Tíminn - 04.12.1962, Síða 14

Tíminn - 04.12.1962, Síða 14
uninni: „Nýjustu iðnaðarvörur Þjððverja". „Já, já“, sagði Gernstorff. Hartog hafði verið að leika sér að sígarettukveikjaranum sínum — 24.-3. 1951 — Aðalheiður. — Nú leit hann upp og mjakaði sér letilega aftar f stólinn. Hann hætti að fikta með kveikjarann, krosslagði grannar hendurnar á horðinu, sat þannig beinn og hreyfingarlaus, án þess að koma við stólbakið og fór að tala, lágt og hægt: „Eg held, að það sé ekki hægt að kenna neinum okkar, Sem sitj- um hér við borðið, um það, sem gerzt hefur,“ sagði hann. „Við höfum verið- að reyna að vinna saman á sviði, sem er okkur öll- um nýtt og framandi, og við könn- umst allir við þær óvæntu hindr- anir, sem á vegi okkar verða í hvert Sinn, sem við vinnum að nýrri áætlun. Sá frestur, sem Biuster var að minnast á rétt áð- an, er byggður á hófsaimlegri ágizkun, en í Ijósi fenginnar reynslu virðist mér þó fullmikil bjartsýni að miða við hann, ef nokkuð væri.“ Þeir fundu allir, að Hartog tal- aði máli þeirra gegn Hoff, sem sat og hlustaði á hann svipbrigða- laus. „Þegar ég segi þetta, hef ég ekki aðeins í huga vísindaleg og tæknileg vandamál, sem tekið hefur mun lengri tíma að leysa en við bjuggumst við í upphafi. Eg hef þá einnig í huga hina geysilegu vinnu, sem fer í að smíða hluti eins og Baby Doll. Þó að við ættum að smíða hana úr skíragulli og skreyta hana alla með demöntum, mundi efnið samt verða tiltölulega smávægilegur hluti af heildarkostnaðinum við gerð hennar, miðað við, hvað sjálft verkið koslar. Svona verk krefst nærri því lygilegrar ná- kvæmni. Hvað snertir tækin, sem við þurfum til þess að ganga úr skugga um, hvort allt er í lagi og eldflaugin verkar, eins og hún á að vera, — þá er næstum jafn- erfitt að smíða þau og eldflaugina sjálfa.“ Schmitt kinkaði kolli til sam- þykkis. „Þetta er alveg rétt hjá þér,“ sagði hann við Haxtog. „Samkvæmt útreikningum Pro- skys komum við til með að þurfa um fimm hundruð sérfræðinga til þess eins að undirbúa tilraun- irnar með eldflaugina.“ „Þarna sjáið þið!“ sagði Har- tog. „Við vinnum þetta verk við ný skilyrði. Starfsmenn okkar verða að fá tíma til að venjast þeim og vinna við Þau. Þegar ég leiði hugann að öllum þeim erfið- leikum, sem við hljótum að mæta, verð ég á hinn bóginn að segja, að ég get vel skilið sjónarmið ríkisstjórnarinnar, sem herra Hoff hefur gert okkur skýra grein fyrir oftar en einu sinni. Eld- flaugin verður að vera tilbúin, þegar til þess kemur, að þarf að fara að endurskoða ákveðna samn- inga. Við vitum allir, að athafna- frelsi okkar á sviði iðnaðarins takmarka'St af skjalfestum skuld- bindingum, sem verður að álíta úreltar í ljósi pólitískrar þróunar. Þar eð ég hef engar sérstakar upplýsingar að veita . . . “ „Eg hefði gaman af að vita, hvaða upplýsingum hann liggur á, hugsaði Schmilt, „ . . . sem þið eruð ekki kunnugir, mundi ég segja, miðað við hið almenna stjórnmálaástand ættum við að hafa lokið verkinu { lok þessa árs.“ Hoff kinkaði kolli. „Ef við höldum áfram starfinu hér eftir sem hingað til, finnst 'þá í raun og veru nokkrum ykkar þetta vera sanngjarn frestur?