Tíminn - 19.12.1962, Blaðsíða 9

Tíminn - 19.12.1962, Blaðsíða 9
Helzlu trúarbrögð helms. Sigurbjöm Einarsson, biskup, þýddi texta og annaS'ist útgáfuna. Almenna bókafélagið gaf út. Þetta er desemberbók Almenna bókafélagsins og er í hópi glœsi- legustu og iburðarmestu bóka, sem hér hafa komið út, jafnast fyllilega á við vandaðar listaverka bækur, enda hefur hún að geyma myndir af fjölmörgum, stórfögr- um og frægum listaverkum, sem listamenn á ýmsum öldum hafa gert til dýrðar guði sínum. Bókin er og gerð í samvinnu innlendra og erlendra manna. Setning og prentun texta er unnin í Prent- smiðju Jóns Helgasonar; mynd- prentunin í Kaupmannahöfn og Fé lagsbókbandið hefur séð um bók- bandið. Marx. Fjórði kaflinn er um íslam. Þar er skyggnzt i Kóraninn, greint frá „fimm stoðum íslams“, útbreiðslu fyrr á öldum og síðar, stöðu kon- unnar, og öðru er einkennir trúar bálk þennan, trúboði og birtir smá kaflar úr Kórariinum. Fimmti kaflinn er um Gyðing- dóminn og getur þar fyrst arfsins frá Sínaí, hinu djúpa trúarinntaki í fjölskyldulífinu, ginnhelgi pásk- anna og loks vikið að nútímanum og hinum útlæga og heimflutta Gyðingdómi í ísrael. Síðast eru nokkrir helgir textar. Er þá komið að síðasta og lengsta kafla bókarinnar um kristna trú. Hefst hann á frásögn af ævi Jesú og fylgja honum marg ar frægar myndir listamanna um líf hans. Einnig eru Ijósmyndir og teikniskýringar af hinu forna Gyð ingalandi. Þá kemur saga kristn- innar kirkju og eftir það kafli um heilaga ritningu, handrit hennar og merkilegustu útgáfur. Síðan er vikið að ýmsum meginþáttum krist ins trúarlifs í sérstökum köflum, svo sem skírninni,fermingunni,hei lagri kvöldmáltíð, skriftum, vígsl- um, smurningu, hátiðahaldi og loks eru nokkrir valdir staðir úr Biblíunni. Aftast er ýtarlegt nafnaregistur og myndaskrá. Eins og fyrr segir er bók þessi forkunnarvandað verk, ekki aðeins að bókarfegurð, heldur að greinar góðri þekkingarmiðlun um veiga- mestu andlegar hræringar mann- kynsins. Ekkert hefur verið lista- mönnum allra alda eins hugleikið viðfangsefni og trúarlífið. Af þeim rótum eru ýmis beztu og frægustu myndlistaverk heimsins runnin. í þessari bók birtast myndr af úr- vali þeirra. Þar eru einnig margar myndir af helgustu stöðum heims og dýrðlegustu mannvirkjum. Fyr- ir þetta er bókin engri annarri lík. Eg kann að öðru leyti ekki að dæma um bók þessa. En athug- ulum lesendum dylst ekki, að bisk upinn hefur skilað verkinu á fag- urt og skilgott íslenzkt mál. Lær- dómur hans í trúarbragðasögu er hafinn yfir allan efa, enda sér- grein hans. — Bókin hefur því fengið verðuga afgreiðslu á ís- i landi — bæði af hendi umsjónar- ! mannsins og útgefandans — og ! íslenzk bókagerð er einum dýr- j grip ríkari. — AK Efninu hafa safnað og síðan rit- að um það tugir fræðimanna í trúarbragðayísindum víða um iheim, og hafa sumir að baki viða- miklar vísindastofnanir. Bókin var fyrst gefin út í New York 1957, en hefur siðan komið út í mörgum löndum. Bókin er rúmar 200 blaðsíður í mjög stóru broti, bundin í traust band eins og listaverkabækur. — Hún fjallar um sex meginreglur heimstrúarbragða, og eru þessar: Kristin trú; Gyðingdómur; Mú- hammeðstrú; Búddatrú; Kínversk trúarheimspeki og Hindúasiður. — Langsamlega ýtarlegastur og mest ur er þó kaflinn um kristna trú, sögu hennar og inntak, svo og hin ýmsu tilbrigði nennar og siðavenj ur. En