Tíminn - 04.12.1962, Blaðsíða 8

Tíminn - 04.12.1962, Blaðsíða 8
Jóhann Skafiason, sýsSumaður, Húsavík: sland skal allt vera II greln byggt Um allt má deila og þar á meðal um það hvort nauðsynlegt sé að ’oyggja allt ísland. Að mínu áliti er það fyrst og íremst nauðsynlegt vegna þess, að dreifbýlið hefir í 1100 ár sannað það, að það elur upp gott fólk. Það hefur haldið önd og hönd barna sinna vakandi og starfandi, ekkert tækifæri gefið til of mikils makræðis og engin siðferðisspill- ing hefur fest þar rætur. Dreifbýlið hefur byggt mikla og að mörgu leyti merka höfuðborg, ssm er fyrst og fremst hold af þess holdi og blóð af þess blóði, og það þarf að vera þess megnugt að halda áfram að gefa henni blóð, án þess ag hún sjúgi það til þurrð- ar. Það þarf í framtíðinni að vera svo öflugt, að það geti sjálft vaxið og eflzt og alið barn sitt við barm sinn á n þess að barnið vaxi því yf- ir höfuð, og landsbyggðin þarf að vera svo öflug og framtakssöm, að hún geti jafnan tekið við nokkr- um hluta af fólksfjölgun þéttbýlis- ins. Segja má, að þjóðarlíkaminn sé eins og mannslíkaminn, það er ekki nóg, að blóðið streymi til bjartans eða höfuðsins, það verð- ur að fara hringrás um allan líkam ann og hreinsast á leiðinni á rétt- um stöðum og á réttan hátt, til þess að heilsufarinu verði vel borg ið. Er það ekki augljóst, að Reykja vík sjálfri sé nauðsynlegt að lands byggðin viðlialdist og að fólki taki aftur að fjölga sem víðast úti um landið? Efling landsbyggðarinnar skapar borginni betri viðskiptaað- stöðu út á við í framtíðinni, auk þess sem henni er nauðsynlegur nokkur innflutningur fólks úr hér- uðunum, jafnframt sem hún ætti að gefa meira í staðinn. Ef gagnkvæm viðskipti eiga að geta haldizt í framtíðinni, má hvor ugur aðila eta hinn upp til agna í nútíðinni. Þetta er einfalt mál. Bóndinn mjólkar ekki framar kúna sem hann hefir slátrað og etið. Vilji hann fá mikla mjólk, verður hann að eiga kú og ala hana vel, helzt verður hann að gefa henni fóðurbæti með töðunni. Reykjavík hefur lengi mjólkað allt landið, og hún virðist vilja hafa viðskiptin við það líkust við- skiptunum við hafið, þar sem allt- af var tekið án þess að gefa í stað- inn. Eg læt nú þessu líkindamáli lokis að sinni. Við vitum það öll, að viðskipt- in millj lands og borgar geta ekki haldið áfram á sama hátt sem við- skiptin við hafið hafa verið rekin. ViH skulum byggja a!9t Iandi9 Samkomulag ætti að geta orðið um það að breyta til og byggja í framtíðinni allt landið. Við, sem byggjum dreifbýlið, verðum tafarlaust að taka f taum- ana og segja allir sem einn: „Hing- að og ekki lengra." Nú krefst landið síns réttar. Nú má ekki spyrja hvað borg- ar sig bezt fjárhagslega — og það strax — heldur hvað tryggir bezt byggð alls landsins. Hvað er menn ingarlega hagkvæmast. Þrennt kemur fyrst og fremst til greina við eflingu landsbyggðar- iunar: 1. Dreifing menningarstofnana. ar sem víðast úti um landið, og stuðningur við ný atvinnufyrir- tæki. 2. Dreifing menningarstofnana. 