Tíminn - 04.12.1962, Blaðsíða 13

Tíminn - 04.12.1962, Blaðsíða 13
JÓLAÆVINTÝRIÐ UM ÞYRNIROS WALT DISNEY f'” ---——----N 1ÖA\ORROW WB'LL PRESS THE BLUE J?OQV\,THE SOLP EOO/VVTHE CKySTAL ROOM...AMDTHE KNIGHTS'HALL. A GOOP NIGHT-S EEST WILLPO WONPERS FOEVOUR WANP, - MERRYWEATHER... ANPALLOFUS- — Jæja, þá er þessi álma tilbúin. — Þetta er nóg í dag. — Á morgun lögum við til í bláa her berginu, gullna herberginn o.g riddaj^ salnum. — Ef sprotarnir okkar þola það. — Sprotarnir munu hafa gott af næt lirbvíld .— n& haff hnfnm gllar — Góða nótt. Um nóttina flýgur hrafninn frá höl! nornarinnar. Stjórnarfar Framhald af 7. síðu. ið, heldur en að gera ekki neitt. Án okkar hefðuð þið gert Strauss að kanslara þvert á móti vilja ykkar eins og þið gerðuð getulausa gamlingjann að ríkisstjóra árið 1961. Eins og þið látið nú sama gamlingj- ann troða réttarríkið undir fóturn, manninn, sem ber sam- an aftur í þessari viku fimmtu ríkisstjórn sjna. Við eigum enn ógert að stofna réttarfarslegt og þing- ræðislegt lýðræðisríki, þið borgarar. Adenauer kanslari gat eðlis síns vegna ekkert stuðlað að því. Svo getur farið, að með sameiginlegu átaki getum við látið nýjan SPIEG- EL hrörna jafnframt og verða óþarfan. Sjötugur: Þorgils Guðmundsson Þorgils Guðmundsson, fulltrúl og fyrrum kennari í Reykholti, er sjötugur í dag. Ég hef ekki kunn- leik til að rekja ættir Þorgils Guð mundssonar. En það veit ég, að Þorgils á til ágætra að teljast í báðar ættir. Voru foreldrar hans þau merku hjón Guðmundur Sveinbjörnsson og Katrin Jak.obs- dóttir, er lengi bjuggu á Valda- stöðum í Kjós. Þar fæddisf Þor- gils hinn 4. desember 1892. Ung- ur varð Þorgils búfræðingur frá Hvanneyrarskóla. Síðar fór hann tvívegis utan til framhaldsnáms á Norðurlöndum. Lagði hann þá stund á íþrótta- og smíðakennslu. Þorgils var kennari á Hvanneyri um nokkur ár, en flutti að Reyk- hoíti vorið 1930 og var þar bóndi og kennari til ársins 1947, er hann flutti til Reykjavíkur. Tók hann þá við starfi á fræðsluttíálaskrif- stofunni, cr hann hefur gegnt til þessa. Kynni okkar Þorgils hófust, er við vorum næstum samferða að Reykholti vorið 1930. Síðan er nú liðinn tæpur þriðjungur aldar. Og það er ákaflega margs góðs að minnast. Þar sem Þorgils var, kynntist ég hugbjörtum atorku- manni, er varpaði birtu yfir at- höfn og umhverfi. Það fylgir Þor- gils ávallt svo mikill þokki, hvar sem hann kemur og fer. Hann eignast allra hug. Það var því ekki að furða, þótt hann væri afburða vinsæll kennari. Frá æsku var hann íþróttamaður og íþróttavin- ur af lífi og sál. Fegurð, göfgi og nytsemi íþróttanna var honum allt. Þetta fundu nemendur hans og heilluðust með honum af þei n sama anda. Nemendur hans urðu eigi aðeins áhugamenn um Iþrólt- ir, lieldur eru og tiltölulega marg ir íþróttakennarar landsins úr þeim hópi. | Og nú er Þorgils Guðmundsson. sjötugur. ótal vinir hylla hann í dag og þakka honum fyrir sam- fylgd, — við Reykhyltingar ekki hvað sízt. Við hjónin og börn okk ar þökkum sérstaklega fyrir okk- ur. Við þökkum Þorgils, hans ágætu eiginkonu frú Halldóru o'" börnum þeirra fyrir alla vináttu og góðvild og oft útrétta hjálpar- hönd. Við sendum heillakveðju og biðjum Guð að blessa afmælis- stundina og alla ólifða daga. Einar Guðnason. lægar heillaóskir. Þar er hans minnzt sem sérstaklega góðs kenn ara og ekki síður góðs félaga. i Ég átti því láni að fagna að vera samstarfsmaður þeirra hjóna, Halldóru og Þorgils, um nokkurra ára skeið. Minnist ég þeirra