öðrum trúarbrögðum eru einnig gerð ýtarleg skil. í bókinni eru 208 myndir, langflestar í lit- um. Bókin hefst á alllöngum inn- gangi eftir Paul Hutchinson, þar sem hann skilgreinir efni bókar- innar og ræðir um trúarbrögð og trúarhreigð í almennum skilningi. Þeirri grein fylgja nokkrar mynd ir frá trúariðkunum. Síðan hefst kaflinn um Hindúasið. Er þar lýst í megindráttum helztu einkennum hans, trúarlífi, guðum, guðshús- um, táknum og áhrifum á daglegt líf. Þar er greint frá stéttunum, sem trúin myndar, jóga, trúarrit- um og öðrum helgum bókum, jafn vel birt smávegis sýnishorn úr veda-bókum, og hefur Sören Sören sen þýtt sumt af því. Þá kemur Búdda-dómur, og er þar fyrst greint frá ævi og boðun Búdda, síðan kenningum hans um Nirvana, hinn göfuga áttfalda veg, gildi sjálfsafneitunarinnar, sagt frá litla vagninum og stóra vagn- inum og öllum hinum margbrotnu trúarvenjum og ólíku greinum Búdda-dómsins. Þriðji kaflinn er um kínverska heimspeki, og eru þar raktar kenn ingar Konfutse og greint frá helztu einkennum í margslungnu trúar- lífi Kínverja. Einnig rætt um Taósið og sambýli Konfutse og GAMANSOGUNUM RIGNIRl Stefán Jónsson, fréttamaður: MÍNIR MENN Ægisútgáfan. Auðsætt virðist, að fáar bækur, sem út koma fyrir þessi blessuð jól, muni vekja meira umtal og forvitni en Mínir menn eftir Stef- án Jónsson, fréttamann. Hafa menn orðið varir við nið þess síðustu daga. f fyrra kom fyrsta bók Stefáns út — Krossfisk ar og hrúðurkarlar — og vakti allmikla athygli og hlaut allgóða dóma. Kímni hennar, frásgnar- gleði og hressilegt skop hitti cmmu sína í íslendingnum og afl- sði henni vínsælda. Þessi síðari bók Stefáns ber und úheitið vertíðarsaga. Ekki veit ég hvað það á að þýða. Það bryddir að vísu á því endrum og eins, að höf- undur hafi söguþráð í huga, en þó að hann gripi í hann sem snöggvast, gloprar hann honum úr höndum sér jafnóðum, eða gleym- ir honum í flóði nýrra kímnisagna. Og lesandian gleymir söguþræð- inum reyndar líka og saknar hans ekkert í þessum kátlegu samræð- um. Persónurnai- standa hins veg- ar lifandi fyrir lesandanum, skýr- ar og rúnum lífsins ristar, flest- ar hrjúfar -<g hreistraðar og hafa átt mikla sögu, en hún gerist ekki i þessari bók, — það er aðeins drepið á hana eins og af orðspori. Stefán Jónsson þekkir sjómenn vel, kann goð skii á allri sjósókn og hefur numið siómannamál af alúð. Sjómenn eru hans menn, og lií þeirra hans líf. Það er þetta, scm gefur fcók hans merg og blóð samfara mikilli orðgleði, sem nær stundum að verða stíll en kemur I líka oft í v.-e fyrir það. Sögustaður Stefáns heitir Ver- [ mannahöfn. Við könnumst svo sem ! STEFÁN JÓNSSON við landslagið, þó að hrynjandi nafnsins nyti ekki við. Önnur nöfn sverja sig líka í ættina, svo sem Kyrrakví. En þag skiptir ekki máli. Staðurinn gegnir ekki öðru hlutverki þegar allt kemur til alls en var þúfa eða bryggjusporður, sem hægt c.r að tylla sér á, með- an sagðar eru kátlegar sögur af cllum landshornum. Stefán hefur víða farig um vermannahafnir og safnað í upptíninginn sinn. Nú gerir hann eina Vermannahöfn úr öllum versföðvunum, vefur all- margt fólk saman í eina persónu og setur á «við. Þessar persónur verða manni ljóslifandi þó að ver tíðarsagan se nokkuð þokukennd. En þetta skiptir ekki megin- máli um bók þessa, heldur safi fyndninnar Hann er mergurinn málsins, og meg honum stendur i.e fellur þetta