Tíminn - 29.11.1962, Blaðsíða 3

Tíminn - 29.11.1962, Blaðsíða 3
Á ANNAÐ HUNDRAÐ TRÓÐUST UND- IR VID LÍKBÖRUR STALÍNS 1953 NTB—Moskva, 28. nóv, Yfir eitt hundrað manns krömdust til bana, þegar þeir ætluðu að ganga fram hjá kistu Stalíns árið 1953, til þess að líta hann í hinzta sinn. Frá þessu skýrði Krústjoff í ræðu, sem enn ekki hefur verið skýrt frá opinberlega, en haldin var á föstudaginn á fundi mið- stjórnar sovézka kommún- istaflokksins, að því er haft er eftir áreiðanlegum heimildum. Krustjoff skýrSi frá þessu, þegar hann 'var að tala um öll þau þúsund, sem vildu fá að líta Stalin augum í hinzta sinn. á meðan hann lá á líkbörunum árið 1953, fólkið, sem hafði virt hann framar öllu öðru. Þá hafði ekki verið rétti tíminn til þess að leiða Sovétþjóðina í allan sannleika um Stalin og dýrkunina á honum. Fyrst hafði orðið að undirbúa afhjúp unina. Fyrsta afhjúpun Krustjoffs kom í ræðu, sem hann hélt á flokksþinginu árið 1956. Krust- joff sagði einnig frá því á föstu daginn, að hann hafi persónu- lega gefið ritstjórum Pravda skipun um að prenta hið háðs- lega og and-Staliniska ljóð ungskáldsins Jevtusjenkos, 21. október. í Ijóðinu biður Jevtu sjenko Sovétstjórnina ag þre- falda eftirlitið umhverfis gröf Stalins, svö að sá dauði, og með honum fortíðin, gangi ekki aftur. Skáldið lætur einnig í það skína, að til sé fólk, sem með munninum hafi afneitað Stalin, en haldi þó áfram að vera Stalinistar í hjarta sínu. Krustjoff kvað blöðin í Sovét ríkjunum vera leiðinleg, og þrátt fyrir það, að hann þekkti marga ritstjóra, sem væru það ekki, þá myndi hann ekki breyta um skoðun í málinu. Ræða Krustjoffs stóð í nær því tvo klukkutima, og talaði hann blaðalaust. ÞAKKAÐi PÚLVERJUM STUÐNING VD KÍNA Næstkomandi mánudag, 3. des. hefst sjóvinnunámskeið pilta í félagsheimili Armanns við Sigtún (Höfða- skóla). Kennd verða helztu undirstöðuatriði almennrar sjóvinnu, hjálp í viðlögum og fleira. Starfað verð- ur f byrjenda- og framhaldsflokkur fyrir pilta 13 ára og eldri. Innritun verður í Ármannsheimilinu, fimmtudag og föstudag kl. 5 til 9 s.d. og upplýsingar veittar í símum 23040 og 15937. — Myndin var tekin á róðraræfingu s.I. vor. (Ljósmynd: H.S.) Indland vill tvö- falda herstyrkinn NTB-Warsjá, 28. nóv. | Fulltrúi Kínverja á þingi í verkalýðssamtaka Póllands réðst gegn stefnu Sovétríkj- anna í ræðu í gær. Hann nefndi þó ekki Sovétríkin á nafn, en undirstrikaði, að ekki væri hægt að vera svo léttúð- ugur að trúa loforði Kennedys forseta um að hann myndi ekki láta gera innrás á Kúbu. Ástandið i Karabíska hafinu get ur ekki orðið friðsamlegt fyrr en farifj hefur verið að hinutn fimm kröfum Castrós forsætisráðherra, bætti hann við. Fulltrúinn þakkaði pólsku þjóð- inni, þann stuðning, sem hún hef- ur veitt Kínverska alþýðulýðveld- inu í baráttu þess við bandaríska heimsvaldasinna. — Vig erum þess fullvissir, að vinátta þjóðanna og verkamannanna i báðum löndun- um mun haldast, þar sem hún er byggð á kenningum Marxism-Len- inismans og sameiningu öreiga nllra landa. Framh. á 15. síðu. j Hvað verður um Strauss? NTB—Bonn, 28. nóv. Sá orðrómur gengur í Bonn, að Adenauer kanzlari hafi boðið Franz Josef Strauss að gerast foringi Kristilegra demókrata á þinginu, í staðjnn fyrir nú- verandi embætti hans sem varnarmálaráðherra. Formælandi Paul Luecke ráðherra, sem nefndur hef- ur verið sem eftirmaður Strauss í embætti varnar- málaráðherra, lýsti því yfir í dag, að hann hefði ekki minnstu löngun til