Tíminn - 19.12.1962, Blaðsíða 14
falskur virðuleiki. Hið síðar-
nefnda var honum framandi;
har.n hataði það hjá öðrfum, — og
meðal þeirra, sem hann urn-
gekkst, var meira en nág af því.
Þegar hann var kominn á leið-
arenda og heyrði kunnuglega
rödd stúlkunnar segja: „Hal]ó“ í
dyrasímann dálí'tið hásri röddu
cg svaraði sjálfur með orðinu
„Rebekka!“ eins og uppreisnar-
maður, rann skyndilega upp fyrir
honum, hve hlægilegt þetta var.
Kann heyrði lágt suð; og dyrnar
opnuðust. Hann fór upp í lyftunni.
Hann varð fyrir miklum von-
brigðum. Ljóshærð brúða, — það
var allt og surnt! Hann kallaði
hana ungfrú Rosemarie, svo að
henni skildist, að hann væri ekki
kominn í sömu erindagerðum og
allir hinir, og þetta smávægilega
herbragð gerði hana jafnóörugg-
ara og hún var; þegar hún kynnt-
ist Hartog íyrst.
Hún vissi, hver hann var. Ein
af þeim fáu bókum, sem hún átti,
var „Hver er hver í Þýzkalandi?“,
sem Bruster hafði ráðlagt henni
að kaupa. „Þú skalt ekki reyna
við neinn, sem ekki er í þeirri
bók“, hafði hann sagt við hana.
„Það er ekki víst, að allir, sem
þar er getið, séu neinir stórlaxar,
en þar eru samt sem áður allir
aðalkarlarnir." Og hún vissi, að
Wallnitz var enginn smákall!
Hvaða erindi gat hann átt, úr því
að hann ætlaði ekki að tfænga hjá
henni? Hún fann til tortryggni,
sem gerði hana órólega og óör-
ugga.
WaUnitz gat ekki talað við
hana, eins og hann hafði hugsað
sér. Hún hafði víst ekki sérlega
mikla kímnigáfu. Hann gat ekkert
annað gert en gengið hreint til
verks og spurt hana beint um það,
sem hann vildi fá að vita.
„í fyrrakvöld kom til þín náungi
frá Hamborg, — stór, dökkhærður
með ör á kinninni. Manstu eftir
honum?“
„Notaði hann aðgangso'rðið?"
„Já.“
Rosemarie gekk að skrifborðinu
sínu, opnaði eina skúffuna og tók
upp spjaldskrána. Spjöldin með
viðskiptavinunum frá Mallenwurf
& Erkelenz voru með bláum rönd-
um. Hún þurfti ekki lengi að leita.
„Er það Kroog, sem þú átt við?“
■spurði hún.
„Já“, sagði Wallnitz. „Hvað var
hann lengi hérna?“
„Frá tíu mínútur yfir ellefu til
hálfeitt eftir miðnætti“, las Rose-
marie af spjaldinu.
„Aha!“ sagði Wallnitz og reyndi
að dylja undrun sína yfir hinu ná-
kvæma svari hennar. „Sem sagt
nokkuð lengi?“
„Já,“ sagCi Rosemarie.
„Og hvenær settirðu bandið í
gang?“
„Undir eins“, sagði Rosemarie.
„Og hve lengi hafðirðu það í
gangi?“
47
„Allan tímann", sagði hún.
„Humm“, sagði hann. ,,Má ég
sjá bandið?"
„Það er búið að taka það,“ sagði
Rosemarie.
„Eg á við tækið, en ekki spól-
una.“
„Það fær enginn að fara þar
inn“, 'Sagði Rorsemarie.
„Jú, ég“, sagði hann. „Veiztu,
hvar það er?“
„Nei, það fær enginn að fara
þangað inn,“ sagði Rosemarie.
„Herra Schmitt . . . “
„Heyrðu mig nú! Eg er einmitt
kominn hingað á hans vegum.“
Hún leit á hann. Hann brosti,
en það breytti engu.
„Hefurðu einhver skilríki upp á
það?“ sagði Rosemarie.
Hann var farinn að hafa gaman
af henni. „Láttu nú ekki svona,
ungfrú Rosemarie,“ sagði hann.