verk. Ekki trúi ég því, sem höfundur segir í formálsorðum, að „atburð- trnir, sem hér greinir frá, hafi gerzt í raun og veru“. Svo margt og margslungið er það, sem á daga drífur í þessum sögum, að annað eins og þetta er nú varla fært að bera á borð. En lesandann skiptir það heldur ecgu máli. Hann hlýtur samt að hrífast með og það væri undarlega innréttaður maður. og myndu ýmsir jafnvel kalla dauð'an, som ekki læsi þessa bók spjald- anna á millj með óblandinni ánægiu hefði hann einu sinni opnað hana Allt frá því ag blóð- riörskeppurinn í rófugarðinum kemur til, i’ekur hver kimnisagan aðra og fara meir að segja framan af svo þétt, aff við liggur ag þær riðlist og þyrpist fram í samheng- isleysi, svo að lesandanum finnst r.ærri því um of, hve þétt þeim rignir. Þegar líður á bókina, dreg- ur heldur úr austrinum, en linnu- laust má þó kalla allt til loka. Gamansögur Stefáns eru oft nokkuð hrjúfar eins og fólkið við sjávarsíðuna. Orðbragffið er hressi legt, jafnvel óheflag stundum, og gamanið er ærið oft grátt, jafn- vel svo að hnútur fljúga, en það er aldrei merglaust. Eg efast um, að Dönum mundi getast að fyndni Stefáns, en Norðmenn í Skerja- garðinum líklega þýðast hana bet- ur. og hún er ýkjulaust sprottin undan íslenzkum tungurótum. Stefán hefur mjög gaman af kfmi- legri fílósófíu og tekst oft vel upp. en lendir þó stundum f ógöngum. Mér finnst t.d langt frá því að hann nái landi í töluvert langorffri of lang'óttri ?Wl,u-°;rnngu sinni á bví, sem hann kallar „naglfast náttúru spé". Hann hefur líka yndi af aff sýna í skopdrátium, stundum nokkuff stílfærðum, landsföffurlega forsjá fyrirmenna í þjóðfélaginu, og hitt- ir oft Sroark En það er þessi ara- grúi kímilegra viðburða, mein- legra atvika, leiftur skopskynsins, orðaleikir og mergjuð fyndni og hugmyndaflug, sem gerir bókina slikan skemmtilestur. Þó að sögu- grindin brotn; öll og molni, og ver tíðarsagan hafi einhvern veginn gufaff upp, er lesandinn hæst- ánægður og þykist hafa fengið fullar bætur. Hánn hefur rika sam úð með þessu fólki, sem hann hef- ur kynnzt og hlær hressilega með því. Hann mun grípa þessa bók aftur og afrur, rifja upp sögurnar og brosa á ný. Svona hressilega og einlæga fyndni eiga fáir aðrir en Stefán Jónsson. Þess kennir á nokkrum stöðum í bókinni, að höfundur er of orð- giaður og misstígur sig, þegar hann er að seilast eftir orðalepp til þess að koma að. Þó að málfæri hans sé’oft stórsnjallt, gætir varla nógu mikillar sjálfsögunar og ó- þörf mállýti fyrirfinnari Einnig er prófarkalestri undariega ábóta- vant og minnir á hroðvirkni effa fíjótaskrift. En það er sama hvað menn segja um þessa bók. Það mun standa óhrakið, að hún geymir flestar góðar gamansögur og rismesta fyndni þeirra bóka, sem út koma fyrir þessj jól. og hún segir frá hressilegustu fólki. — AK. Konur fá kosninga- rétf í Monacé NTB-Monte Carlo, 17. des. Rainier fursti í Monacó undirritaði í dag nýja stjómarskrá fyrir landið. Var þetta gert við hátíðlega athöfn. þar sem samankont* in var stjórn landsins o-g allur þingheimur. Stjórnar- skráin er gerff í mjög frjáls legum anda. Samkvæmt þessari nýju stjórnarskrá fá konur nú kosriingarétt. T í M I N N, miffvikudagur 19. desember 1962. jjjjtw> j, j, ij.ikjui..an*'»ii ** 84i-j*mnaatkiilwnoT*^i|t.?a*||i^W4i'hra *.•*’*<*<* m«®iraií;j.\\ qu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.