Tíminn - 19.12.1962, Blaðsíða 7

Tíminn - 19.12.1962, Blaðsíða 7
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Tómas Arnason Ritstjórar: Þórarinn Þó'rarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Auglýs- ingastjóri: Sigurjón Davíðsson. Ritstjórnarskrifstofur I Eddu- liúsinu Afgreiðsla. auglýsingar og aðrar skrifstofur í Banka- stræti 7. Símar: 18300—18305. - Auglýsingasími: 19523 Af. greiðslusimi 12323 - Askriftargjald kr 65.00 á mánuði innan. lands t lausasölu kr 4.00 eint. — Prentsmiðjan Edda h.f. — Hvers eiga skáld og listamenn að gjalda? Meðal þeirra framlaga, sem hafa lækkað á þessu kjör- tímabili miðað við heildarútgjöld ríkisins, er styrkurinn til skálda, rithöfunda og listamanna. Af hálfu fjögurra Framsóknarmanna, Þórarins Þórar- inssonar, Karls Kristjánssonar, Ingvars Gíslasonar og Sigurvins Einarssonar, var reynt að fá bætt úr þessu við 2. umræðu fjárlagafrumvarpsins Tillaga þeirra var felld með 29:25 atkvæðum. Samkvæmt tillögu þeirra skyldi styrkurinn hækkaður úr 2,1 millj. kr„ eins og hann er nú ákveðinn i frum- varpinu, í 3,5 millj. kr. Rökin fyrir hækkun hans, voru m. a. þessi: Árið 1957 námu héildarútgjöld á rekstrarreikningi fjárlaganna 720 millj. Nú nema þessi útgjöld rúmlega 2040 millj. kr. Árið 1957 var styrkurinn til skálda, rit- höfunda og listamanna 1,2 millj. kr., og ætti því að vera nú 3,4 millj. kr!, ef hann hefði hækkað hlutfallslega jafnt og heildarútg.iöld ríkisins. Það er óumdeilanlegt, að sjálístæði sitt og sérstæða menningu á þjóðin ekki sízt rithöfundum sínum, skáld- um og listamönnum að þakka. Það er jafn óumdeilan- lcgt, að til lengdar verður ekki lifaö á fornri frægð í þeim efnum. Sjálfstæði bióðarinnar í framtíðinni, menn-. ingarlegt og pólitískt, veltur ekki sízt á því, að hún naldi áfram að vera þjóð skálda og listamanna. Því ber líka að fagna, að í ústurn og skáldskap er veruleg gróska um þessar mundir. Það ber að vinna að því. að sú bróun haldist. Þeir, sem leggia fyrir sig skáldskap og listir, fara hins vegar ekki þær leiðir, sem eru hklegastar til fjárhags- legs ávinninés. Þvert á móti hið gagnstæða. Þess vegna ber ríkinu að veita þeim viðurkenningu, þótt ófullnægj- andi sé. En það er miklu meira en ófuilnægjandi, að þessi við- urkenning skuú skert, miðað við annað það. sem ríkið innir af höndum. Þcss vegna hljóta allir þeir, sem unna skáldskap og listum, að spyrja: Hvers eiga listamenn, rithöfundar og skáld að gjalda, þegar framlög til þeirra eru ekki hækk- uð í sama hlutfalli og heildarútgjöld ríkisins? Ibróttasjóður •'n« - • íþróttalögin, sem sett voru fyrir forgöngu Hermanns Jónassonar, hafa reynzt íþróttastarfseminni mikil lyfti- stöng. Þó dregur það úr áhrifum þeitra, hve naum fjár- láð íþróttasjóðs eru, rniðað við það. hve allur kostnaður hefur aukizt seinustu misserin. í samræmi við það, lögðu Framsóknannenn það til við 2. umr. um fjárlagafrumvarpið tvrir 1963. að framla? ríkisins til sjóðsins yrð’ hækkað i 3,5 millj. kr. úr 2,250 þús. kr. Ekki hlaut þessi tillaga fylgi hjá stjórnarflokkunum. Hún var felld. Ríkisstjórnin hefur áhuga fyrir öðru meira en að efla íþróttastarfið. T í M I N N, miðvikudagur 19. desember 1962. Odrengileg árás á Stevenson RáÖunautum Kennedys í utanríkismálum skipt í lálka og dúfur. ÞAÐ gerðist fyrir nokkrum vikum, að Goldwater öldunga- deildarmaður, helzti leiðtogi hægri arms republikana, bar y opinberlega fram þá kröfu, að Adlai Stevenson yrði látinn víkja sem aðalfulltrúi Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum. Kröfu þessa rök- studdi Goldwater með ummæl- um, sem Stevenson hafði látið falla, er hann hélt aðalræðuna, er flutt var af hálfu Bandaríkj- anna við allsherjarumræðuna um heimsmálin á allsherjar- þingi SÞ í haust. Það kom síðar í ljós, að Goldwater hafði slitið þessi ummæli úr samhengi og rangtúlkað þau. Það var hins vegar ljóst af þessu, að hægri menn í Banda- ríkjunum beina nú sérstaklega örvum sínum gegn Stevenson og telja hann eiga þátt í því, að Kennedy forseti sýnir meiri varfærni í alþjóðamálum, sam- samfara hæfilegri festu, en þeir kæra sig um. Nokkru eftir að Goldwater bar fram þessa kröfu sína, kom hafnbannið á Kúbu og Steven- son hélt þá uppi vörn og sókn fyrir Bandaríkin á þingi S.