Tíminn - 29.11.1962, Qupperneq 8

Tíminn - 29.11.1962, Qupperneq 8
Einn af hornstein- um þjóðmenningar ■jc Kristján Eldjárn, þjóöminja- vöröur: — HUNDRAÐ ÁR f ÞJÓÐMINJASAFNI. Bókaút- gáfa Menningarsjóðs. MEÐAL ánægjulegustu bóka fyrir þessi jól er Hundrað ár í Þjó'Sminjasafni, eftir dr. Kristján Eldjárn, þjóðminjavörð. Ber allt að sama brunni í því efni, girni- legt efni, listagóg skil þess og vöndun bókarinnar. Talið er, að á þessum vetri sé safnið aldargam- alt, og er bókin því í raun og veru afmælisvarði. Það er þó að sjálfsögðu aukaatriði — megin- máli skiptir, hver bókin er í sjálfri sér. í Hugvekju til fslendinga, sem Sigurður Guðmundsson, málari ritaði og birti árið 1862, lýkur hann lögeggjan sinni til lands- manna með þessum orðum: „Vér erum nú líklega komnir á þau seinustu og hættulegustu takmörk, sem orðið getur, því út- lendir ferðamenn koma hingað hrönnum saman og láta greipar sópa um allar þær fornminjar, er þeir fá hönd á fest, svo vér verð- um nú að hugsa annáðhvort af eða á, bæði í þessu og öðru, og ef vér viljum vera þjóð, þá verð- um vér að hugsa um það, hvað einni þjóð sæmir, að vér getum lifað með sæmd sem þjóð, að öðr- um kosti verður vér að deyja með skömm“. Ekki er ólíklegt, að mörgum hafi fundizt Sigurður málari taka nokkuð djúpt í árinni, er hann taldi það slíkan hornstein sjálf- stæðrar þjóðmenningar að eiga fomgripasafn, en svo hafði fal- inn eldur þjóðfrelsisins glæðzt í brjósti þjóðarinnar, er hér var komið, að eggjun Sigurðar málara bar árangur, sem mikil ástæða er til að gleðjast yfir á þessum tíma mótum. Og þegar hin nýja bók dr. Kristjáns er lesin, verður ljóst að Sigurður hefur hvergi ofmælt um menningarþýðingu íslenzks þjóð- minjasafns, og vissulega vantaði þjóðina einn hornsteininn, ef glat kistan en ekki safnhúsið við Há- skólann geymdi nú það allt, sem kaliast Þjóðminjasafn íslands. Þetta gerir bókin okkur fyllilega Ijóst, og að því leyti er hún tírna bær hugvekja til íslendinga um að spinna enn betur þennan menn- ingarþátt. Vegna hins sérstæða og framsýna frumkvæðis, sem Sig- urður málari átti að stofnun þjóð minjasafns hefði vel við átt að birta hugvekju hans, þá er birtist í Þjóðólfi 24. apríl 1862, í þessu afmælisriti um Þjóðminjasafnið. Að vísu heidur Kristján á loft hlut Sigurðar vel og skilmerki- lega í yfirlitsgrein sinni og hug- ieiðingum í upphafi bókarinnar, svo sem verðugt er, en hugvekja Sigurðar hefði farig þar vel í heild sem trúverðugur vitnisburð- ur um baráttu frumherjans. Dr. KRISTJÁN ELDJÁRN í formála sínum fyrir verkinu segir dr. Kristján Eldjárn m. a.: „Þetta er alþýðlegt kynningar- rit um Þjóðminjasafnið, einstök dæmi, sem eiga að koma fróðleiks- fúsum lesanda á bragðið. Þjóð- minjasafnið stendur enn sem kom- ið er fastar á fótum sem alþýðleg fræðslustofnun en vísindastofnun, þótt það vilji vera hvort tveggja. En vel væri, ef bókin opnaði ein- hverjum skilning á því, að rann- sóknarefni íslenzkrar menningar- sögu eru mörg og bíða þess flest enn, að þeim séu gerg fræðileg skil til gagns og sæmdar fyrir land og þjóð“. Síðan hefst yfirlitsgrein um safnið og stofnun þess — Þjóð- minjasafn íslands — Hugleiðing- ar á aldarafmæli. Segir höfundur þar frá stofnun safnsins, sem átti sér stað meö undarlega skjótum hætti í ársbyrjun 1963 eftir vakn- ingu Sigurðar málara, en .stofn- gerðin er bréf Jóns Árnasonar, að áskorun séra Helga Sigurðssonar, til stiftsyfirvalda 24. febrúar 1863, og stiftyfirvöldin svara samdæg- urs játandi og veita viðtöku gjöf séra Helga en fela Jóni Umsjá hennar. Með þessum gerðum og tilskipunum yfirvalda var Forn- gripasafn fslands stofnað aðeins tíu mánuðum eftir að Sigurður málari ritaði hugvekju sína og bar hugmyndina fram fyrstur manna. Dr. Kristján segir einnig góð deili á fyrirrennurum sínum öll- um og birtir af þeim myndir. rek- ur síðan vörzlu safnsins og segir frá húsnæði þess í Alþingishúsinu og síðar i Land'bnkasafni við Hringbraut. Eftir það er gerð grein fyrir safninu sjálfu í þeirri mynd sem það er nú og þroska- leið þess í þann áfanga. Ýmsir þeir, sem ekki hafa kynnt sér þessi mál, munu undrast það, hve stór starfshringur safnsins er orðinn 02 hve lítill hluti þess, sem þar fer fram, er sýnilegur í sýn- ingarstofum. Ritgerð Krlstjáns gerir allt Ijósara í þessum efnum. Á bak við 9 sýningarsali er manna myndasafn með 400 þús. manha- myndum, ef til vill einstakt í sinni