekki aftra sér, tók sparifötin sín, fór með þau í land og seldi þau þar fyrir sæmilegan pening. Síðan kom hann um borð og bauð heilum hóp með Afrísk fegurðardís meS alli skraufið sitt. Algeng siórr á borgarstrætum Afríku — Verra gat það verið. — Þetta er nú einu sinni hita- beltið. Þar þekkist ekki vetur í okkar skilningi. Þeirra vet- ur er regntíminn. Það vildi sVo til, að á meðan við vorum þama, var skýjað loft alla dag ana. Annars var ég heppinn með vinnutíma á skipinu, hafði alltaf vaktirnar frá kl. 4—8 á daginn og eins á morgnana. En þeir voru ekki öfundsverðir, sem áttu vaktimar um miðjan daginn, kaldast var nærri 30 stiga hiti. Að ég ekki tali um velgjuna i vélarúminu. Þar var 50 stiga hiti og ætlaði al- veg að gera út af við þá, sem þar höfðust við. — Áttirðu kost á að ferðast inn í landið? — Nei, ég notaði tímann til þess að skoða borgina og næsta nágrenni. Þegar búið var að skipa upp bílunum úr skipinu, var ekki eftir neinu að bíða og lagt úr höfn. sér í land upp á dýrindis veit- ingar og skemmtun fram á rauða nótt. • — Kom eitthvað sögulegt fyrir ykkur á siglingunni? — Ekki það ég man .Við lulluðum þetta áfram í mestu rólegheitum, það var svo sem enginn gangur á skipinu. Skip- ið sjálft var ekki ýkja gamalt, en í það hafði verið cettur gam all Fiatdieselrokkur, þeir yf- irmennirnir voru þetta lifandis ósköp roggnir, þegar þeir gátu farið fram úr einhverjum elc gömlum döllum, Helzt ' voi u það Japanir, sem voru þarna talsvert margir á túnfiskveið- um. Við töluðum stundum við þá. Skipin þeirra voru ekki stór, svona eins og minnstu togarar. Ekki fóru þeir heim Nokkur orð um 79 af stöðinni \ Eins og að líkum lætur, hefur verið allmikið rætt og ritað um hina 'nýgerðu íslenzku kvikmynd, „79 af stöðinni", eftir samnefndri bók Indriða G. Þorsteinssonar. Túlkun • teikendá og tækni- atriði telja flestir, að vel hafi tek- izt. Um einstök atriði, blæbrigði og gildi myndárinnar almennt, eru hins vegar mjög skiptár skoðanir, og er það að vonum. Eg'' var einn þeirra, sem beið myndarinnar með talsverðri eftir- væntingu. Eg hafði nýverið lesið bók Indriða, suma kaflana marg- sinnis, með mikilli ánægju. Það er skoðun mín, að þannig eigi að skrifa stuttar samtíðar- sögur: raunsæjar, einfaldar og sannar, sem þó bera með sér mik- inn boðskap Það er gott að njóta ómengaðs náttúruandrúmslofts, sem víða mætir okkur í bók Indriða, t. d. þeirra hughrifa, er æskuvor vinanna Ragnars og Guð- mundar bylgjast í brjóstum þeirra og þeir sjá sveitamanninn í sjálf- um sér og minnast vorkomunnar ,,með polla < túnum“, í Skagafjarð- arbyggð og Borgarfirði. Gaman er að fylgjast með hinum harðgerðu \ strákum á „stöðinni", sem geymlu ..hinn heita trúa. ódrep- andi hlýleika." Inni undir skelinni leynist tápmikið traust, enda þótt hinn létti tónn væri venjulega hæfilega blandaður alvörunni. Þá munu og margir finna sjálfan sig í svipuðum sporum og Ragnar, þegar ryk og hversdagsleiki borg- • arlífsins genr uppreisn í sál hans. Hann þráir gras undir fótum og að mega aftur njóta samvistar dýr- anna og finna stolt þeirra og tiguleik. Snilldarlega túlkar Indriði sam- líf, — ef svo má að orði komast — þeirra Ragnars og bílsins. Ekki sizt þá, er Ragnar flýr hin beisku örlög, og leitar heim, heim ti! þeirrar rótar. er hann hafði slitn- að frá, verður bíllinn vinur hans. Það er sem þeir eigi samtöl um löngu liðna atburði. er þeir bruna um gamaikunnugt umhverfi: I-lvalfjarðarbeygjur, Skógarása dali og heiðar. Þeir styðja hvor annan „í nóttunni yfir landið", og lifið verður þolanlegra, mitt í öm- urleik þess En hvað um myndina? Enda þótt áhorfendur njóti nokkurra þægi- legra hugbrigða, er ósennilegt, að þeim hafi tekizt að endurspegla nokkur innri hrif, sem verðj var- andi, þá myndinni er lokið. Tæknilegir kostir myndarinnar eru sjálfsagt fyrir hendi. Um já- kvæðan skeif listafólks okkar, leik- aranna, þurfti ekki að efast, enda þótt aðstæðui í leiklistarmálum hér hafi verið hinar erfiðustu, og leikstarfsemj þess