„Bg hef engin skilyrði, að minnsía
kosti ekki eins og þú átt við. Þú
veizt vel, hver ég er. Við töluðum
þó alltaf í símann.“
„Símann!“ sagði Rosemarie.
„Þú vilt kannski sjá vegabréfið
mitt?“ sagði hann.
„Já, “ svaraði Rosemarie í fullri
alvöru.
Hann varð mjög undrandi, en
tók upp vegabréfið sitt, og lagði
það á borðið. Hú nleit á myndlna
og fletti því. „Þú ferðast mikið“,
sagði hún.
„Já“, sagði hann í viðurkenn-
ingartón.
„Segulbandstækið er frammi I
eldhúsi11, sagði hún. „En það er
læst inni, og ég hef ekki lykil-
inn.“
„Hann hef ég“, sagði Wallnitz.
Hann hafði fengið hann hjá Lor-
enz. „Sýndu mér nú, hvcr ..."
Hún fylgdi honum fram í eld-
húsið. Hann opnaði skápinn. Lor-
enz var búinn að skipta um spólu.
„Hvar seturðu það í gang?"
spurði hann.
Endrikat sagði mér, að það hefði
ekkert meira verið á bandinu.
Annaðhvort hefur Rosemarie
slökkt á tækinu eða það hefur
bilað eitthvað.”
„Ertu kannski að hugsa um að
gerast rafvirki?“
Einkaritarinn tilkynnti, að Hoff
mann, skattsvikasérfræðingur fyr-
irtækisins, væri mættur.
„Augnabl.ik“, sagði Schmitt.
„Eg gæti það vel“, sagði Wall-
nitz. „Eg var þrjú ár í Siemens-
verksmiðjunum, þegar ég var ung-
ur, en í alvöru talað, þá er ég nú
búinn að heyra rödd hennar og
langar að sjá, hvernig hún lítur
út. Hún hefur anzi líflegan mál-
róm.“
„Það hef ég alltaf sagt“, svar-
aði Schmitt.
Wallnitz hafði tvisvar fallið fyr-
ir þeirri frestingu að bera afritið
saman við talið á bandinu. Af því
að hlusta á tónfallið í rödd Rose-
marie hafði hann orðið forvitinn
um hana. Það hafði vakið áhuga
hans, hve hún virtist vera ástríðu-
full og tilfinningarík, þegar hún
hækkaði og lækkaði röddina til
skiptis og hvíslaði orðin, sem allt-
af hefur verið talið sjálfSagt, að
væru innifalin í verðinu og alltaf
eru jafnki.tlandi fyrir hlustir
þeirra, sem þeim er beint til,
þrátt fyrir falsið og innihalds-
leysið. Slíka staði í afritinu merkti
frú Endrikat með punktalínum.
Af bandinu varð ljóst, að hún
sagði ýmsar athugasemdir í sér-
stökum tón, sem var að vissu leyti
ofur venjulegur; þá hefði hún eins
getað verið að skipa manni á
þvottaplani að þvo bílinn sinn.
Þess vegna skorti afritið mik-
ilvæga fyllingu og líf. Wrll-
nitz var gæddur talsverðri kímni-
gáfu, og hann þóttist geta dregið
þá ályktun eftir að hafa hlustað
á bandið, að Rosemarie væri það
líka. Hann gat ekki ímyndað sér
annað ea þessi snöggu blæbrigði
frá ástríðufullu hvísli yfir í ó-
svikinn viðskiptatón væru henni
meðvituð. Hann hélt, að hún beitti
þeim í háði og væri að gera grín
að þeim, sem lögðu leið sína til
hennar.
Hann ákva,ð tveggja tíma stefnu
mót við hana klukkan sex og ók
inn í Frankfurt í góðu skapi og
dálítið eftirvæntingarfullur. Það
var enn talsverður strákur í hon-
um. Hann var eiginlega fullorðinn
prakkari, og hann vissi vel, að
hann varð að láta strákinn koma
í Ijós við svona tækifæri. Hann
hafci oft beitt því bragði með góð-
um árangri á fundum og ráðstefn-
um um viðskiptamál. Persónulegt
aðdráttarafl hans var því eigin-
lega leikaraskapur og tilgerð a3
nokkru leyti. Það kom í Ijós, ef
hann var eitthvað miður sín. En
hann hafði eitthvað við sig, hvort
sem það stafaði af eintómri til-
gerð eða ekki, og snjöll tilgerð
er alltaf mun skemmtilegri en
34
— Lotty Grant.
