Tíminn - 21.12.1962, Blaðsíða 15

Tíminn - 21.12.1962, Blaðsíða 15
Fyrsta myndlistarsýning sinnar tegundar í Mokkakaffi byrjaði nú í vik- unni, jólasýning á járn- og stálmyndum eftir Jón Gunnar Árnason mynd- höggvara. Þetta eru 8 lágmyndir og hreyfimyndlr á veggjum og tvær skúlptúrmyndir aðrar, önnur eins konar jólatré unnin í járn. Jón Gunnar hefur tekið þátt í mörgum samsýningum hérlendis og orlendis, en þetta er fyrsta sérsýning hans. Myndirnar eru allar til sölu og verða sýndar fram yfir jó|. Þessi mynd var tekln, þegar Jón Gunnar var að koma mynd um sínum fyrir í Mokka. Ljósm.: TÍMINN—RE. Skemmtileg ferðarolla FerSarolla Magnúsar Stephensen Bókfellsútgáfan h.f., Reykjavík 1962. Fróðleikur um fyrri tíma er vin sælt lestrarefni. Fer þó fjarri, að bjart sé yfir þeim mannlífsmynd um öllum, sem dregnar hafa verið að nýju fram í dagsljósið. Hitt er sönnu nær, að fátækt og umkomu leysi, hrakningar og slysfarir, að ógleymdu misferli margs konar, blasi mjög víða við í þeim bók- menntum. En tilbreyting er holl í þessu sem öðru, og skuggar birt ast þar í réttum hlutföllum, eftir því sem efni standa til. Síðla sumars, 7. sept. 1825, steig einn tignasti embættismaður ís- lands, Magnús Stephensen, dóm- stjóri yfirréttar, á skip, og var förinni heitið til „kóngsins Kaup- mannahafnar". Sjóferðin varð löng og ströng, en í vændum voru dýrðlegir dagar við kóngsins hirð og meðal annarra stórmenna, en þó „ofsóknarmenn“ á öðrum leit- um, eins og höggormar í Paradís. En heima var hugur Magnúsar öðr um þræði. Heima í Viðey sat kona hans, frú Guðrún, sem „hinn bezti maki og móðir og mætust hjúa forstjórn var“, eins og Bjarni Thorarensen kvað eftir hana látna. Hafði hún, komin yfir sextugt, nægu að sinna á sínu fjölmenna heimili. Þó skyldi hún kynnast því, er fyrir eiginmann hennar bæri í langrfi fjarvist. í því skyni ritaði Magnús „FerðarolIu“ sína, sem raunar var dagbók á ferðalaginu og frá dvöl- inni í Kaupmannahöfn. Er öll sú frásögn næsta forvitnileg. Mér er í minni, með hve mikilli áfergju ég las þessa ferðarollu, þegar hún birtist í Sunnanfara fyrir rúmum 60 árum. Og alltaf síðan hefur mér hálfvagis fundizt sem ég hafi verið þátttakandi í ferð til Kaup- mannahafnar og dvöl þar, þau herrans ár 1825—’26. Leiðsögu- maðurinn var ekki af lakara tag- inu: Magnús Stephensen, einn merkasti maður með þjóð vorri á fyrsta þriðjungi 19. aldar. Ferðarolla Magnúsar Stephensen er nú komin út í bókarformi á vegum Bókfellsútgáfunnar, en al- nafni undirritaðs, Jón Guðnason, cand. mag., hefur séð um útgáf- una. Framan við ferðarolluna er fróðleg ritgerð um Magnús Step- hensen, eftir dr. Þorkel sál. Jó- hannesson. Að bókarlokum eru skýringar, sem kynna vel þá, er koma við sögu, og loks eftirmáli. Myndir af tignarfólki, sem kemur við sögu, prýða bókina, svo og myndir frá gömlu Kaupmannahöfn. Framan við og á kápu er mynd aí höfundinum ,M. St. Bókin