röð, og margvísleg geymd önnur á gömlum munum og skjöl- um. Starfinu, sem þarna er unn- ið, tilheyrir einnig fornleifavarzla, fornleifarannsóknir, umsjón með gömlum húsum, byggðasöfnum o. fi. Þá er og örnefnasöfnun, þjóð- háttaskráning og komin er á lagg- ir hljómplötudeild, þar sem geymd ar eru raddir manna, hljómlist, lýsingar á sögulegum rrViiðbVRðumr og fleira. Til góðs,-,hefuF,,<Y,e£ÍS gengið, og verkefnin eru enn næg. Sá árangur, sem náðst hefur, mætti stuðla að ríkari skilningi þjóðráðamanna og eftirtekt al- mennings á þessu starfi og gildi þess, þó að enghn veginn sé rétt að segja, að tómlæti hafi um það ríkt. Én söguþjóð ber að kosta sér allri til varðveizlu og vísinda á þessum vettvangi. Eftir yfirlitsgrein Kristjáns | hefst meginefni bókarinnar — | þætir og myndir af merkum safn- munum — hundrað talsins. Er svo niður skipað efni, að þáttur er á hverri vinstri handar síðu en myndir tilheyrandi á hinni hægri. Fyrsti þátturinn er um fund hins heiðna kumls í Baldursheimi við Mývatn 1860—1861, svo sem vera ber, þar sem sá fundur varð til- efni hugvekju Sigurðar málara og þar með hvatinn að stofnun safns ins. Síðan eru skil gerð hverjum frægum og fornum grip eftir ann an, bæði úr heiðnum sið og kristn um og þann veg yfir fárið, að dæm in verði sem fjölbreyttust og gefi yfirsýn um svið safnsins, en ekki reynt að telja fram hundrag merk- ustu gripina, enda yrði jafnvel safnverðinum sjálfum slíkt val harla torvelt. Allir eru þættirnir ágæta vel gerðir, gagnorðir og greinilegir, ritaðir á fögru og lát- lausu máli og sameina á sjaldfeng inn hátt —- svo sem er einkenni Kristjáns — trausta fræðaþjón- ustu og mannlífsskyn gætt hug- myndaflugi, sem kann sér tak- mörk vísindahyggju. Slíkt viðhorf getur eitt sameinað alþýðlega fræðslu og fræðilega rannsókn. — Fáir menn kunna betur að sam- eina þetta í ritum sínum en Krist- ján Eldjárn Við bætist svo fag urt og ylhýrt málfar, sem laðar hvern mann til lestrar. Allt þétta eru skýr einkenni á þessum þátt um. Hver og einn þeirra verður hnitmiðuð og skýr mynd með dráttum listamanns. — Ljósmynd irnar eru og forkunnar vel gerð- ar, og hefur Gísli Gestsson, safn- vörður verið bar að verki. Nokkr- ar eru prentaðar í litum. Hörður Ágústsson listmálari hef ur teikna^ bókina. Það verk er unnið af stióngum aga og reyrðri formfestu Er þar farið í aðaldrátt um eftir ýmsum erlendum bókum, sem gefnar hafa verið út á síðari árum um svipað efni — listir og fornminjar en þó brugðig til nokk urrar sérvizku. Uppsetning þátt- anna og mvnda, sem þeim tilheyra, fer vel með föstu sniði og góðri notkun flatar, en varla verður hið sama sagt um það, sem er framan við þá. Þar er einhver útnárabrag ur yfir síðunum, sem gerir þær sviplausar og líflausar eins og reglustriku og er í ósamræmi við meginhluta bókarinnar, þar sem síðuflöturinn er notaður. Þetta er lýti á annars stórfagurri bók, sem ekkert hefur verið til sparað. •— hvorki í pappír né myndum, alúð í prentverki eða bókbandi, scm Oddi og Sveinabókbandið hafa af hendi leyst. þjdðina logið ir ÆVISAGA EYJASELSMÓRA skráð af Halldóri Péturssyni ísafoldarprentsmiðja gaf út. Það er víst ekki ofsagt, að ís- lendingar séu mikil söguþjóð, og að hvergi á byggðu bóli séu rituð önnur eips osköp af ævisögum. Nú eru þeir farnir að rita og gefa út ævisögur drauganna, og getur það orðið álitleg bókmenntagrein áður en varir, tf myndarlega verður fiam haldið Móri er vafalaust frægasta og tiðasta draugsnafn á íslandi, en í fáfræði minni í draugasögu hélt eg. að þeir hefðu verið margir mór arnir, jafnvei svo að flestar sveit- ir hefðu átt síne Móra Nú kemur hér heil bók um Móra, sem sagður er orðinn 160 ára en þó hvergi nærri allur. ag því er næst verður komizt. Halldór Pétursson ritar alldrjúg an inngang og gerir þar nokkra grein fyrir söguhetjunni og drauga trú sjálfs -:in og þeim tengslum sínum við Móra, er leiða til þess að hann telur sér skylt að skrá sögu hans Leiðir þetta höfund- inn til umræðna um framhaldslíf og lífsgátuna. Er formálinn skemmtilega ritaður og lipur að orðfæri. Síðan het'.iast söguinar um Móra og hefst á ,getnaði“ hans og fæð- ingu úr iyfjaglasi stjórnskipaðs tjórðungslæknis þar eystra um ddamótin 1300 Einnig eru til- nefndir þeir men:i og ættir, sem Móri batt ástfóstur við. Síðan eru 8 T í MIN N , fimmtudaginn 29. nóvember 1962

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.