Tíminn - 04.12.1962, Qupperneq 2

Tíminn - 04.12.1962, Qupperneq 2
Hvað sem börn Elliabeth Taylor hafa haldlö um Rlchard Burton, þá lífur út fyrlr aö þau þurfl ekkl aö hafa meiri áhyggjur. Liz Taylor og Burton leika saman að nýju Fyrirsagnir blaðanna eru hætt- ar að íjalla um rómverska hneykslið, Richard Burton er snú inn aftur til konunnar sinnar. Ástarævintýrið milli Liz Taylor og mótleikara hennar í Cleopötru hefur tekið enda. Hefur ævintýri þeirra kostað eyðileggingu tveggja hjónabanda? Það er alls ekki líklegt. Liz er áreiðanlega frægasta hliðarstökk Burtons, en hún var ekki það fyrsta og er ekki það síðasta. Hjónaband Burtonshjónanna endað'i ekki með skilnaði og heldur ekki hjónaband Liz. Þannig er enginn skaði skeður, eftir því sem kjafta kerlingarnar segja. Hvað skeð hefur í Burtonsfjölskyldunni læt ur Sybil kona Burton ekki uppi, en henni hefur að minnsta kosti tekist að bjarga börnunum frá áhrifum af þessu og sjálf staðið upprétt eftir. Liz er alltaf talin hafa áhuga á einhverjum og sam kvæmt nýjustu flugufregnum, hefur hún þegar beint athygli sinni að nýjum karlmanni, ung- um dreng, sem vinnur í svissnesk um banka, hvorki frægur nó um- talaður, að minnsta kosti ekki. enn. Svo er líka auðugur ilmvatns framleiðandi með í spilinu, þann- ig að Liz situr ekki í sorg. Hún spjallar jafnvel við Sybil í síma, þær virðast því hugsa með sér, að þetta sé búið og gert, það hafi enginn farið illa út úr þessu. En þeim sést yfir þau, sem raun- verulega fóru illa út úr þessu ævintýrí Liz og Burton, það eru börn Liz. Þau eru þrjú, Michael tíu ára, Chris átta ára, Lisa fjögurra ára og tökubarnið, María, sem til allrar hamingju, hefur ekki mik- ið haft að segja enn þá. Michael og Chris eru synir eig- jnmanns númer tvö, Michael Wild ing. Þeir eru mjög ólíkir, þó þeir séu bræður. Mike er líklega sá, sem mest hefur liðlð vegna Iifnað arhátta móður sinnar. Kannski af því að hann er elztur og man gleggst eftir þeim þremur mönn- um, sem hafa búið á heimilinu sem feður hans. Hann er vel gef- inn og viðkvæmur. Hann er ekki beint uppáhald sinna nánustu, en þeir eru til allrar óhamingju svo til eingöngu þjónalið. Og það seg- ir að hann sé skapillur og her- skár og hann sé óréttlátur gagn- vart yngri bróður sínum. Chris er mjög gott barn og þjónustuliðinu líkar vel við hann, þar sem hann veldur engum vandræðum. Hann gerir það sem honum er sagt að gera. Þegar eldrj bróðir hans stríðir honum, tekur hann ekki á móti, heldur sættir si" við það. Það er eins og honurá finnist ómögulegt að sigrast á heiminum og hvers vegna ætti hann þá að vera að berjast. Hann þarf á leiðbeining- um karlmanns að halda og hann saknar Eddie Fishers mjög mik- ið. Liza er töfrandi lítil stúlka. Hún er líkari Mike Todd en hinni fallegu móður sinni, en hún 'er ákaflega aðlaðandi. Allir, jafn- vel Michael, tilbiðja hana. Hún átóð næst fósturföður sínum, Eddie, þar sem hann eyddi mikl- um tíma með henni, meðan móð- ir hennar var að vinna. Og Liza, sem engan annan föður þekkir en Eddie mátti varla af honum sjá. Það er enginn vafi á því, að Liz finnst vænt um börnin sín, á sinn sérstaka hátt, en það er ómögulegt, að hún geri sér Ijóst þau áhrif, sem lífemi hennar hefur á þau. Auðvitað getur kona sem gift hefur verig fjórum sinn- um og hneykslaði allan heiminn með fimmta hjónabandi sínu, ekki verið hin fullkomna móðir. Hún hefur hingað til ekkert gert til að gefa börnum sínum örugg- ara og hamingjusamara lif. Ef þið munið eftir gömlum myndum af börnum hennar, þá er eftirtektarvert, að börnin þrjú sjást aldrej brosandi. Jafnvel við brúðkaup þeirra Liz og Eddie stökk þeim ekki bros. En þegar þau byrjuðu að kynnast Eddie og viðurkenna hann sem föður sinn, byrjuðu myndir af þeim að líkjast hamingjusömum