Þ. með þeim ágætum, að enginn Bandáríkjamaður hefur fyrr né síðar staðið sig þar betur. Það | var ekki sízt þessum málflutn- ingi Stevensons að þakka, að íhlutun Bandaríkjanna var tek- ‘ílf meETmeiri skilningi af hálfu hlutlausu þjóðanna en búizt var við fyrir fram. ADLAI STEVENSON EFTIR þessa viðureign á þingi SÞ, naut Stevenson meira trausts og álits landa sinna en nokkru sinni fyrr. Það var hins vegar meira en hægri menn í Bandaiikjun- um gætu þolað. Næsta árás þeirra kom hins vegar úr ó- væntri átt. í vikublaðinu ,,The Saturday Evening Post“, sem kom út í byrjun desember, birtist grein eftir tvo þekkta blaðamenn, Stewart Alsop og Charles Bart- lett, þar sem reynt var að rekja það, er gerðist að tjaldabaki í Hvíta húsinu dagana áður en hafnbannið var sett á Kúbu. Grein þessi er að flestu leyti heldur ómerkileg, en þó komu þar fram tvö atriði, sem athygli hafa vakið. Annað var það, að helztu ráðunautar Kennedys á þess- um tíma hefðu skipzt í tvo hópa, fálkana og dúfurnar. Fálkarnir vildu helzt gera inn- rás á Kúbu eða loftárásir á herstöðvar þar, og voru þar fremstir í ílokkj Dean Ache- son, fyrrverandi utanríkisráð- herra, Dillon fjármálaráðherTa, Taylor, hershöfðingi, McCone, yfirmaður leyniþjónustunnar og Bundy, sérstakur ráðunaut- ur forsetans í öryggismálum. Dúfurnar vildu hins vegar fara með varfærni, eins og gert var að lokum, og voru þar fremstir í flokki Robert Kennedy, dóms- málaráðherra, bróðir forsetans, McNamara varnarmálaráð- herra og Robert Lovett, fyrrv aðstoðarutanríkisráðherra hjá Truman, en hann vildi Kenn- edy helzt fá fyrir utanríkisráð herra, er hann myndaði stjórn ina 1960. Það voru dúfurnar. er réðu að lokum. Annað atriðið var svo hitt, að þegar til úrslita kom, hafi Adlai Stevenson verið sá eini, sem var andvígur ákv.örðun for- setans. Afstaða hans hafi þó ekki verið ljós. Háttsettur mað- ur, sem vel hafi fylgzt með, hafi hins vegar látið svo um- mælt, að Stevenson hafi viljað nýja Múnchensamninga og ver- ið reiðubúinn til að fórna stöðv um Bandaríkjanna í Tyrklandi, á Ítalíu og Bretlandi fyrir stöðvarnar á Kúbu. ÞAÐ þótti strax augljóst, að þessum upplýsingum um Stev- enson væri beint gegn honum frá hæstu stöðum, enda vissu ekki aðrir en nánustu ráðgjaf ar Kennedy um það, er gerðist á þessum fundum. Sumir grun- uðu jafnvel Kennedy sjálfan um græsku, þar sem annar greinarhöfundanna, Charles Bartlett, er mikill vinur hans og konu hans. Það rifjaðist líka upp í þessu sambandi, að Bart- lctt hafði orðið fyrstur blaða- manna til að upplýsa það, er Chester Bowles var látinn víkja úr sæti aðstoðarutanrík- isráðherra. Sú spurning vakn- aði því fljótt, hvort sagan væri að endurtaka sig og að þetta væri fyrsta sporið hjá Kenn- edy til að losna við Slevenson. Það, sem síðar hefur gerzf, bendir hins vegar lil þess, að þessar getgátur séu rangar. Forsetinn Lét fyrst blaðafull- trúa sinn lýsa yfir því, að hann bæri fyllsta traust til Steven- sons og síðar gerði hann þetta í opinberu bréfi til Stevensons Fyrir Kennedy væri líka mjög óhyggilegt að ætla að losa sig við Stevenson. Stevenson á öfl- ugt persónulegt fylgi, er Kenn- edy má ekki fá andstætt sér í næstu forsetakosningum, eink- um þó ef Nelson Rockefeller yrði keppinautur hans. Hitt er hins vegar ljóst, að meðal helztu ráðunauta hans eru menn, sem vilja gjarnan Iosna við Stevenson. Frá þeim eru þessar upplýsingar um Stevenson komnar, hvort sem þær eru réttar eða rangar. Með al þeirra, sem taldir eru miklir andstæðingar Stevensons, eru Acheson og Bundy, sem báðir þykjast eiga honum grátt að gjalda. Stevenson afþakkaði stuðning Achesons í forseta- kosningunum 1952 og hann lagðist gegn því, að Bundy yrði utanríkisráðherra, en Kenn- edy hafði það til íhugunar um skeið haustið 1960. Með þessu er þó ekki sagt, að þeir séu heimildarmenn þeirra AIsops og Bartletts. STEVENSON mótmælti því strax, að upplýsingar þeirra Al sops og Bartletts um afstöðu hans væru réttar. Hann segist hafa lýsf sig fylgjandi hafn banninu þremur dögum áður en forsetinn tók endanlega ákvörðun um það Hins vegar segist hann ekki fara dult með það. að hann vilji fara samn- ingaleiðina í lengstu lög. Alsop og Bartlett hafa hins vegar ítrekað, að þeir telji heimild sína örugga. Hið rétta verður ekki upp- lýst til fullnustu að sinni Allir aðilar, sem bezt vita eru bundnir þagnarheiti. Þess vegna hefur það vakið hvað einna mesta athygli í þessu sambandi, að það skuli fréttast út, sem gerist á lokuðum fund- Framb a 13 «i?ii p 7

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.