“ Augljóst var, að það fannst eng- um. | „Ef svo er, — ef við erum allir sammála um, að ógerlegt sé að fallast á þessa skilmála, þá ætt- um við að láta það í Ijós strax“. Allmargir mannanna kinkuðu kolli til samþykkis. Það á meira eftir að koma, hugsaði Bruster. — Og það kom. „Engu að síður mundi ég álíta alveg rétt að afskrifa alveg heils árs strit. Ef starf okkar hingað til hefur verið tímafrekt, ættum við að spyrja sjálfa okkhf'jíé'iö'ar spurningar, hvort ástæðan til þess kunni ekki einmitt að vera sá hátt ur, sem við höfum Kaft á sam- vinnu okkar og við álitum í fyrstu svo heilladrjúgan. Það er örstutt síðan ég leit yfir skýrslurnar um sameiginlegar tilraunir okkar, og ég sá af þeim, að samræming vinnunnar í fyrirtækjum okkar og skipulagning samstarfsins hef- ur tekið geýsimikinn tíma, en hins vegar hafa þær uppgötvanir og sú reynsla, sem hver sérstök rannsóknardeild í verksmiðjun- um hefur öðlazt, ekki komið nógu vel fram og ekki í nógu góðar þarfir við undirbúning áætlunar- innar. Af þessu dreg ég þá álykt- un, að meiri einbeiting og ein- angrun í starfinu sé nauðsynleg til að flýta fyrir áætluninni. Vitanlega virðist framleiðslu- miðstöð, sem heyrir beint undir stjórn ríkisins vera lausnin, en ég held ég tali fyrir munn okkar allra, þegar ég segi, að við mund- um ekki óska eftir því, að það ráð yrði tekið. Og eins og einhver hefur áður sagt, — mig minnir, að það væri Nakonski, — þá mundi það líka taka geysilangan tíma að koma slíkri ríkisstofnun á fót. Og þegar svona langt er liðið á leik- inn, hlýtur ríkisstjórnin að hugsa sig tvisvar um, hvort hún eigi að láta verða af því vegna þess, hve tíminn er naumur — til allrar hamingju fyrir okkur, ef ég má bæta því við.“ Hinir skildu ekki enn, hvert 34 Hartog stefndi. Hann virtist vera búinn að loka öllum hliðum. Hvaða smugu ætlaði hann að opna? „Eg get ekki séð nema eina leið, sem hægt er að fara, en þjónar um leið hagsmunum allra. Hún er sú, að einhver okkar færi þá fórn að framkvæma áætlunina í heild og lofi að beita til þess öllum þeim ráðum, tækni og vinnukrafti, sem honum er fært. Þetta útilokar ekki alla samvinnu við hina, þvert á móti væri mjög æskilegt, að þeir veittu þær ráð- leggingar, sem þeir geta. En sjálft verkið verður að vinna í einni verksmiðju, — á einum stað. Eg veit, hvað ég er að fara. Eg veit, að þetta yrði mjög þung byrði á þeirri verksmiðju, sem tæki það að sér, og svo að mér verði ekki borið á brýn að hafa viljað koma allri ábyrgðinni yfir á aðra, get ég sagt það strax í eitt skipti fyrir öll, að verksmiðj- ur mínar eru reiðubúnar að taka að sér verkið, og það strax án þess að eyða meiri tíma til einskis. Eg bið ykkur að misskilja mig ekki; vð erum ekkert fíknir í þetta. Við skulum gera ráð fyrir, að verk- smiðjurnar mínar tækju að sér verkið, — þá mundi ég fá DER- LAG-verksmiðjunni það í hendur. Hún hefur beztar kringumstæður til að vinna það. En þar yrði sjálf- sagt enginn allt of glaður yfir verkefninu. Mér finnst samt ég mega til að gera þetta tilboð. Það er heiðarlegt — ekki aðeins gagn- vart ykkur, sem sitjið með mér hér við borðið, heldur einnig gagnvart ríkisstjórninni, sem setti á okkur traust sitt, þegar við mynduðum þennan hóp undir for- sæti yðar, herra Iloff. Við verð- um að reyna að gera það bezta, þrátt fyrir slæma klipu, sem við erum komnir í, þó að það sé ekki okkur að kenna. 