Tíminn - 19.12.1962, Blaðsíða 6

Tíminn - 19.12.1962, Blaðsíða 6
s M U R S T ■■ O Ð R S T ■ ■ o Ð KOMIN í VERZLANIR Heildsölubirgðir: ÞÓRHALLUR SIGURJÓNSSON Þingholtsstræti 11 Sími 18450 Jólatré með rótum Falleg og góð jólatré, sem ekki fella barrið. GRÓÐRARSTÖÐIN Bústaðablett 23 (á móti raðhúsunum). í GÆR var síðasti fundur neðri deildar fyrir jól. Kvaddi forseti þingdeildarmenn og þakkaði Lúðvík Jósepsson fyrir hönd þing- manna. •fc FRUMVARP um að framlengja bráðabirgðaákvæði um að hluti s'tofnlánadeildar af útflutningsskatti skuli á árinu 1963 renna áfram til greiðslu vátrygginganðgjalda fiskiskipaflotans var samþykkt gegnum 3. umr. í neðri deild í gær. •fa -fc NOKKRAR umræður urðu um frumvarpið um framlengingu á gjaldinu til bændahaliarinnar í efri deild. Jón Þorsteinsson og Alfreð Gíslason lögðust gegn samþykkt frumvarpsins. Frumvarpið var afgreitt gegnum 2. og 3, umr. í gær sem lög frá Alþingi. * if FORSÆTISRÁÐHERRA hefur lagt fram tillögu til þingsályktunar um frestun á fundum Alþjngis. Er lagt til að Alþingi verði frestað frá 20. des. n. k. til 29. jan. 1963. í Balbó-kamp 7 eru mjög erfiöar aðstæður í Balbó-karnp 7, beint fyrir neð- an Laugarásbíó hafa miklir erfið- leikar barið að dyrum. Heimilis- faðirinn slasaðist 17. nóvember við vinnu sína, með þeim hætti, að miðstöðvarofn datt á fót hans og fóturinn brotnaði um hnéð, og hef ur hann legið rúmfastur í gipsi síðan. Eflaust verða 2 mánuðir þangað til hann hefur von um að verða vinnufær. Húsnæði fjöl- skyldunnar er braggaskúr frá síð- asta stríði. Flatarmálið alls um 50 fermetrar, 3 smáherbergi, lítið eldhús og miðstöð, ekkert bað. Gluggar ónýtir, þakið lekt og kynda verður nótt og dag, svo að ekki frjósi inni á nóttunni. í þessu húsnæði býr 9 manna fjölskylda, sjö börn frá fermingu niður í 6 mánaða. Þetta eru erfiðar ástæður, fyrir- vinnan forfallast og ekkert viku- kaup til þess að kaupa daglegar nauðsynjar. Vitanlega fá þessi hjón barnalífeyri, en það er lítið meira en fyrir olíunni til þess að halda kofaskriflinu heitu. Þannig er nú ástandið í okkar þjóðfélagi, margir hafa fín hús og mikla pen inga, en víða er mikil fátækt og allsleysi, svo að ekkert má út af bera. Þessi hjón hafa nú sótt um eina af íbúðum borgarinnar, sem verið er að úthluta við Álftamýri, að áeggjan minni, eflaust eiga þau kost á henni, en útborgunín er kr. 98.000.00 og engir peningar Bifreíðaleiga Land-Rover Volkswagen án ökumanns LHIa bifreiðaleigan M é tro £íini>í: A uauBlJuIri { "bii eru til. Á gamlárskvöld er skotið hér flugeldum fyrir 2 milljónir, að minnsta kosti. Ef borgarbúar drægju 5% úr þessari árangurs- lausu skothríð, væri komið í út- borgun f íbúð fyrir þessa allslausu fjölskyldu. Svo ekki sé talað um, ef líka væri dregið úr áfengis- kaupum. Vetrarhjálpin hefur sent þess- ari fjölskyldu úttekt fyrir kr. 500 og forstjóri Esso lét fylla olíu- geyminn til upphitunar á húsinu. Það eru margir, sem betur fer, sem eru aflögufærir, enda þörfin víða mikil fyrir aðstoð. Reykvíkingar myndu setjast ánægðari að jólaborðfnu, ef þeir minntust áður fjölskyldunnar að Balbó-kamp 7, eða annarra, sem búa við álíka aðstæður. Hjá'lmtýr