Tíminn - 25.11.1962, Blaðsíða 7

Tíminn - 25.11.1962, Blaðsíða 7
SBCSI r --------- WílttW----------------------------- Utgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdasyóri: Tómas Arnason Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Auglýs- ingastjóri: Sigurjón Davíðsson. Ritstjórnarskrifstofur i Eddu- húsinu. Áfgreiðsla, auglýsingar og aðrar skrifstofur j Banka. stræti 7. Simar: 18300—18305. — Auglýsingasími: 19523. Af. greiðslusími 12323. — Askriftargjald kr. 65.00 á mánuði innan- lands. í lausasölu kr. 4.00 eint. — Prentsmiðjan Edda h.f. — Öfgarnar til hægri og vinstri ÞaS sannaðist glöggt á þingi Alþýðusambands íslands, að í landinu eru tveir hópar manna, sem ekki vilja una iöglega uppkveðnum dómi eða lýðræðislegum reglum, ef það stríðir eitthvað gegn hagsmunum þeirra. Þeir setja flokkslega hagsmuni ofar rétti og lýðræði. Strax eftir að meirihluti Félagsdóms felldi úrskurð í máli LÍV og ASÍ, hófu kommúnistar baráttu fyrir því, að hann yrði hafður að engu. Þessu reyndu þeir svo að fylgja fram á þingi Alþýðusambandsins. Því var afstýrt fyrir milligöngu Framsóknarmanna. Dómi meirihluta Fé- lagsdóms varð að hlýða, hvort heldur sem hann var rétt- ur eða rangur. Meirihluti Félagsdóms hafði skýlaust vald > t?l að kveða upp úrskurðinn samkvæmt réttarfarsreglum þjóðfélagsins. Kommúnistar sýndu með þessu, að lög og reglur virða þeir ekki, nema þegar það þykir henta. Hlutur stjórnarflokkanna á Alþýðusambandsþingi varð hins vegar engu betri, þegar til kom. Þing ASÍ hafði skýlausan lýðræðislegan rétt til að ákveða þá meðferð kjörbréfa LÍV, sem viðhöfð var. Um það má vitanlega deila, alveg eins og úrskurð meirihluta Félagsdóms, hvort sá úrskurður var réttur eða rangur. Um hitt verður hins vegar ekki deilt, að Alþýðusambandsþing hafði samkvæmt öllum viðurkenndum lýðræðislegum reglum vald og rétt til að gera það, sem þeir gerðu. En forustumenn Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokks- ins sýndu það, að þeir vildu ekki una þessum lýðræðis- lega rétti. Strax eftir, að þeir höfðu beðið ósigur í at- kvæðagreiðslunni um kjörbréfin, lýstu þeir yfir því að þingið væri ólöglegt! Þó voru þeir búnir að segja áður opinberlega, að það myndi engu breyta um meirihluta á þinginu, þótt kjörbréfin yæru tekin gild, eins og líka í étt var. Þetta er álíka og ef minnihlutinn á Alþingi lýsi Al- þingi ólöglegt, ef honum líkaði ekki einhverjar gerðir meirihlutans þar. Þetta ólýðræðislegá og ofbeldisfuila athæfi, var líka harðlega gagnrýnt af mörgum beirra, sem vildu taka kjörbréfin gild, eins og t. d. Hermanni Guðmundssyni í Hafnarfirði. Sá ofbeldisfulli og ólýðræðislegi hugsunarháttur, sem felst í þessari yfirlýsingu forustumar.na ríkisstjórnarliðs- ins á þingi ASÍ, er jafn fordæmanleg'ir og sú fyrirætlun kommúnista að ætla að vanhlýðnast urskurði meirihluta Félagsdóms. Þetta tvennt sýnir, að þióðin verður að vara sig jafn vel á öfgunum tii hægri og vinstri, ef hér á að þróast lýðræðis- og réttarríki. Ný áréttíng Það var greinilega áréttað við stjórnarkjörið á þingi Alþýðusambands íslands, að Landssamband íslenzkra verzlunarmanna er orðið fullgildur aðili að ASÍ. Einn aí fulltrúum LÍV á þingi ASÍ, Markús Stefánsson verzlun- rnaður, var kjörin i varastjórn ASÍ. Markús hefði ekki verið kjörgengur við stjórnarkjorið ef LÍV væri ekki íASÍ. Þannig áréttaði þing