Tíminn - 19.12.1962, Blaðsíða 1

Tíminn - 19.12.1962, Blaðsíða 1
BÖKUNARVÖRUR HEILDSÖLUBIRGÐIR SKIPHOLT HF SÍMI23/3/ TOTALIA (•eiknivélar /gj Ot»6 A Michelsen klapparslfg 25-7 sfmi 20580 FIMM MANNA FJÖLSKYLDA BORIN ÚT FOR OG BEBÐ ATEKTA BÓ-Reykjavík, 18. des. Þorsteinn Löve, kona hans og þrjú ung börn voru borin út í dag. Búslóð þeirra var flutt í geymslu, og hjónin fóru me8 börnin á framfærsluskrif stofuna í Pósthússtræti, þar sem húsnæðismáladeild Reykjavíkurborgar er til stað- ar, og settust þar, en þeim var þá ekki kunnugt um neitt húsnæði, sem þau gætu flutt í. TI'L VINSTRI: Saumavélin borin út í Álfheimum 36. Burðarmaðurinn se tur hana fyrir andlitið til að hann þekkist ekki. Til hægri: Þorsteinn gengur út með yngsta barnið á handleggnum og leiðir hin tvö. (Ljósm : TÍMINN-RE) BSRB HEFUR RAÐAD í NÝIA LAUNAFLOKKA JK-Reykjavík, 18. desember. Eins og kunnugt er sam- þykktu starfsmenn ríkis og bæja tillögu að nýjum launa- stiga á þingi bandalags þeirra í haust. Nú hefur kjararáð BSRB raðað starfsmönnum og embættismönnum hins opin- bera niður í þessa 31 launa- flokka. Þessi niðurröðun hef- ur ásamt iaunastiganum ver- ið afhent samninganefnd rík- isstjórnarinnar sem samnings grundvöllur BSRB í viðræðun- um um breytt kjör opinberra starfsmanna. Samkvæmt röðuninni eru af- greitfslumenn í 3. og 7. flokki, þar sem byrjunarlaun eru 5621 króna og 6963 krónur á mánuði, en loka- laun 7346 krónur og 9100 krónur. Vélritarar eru í 5., 8., og 10 flokki með byrjunarlaunin 6256 kr., 7346 kr. og 8176 kr., en lokalaun 8176 kr., 9600 kr. og 10.685 kr. á mán- uði. Bókarar eru í 9. og 12. flokki með minnst 7750 kr., en mest 11.893 kr. Slökkvilið'smenn eru í 11. flokki með 8626 kr. — 11.273 kr., en tollverðir og lögregluþjón- ar eru í 12. flokki með loftskeyta- mönnum með 9100 kr. — 11.893 kr. Almennir fulltrúar eru í 13. og 15. flokki með minnst 9600 kr., og ! Framhald á 15. síðu. Þar með hafði það gerzt, sem blaðið skýrði frá að vofði yfir þessari fjölskyldu, á sunnudaginn. Eins og tekið var fram, er Erla Norðkvist, kona Þorsteins, komin sex mánuði á leið að fjórða barn- inu. Erla veiktist um helgina og Þorsteinn leitaði læknis og hafði hún fótavist í dag. Fjölskyldan kom á skrifstofuna klukkan 3. Blaðið spurði eftir skrifstofustjóranum klukkan 4, en hann var ekki viðlátinn. Starfs maður svaraði, að fjölskyldan væri þar og kvaðst hafa séð eitt barnið sofnað á bekk. Fréttamað ur blaðsins kom á skrifstofuna fyrir klukkan 5, en hjónin voru þá inni hjá skrifstofustjóranum. Næstyngsta barnið svaf á stólum frammi í afgreiðslunni og elzti drengurinn var þar að teikna á blað. Hjónin komu frá skrifstofu- stjórarium um klukkan 5 og sagði Þorsteinn, að þau mundu fá tveggja herbergja ibúð á morgun. Sjálfur mundi hann verða í Kópa vogi í nótt, en konan hafði fengið inni hjá systur sinni með börnin Skrifstofustjórinn, Sveinn Ragn arsson, skýrði síðan frá, að hann hefði verið búinn að tryggja fjöl- skyldunni næturstað í Herkastal- Framh. á 15. síðu Portúgal samþykkir að S. Þ. sendi nefnd til Angola NTB-New York, 18. des. ALLSHERJARÞING Samein uðu þjóðanna samþykkti í dag tillögu, þar sem þess er farið á leit viS Öryggisráðið, að það láti grípa til nauðsynlegra ráð- stafana, þ. á. m. refslaðgerða gegn Portúgal, til þess að fá það til þess að láta af nýlenduveld- inu í Angola og fá það til að veita Angola sjálfstæði hið bráðasta. Tillagan var sam- þykkt með 57 atkvæðum, 14 voru á móti, en 18 sátu hjá. Auk þess var 21 fulltrúi fjar- verandi. Tillagan er borin fram af Alsír, Arabíska sambandslýð- veldinu, Madagaskar, Mali, Sýriu, Tanganyika, Tunis og Júgóslavíu. Aðeins fáeinum mínútum eft ir að atkvæðagreiðslan hafði farið fram, samþykkti fulltrúi Portúgals hjá SÞ, Vasco Garin, tillögu Bandaríkjanna um að sendinefnd verði send tll Ang ola og Mozambique á vegum S Þ, og fái hún að kynna sér málin frá fyrstu hendi. Er þetta í fyrsta sinn, sem fulltrúi Portúgals samþykkir slíka til- lögu. Garin stakk upp á því, að fulltrúar SÞ færu til beggja landssvæðanna, og mættu þeir ferðast um að eigin vild, og tala við hvern þann mann, sem þeir óskuðu eftir að hitta. Garin mótmælti síðan hinni ósanngjörnu tillögu, sem áður hafði verið samþykkt, og bætti við, að yrði gerð tilraun til þess að framkvæma refsi- aðgerðirnar þá Ieiddi það til þess eins að traustið á samtök- unum myndi rýrna, og að lok- um myndu þau líða undir lok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.