Tíminn - 04.12.1962, Blaðsíða 5
IÞROTTIR
- ■— . - ■ ■
msmv$
RITSTJORI HALLUR SIMONARSON
NAIIMUR SIGUR IR-INGA
GEGN UNGUM KR-INGUM
Um síðustu helgi hélt Reykja
víkurmótið í körfuknattleik
áfram að Hálogalandi. Leikn-
h' voru tveir leikir í meistara-
flokki karla, en auk þess fóru
fram nokkrir leikir í yngri
flokkunum. Úrslit hafa feng-
izt í einum flokki á mótinu —
í 1. flokki, — en þar varð Ár-
mann Reykjavíkurmeistari.
Á laugardaginn mættust í meist
araflokki Ármann og KFR. Fyrir-
fram hafði verið búizt við jöfn-
um leik, en svo varð ekki. KFR
hafði yfirburði allan leikinn og
sigraði með 62 stigum gegn 28.
Á sunnudaginn hélt mótið svo
áfram, þá léku í meistaraflokki ÍR
og KR. Leikurinn var mjög jafn
og spennandi og endaði með sigri
ÍR 49—44. Árangur KR-inga í
leiknum er mjög góður, þegar
þess er gætt, að lið þeirra er nær
eingöngu skipað drengjum úr 2.
aldursflokki, en í liði ÍR eru sjö
landsliðsmenn.
Á sunnudaginn fór einnig fram
leikur í 1. flokki, milli Ármanns
og ÍR. Ekki var þátttaka frá fleiri
félögum í þessum flokki, þannig
að um hreinan úrslitaleik var að
ræða. Ármann sigraði með 46 stig
um gegn 29. Leikurinn var frek-
ar illa leikinn — sérstaklega sf
hálfu ÍR-inga, sem virtust með
öllu æfingarlausir. Beztir í liði Ár
manns voru þeir Árni Samúelsson,
Hörður Kristinsson — báðir kunm
ir handknattleiksmenn með meist
araflokki Ármanns — og Jón Þór
Hannesson, en þeir skoruðu flest
stigin. Ágætan leik í liði ÍR sýndi
Ingi Gunnarsson, en hann skoraði
16 stig. Ðómarar í leiknum voru
þeir Halldór Sigurðsson og Helgi
Ágústsson og dæmdu heldur illa.
Úrslit leikja j yngri flokkunum
um helgina urðu þessir: I 3. flokki
vann ÍR KR með 38:20 og í 4. fl.
vann Ármann b-lið ÍR 14:12. Þá
voru nokkrir leikir leiknir í
íþróttahúsi Háskólans á sunnudag
inn. í 4. flokki vann ÍR KFR 31:6
og Ármann vann KR 12:4 og í 2.
flokki vann ÍR KR með 64:19.
KFR—Ármann 62:28.
Það fór víðsfjarri, að leikurinn
yrði jafn, eins og búizt hafði verið
við. Yfirburðir KFR voru miklir
og sýndi liðið nú betri og allt ann
an leik en gegn KR á dögunum.
Leikurinn var jafn fyrstu mínút-
urnar en síðan fór smám saman að
síga á ógæfuhliðina fyrir Ármann.
Lokatölur urðu 62:28 KFR í vil
— og er það mjög stór sigur.
Langbeztir í liði KFR voru þeir
Einar Matthíasson og Ólafur Thor-
lacius, en ágætan varnarleik sýndi
Sigurður Helgason. Lið Ármanns
var allt sundurlaust og lélegt og
er langt síðan það hefur leikið
jafn illa. Skástur var Guðmundur
Ólafsson, en hann skoraði 10 stig.
Lítið bar á landsliðsmönnum liðs-
ins — og skoraði Birgir Birgis t.
d. aðeins tvö stig, sem er óvana-
legt. i
ÍR—KR 49:44.
Þessi leikur undirstrikar ræki-
lega, að við erum að eignast nýtt
stórveldi í körfuknattleiksíþrótt-
inni. KR-liðið hefur svo sannar-
® ® B i ® finíar.vr
Tvisýmr leikir
á badmintonmóti
S.l. laugardag lauk haust-
móti Badmintonfélags Reykja
víkur, sem fram fór í íþrótta-
húsi Vals. Helgina þar áður
lauk hins vegar keppni í
■ kvennaflokkum og fyrir byrj-
endur.
