Tíminn - 25.11.1962, Side 8

Tíminn - 25.11.1962, Side 8
40 DAGAR OG 40 NÆTUR í SIGLINGU VIÐ AFRÍKU MAÐUR er nefndur Bjarni Pálsson, ungur íslenzkur stúd- ent, sem mér var sagt, að hefði eytt sumarleyfinu sínu á dá- lítið óvenjulegan hátt, komizt nærri óafvitandi alla leið suð- ur á Fílabeinsströnd í Afríku og verið 40 daga og 40 nætur í þeirri siglingu einni. Mér fannst því ómaksins vert að fara á fund Bjarna og spyrja hann frétta af ferðalaginu. — Hvernig var áætlunin áður en þú lagðir upp í ferð- ina? — Það var hreint og beint engin áætlun, ég ætlaði bara að láta kylfu ráða kasti, en þó hafði ég fremur í hyggju að komast á útlent skip í sigling- ar, þegar skotsilfrið héðan væri geftgið til þurrðar. — Og hvaða farkost valdir þú héðan? — Ég hélt héðan með Gull- fossi í júní til Leith. Fór þar í land og með lest til London. Ég hafði ekki aðra peninga en þennan venjulega útlenda gjaldeyri, sem allir ferðamenn fá, þegar þeir hafa keypt sér farmiða til útlanda. Nokkra daga var ég í London í góðu yfirlæti, tók svo lestina til Par- ísar, og þar aftur nokkra daga til að fá nasasjón af þeirri lystisemdaborg. En ég vildi lengra og létti ekki fyrr en ég var kominn suður á Spán, til Barcelona. Þar sleikti ég sól- skinið á meðan nokkuð vár eft- ir í pyngjunni. Og reyndar rétt áður en hún var t-óm fór ég á stúfana að verða mér úti um vinnu. Ég sneri mér til kons- úlsins í Barcelona og spurði hann um möguleikax á því að komast sem háseti á eitthvert skip. Hann ráðlagði mér að fara til Marseille, þar væri helzt möguleiki á að ráðast á skip. Ég þangað og leitaði til konsúla Noregs og Svíþjóðar. Þar fékk ég fyrst það svar, að bezt væri að halda til Genoa. Ég sagðist ekki hafa peninga til frekari ferðalaga. Það vildi til, að ég fékk aðgang að stúd- entagörðum og uppihald þar fyrir helming þess, sem ég hefði þurft að borga annars staðar. Eftir nokkra daga hringdi sænski konsúllinn í mig og sagðist geta útvegað mér hásetapláss. Því boði tók ég samstundis. Ég var munstr- aður á 1700 tonna vöruflutn- ingaskip, „Flamingo“ frá Stokk hólmi. — Og hvert var ferðinni heitið? — Satt að segja var ég svo áfjáður að komast á sjóinn, að ég steingleymdi að spyrja, hvert skipið ætti að sigla. Það var ekki fyrr en eftir að það hafði lagt frá landi, að ég fór að grennslast eftir þessu. Og þá kom upp úr kafinu, að við vorum á leið til Fílabei^s- strandar í Afríku. — Varstu fyrir vonbrigðum, þegar þú komst að þessu? — Ekki get ég beint sagt það, þótti það eiginlega enn BJARNt PÁLSSON meira spennandi en ég hafði átt von á. Vildi auðvitað gjarn- an komast á framandi slóðir. —Hvað var skipið að flytja þangað suður eftir? — Það voru nærri eingöngu bílar, bæði fólks- og vörubílar frá Frakklandi. Ég var eig- inlega dálítið undrandi yfir þessum skipsfarmi, þótt í sjálfu sér væri ekkert einkennilegt við það, þegar suður kom. — Hvernig var áhöfnin á skipinu? — Það voru ýmissa þjóða kvikindi, bæði Suðurlanda- og Norðurlandabúar. Af Skandi- nöfum voru Svíar fjölmennast- ir, Norðmenn, Finnar, Danir og ég einn frá íslandi. Þá voru þarna ítalir og þó fleiri Spán- verjar. Mér féll yfirleitt vel við skipsfélagana. Ósköp voru þeir nú fáfróðir um ísland, eða öllu heldur, þeir vissu eigin- lega ekkert um landið. Einn Svíinn spurði um Eskimóana á íslandi. Hann væri svo sem ekki að kenna mfg við þann kynstofn, kvaðst svo sem geta séð, að ég væri innflytjandi, sem hefði komið frá Skandi- navíu, líklega frá Svíþjóð. — Hvort það væri ekki rétt, að innflytjendurnir byggju í strandbæjum, en Eskimóarnir innar í landinu. Og kokkurinn átti afar erfitt með að skilja, að ég væri frá íslandi, hélt ég GUNNAR BERGMANN væri íri. Það kom upp úr kaf- inu einn dag, þegar hann var að færa okkur kartöflurnar, að hann spurði, hvernig gengi með kartöfluuppskeruna heima hjá mér — Á íslandi! Annars féll mér langbezt við Finnana á skipinu, held þeir eigi einna bezt við íslendinga yfirleitt. En reyndar kom einum fleira fram á skipinu en munstraðir ;voru á það. — Og hver var nú hann? — Við vorum komnir út í rúmsjó, þegar einn óboðinn gestur kom skríðandi undan bíl á dekkinu. Hann hafði laum- ast um borð í Marseille og haf- izt við undir bílnum æðilengi. Var karli farin að leiðast vist- in þar. Þessi laumufarþegi var Austur-Þjóðverji. Hann hafði enga pappíra og var raunar allslaus. Hann kvaðst hafa strokið yfir til Tékkóslóvakíu, þaðan gegnum Júgóslavíu og Ítalíu til Frakklands. Við