3. Dreifing stofnana ríkisins. Umbætur á aðstöðu til atvinnurekstrar Atvinna og framleiðsla er fyrsta skilyrði fyrir því að hægt sé að lifa. Þjóðfélögunum er hagkvæm- ast, að framleiðslan sé fjölbreytt, en íslendingar eru vanastir fá- breyttum atvinnuháttum. Þyrfti því að auka fjölbreytnina. Fiskveiðar, landbúnaður og iðn aður eru þær atvinnugreinar, sem Jóhann Skaftason fyrst er um að ræða. Tvær þær fyrr nefndu eru gamlar og grónar í landinu, en iðnaðurinn tiltölu- lega ungur og verður nokkur hluti hans að byggjast á tveim hinum íyrri. Víðast hvar í landinu er lofsverð viðleitni heima fyrir til að bæta aðstöðu atvinnuveganna til sjós og lands, en getan er of lítil og opinber aðstoð ófullnægjandi. Bráðnauðsynlegt er að bæta hafn- ir í flestum fiskverum í kring um landið. Ríkið ætti sjálft að Iáta gera hafnarmannvirkin á smástöðunum og afhenda þau síðan sveitarfé- lögunum með viðráðanlegum greiðsluskilmálum. Þetta þyrfti að gera sem allra fyrst og í sérhverju kauptúni, sem vel liggur við fiskveiðum og er jafnframt viðskiptamiðstöð allvíð- lendra sveita. Jafnframt þarf að tryggja það, að útgerðin eigi kost á hagkvæm- um stofnlánum og nægilegum fram leiðslulánum meg hagkvæmum vaxtakjörum. Einn dálkur og 35 línur Tímarit, sem heitir Frjáls verzlun, 3. og 4. hefti 1962, er tileinkað Akureyri vegna 100 ára afmælisins s.l. sumar. Var það vel til fundið og verðugt. Hins vegar hefur svo til tek- izt, að hefti þetta gefur ekki rétta mynd af Akureyri, hvorki sögu kaupstaðarins né heldur hvernig ástæður eru þar á hin- um merku tímamótum. Þessu veldur, að merkasta þættinum í sögu og atvinnulífi á Akur- eyri er gerð svo ófullkomin skil, að lesendur fá ýmist al- ranga, eða enga hugmynd um hina raunverulegu Akureyri. í myndskreyttu afmælishefti Frjálsrar verzlunar er engin einasta mynd af húsum og fyrir tækjum Kaupfélags Eyfirðinga, engin mynd af verksmiðjum Sambands íslenzkra samvinnu- félaga og engin mynd af forystu mönnum samvinnuhreyfingar- innar á Akureyri. Frá Kaupfélagi Eyfirðinga er sagt í tæpum einum dálki á einni blaðsíðu. í samtals n.l. 35 einsdálks línum hér og þar í ritinu er þess getið, að Sam band íslenzkra samvinnufélaga reki verksmiðjur á Akureyri og að Mjólkursamlag KEA sé til. Með þessum vinnubrögðum fá lesendur litla hugmynd um þá raunverulegu Akureyri. Höfuðstaður Norðurlands hef ur oft hlotið tignarheitið „sam vinnubær", og það með réttu. Af 8957 íbúum Akureyrar eru 2465 í Akureyrardeild Kaupfél. Eyfirðinga, eða 27,5% af öllum Akureyringum. Kaupfélagið hefur 25 Jjúðir víðs vegar um bæinn, það hefur um 400 fast ráðna starfsmenn og greiðir yf ir 40 millj. krónur í vinnulaun alls til fastra manna og lausa fólks árið 1961, að langsamlega mestum hluta til íbúa bæjarins Það hefur verið brautryðjandi um bætta þjónustu í verzlun byggingar þess hafa hjálpað tii að setja glæsibrag á bæinn. — Enginn einn aðili hefur átt svo mikinn þátt' í gengi Akureyr- ar. Með þessar staðreyndir í huga má það vera öllum ljóst, að þætti kaupfélagsins í sögu Akureyrar verður ekki gerð skil á einum myndlausum dálki í annars myndskreyttu afmælis- hefti tileinkuðu hinum merka höfuðstað Norðurlands. Iðnfyrirtæki Sambands ísl. samvinnufélaga á Akureyri hafa um langt skeið gert garð- inn frægan. Við verksmiðjur Sambandsins á Akureyri vinna yfir 600 manns og vinnulaun þeirra skipta tugum milljóna. Byggingar Gefjunar og Heklu eru ekki einungis stærstu bygg ingar kaupstaðarins, heldur eru verksmiðjurnar