stunda með þakklátum huga fyrir þá gleði og góðvild, er frá þeim streymdi. Aðalkennslugrein Þorgils var iþróttir. Munu þær hafa verið hon- um sérstaklega hugstæðar iallt frá æskudögum, enda mun hann hafa unnið í þeirra þágu fram á síðustu ár. Þekki ég . engan, sem hefur á jafnríkan hatt fylgt boðorði iþróttamannsins: „Heilbrigð sál í hraustum líkama". Þetta hvort tveggja sameinast hjá Þorgils. Um leið og hann hefur verið fim- ur og snjall íþróttamaður, er skap gerð hans mótuð af drenglyndi og heiðríku hugarfari. Þar var ætíð á ferð hinn sanni iþróttamað ur. í honum sáu allir, er sinntu þeim málum, sanna fyrirmynd. Fyrir mörgum árum hitti ég roskna konu, sem var ættuð úr æskusveit Þorgils. Þegar hún minntist hans, ljómuðu augu henn ar af aðdáun. Þegar ég kynntist Þorgils betur síðar, fann ég, að þetta hugarfar konunnar var eðli- legt. Svo hefur og öllum farið, sem átt hafa samleið með hon- Þorgils Guðmundsson kennari um’ er sjötugur í dag. Ber hann þó fá Þessi fáu orð' eru aðeins mælt merki um svo háan aldur, og má sem jnnileg kveðja til Þorgils og segja, að þarsé sjötugur æskumað ástvina hans ur a ferð. A þessum timamotum senda Reykhyltingar honum ein- Bjöfn Jakobsson. ísland skal Framhald at 8. síðu bætts efnahags, breytinga á fræðslukerfi og mikillar fjölgun- ar þjóðarinnar. Þess vegna þarf að fjölga menntaskólunum, en leggja minna kapp á að stækka þá, sem íyrir eru. Koma verður upp menntaskóla- deildum við stærstu héraðsskól- ana. Ætti nú þegar að koma upp lærdómsdeild á ísafirði, í Þingeyj- arsýslu og að Eiðum og síðan víðar eftir þörfum. Skólarnir öðlast srcátt og smátt sérkenni, sem auka fjölbreytni menntaskólastofnan- anna og heilbrigða samkeppni. Kennaraskóli Mikill áhugj er um allt land á því að byggja sem fullkomnasta barnaskóla og rísa þeir hver af öðrum og liver öðium glæsilegri. Er. hér hefur komið babb í bátinn. Í>ótt börn séu til og jafnvel skóla uis, eru ekki til nægir kennarar. í ISéniÝy# uhafa ekki fengizt kimplaðir nema í Reykjavík frem- ur en embættismennirnir. Það vir’ð ist nú engin goðgá að fara fram á það ag stofnaður verði kennara- skóli í Norðurlandi og þar með létt nokkuð þrýstingi af kennaraskól- anum í Reykjavík. Verzlunarskóli Ekki virðist það nein fjarstæða að ungir menn ættu þess kost að fá tilsögn í viðskiptafræðum norð- .sn heiða. Samvinnuskólinn hefir hætt sér alla leið upp að Bifröst í Borgarfirði. Skyldi Hermes hætta á flugið norður yfir jökla? Biskupssefur eg; presta- skóli í Skálholti Þá stíg ég nokkur þáep upp á við og sný mér að Háskóla fslands. Eg legg til, að nokkur hluti Skál- holts verði lagður undir Háskól- ann og að bann flytji guðfræði- deildina þangag og hún verði lát- in búa þar í tvíbýli við biskup fs- lands eða biskup Skálholtsbiskups- dæmis, verði Hólabiskupsdæmi endurrcist, svo sem margir Norð- lendingar æskja. Yrð'i þá Skálholt guðfræðilegur háskólabær og bisk upinn hans æðsti leiðarstjarna. Hefði staðurinn þá endurheimt forna virðingu sína. 9 næsta pönutnarBista Gæruúlpur á karlmenn. Verð aðeins kr. 990.00 Póstverzlunin HAGKAUP Miklatorgi Sigríður Jónsdóttir Á miklum tímamótum er oft gott að fagna. Á vegamótum skyggnumst við um, sjáum skil og hverfum gjarnan til baka, svo að líðnir atburðir færast nær. Minnisstæð tímamót telja flest- ir, er þeir kveðja móður sína, og ekki sízt, er hún er kvödd hinztu kveðju. Um leið og ég tek undir hinztu kveðju ykkar, Kringlusyst- kina, tengdafólks og vinafjölda, er þið nú færig