21 var eldri maður, sem sat gegnt þeim. Seinna kom inn kvenmaður með grænt sjal . . . og, svo þjón- ustustúlkan . . . fleiri voru það ekki. — Getið þér svarið, að ekki voru fleiri farþegar? — Ailðvitað, herra. Svo tísti hann glaðlega og sagði: Þessi þjónustustúlka hafði óskaplega gott lag á hestum. Einn hestanna hrasaði og datt niður hjá Possett hæðinni, það var ís og snjór á veginum, skiljið þér, og hún hopp aði út og var komin til hestanna á sekúndubroti. Ef ekki hefði ver ið hennar hjálp, er ég viss um, að við hefðum oltið. — Og hvað gerðist, þegar þið komuð til Lewes? spurði hr. Pendleton dálítið annars hugar. Eftir því sem mér hefur skilizt á vinum mínum hér, urðuð þið að gista þar. — Já, á gistihúsinu Green Man, herra. Við komumst ekki lengra í þessu voðaveðri. Sú hin sama þjónustustúlka kom til mín og vildi endilega, að við héldum á- fram. Eg varð að segja henni, að ég gæti ekki lagt hestana í slíka HEMCO ALLAR HELZTU MÁLNINGARVÖRUR ávallt fyrirliggjandi Sendum heim. Helgi Magnússon & Co. IHafnarstræti 19 Símar: 13184—17227 hættu, en hún var mjög óánægð að geta ekki haldið áfram. Henni lá einhver ósköp á að komast á- fram. Hún hafði kannski ekki pen- inga fyrir gistingunni, veslings tátan. Hr. Pendleton bauð ökumann- inum upp á enn eitt ölglas, svo gekk hann upp á herbergi sitt til að reyna að finna einhverja lausn á þessum vanda. En daginn eftir hafði hann í fyrsta sinn heppnina með sér. Hann sat og snæddi miðdegisverö, þegar hann sá vagn aka upp að húsinu og feitlagna, svartklædda konu sitja við hlið ekilsins. — Kannski óðalseigandinn hafi náð í nýja ráðskonu? sagði hann við eina þjóninn, sem þá stund- ina var í matsalnum. Maðurinn leit út um gluggann og brosti. — Nei, svaraði hann. — Hún fer áreiðanlega ekki aftur á óð- alið. Ekki frú Turney. Eg býst við, að hún ætli til sir Peters Bancrofts hjá Cuckfield. Eg veit, að hann var að leita að ráðskonu og hún sagði mér, að hún hefði sótt um stöðuna, þegar ég talaði við hana í Brighton í sfðustu viku. — Hittuð þér hana í Brighton? Hr. Pendleton hefði með glöðu geði snúið manninn úr hálsliðn- um, en hann hafði ekki tíma til þess. Hann lauk upp gluggunum og kallaði til frú Turney og bað hana að gera sér þá ánægju að koma snöggvast inn, þar eð hann fýsti að ræða við hana. Vinalegt andlit frú Turney var svipbrigðalaust, og hún virti hann fyrir sér með nokkurri tor- tryggni. — Og leyfist mér að spyrja, hver þér séuð, herra? sagði hún. — Nafn mitt er Edward Pendle ton, svaraði hann. — Eg er að leita að frænku minni, Horatiu MARY ANN GIBBS: SKÁLDSAGA ERFINGINN Pendleton. En hún er flúin frá óðalinu, og enginn hefur getað sagt mér, hvað um hana hefur orðið. Frú Turney lét í ljós gleði sína yfir því að hitta hann. — Eg trúði aldrei sögunni um tígrisdýrið, bætti hún við. — Treystu því, ungfrú Horatia, sagði ég. Hann skýtur upp kollin- um einn góðan veðurdag. Og hér eruð þér þá kominn. Horatia verður áreiðanlega glöð að sjá yður. Já, það verður hún sannar- lega. Hr. Pendleton bað hana að koma