og bros- andi börnum. Nú sem stendur býr Liz ásamt börnunum í lúxusvillu, sem hún keypti í Sviss, meðal annars fylg- ir húsinu fullkomið atómbyrgi, en mjög fáir hafa getað veitt sér þann munað til þessa. Næsta mynd er hún mun leika í heitir „I love Louisa" og leikur Richard Burton aðalhlutverkið á móti henni. Fyrir myndina fær Liz milljón doilara. ■" ' - ' J Minning: Friðgerður Guðmundsdóttir Hún andaðist að heimili sínu, Skeggjagötu 19, 6. nóv., eftir langt og erfitt sjúkdómsstríð. Friðgerð- ur var fædd í Stúfholti í Holtum, 19. marz 1874. Árið 1908 giftist hún Ara Arasyni, ættuðum úr Austur-Skaftafellssýslu, og mjög bráðlega hófu þau búskap að Kald- bak á Rangárvöllum . Ari lézt snemma vors árið 1940, en Frið- gerður bjó í rúmt ár eftir lát hans. Þeim varð ekki b.arna auðið, en ólu upp að öllu eða mestu leyti þrjá drengi, en hún varð fyrir þeirri þungu sorg ag sjá á bak þeim öllum á bezta aldri. Sá íyrsti lézt um tvítugt, annar, sá er mest var hjá henni, Þórarinn Bjarnason, lézt fimm mánuðum á undan manni hennar, og var hún þá orðin ein í bænum. Þriðji fóst- ursonurinn, Guðni Guðmundsson, var þá farinn til Reykjavíkur og búinn að stofna sitt eigið heim- jh. Þetta varð erfiður vetur fyrir Friðgerði, þótt ekki væri hún jengi alein. Hún var með afbrigð- um vel kynnt og nú komu nágrann ar og vinir til hjálpar. Ná- búar hennar á Þingskálum og vin- ir hennar á Lækjarbotnum á Landi reyndust henni fyrr og síðar traustir vinir. Friðgerður fluttist svo til Guðna og hans góðu konu, Þórönnu Guðjónsdóttur, en enn i þá einu sinni kvaddi dauðinn dyra, því ag Guðni andaðist nokkrum árum síðar á bezta aldri frá konu og 3 börnum, en Friðgerður hef- ur dvalizt hjá ekkjunni og henn- ar börnum síðan, og það held ég að hafi verið hennar mikla lán að hafa aldrei þurft að fara frá þessari góðu fjölskyldu. Frú Þór- anna, börnin og systir Þórönnu, Svanhildur, hafa annazt hana af ólýsanlegri ástúð, blinda og sjúka og nú í lengri tíma alveg ósjálf- bjarga. Þegar ég var níu ára, var ég búin að vera lengi veik á sjúkrahúsi, læknar ráðlögðu, að ég færi í sveit til hressingar. Mér var komið fyrir hjá Friðgerði og Ara og átti ég að vera mánaðar- t)ma, en dVölin varð að mörgum sumrum og einum vetri og ég á ekki betri ósk nokkru barni en að dvelja á slíku heimili. Friðgerður var sérstök við börn, mér hefur oft dottið í hug að hún hefði orðið góður barnasálfræðingur, svo vel skildi hún barnssálina. Hún var vel greind, minnug og las mikið, eftir því sem stundir leyfðu. Hún »ar ákaflega trúrækin, las t.d. oft- ast húslestur. Hún kunni mikið af góðum kveðskap og gat vitn- ?ð í ljóð við hvaða tækifæri. sem var. Henni var einnig gefin sú náðargjöf ag vera glaðsir.r.a og bjartsýn i öllum sfnum erfiðleik-: um, og oít bakkaði hún for.’jón- innj fyrí* að ri r.<5 eiga heimili hjá Frareihaíd 5 4. síSu. Orðsending til útgerðarmanna Að gefnu tilefni viljum við tilkynna að við munum hér eftir, sem áður annast viðhald og varahluta- sölu fyrir kraftblokkirnar og munum við mjög bráðlega afgreiða varahluti beint frá framleið- endum. Vélaverkstæði Sig. Sveinbjörnssonar h.f. Reykjavík Aðalfundur Aðalfundur í Samlagi skreiðarframleiðenda verður haldinn í Sjálfstæðisliúsinu í Reykjavík, fimmtudaginn 6. des. n.k. og hefst kl. 10,30 árd. Dagskrá samkvæmt félagslögum. % Lagabreytingar. Stjórnin íbúð óskast Sendiráð Bandaríkjanna óskar eftir 3ja til 4ra herb. íbúð við miðbæinn til 2ja ára. Upplýsingar í síma 24083 TiEboð éskasf í nokkrar fólksbifreiðir er verða sýndar í Rauðarár- porti fimmtudaginn 6 þ.m kl 1 til 3. Tilboðin verða opnuð í skrifstofu vorri kl. 5 sama dag. Sölunefnd varnarliðseigna. 2 T f M I N N. þriði>iil''gr.i' 4. desombev it-cí

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.