elskulegri móð'ur, er íokið hefur lífsskeiði sinu hér, kemst ég ekki hjá því að leyfa huga mínum að hverfa heim í Dali, og minnast með þakklæti margra ógleymanlegra, ágætra famstarfs- og samverustunda í góðu nágrenni við' Sigríði Jónsdótt ur frá Kringlu í Miðdölum. En hún lézt á heimili Guðrúnar, dótt- ur sinnar, í Reykjavík 26. f. m., eftir alllangt ‘sjúkdómsstríð hin síðustu misseri, sem hún bar með þögn og þolgæði, en þverrandi þrótti. Hve gott er að vona það og sælt að trúa því, að sál þessarar góðu konu og tryggu móður, hafi nú hlotnazt nýr bústaður, um leið og sveitin býr jarðneskum líkama hennar rúm í vígðum moldarreit á heimaslóðum. Mér er ljúft að þakka allar hin- ar mörgu, liðnu stundir. Mér er einnig ljúft að hverfa með ykkur heim að Kringlu, þar sem þið minn izi nú margs þess bezta, sem þið nutuð, og margs þess bjartasta, scm birtist huga ykkar, og oft var bað henni að þakka, sem við nú kveðjum. En um leið þakkar sveit- in hennar öli hin kyrrlátu, tryggu, óeigingjörnu störf. og einnig þann góða anda og þau tengsl, sem þið hafig bundið heimabyggð ykkar. Allt er þetta meira virði en marg- ur hyggur. Eg sé í anda bónda- bæinn brosa mót suðri og sól. Það standa opnar dyr, og allir eru vel- komnir í bæinn. Þá minnumst við hinnar brosmildu, síungu konu, sem miðlaði öðrum svo mikilli hlýju, að jaínvel á þorranum, þeg- ar landig var „vetrarörmum vafið“ ”ar alltaf hlýtt í Kringlu. Sveitin stendur í þakkarskuld við slíkar tápmiklar konur, sem kveðja, kon- ur sem fórnuðu öllu fyrir ástækra heimabyggð. Störfin þau í Kringlu voru jafnan í miklum tengslum vig þann vaxtar- og vorhug, sem bezt hefur dugað íslenzkri sveit. Um leið og við fögnum fram- förum og furðutækjum nútímans. stöndum við orðlaus og undrandi. er við nálgumst afköst og atgervi margra þeirra íslenzku mæðra, sem fullorðnar eru nú að kveðja. Þær stóðu sem hetjur í stormin- um, en dreifðu í kringum sig dreng T I M I N N, þriðjudagur 4. desember 1962. — skap og dáð. Sigríður frá Kringlu var vissulega ein af þeim. Hin ágæta kona og örláta móðir fór ávallt fagnandi, en gleymdi því jafnvei, að hún átti þann mikla mátt, svo yfirlætislaus var hún i > kyrrlátu, starfi. Það var því líkast, I rð hún væri stöðugt heit af þakk- | argjörð til umhverfis síns. Það var sem hún leiddi sína eigin æsku r.ér við hönd, hyað sem árunum leið. Hamingjan var heið og hug- u.rinn hlýr með þeim Kringluhjón- um, ekki aðeins hvað snerti þeirra | heimagarð, heldur og þá, er bezt ] miðaði til hags og heilla, í byggð- ! inni allri, sem ól þau, og átti í , þeim hverja taug og traustar ræt- ur Þótt sumir hafi þungar byrð- ar borið, / þá biðja þeir um líf, sem elska vorið,“ segir Davíð frá Fagraskógi. Það er trú mín, að Sig- rjður og Jón í Kringlu hafi unnað heitast og glaðzt bezt, þegar vorið hló og fræin festu rætur. Enda sáðu þau góðum fræjum á lífs- leið sinni, sem þegar hafa borið mikinn ávöxt. Það er gott að minn- ast þessa gæfusama fólks. Þag hljómar fagurt nafnið n.argra hinna gengnu íslenzku íslenzku mæðra, sem fóru fagnandi höndum um flesta hluti, en brostu gegnum tárin. Spor þeirra munu ’engi geymast, ekk^ sízt á grómtiö ökrum og í grænu vgrasi gjöftHW byggða, sem þeim var svo kær, til binztu stundar. Við flytjum þeim þúsundfaldar þakkir, heim til þeirra — og hm's eilífa vors. l.desember 1962. Ólafur Jóhannesson, TfigrSyínljgl^ 13 ! I t 1 "(..1 t V I t < t » < < < I ' '. < . V 1 1 I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.