í karlaflokki var keppnin nokk-
uj skemmtileg — og úrslitaleik-
irnir sérlega spennandi. Sigurveg-
arar urðu þeir Lárus Guðmunds-
son og Karl Maack, en þeir léku
úrslitaleikina gegn þeim Garðari
Alfonssyni og Óskari Guðmunds-
syni, bróður Lárusar, og unnu þá
15—13 í báðum lotum. Um for-
gjafakeppni var að ræð'a í karla-
flokki, en hún virtist lítil áhrif
hafa.
Hulda Guðmundsdóttir og Rann
veig Magnúsdóttir sigraðu í
kvennaflokki, en í byrjendaflokki1
sigruðu þeir Trausti Eyjólfsson og
Bjarni Ásgeirsson.
Mótið fór hið bezta fram og var
þatttaka mjög góð. Eftir mótið
var haldið' hóf í félagsheimili Raf-
veitunnar við Elliðaár, og sigur-
vegurunum afhent verðlaun.
EI'NAR BOLLASON, til vinstrl, bezti leikmaður KR, reynir að hindra ÍR
ing í að skora. (Ljósm.: Sveinn Þormóðsson).
lega komið á óvart í mótinu.
Fyrsta leiknum tapar liðið naum-
lega fyrir Ármanni — mest fyrir
litla keppnisreynslu, annan leik-
inn við KFR vinnur liðið með yf-
irburðum og nú síðast tapar liðið,
sem mestmegnis er skipa drengj
um úr 2. aldursflokki, fyrir ÍR,
sem hefur sjö landsliðsmenn —
og aðeins fimm stig skilja á milli.
Leikurinn var allan tímann jafn
og hörkuspennandi. KR tók for-
ustuna í byrjun, en ÍR fylgdi fast
á eftir. Rétt fyrir hálfleik tókst
ÍR að jafna og komst tveimur
stigum yfir. Staðan í hálfleik var
20—18. í\ seinni hálfleiknum hélt
ÍR yfirleitt forustu, en KR tókst
þrívegis að jafna. Eftir miðjan
seinni hálfleikinn áttu ÍR-ingar
góðan leikkafla og komust átta
stigum yfir 41:33.
Lokasprettur KR-inga var sér
lega góður, en liðið var samt sem
áður mjög óheppið með körfu-
skot. Leiknum lauk með sigri |R
49:44.
ÍR-liðið átti heldur slakan leik
og vera má, að það hafi ekki reilcn
að með mikilli mótstöðu. Beztir
voru Þorsteinn Hallgrímsson og
Helgi Jóhannsson, sem skoruðu
14 stig hvor.
f liði KR var Einar Bollason,
sem áður, traustasti maður —
hann sýndi ágætan varnarleik, en
var fremur óheppinn með körfu-
skot. Annars sýndu mjög góðan
leik Guttormur Ólafsson og Kol-
beinn Pálsson.
Dómarar í leiknum voru Guð-
jón Magnússon og Björn Arnórs-
son. — guj.
í.. ................ ................... ...... ...... .. .
Lárus GuSmundsson og Karl Maack — sigurvegarar í tvíliðaleik.
Oipelbílarnir í happdrættinu Guðjón. „Ég er víst búinn að selja
virðast njóta mikilla vinsælda, eina 200 og hef ekkert þurft fyr-
ENDA ERU MIÐARNIR ÓDÝRIR, ir því að hafa“. Svipað þessu hafa
KOSTA AÐEINS 25 KRÓNUR. í tnargir sölumenn talað, sem haft
gærdag hrjngdu tveiT umboðs- hafa samband við skrifstofuna.
menn, Guðjó,n Friðgeirsson á Fá-
skrúðsfirði og Sigurður Þorsteins Umboðsmcnn eru beðnir að
son, Heiði í Biskupstungum, og hafa samband við skrifstofuna og
báðu um fleiri miða. „Þessir mið-' taka meira af miðum til sölu. —
ar eru úrvalssöluvara, renna út Sameiniað átak trygigir góða út-
eins og heitar lummur", sagði I komu.
T I M I N N, þrið’judagur 4. desember 1962. —