ASÍ á ný, að það hefði fullkomlega tekið úrskurð meirihluta Félagsdóms til greina og að LÍV væfi orðið fullgildur meðlimur ASÍ. m „NEWSWEEK“: Vaxandi áherzla lögð á aukinn sparnað i starfsmannahaldi í NÝRRI sjö hæða byggingu Aerospace-hlutafélagsins í Los Angeles eru engir slökkvarar. Ljósin loga alltaf, dag og nótt, jafnvel urn helgar, þegar eng- inn er þar nema fáeinir verðir. En hlutafélagið er ekki að bruðla með fé. Það lét teikna bygginguna svona. Einn tals- maður hlutafélagsins lét svo um mælt: „Við létum gera ná- kvæma athugun og niðurstað- an varð sú, aö fljóðljósaperurn ar þurfa minna rafmagn en venjulegar perur, en þær slitna fljótar eí alltaf er verið að kveikja og slökkva á þeim á víxl. Við látum því loga allt- af á þeim. Sparnaðurinu af því er verulegur." Hvarvetna beinist athyglin að tilkostnaðinum, bæði hjá stórum fyrirtækjum og smá- um. Sum fyrirtæki hætta við eina framleiðslu og hverfa að annarri. Ástæðan er sú, að sal an þarf að vera miklu meiri en áður, ef hagnaðurinn á að aukast nokkuð. Hagnaðurinn er í raun og veru alltaf að minnka, ef litið er á hann sem hundraðshluta af sölunni. Sal- an hefur tvöfaidazt á tuttugu árum, en hagnaðurinn af hverj um dollar söluverðsins hefur minnkað um tvo fimmtu. Nýj- ar skýrslur frá First National City Bank, New York, sýna að ágóðinn af hverjum dollar sölu verðs lækkaði úr 6,2 sent í 5,6 sent 'á -■-þriðja ársfjórðungi þessa ári.t í Fleiri og fleiri fyrirtæki kom ast að þeirri niðurstöðu, að lækkun tilkostnaðar sé örugg asta leiðin til þess að auka arð inn, sem hefur stöðugt verið g að minnka. LÆKKUN kostnaðar get.ur 1 auðvitað gengið of langt. For- i stjóri fyrirtækis eins lét þau | boð út ganga til ailra deilda. S að tilkostnaður skyldi lækkað- 1 ur um 15%. Sópurinn fór af 1 stað og beindist fyrst að hópi i nýrra starfsmanna, sem störf J uðu að því að athuga sann virði hlutanna. Sem betur fór ákvað forstjórinn á síðustu stundu að bjarga þessum mönn um. Að tíu mánuðum liðnurn voru þeir búnir að benda á sparnað, sem nam fimmföldum launum þeirra. En hvaö liggur næst fyrir hjá fyrirtækjum, þegar þau eru búin að slípa framleiðslu- hættina og nema burtu óþörf ómakslaun og annað slíkt? Þeim fjölgar óðum, sem segia að það sé fækkun starfsfólks Leiðandi maður í rafmagnsið' aðinum orðaði þetta svo- Stjórnarkostnaðurinn er eink um fólgin í fólki, því færra — því betra. Eins og sakir standa beinist athyglin einkum að mönnuum með hvítu flibbana. Ástæðan er sú, að skrifstofumönnum hefur f.iölgað fimm sinnum meira hlutfallslega en starf- andi fólki í heild. HAFT er eftir Richard t Neuschel, forstjóra fyrirtækis ins McKinsey & CCo., sem ann | ast leiðbeinlngar um stjórn f fyrirtækja: „Það er staðreyno ’ um bandarísk viðskipti, að -'kki hefur lærzt að fara rétt meði eina af aðal-auðlindun L Amerísk fyrirtæki leggja nú mest kapp á aS draga úr skrlf- finnskunni. um, þ.e.a.s. þann vaxandi hóp manna, sem ekki starfar beint að framleiðslu.“ En hann var- ar þó við gálauslegri „slátrun“ „Það verður að lærast að ákveða rétt um hvers konar störf af þessu tagi auka á arðinn. Hvað á sölu- örvunin að vera mikil? Hve margt fólk þarf að annast hana?