Pétursson. SMPAUTGCRÐ RÍKISIMS Ms. Hekla fer aukaferð til Austfjarða 20. þ.m. Vöramóttaka árdegis í dag til Fáskrúðsfjarðar, Reyðar- fjarðar, Eskifjarðar, Norðfjarð ar og Seyðisfjarðar. Farmiðar seldir í dag. Unglingspiltur 13 til 15 ára óskast í sveit upp úr áramótum. Upplýsingar í síma 35249 VALVER LAUGAVEGl 48 Við aðstoðum yður við að gleðja börnin. Avallt úrval af leikföngum. VALVER SÍMl 1 56 92 Sendum heim og I póstkröfu um land allt. SKIPADEILD Ms. „Jökulfell“ sís LESTAR I: ! HAMBORG UM 4. JAN. MALMÖ UM 7. JAN. AARHUS UM 8. JAN. SKiPADEILD SÍS Forðizt jólaösina, verzliö tímanlega. Ódýrir innískór. Ódýrar Terrylene-skyrtur. MUSICA NOVA FYRSTU tónleikar vetrarins á vegum Musica Nova voru haldnir að Hótel Borg þann 12. des. s.l. Flest verkin sem flutt voru eru ný — eða nýleg, nema eitt, eftir Hindemith. Ungur danskur höf- undur að nafni Jan Maegaard átti fyrsta verkið á efnisskránni, sem hann nefnir „Serenata“. Nöfn á tónverkum, og þá einnig málverk- um geta stundum verið fráleit og villandi, þessi „Serenata“ dagsins í dag er heldur þurrt og fáskrúð- ugt tónverk, sem a. m. k. við fyrstu heyrn veitir hlustanda sáralitla á- nægju. Þeir Einar G. Sveinbjörns- son fiðla, Einar Vigfússon cello og Atli Heimir Sveinsson píanó, fluttu þetta verk mjög vel og samvizku samlega. Duett fyrir klarinett og fiðlu eftir Gunnar Berg léku þeir Gunnar Egilsson og Ingvar Jónas- son. Höfundur er einnig danskur og er þetta verk hans svo knappt að ætla mæ.ti að hans motto væri að vera stu'.torður, en þó ekki að sama skapi gagnorður svo að helzt líkist sparsemi á alla kanta. — Hörpusóló Jude Mollenhauer Webster í sónötu eftir P. Hinde- mith var sem hressandi andblær alveg frábærlega vel og örugglega Póstsendum leikið, enda verkið fallegt, og vel samið fyrir þetta hljóðfæri. Leifur Þórarinsson átti þarna Afstæðu I og II. Ólíkir þættir inn- an sama ramma. Leifur virðist kunna fótum sinum forráð og ekki eftirláta tilviljuninni neitt, án þess þó að þetta verk snerti hlustandann djúpt, er maður samt sáttur við það. Flutningur þeirra Björns Ólafssonar fiðla, Einars Vig fússonar celló og Þorkels Sigur- björnssonar píanó, var afbragðs- góður og átti sinn þátt í að lífga þetta verk. Þrjú sönglög Fjölnis Stefánsson ar við ljóð Steins Steinarr, Tíminn, og vatnið, söng Hanna Bjarnadótt- ir með píanóaðstoð Jórunnar Við- ar. Lögin eru afar erfið til söngs, allt að því ósönghæf, með stökk- um í ferundum og sjöundum. Gerði söngkonan þeim mjög góð skil, og er sem rödd hennar hafi vaxið mikið að styrkleika. Píanoröddin, sem þessum lögum fylgir, er veiga- lítil og veikbyggð stoð í þeim fyrir söngvarann, og spurning hvort þau væru ekki betur sett „a cappella“. Aðsókn að þessum tónleikum var heldur dræm, og er sem áheyr endum fari fækkandi, því svo vel fóru þeir af stað á sínum tíma, að nær alltaf var þéttsetið hús. Verkefnaval er alltaf vanda- samt, hvort heldur um er að ræða, gamla eða nýja tónlist, og væri óskandi að meira líf færðist í þessa starfsemi á komandi ári. Unnur Arnórsdóttir. 6 T f M I N N, miðvlkudagur 19. desember 1962.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.