spurð um hann, hvers vegna hann hefði farið þessa krókaleið í stað þess að fara til Vestur- Berlínar Hánn sagði, að reynd ar hafi þá verið auðvelt að komast þangað. En hann vildi losna við alla rekistefnuna þar, flóttamenn frá Austur-Þýzka- landi hefðu ekki fengið full réttindi í Vestur-Þýzkalandi strax, heldur þúrft' áð véra' á biðtíma til að fá vinnu,’ að því er hann hélt. Því hefði hann tekið þann kostinn að komast en lengra í burtu. Og allslaus var hann, greyið. — Og hvað varð svo af hon- um? — Þegar við komum til Dak ar í Senegal, eftir tíu daga sigl ingu, strauk hann af skipinu. Þar lenti hann í höndum lög- reglunnar. Við yfirheyrsluna sagði hann þeim, að hann hefði ferðazt á þumalfingrinum frá Spáni. Þeim þótti það heldur ótrúlegt og héldu áfram að krefja hann sagna. Og á end- anum skiluðu þeir honum um borð áður en við héldum úr höfn. Síðan héldum við áfram siglingunni og þegar við kom- um á síðasta áfangastað í Abe- dian á Fílabeinsströnd, strauk sá þýzki enn í land. Var látið við það sitja. Ég rakst á hann eftir nokkra daga í borginni, og hann var þá búinn að fá sér einhverja vinnu. — Hvernig leizt þér á þig þar syðra? — Abidjpn er nú höfuðborg á Fílabeinsströnd. — Borgin stendur ekkj út við sjóinn. Við sigldum upp eftir á, og þar stendur Abidajn báðum megin árinnar. Öðru megin búa blökkumenn, hinum megin hvít ir, sem eru að mestu Frakkar. Þegar við lögðumst að hafnar bakkanum, flykktust uppskipun arverkamenn að. Þeir voru svo margir, að það var ekki viðlit að þeir kæmust nærri allir að, heldur þvældust hver fyrir öðr um. Innan stundar voru ekki nema 2 eða 3 menn sem tóku til hendi við uppskipunina, hinn skarinn settist og hóf upp mikinn söng. Svona sátu þeir og sungu langtímunum saman. Ekki höfðu þeir fyrir því að fara heim til að matast, heldur gengu þeir sig inn í matsalinn til okkar og átu þar. Ekki höfðu þeir brúk fyrir gaffla og skeið ar, heldur slöfruðu í sig með fingrunum. — Hvernig var samkomulag svartra og hvítra? — Það virtist vera hið bezta. Ég kynntist þarna negra ein- um, sem var þeirrar skoðun- ar, að kynbræður hans í Afr- íku væru alls ekki færir um að stjórna sér sjálfir. Hann hafði verið við verzlunarnám í Englandi og settist síðan að þarna, var annars frá Nígeríu. Hann var búinn að eignazt nokkra vörubíla og vinnuvél- ar og var aldeilis ánægður með sig. — Er Abidjan ásjáleg borg? — Já. Frakkar hafa gert þar mörg mikil mannvirki. Lögð hefur verið járnbraut frá borg inni og inn í landið. Og fljótt tekur maður eftir brú mikilli yfir fljótið, sem fellur gegnum borgina. Þetta er með fullkomn ustu brúm sem ég hef séð, með undir og yfirakstri o,g ýmsum brautum til að gera umferð greiðari og öruggari’. — Kynntist þú heimilum í borginni? — Ég kom á lieimili Negra. Það var í nýjum verkamanna bústöðum, rúmgóð íbúð, og þar voru húsgögn ekki að þvælast fyrir manni. Enda þótt þessi svarti kunningi væri fluttur inn með fjölskyldu sína, var þar ekkert annað húsgagna en eitt Telefunken-útvarpsviðtæki. Þetta kemur ókunnugum held- ur spanskt fyrir. En sannleik- urinn er sá, að íbúð er blökku- mönnum þar syðra ekki það sama og hjá fólki hér á norð- urhveli. Mesta hluta ársins held ur fólkið til utan. húss notar íbúðina ekki nema blánóttina. En þótt þessi kunningi gæti neitað sér um það, sem okkur er nauðsynleg húsgögn, þá fannst honum ómissandi að hafa sitt útvarpstæki. Þeir eru mikið fyrir mýsik, hávaða og glysgjarnir, negrarnir. — Ber ekki yfirgnæfandi meira á negrum þarna en hvít um mönnum? — Jú, að sjálfsögðu, en þó ekki eins mikið í borgunum og úti á landinu, af 4 milljónum íbúa landsins eru aðeins rúm- lega 4 þúsund Evrópumenn. — Verkamenn við höfnina voru svo að segja allir svartir, og þessi mýgrúi af þeim, að ekki komust nærri allir að verki, þó ráðnir væru, eins og ég sagði áðan. Einu tókum við fljótt eft ir, og það var það, hve svert- ingjabörnin voru falleg. Það er erfitt að þekkja í sundur drengi og telpur, hárkollurinn er eins á báðum. En telpurnar þekkjast auðvitað á því, sem algengt er, að hringir og lokk ar eru hengdir í eyrun á telp- um meðan þær eru enn komn- börn. En fólk eldist mjög fljótt þar syðra, einkum kvenfólk. — Konur á léttasta skeiði eru tíð um orðnar æði ellilegar og af sér gengnar. — Var ekki allheitt á ykkur þar syðra? Dans innfæddra á Filabeinsströnd 8 T f M I N N, sunnudagurinn 25. nóv. 1962. •—

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.