— Lotty Grant er eins og allar
hinar. „Já, hr. Latimer, nei, hr.
Latimer . . en hvað þér eruð
sniðugur, hr. Latimer, . . . ó, ég
er alveg sammála yður, hr. Lati-
mer“, þangað til mig langar hrein
lega til að binda fyrir munninn
á henni. Hvers vegna segir hún
ekki það, sem henni finnst — ef
henni finnst þá nokkuð . . . 7
Frú Latimer gat ekki sagt neitt
um hæfileika Lottys til að hugsa.
— Ég býst við, að hún sé hrædd
við þig, sagði hún sefandi.
— Hræ-dd við mig? Hann varð
mjög undrandi. — En hvers
vegna? Svo hrukkaði hann gremju
lega ennið. — Ég þoli ekki stúlk-
ur, sem eru hræddar við mig!
— Veslings Lotty, andvarpaði
frú Latimer. — Þekkir þú þá kven-
mann, sem ekki er hræddur við
þig, góði minn?
— Já, svaraði hann stuttur í
spuna. — Ég geri það.
Það kom henni nokkuð á óvart,
en undarleg hegðun hans upp á
siðkastið hafði vakið athygli henn
ar.
— Þekki ég hana? spurði hún.
ALLAR HELZTU
MÁLNINGARVÖRUR
ávallt fyrirliggjandi
Sendum heim.
Helgi Magnússon & Co.
IHafnarstræti 19
Símar: 13184—17227
— Nei.
En forvitni frú Latimer var nú
vakin og hún hélt áfram:
— Og hvar hittirðu hana?
— í Susses, eftirmiðdag einn í
marz, þegar var mikil snjókoma.
En ég skal segja þér það strax,
að hún hafði ólíkt meiri áhuga
á hestum heldur en á mér.
— Þetta verður meira og meira
spennandi og leyndardómsfullt,
sagði frú Latimer hrifin. — Segðu
mér þó, hvernig hún lítur út.
— Mjög hversdagsleg.
— Æ, það var leiðinlegt, hvern-
ig hár hefur hún?
— Skollitað . . . eða ljóst er
það víst.
— Hræðilegt!
— Nei, einhverra hluta vegna
klæðir það hana. Hvernig augu?
— Dökkblá og björt sem dag-
urinn.
— Gott, hún virðist hreint-ekki
svo hversdagsleg. Hvernig er hún
í vexti?
— Hún er flöt eins og pönnu-
kaka.
Móðirin hrópaði upp yfir sig.
— Richard . . . !
— Það er alveg satt.
— Þá hlýtur hún að vera ótta-
leg fuglahræða, og ef ég væri í
þínum sporum mundi ég dcki
hugsa meira um hana. Góði minn,
hún Lotty litla verður þér indælis
eiginkona.
— Þú meinar, að það yrði nota-
legra að klappa henni? Hann sneri
sér að henni og horfði herskár á
hana, og hún varð að hlæja, þótt
hún hefði ætlað að ávíta hann
fyrir svona talsmáta.
— Þú ert óartardrengur, að
hæða hana móður þína svona j
ég held, að þú hafir ákveðið að |
kvænast Lotty og segir mér frá |
fuglahræðunni bara til að erta,
mig. |
MARY ANN GIBBS: SKALDSAGA
ERFINCINN
I
— Kannski. Hann hrukkaði enn
ið. — Fuglahræðan — eins og þú
kallar hana, mundi ekki vilja gift-
ast mér, ef hún elskaði mig ekki,
því að þannig er hún. Lotty mundi
gera það, sem pabbi hennar segir
henni að gera. Það myndi ekki
skipta máli, þótt fuglahræðan
væri bláfátæk og ég ætti öll auð-
æfi himsins, en það er aftur
þungt á metaskálunum í Lottyar
augum. Hún veit, að Reddings er
eitt af fegurstu sveitasetrum
landsins og hún yrði öfunduð sem
húsfrú þar. En slíkt og þvílíkt
mundi ekki _ hafa áhrif á fugla-
hræðuna. HÚN myndi bara spyrja,
hvað ég ætti marga hesta og
hvernig hesthúsin væru. Og auk
þess dettur mér ekki ; hug að
biðja hana að giftast mér, því að
framkoma hennar er sannarlega
of ósvífnisleg og frjálsleg, og þeg
ar ég skamma hana, er henni al-
veg sama. Hún . . . fjandinn hirði
það, hún HLÆR að mér.