einnig mjög fullkomnar að vélum og öllum útbúnaði og framleiðsla þeirra viðurkennd innan lands og ut an. Saga sútunarinnar og skó gerðarinnar er efni í langa grein, svo eitthvað sé nefnt. Það er mikil óvirðing við Akureyri, sögu kaupstaðarins og heildarmynd bæjarins, eins og hann er í dag, að sleppa að mestu að gera grein fyrir fyrir tækjum samvinnumanna í höf- uðstað Norðurlands. Það er furðuleg slysni, að það skuli hafa hent þetta fyrrnefnda. virðulega tímarit og þarfnast úrbóta. P.H.J Sama nauðsyn er á því að veita eðrum atvinnugreinum hagkvæm lanakjör Þetta hvort tveggja er auðvitað mikið átak fyrir þjóðfélagið, en takist að skapa þannig hagstæð vinnuskilyrði, má treysta því, að vélin gangi sjálfkrafa eftir það þvi mikill áhugi er fyrir framleiðslu- störfunum. Þjóðfélagið hefir glímt við þessi vandamál að undanförnu, en virð- ist ekki haía tekizt að leysa þau á viðunandi hátt. Iðnaðinn þarf að stórauka, fyrst og fremst vinnslu afurða sjós og lands, en jafnframt hafa vakandi auga með því hvort tækifæri býðst til iðnrekstrar á öðrum grundvelli, svo sem stóriðju við hagkvæm virkjunarskilyrði, eins og mjög er á dagskrá í sambandi við yfirstand andi rannsóknir á virkjunarað- stöðu víðs vegar um land. Þar kann að bjóðast óvænt tæki færi til að jafna nokkuð metin í byggg landsins, ef framsýni og sanngirni fær að ráða. Fátækt þjóðarinnar hefur mjög hindrað framtakssemi einstakling- anna, sérstaklega í dreifbýlinu, verður því ekki hjá komizt, að þjóðfélagið veiti stuðning, á einn cða annan hátt, ýmiss konar ný- breytni í atvinnuháttum, sem það telur æskilegt að nái að ryðja sér til rúms. Sýnd hefir verið viðleitni í þessa átt og stundum gefizt vel. Er hún þess verð að henn; yrði fram haldið með gætni og hygg- indum, geti hún þá stutt til þroska aivinnuhætti, sem síðar væru fær- ir um að starfa óstuddir þjóðfé- laginu til gagns. Qrkuflutningur Hérug landsins ráða yfir mjög misjöfnum orkuforða. Sums staðar er mikið um jarðhita og virkjan- leg vatnsföll, annars staðar lítið. Orkuforðinn jafngildir háum innstæðum cða forðanæringu, fyrir héruðin, sem hann er í og á, undir öllum kringumstæðum, að verða þeim fyrst og fremst að liði, en lafnframt er oft hægt ag miðla honum til annarra staða, og er sjálfsagt að gera það, að því marki sem hægt er, án þess að afskipta heimahéruð orkunnar. Þessa sjónarmiðs hefir ekki ver- ið gætt hér á landi. Mikil orka hef- ur verig flutt úr strjálbýli í þétt- býli, án þess að upprunasveit ork- unnar hafi notið nokkurs í því sam bandi. Eðlilegt væri að leggja lágt sölu gjald á orku, sem flutt er milli hér- aða, og að gjaldið rynni í sjóð heima fyrir, sem varið yrði til hag- nýtingar orkunnar heima eða til annarra framfara þar í sveit. Þetta sjónarmið er eðlilegt og nauðsynlegt, sérstaklega meðan héruðunum er svo mismunað um ríkisframtak sem raun er á. Virkjanleg orka er einn þeirra kosta, sem hvert hérað þarfnast mjög. Sé hún flutt burt bótalaust, kann héraðig að þykja óbyggilegt. Þegar orka er virkjuð til iðnað- ar, ríðui á því fyrir heimahérað- :ð, að iðjuverig verði þannig í sveit sett, að héraðsbúar geti notið við- skipta við það með framleiðsluvör- ur sínar. Aðeins óhjákvæmileg nauðsyn á að geta ráðið því, að iðjuver sé sfaðsett svo langt frá, að heimahér- af orkunnar njóti einskis af því, og undir beim kringumstæðun: -•aiH í.