inn og snæða með sér. Hún hikaði aðeins, en sagði svo, að gæti Ted beðið eftir henni, þægi hún boð hans með þökkum. Maturinn var fram borinn, og meðan þau snæddu, sagði hann: — Eg hef lengi óskað að hitta yður, frú Turney, ef ske kynni, að ungfrú Horatia hefði sagt yð- ur, hvert för hennar var heitið, þegar hún fór frá Newcross. — En ég held, að hún hafi ekki vitað það sjálf, svaraði frú Turney. — Eg ráðlagði henni að leita hr. Chudleigh uppi, en hún óttaðist, að hann myndi senda hana aftur til Newvross. Hafið þér talað við hann, herra? — Eg talaði við hann daginn eftir að ég kom til landsins — það er að segja ekki við gamla hr. Chudleigh, scm annaðist fjátrcið- ur bróður síns. Hann andaðist viku áður en ég kom til landsins. Það var bróðursonur hans, ungur maður, sem ég talaði við, og ég verð að segja, að mér gazt ekki sérlega vel að honum. Hann minnt ist ekki á að hafa talað við frænku mína eða heyrt frá henni, en það getur verið, að hún hafi komið þangað siðan, eftir að ég fór frá London. — Hún sagðist ætla að reyna að fá starf sem barnfóstra, sagði frú Turney hikandi. — En ég veit ekki, hvernig hún ætti að fara að því, vegna þess að frændi hennar á Newcross hefur mjög vanrækt að láta kenna henni. Þau borðuðu um stund þegj- andi, svo hélt frú Turney áfram: — Ef hún hefði átt ejnhverja að, vissum við, hvar ætti að leita hennar. En hún átti enga aðra ættingja en óðalseigandann — og svo yður. Vesalingurinn litli, hún er sannarlega ein í heiminum. Hún eignaðist aldrei vin eða vin- konu á óðalinu, það eina, sem hún gerði, var, að ríða á hestin- um sínum heittelskaða, honum Hvítstjarna, og nú er óðalseigand- inn búinn að selja hann. Eg veit, að ungfrú Horatiu mun taka það mjög sárt, ef hún fréttir það . . . eg sá sjálf hestinn í hestaleigu í Brighton í síðustu viku. Eg spurði manninn og hann sagðist hafa keypt hann af Rathby óðalseig- anda. — Ilvar er þessi hestaleiga? spurði hr. Pendleton og skrifaði það hjá sér, ákveðinn í því að kaupa Hvítstjarna aftur við fyrsta tækifæri. — Ef hún vissi, hvert ekillinn Smallbone fór, hefði hún kannski farið til hans, hugsaði hr. Pendle- ton upphátt og hélt áfram; Eftir því sem ég hef heyrt, var hann í alla staði áreiðanlegur maður. En þegar hann fór frá óðalinu, var hann sjál.fur ekki ákveðinn með neitt. En Horatia hefur þó þjón- ustustúlkuna Betty, svo að hún er ekki alein. Við verðum að hugga okkur við það. — En það er ekki rétt! Frú Turney starði furðu lostin á hr. Pendleton. — Betty er um þessar mundir í Brighton og spókar sig í fötunum af ungfrú Horatiu. Eg sá hana síðast í gær og sagði henni, hvað mér fyAdist um svona framkomu. — Hver gaf þér þennan kjól? spurði ég. — Enginn, sagði hún yfirlætis- lega. En þar eð ungfrú Horatia tók mín föt, er ekki nema réttlátt, að ég fái eitthvað af hennar i staðinn. Hvað finnst yður um svona nokkuð? — En spurði hr. Pendleton ringlaður. — Ef ungfrú Betty er ekki með henni . . . hver fór þá með ungfrú Horatiu? — Enginn Ungfrú Horatia fór alein. Við vorum tilneyddar að segja Betty frá fyrirætlunum okk- 14 T í M I N X. brift'indairur 4. desember 1962. —

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.