vegna fyrst og fremst borin upp af áhuga og þrotlaúsu starfi leikaranna sjálfra. Hins vegar té! ég að þessi tilraun nú, með kvilrmyndagerð á íslandi. feli i sér verulega galla og hafi helzt þann boðskap að flytja, að þannig ættu íslenzkar kvikmyndir ekki að vera. Danskra áhrifa gætir mjög í „ástarsenum'1 myndarinnar. og skyldra blæbrigða ýmissa annarra crlendra mynda. þar sem kynæs- andi fyrirbæri fara mjög í vöxt. Sennilega helzt ætluð lítt þroskuðu fólki — og til þess fallin, að vekja deilur og nokkra spennu. Hin síendurtekna sýnikennsla hinna svokölluðu „frjálsu ásta“ er að mínum dómi sízt til þess fall- in að treysta bönd ævarandi sam- húðar karls og konu. en hefur frekar valdið því, að of stór hluti æskufólks.lítur nú orðið á nánasta samlíf karls og konu sem hvers- dagslega hluti og vart meiri við- burð en þann, er barn fær sér brauðbita. Um ástina er skáldum oft hug- stætt að fjall hvort heldur er í rituðu máli eða margvíslegri mynd mótun. Þá er vel, er tjáningin verð ur á þann vég, að um bersöglismál verði ekki að ræða, en áheyrand- inn og áhorfandinn, á sjálfur að skapa í eyðurnar, og verða þar með þátttakandi t tjáningu. Einn- ig ber að forðast að særa þá, sem líta á samlíf karls og konu sem l’.ugigtætt einkamál. Túlkun siikrar ástar á ekki að ausa fyrir hvern, sem er, eins og úr sjóðandi suðupotti á súpudiska hungraðs fóiks. Ef haldið verður áfram með gerð íslenzkra kvikmynda, ber að leggja höfuðáherzlu á það, að þær hafi jákvæð uppeldisáhrif, glæði fegurðarskyn og listrænan smekk, en mótist ekk: fyrst og fremst af gróðasjónarmiðum. í þessu sambandi vil ég sérstak- lega vekja athygli á tveim þýðing- armiklum nýmælum, sem rædd hafa verið á opinberum vettvangi. liið fyrra er hugmynd, sem ný- lega var rcifuð í útvarpsþætti , Um daginn og veginn“, þar sem lagt var til, að kvikmyndaðir yrðu þættir úr ísiendingasögunum. Hitt atriðið er frumvarp til laga, sem lagt hefur verið fram á Alþingi um Kvikmyndastofnun ríkisins. í báðum tilfellunum kemur fiam sá hugsunarháttur og sú stefna, er mestu ætti að ráða um framgang og markmið kvikmynda rekstrar og íslenzkrar kvikmynda- gerðar í framtíðinni. Þessum orð- um beini ég sérstaklega til þeirra, sem bera hag og heill hinnar nýju kynslóðar — æskunnar í landinu — fyrir brjosti, og láta sér tíðrætt um torfærar leiðir hennar. Þeim ber skylda sð hafa áhrif á þessi mál. \ Svo að við víkjum aftur að „79 af stöðinni“, þá treysti ég því, að smekkleysi sé ekki um að kenna, hve myndin er snauð af hinu und- urfagra umhverfi Reykjavíkur og nagrennis, heidur verði orsakanna að leita ti! tímaskorts, féleysis og hins sólarsnauða sumars, þeg- ar myndin var gerð. Við fáum of sjaldan að hrífast af skrúðgörðum Reykjavíkur, un- aðsheimj Iíeiðmerkur, sólbjört- um sumarkvöldum og sólsetri við sundin blá. „65 úr buddunni" er staðreynd, en rétta mynd af hinni gróðursælu Borgarfjarðarbyggð sjáum við ekki í „79 aí stöðinni", þótt þang- að liggi leiðii svo að dæmi sé refnt. Myndin er furðulega endaslepp, og boðskapui sögunnar að veru- legu leyti xnpptur burt, t. d. sá, aft lítt h igsaðar ákvarðanir í ásta- málum Guðnðar Fáxen — Gógóar - bíða flestai skipbrot. Þetta hefði t. d. getað 'iomið betur í ljós, ef Oógó hefði lok myndaiinnar átt samtal við sjálfa sig og rakið sinn eigin lífsþráð til baka. Því ber htns vegar ekki að neita, að sumir þættir myndarinnar gætu beint hugum að ákveðnum þjóð- félagsvandamálum. d. vafasöm- um samskiptum æskunnar við ástarguðinn* og drykkjusiðina. minnt á beiskar sögur hernámsár- ?rina. skipbrot og lústir margra e.skenda. vegna ævintýramennsku og tækifærissínnaðs ástarlífs, o. s. frv. Það væri og ýmsum hollt, að ;æra það af Guðríði Faxen í sögu Indriða. að stinga við fótum á timum auðs — og efnishyggju. — Hugleiða. tiversu vafasöm ham- mgjuleið það er. sem liggur gegn um veizlusaii peningafólksins. Og Framh. á 15. slðu T í M I N N, sunnudagurinn 25. nóv. 1962. — 9

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.