þess að taka við þessu embætti. Þá hefur Heinrich von Brentano, leiðtogi Kristi- legu demókratanna á þingi, skýrt frá því, að hann hafi Framh. á 15. síðu. NTB—Nýju Dehlí, 28. nóv. Indverska stjórnin vinnur nú að áætlun um að tvöfalda I Drottning látin | NTB-Haag, 28. nóv. Vilhelmina fyrrverandi drottn- ing Hollands er látin. Drottningin var 82 ára gömul, en hún lézt í svefni aðfaranótt miðvikudagsins. Drottningin fór frá árið 1948, eftir að hafa verið við völd í 50 ár, en þá tók dóttir hennar og núverandi drottning Júlíana við völdum. landsins, sem nú erUeggja sem mest fyrir óvinunum. hálf millión! Nú hefur 5000 indverskum her-! mönnum, sem urðu eftir að baki | ( víglínunnar, þegar bardagar hættu I verði a. m. k. tvær milljónir, jfyrir nokkrum dögum, tekizt að náj en auk þess verða þjóðflokk- til indverskra stöðva. Þó hefur| ekki verið hægt að fá áreiðanlegar | herstyrk aðeins rúmlega hálf milljón! manna. Er ætlunin, að herinn arnir við landamærin þjálfað ir í skæruhernaði, ef til frek ari árása koma. tölur um fjölda þeirra, sem enn eru að baki kínversku herjanna íj Kínverja kynni að j nánd við Walong og Se La-skarðið. ; Kínverski aðstoðarforsætisráðherr i ann, Chen-Yi, réðst í dag harka- j ’ lega á Bandaríkin, og sagði þau j vera að reyna að koma Indlandi út j í styrjöld, þar sem einn Asíubúi j Framhald á 15. síðu. Bæði bandarískir og brezkir hernaðarsérfræðingar vinna með Indverjum að undirbúningi þess- ara framkvæmda, en í dag flugu þeir Paul Adams, hershöfðingi, einn úr sendinefnd Bandaríkj- anna, sem nú er í Dehlí, og Ric- hard Hull, lávarður, fulltrúi Breta, yfir svæði þau, sem barizt hefur verið á í Ladakh-héraði, til þess að kynna sér landfræðilegar að-; stæður herjanna. Þá veltir indverska stjórnin"! einnig fyrir sér möguleikum á að' koma upp einnar milljón manna; fastaher, sem sendur yrði fram! gegn fyrstu árásum óvinahers, en, berðist síðan með venjulega hern- um, á meðan skæruliðasveitir ynnu að baki víglínunnar til þess að eyði Jouhaud í ævi- langt fangelsi i NTB—París, 28. nóv. De Gaulle, Frakklandsforseti, breytti í dag dauðadómi OAS-for- ingjans Jouhouds fyrrum hei*s- höfðingja, í ævilanga fangelsis- vist. Jouhaud hafði verið dæmdur til dauða fyrir afskipti sín af Al- síruppreisninni í apríl 1961. Forsetinn náðaði um leið Andre Canal, sem einnig var einn af að- alforingjum OAS og í Frakklandi var þekktur undir viðurnefninu Svarta einglyrnið, Canal mun einn ig hljóta ltfstíðarfangelsi. Jouhaud, sem dæmdur var til | dauða í apríl s.l., er 57 ára gamall, en Canal er 47 ára. Hann var dæmdur í september. KÍNVERJAR MÓÐCA TITO1 NTB-Belgrad, 28. nóv. Júgóslavía sakaði í dag foringja Kínverska alþýSu- lýðveldisins um að hafa móðgað Títo forsefa á hinn freklegasta hátt, og hélt því fram, að Kína væri sekt um að reyna að grafa undan samvinnu landanna á Balk- anskaganum. Ásökun þessi var birt opinber lega eftir að sendiráðsfulltrúa Kína í Belgrad hafði verið ai hent samhljóða orðsending. í orðsendingunni mótmælt) stjórn Júgóslavíu, því, sem kali ag var and-júgóslavnesk her ferð Peking, Voru kínverskir leiðtogar sakaðir um illgjamar og niðrandi árásir á stjórnmála stefnu Júgóslavíu, og síðustu mánuðina hafi þessi herferð Peking-stjórnarinnar tekið á sig alvariegan 'svip. Júgóslavía segist oft hafa mótmælt árásum Kína, en árangurinn hafi eng- inn orðið fram til þessa. T IM I N N , fimmtudaginn 29. nóvember 1962 /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.