Tíminn - 25.11.1962, Blaðsíða 3

Tíminn - 25.11.1962, Blaðsíða 3
T I M I N N, sunnudagurinn 25. nóv. 1962. — Íl ÚTHVERFI Kaupmannahafnar — í Vandegada — býr Peler Bjer. ing meö fjölskyldu sinni í hálf niSurgröfnu húsi, þrátt fvrir þaS, aS yfirvöldin hafi skipaS, aS hann skuli flytjast á brott. Saga málsins er þessi: VerlS er aS lcggja nýjan veg, og enn^-S hvort verSur aS rífa húsiS eöa flytja þaS á brott til þess aS hægt sé aS fullgera hann Bjerring hef ur þó ekki tekiz't aS útvega IbúS fyrir fjölskylduna, og þar af leiS andi hefur hann ákveSiS aS búa áfram í húsinu þar til yfirvöldin hafa fundiS honum annan sama. staS. Ein íbúS hefur veriS boSin honum til afnota, en hún hafSi áSur veriS úrskurSuS óíbúSar- hæf. VIÐRÆDUR NÚ í NYJU-DEHLI NTB-London, 24. nóv. Ákveðið hefur verið, að Harold Macmillan forsætisráð herra Breta fari í heimsókn til Frakklands og ræði þar við de Gaulle forseta áður en hann heldur til Bandaríkjanna til fundar við Kennedy forseta. Líklegt er talið, að íundur þeirra Macmillans og de Gaulles fari fram í sambandi við NATO-ráð- stefnuna, sem fram á að fara í París dagana 13. til 15. desember. Aðalmarkmiðið með viðræðum iorsætisráðherrans og forsetanna tveggja verður að ræða ástandið í aiþjóðamálurn, og þá ekki sízt ým- islegt, sem stendur i sambandi við Iíúbu-deiluna. Kennedy og Macmillan munu lnttast á Bermuda um jólaleytið, og verða aðalmálin á dagskrá deila FLOKKADRÆTT IR Á ÞiNGINU í BÚDAPEST NTB-Budapest, 23. nóv. Flokkadrættirnir halda enn áfram á þingi ungverska kommúnistaflokksins, en í j deilurnar eru aðallega flæktir, Kínverjar, Albanir og Júgó- slavar. ihdverja og Kínverja, efnahags- bandalagið, afvopnun og bann við tilraunum mes kjarnorkuvopn og tillaga um að styrkja varnarmátt NATO. NTB—NYJU DEHLI, 24. nóv. Vopnahléð á landamærum Indlands og Kína var enn órof- ið þegar síðast fréttist þrátt fyrir það að mikil spenna lægi f loftinu. Nehru forsætisráð- herra hefur enn ekki látið gefa út opinbera tilkynningu um það hvort hann ætli að hafna eða taka tilboði Kín- verja. Engar fréttir hafa borizt um vopnaviðskipti milli herjanna, Hjuggu togara- rnenn á símann? Tvö sæsímaskip hafa að undan- förnu unnið að mælingum og við- gerðum á sæsímastrengnum til N,- Ameríku, á svæðinu milli Ný- fundnalands og Grænlands, en í ljós kom, að hann hafði verið slit- inn á einum stað og dreginn til eða skaddaður á fjórum öðrum stöð- Framh a 15 síðu Engar augfvsingar j NTB-Stokkhólmi, 21. nóv. í skýrslu samgöngumálaráð- herra Svía um sjónvarpið þar, seg ir, að auglýsingar verði ekki tekn- ( ar í sænska sjónvarpið, en þessari sömu stefnu hefur verið fylgt frá j því sjónvarpið tók til starfa. hvorki á norðaustursvæðinu né í Ladakh. í Dehli er hins vegar mikið um að vera, en þangað eru komnar sendinefndir Bandaríkjanna og Bretlands, sem vinna nú að því að kynna sér málið sem bezt með viðræðum við valdamennina. Duncan Sandys samveldismála- ráðherra kom til Dehli í gær, og lýsti hann því yfir við komuna, að markmiðið með heimsókninni væri að athuga á hvern hátt Bret- land gæti hjálpað Indlandi í þcssu erfiða og hættulega ástandi. Chou En-lai forsætisráðherra Kína hefur í dag svarað bréfi brezka heimspekingsins Bertrands Russells, og hann lætur í ljós á- nægju yfir jákvæðri afstöðu heim- spekingsins til tilboðs KínVerja um vopnahlé. Sagðist Chou En-lai vonast til þess, að