“ Engin töfraorð eru til, sem leysa þenna vanda og þaö kann að válda þvi, að margn láta sér enn hægt. Bandarikja menn eru gefnir fyrir að færa út kvíarnar og haft ei eftir einum forstjóranum i San Francisco: „Maður vill ekk: láta viðskiptavini sína naldn að maður sé i kröggum" Viðskiptamenn Chrysler verksmiðjanna vissu að fyrir ■’ ækið var í kröggum 1 fyrra. iafnvel áður en forstiórinn Lyn A. Towsend, sagði upp 7000 starfsmönnum tneð nvít.a flibba. Honum tókst að koma fótunum undir fyrirtækið afí ur, en hann segir: ,Að segja fólki upp er vissulega erfið- asta skylda! sem forstjóri get ur nokkurn tíma þurft að að gegna “ Uppsagnirnar hjá Chrysle: ollu sársauka. Sá háttur, að ráða ekki menn í staðinn fyrir, bá. scm láta af störfum. er ólikt sársaukaminni. Hann krefst góðrar skipulagningar á allan hátt ,en árangurinn tetur orðið mikill LÍFTRYGGINGARFÉLAG •it! i New York er að ljúka viö fimm ára áætlun um að sameina skrifstofustörf 255 útibúa í 17 aöalstöðvum. Ár- angurinn er, að skrifstofufólki fækkar úr 4000 í 2100 með end urskipulagningunni og launa- greiðslur lækka um 5 milljón ir dollara. Raytheon, stórfyrirtæki eitt í Massachusett, hefur hamr- að á „skrifstofukúfnum“ í þrjú ár. -„Við erum að sigra,“ segir einn f(*3t.jóranna, „og höfum lækkað skrifstofukoátn aðinn um 6 milljónir dollara". Hann segir sparnaðinn eink- um fólginn í „vélvæðingu, bættum starfsháttum og verk skipulagningu". Um síðasta atriðið segir hann: „Það væri æskilegt að geta sparað tíma við eitt og annað með því að koma öllu á gataspjöld og í vélar, en við verðum sífellt að spyrja, hvort það borgi sig“. Og venjulega borgar það sig ekki. Af þeim sökum er það, að fjórði hver 43000 starfsmanna hjá Raythe on vinnur enn við skrifstofu- störf. Þar er nú byrjað að á- kreða fyrlirfram, hve miklu verki hver vélritari og bókari skuli skila á klukkustund, til þess að jafna mismiklar ann- ir. Ef til vill er hámarkinu náð í 37 hæða skrifstofubyggingu Metropolitan Life Insurance Co.t í New York. Þar annast 80 stúlkur vélritun fyrir 1000 stjórnendur, sem þær fá aldrei að sjá. Stjórnandinn tekur upp símtækið sitt, velur sér núm er, fær þá samband við eitt af 60 sjálfvirkum segulbönd- um, og þylur það, sem hann hefur að segja. Stúlkurnar munu vélrita eitthvað á aðra milljón hréfa á þessu ári. ÞVí MIÐUR hefur þetta tvær hliðar. Það sparar doll- ara, en veldur meiri fækkun starfa en , önnur vélvæðing. í nýrri skýrslu segir frá þvi, aö „bættar starfsaðferðir" hafi valdið 54% af fækkun skrif- stofumanna og 30% af fækk- un erfiðisvinnumanna hjá málmiðnaðinum á fyrra helm- ingi ársins 1962 Nýjar vélar leystu aðeins af hólmi 5% skrif stofumannanna og 16% ann- arra starfsmanna. Annað at- riði sömu skýrslu: Flestir verk smiðjuverkamannanna voru fluttir til starfa í öðrum deild um, en „fækkun fastlauna- manna var alvarleg. Tveimur þriðju þeirra. sem írá störfum hurfu, var sagt úpp“. Stjórnendur veróa einnig fyr ir barðinu á sparnaðinum. — Lækkun hagnaðar hefur valdið fyrstu lækkun arðs síðan á ár inu 1938 hjá U.S.Steel. Þar er farið að fækka st.iórnendum samkvæmt þvi, sem nefnt er .áætlun um að hverfa frá störfum snemma" Hjá einu fyrirtæki samsteypunnar voru 150 nöfn stjórrienda num in af launaskra; En það næg'ir engu fyrirtæki til lengdar að fækka i offjöl- mennum skrifstofum, hætta við starfsgreinar, sem ekki gefa nægan arð eða draga úr framleiðslukostnaði, nema sparnaðurinn verði að fastri reglu. T í M I N N, sunnudagurinn 25. nóv. 1962. 7

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.