— Er það satt? Þetta er ótta-
legt. Það var grunsamlegur
skjálfti í rödd móðurinnar, en þeg
ar hann leit á hana til að vita,
hvort hún hlægi líka að honum,
var andlit hennar grafalvarlegt
og hún hélt áfram.
— Veiztu hvað, Richard. Mig
langar reglulega mikið til að hitta
þessa ósvífnu litlu fröken. Hver
sá, sem heyrði þig iala svona um
hana — og þekkti þig ekki eins
vel og ég geri — myndi telja víst,
að þú værir ástfanginn af henni.
— Það er ég ALLS EKKI! sagði
hann einbeittur og strunzaði út
úr herberginu.
Ástfanginn, hugsaði hann bál-
reiður, þegar hann gekk út og
gaf skipun um að leggja á hest
sinn. Ástfanginn af stelpu, sem
hegðaði sér eins og Horatia gerði
og hæddi hann feimnislaust. Ungri
stúlku, sem var svo frek að ríða
fyrir aftan Lotty og systur henn-
ar, svo að hún heyrði hvert orð,
sem þær sögðu. Ungri stúlku, sem
klæddist karlmannsfötum og hegð
aði sér ákaflega ósiðlega og sýndi
honum Ijóslega, að hún tók hesta
frarn yfir hann sjálfan . . .
Og samt — í næstu viku var
hann kominn til Merpleton i
Berkhéraði og reið út við hlið
vagns sir Williams, reiðilegur á
svip og einblíndi á unga hesta-
sveininn, sem sat í eklssætinu við
hliðina á Jeremíasi Smallbones
Aldrei hafði verið annað eins
sumar, hvorki í borginni né úti
í sveitinni. Samkvæmslífið blómstr
aði. Það voru dansleikir, skógar-
ferðir og bátsferðir á fljótinu og
flugelda-sýningar um miðnætti og
dans undir berum himni. Og ef
ekki hefði komið eitt strik í reikn
inginn hefði hr. Latimer eflaust
haft heppnina með sér að vinna
hylli Lottyar.
En þetta eina strik var yngsti
sonurinn á nágrannasetrinu, fátæk
ur kafteinn. Hann var ekki að-
eins glæsilegur og viðfelldin mað
ur, heldur skipaði hann einnig
ákveðinn sess í lffi Lottyar, vegna
þess að þau höfðu leikij cér
an börn. Hann hafði ekki séð hana
síðan hún var fimmtán ára, því
að herdeild han-s hafði verið stað
sett í írlandi og nú sýndi hann
greinilega, að hann var heillaður
af henni.
Það var mjög óheppilegt fyrir
hr. Latimer, að þessi ungi maður
hafði slasazt nýverið á fæti í út-
reiðartúr, því að hann var ekki
aðeins sendur heim til að jafna
sig, heldur varð hann að hetju
vegna þess í augum ungu stúlkn-
anna. Þær þyrptust um hann, þar
sem hann lá á legubekk í skugga
trjánna og hlustuðu hrifnar á allt,
sem hann kunni frá að segja. Það,
að lafði Grant reyndi að fullvissa
hann urn, að Forrester og Grant-
fjölskyldurnar hefðu verið nánir
vinir í öll þessi ár og Ágúst væri
því aoeins góður vir.ur, gat ekki
vísað þeirri tilfinningu hr. Lati-
mers á hug, að hann væri van-
ræktur.
Hvað snerti Horatiu, þá var eng-
inn hestasveinn fjörugri og glettn
ari en hún, þegar hún lagði á hest
hr. Latimers og enginn gat beðið
þolinmóðarj en hún, meðan Lotty
og systir bennar dönsuðu heilu og
hálfu næturnar. Hún klappaði
hestunum blíðlega og fylgdist með
T f M I N N, miðvikudagur 19. desembcr 1962.
14