ðlilegt af, orkugjaldig væri bærra en ella Fulltrúar dreifbýlisins hafa ekki baldið vöku sinni á þessu sviði. Er nú kominn tími til úr að bæta. Dreifing menningar- stofnana Á okkar miklu skólaöld eru skól arnir orðnir veigamikill þáttur bjóðlífsins, allt frá barnaskólum upp í háskóla. Lengst af voru í landinu aðeins tveir skólar Skálholtsskóli og Hóla skóli. Norfflendingar fundu strax, að þeir gætu ekki notið Skálholts til jafns við Sunnlendinga og efldu því hliðstætt menningarsetur að Hólum. Klaustrin voru sérstæð íræðasetur, reist í öllum landsfjórð ungum. Allar þessar trúar- og menningar stofnanir voru staðsettar meff það fyrir augum, aff allir landsmenn nytu þeirra sem jafnast. Skólarnir voru nokkurs konar sambland af menntaskóla og há- skóla að því leyti sem þeir útskrif- uðu embættismenn, presta, en' lengstum var prestsembættið — þar með biskupsembættin — einu embætti hér á landi, sem kröfðust rnanna með ákveffnu kunnáttu- vcttorði. Skólagengnir menn þóttu að öðru leyti hlutgengari en aðrir í virðingas*öður þjóðfélagsins. Er háskólar risu erlendis og ís- lenzkir menn tóku að nema þar, voru þeir að jafnaði teknir fram yfir þá, sem aðeins voru heima iærðir. Var það ag vonum, þar sem þessir menn höfðu ekki aðeins langa skólagöngu fram yfir hina, lr-ldur höfð'u jaínframt forfram- azt erlendis. en það hefur jafnan talizt mikilsvert hér á landi. Þá voru einnig víðs vegar um landið lærðir menn, sem kenndu allan innlendan skólalærdóm (heimaskólar) og rétt höfðu til að útskrifa stúdenta. Var því furðu góð 'affstaða til náms úti um allt íand. „Góð brauð“, þ. e. arðvænleg og því eftirsótt prestaköll voru til í öllum sýslum landsins. Drógu þau ?ð sér framsækna atorku- og gáfu- menn. Allt fræðslukerfi landsins var því skipulagt upphaflega með jafn- vægi í byggff landsins fyrir augum á hinum fornhelga jafnvægisgrund velli, sem bióðfélagið var reist á. Röskun á þessum menningarað- stöðuhlutföllum hófst með aftöku Jóns biskups Arasonar og sona hans í Skálholti haustið 1550 og hélt áfram með niðurrifi klaustr- anna og þar mefffylgjandi bóka- brennum og ofsóknum gegn forn- um fræðum þjóðarinnar, afnámi skólanna og biskupssetranna að Kólum og í Skálholti og síðan með sameiningu brauða og þar af leið- andi fækkun lærðra manna úti um landið. Strax eftir niðurlagningu norð- lenzka skólans hófst barátta fyrir endurreisn hans, sem leidd var til sigurs á fyrsta þriðjungi yfirstand andi aldar. í kjölfar þeirrar baráttu kom siofnun héraðsskólanna, og verð- ur ekki annað sagt, en að á skóla- vettvanginum hafi miklir sigrar unnizt í baráttu landsbyggðarinn- ar fyrir tilveru sinni. Sámt eru allar æffstu mennta- sfofnanir þióðarinnar einungis í höfuðborginni. Þótt menntaskólar nútímans veiti iullkomnari fræðslu en gömlu 'atínuskólarnir. veita þeir ekki sama rétt til embætta í þjóðfélag- inu sem atínuskólarnir gerðu. Þeir veita aðeins aðgang1 að há- skóla. Mfii«nfaskélar Á síðustu árum hefur aðsókn að rrenntaskólunum vaxið mjög vegna Framhald á 13 síðu 8 T í M I N N, þriffjudagur 4. desember 1962. —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.