Russell myndi nota áhrif sín til þess að fá ind- versku stjórnina til að samþykkja vopnahléið. Hópur austur-evrópskra ræðu- manna tók 1 dag einróma afstöðu gegn fráhvarfinu frá kenningum Max og Lenins, en að áliti þess- ara manna, hafa þjóðirnar þrjár, sem í upphafi voru nefndar allar geit sig sekar um slíkt fráhvarf. Það vakti töluverða undrun, þeg ar fulltrúi mexíkanskra kommún- ista veittist að Kínverjum og Al- bönum og sakaði þá um að falsa kenningar Max og Lenins til þess eins að réttlæta sína eigin stefnu undir yfirskini að um væri að ræða persónudýrkun Stalins. SAMNINGUR PAKISTAN OG KÍNA HUGSANLCGUR NTB—Rawalpindi, 24. nóv. Utanríkisráðherra Pakistan Mohammed Ali, skýrði frá því í þinginu í dag, að hann hefði þegið boð um að heim- sækja Kínverska alþýðulýð- veldið. Síðar verður ákveðið, hvenær af heimsókninni verð- ur. Ekki vildi ráðherra.nn svara spurningum um það, hvort Kin.a hefði stungi'ð upp á því, að gerð- ur yrði samnimgur milli landanna um að þau gerðu ekki á ás hvort á annað. Þó er það haft eftir á: eið- anlegum heimildum í báðum lönd. unum, að stjórnir þeirr.a hafi á. hu,ga á að slíkur samninigur verði gerður. Þingið í Pakistan kom saman i . fyrir lokuðum dyrum í gær, en j þar krafðist stjórnarandstaðan j þess, að Pakistan tæki afstöðu! gegn aðstoð Vesturveldanna viði Indland og vopnaflutninga þeirra þangað. Þess hefur verið krafizt af stjórninni, að hún leggi fram til- lögur, þar sem skýrt sé frá því, hvað hún hafi í hyggju að gera' vegna ástandsins, sem orsakazt hefur út af landamæradeilu Ind lands og Kína. I Fulltrúar stjórnarinnar og| stjórnarandstöðunnar, áttu einnig að koma saman til óformlegs fundar í kvöld, að því er segir í fréttum frá Pakistan. Verður þar reynt að finna málamiðlunartil- lögu, sem muni fullnægja kröfum andstöðunnar, án þess þó að leiða til þess að stjórnin verði að gera verulegar breytingar á utanríkis stefnu sinni. Stjórnarandstaðan krefst þess m.a. að í tillögunni komi fram yfirlýsing þess efnis, að aðstoð Vesturlanda við Indland sé fjand samleg, þegar tekið sé tillit til þess að Pakistan er aðil-i bæði að SEATO og CENTO. Átta teknir af lífi fyrir morð NTB—Moskva, 22. nóv. Átta menn hafa verið teknir af lífi. Reyndust þeir sekir um að hafa myrt um það bil 50 þúsund borgara og stríðsfanga í Litháen og Hvita Rússlandi í síðari heimsstyrjöldinni. Þrír syntu yfir NTB—Berlín, 24. nóv. Þrír Austur.Þjóðverjar syntu í gærkvöldi yfir til Vestur-Berlínar. Mennirnir voru (aðfram komnir) af þreytu eftir sundið í hinu kalda vatni og liggja nú á sjúkrahúsi. Snjór lá yfir öllu í Berlín í dag. Sums staðar var hann allt að 15 cm á dýpt. 43 handteknir í viðbót NTB—Höfðaborg, 24. nóv. Enn hafa 43 Afríkanar verið handteknir j Paarl. Mennirnir voru handteknir í gærkvöldi í sambandi við óeirðirnar, sem verið hafa í bænum undanfarna daga. Mörg skip og mikil síld Togari frá Karmöy, sem hefur verið að veiðurn á Norðursjó að undanförnu, segir, að þar séu óhemju morg fiskiskip frá ýmsum fiskveiðiþjóðum Evrópu. Mikil síld er sögð á þessum slóðum, en veður hefur ver ið vont. HVE STÓR ER LÍTILL FÍLL? ROSY, 12 áia gamall fíll í dýragarðinum í Portland í Oregon eignaðist dótt- ur fyrir nokkru. Hversu þung hald ið þið hún hafi verið. þegar hún fæddist? Hún var hvorki meira né ininna en 400 kg og 90 cm á hæð. /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.