er fagurlega gerð að ytra búnaði, sem efni hæfir. Hefur Bók fellsútgáfan ekkert þar til sparað, og aðrir aðilar: prentsmiðjan Oddi; Sveinabókbandið og káputeiknar- inn, Atli Már, unnið sitt verk sem bezt verður á kosið. Á skjólblöð- um er sýnishorn af eiginhandriti höfundar. \ Jón Guð'nason. Nauðsyn á auknu framlagi Framhald af 1. síðu. Ár Gætt sé ýtrasta spamaðar í rekstri. Greitt sé fyrir félögum og einstaklingum sem byggja íbúð- ir; borgin sjálf byggi íbúðir og leigi á viðráðanlegu verði þeim, sem þess eru þurfandi; bragga- íbúðum verði útrýmt og nægar byggingalóðir séu ávallt til ráð- stöfunar. -k Ákveðið verði heildarskipu- lag Reykjavíkur og næsta ná- grennis til frambúðar. ★ Stefnt sé að því að fullgera götur í nýjum hverfum jafnhliða íbúðarbyggingum. Hraðað verði fullnaðar at- hugun á því, hvar bezt sé að gera framtíðarhöfn Reykjavíkur og síðan strax hafizt handa. ★ Haldið verði áfram aukn- ingu hitaveitunnar. ★ Vöggustofum, dagheimilum cg leikskólum verði fjölgað. ★ Skóalhúsnæði borgarinnar verði aukið. umhverfi skólanna fegrað og séð fyrir nægum leik- svæðum; byggt verði hús fyrir Verknámsskólann. ★ Skipulögð verði opin svæði, svo borgarbúar geti notið útivist- ar. ★ Bætt sé hið bráðasta úr sjúkrahússkortinum. Ár Gerð sé alhliða fram- kvæmdaáætlun til að tryggja skipulagðar og samræmdar fram- kvæmdir stofnana og fyrirtækja borgarinnar. f ræðu sinni í kvöld gerði Ein- ar Ágústsson grein fyrir þessum tillögum og rökstuddi þær. Ekki ei unnt að skýra frá ræðu hans að þessu sinni, þar eð liðið var á kvöld, er hann tók til máls. Mokveíddi Framhald af 1. síðu. í september. Mest veiddist í Skafta fellssýslum. Ýmislegt er nefnt, sem valdið geti aflaleysinu, kalda veðurfarið í ár eða stofnbreytingar hjá áln- um, almennt reynsluleysi í veið- um hér, annir álaveiðimanna við aðra hluti eða sinnuleysi um veið- arnar. Lítið um árekstra BÓ—Reykjavík, 20. des. Þrátt fyrir hálkuna í dag höfðu aðeins sjö bifreiða- árekstrar átt sér stað klukkan 18, þar af þrjú smávægileg slys. Um kl. 16 varð þriggja ára nrengur, Snorri Pálmason, Lind- argötu 28, fyrir bíl á Laugavegin- um móts við hús nr. 25. Hann hljóp milli bíla norður yfir göt- una og lenti aftarlega á hlið sendi ferðabíls á hægri akréin. Dreng- urinn var fluttur á slysavarðstof- una, en talinn lítt meiddur og átti að fara heim í kvöld. Kl. rúmlega 14 varð árekstur á Suðurlands- braut við Miklubraut. Vörubíll á leið austur Miklubrautina rann úr biðskyldustöðu við gatnamótin. Bílstjórinn reyndi að auka ferðina tii að sneiða hjá bíl, sem kom austan Suðuriandsbrautina. Það tókst ekki, og síðarnefndi bíllinn rakst harkalega á afturhjól vöru- bilsins. Kona sem var farþegi í þessum bíl, meiddist lítilsháttar cg var flutt á slysavarðstofuna. Skömmu siðar hljóp drengur fyrir bíl á heimaksturbrautinni við Miklubraut. Bíllinn rann nokkuð i hemlun og snart drenginn, sem var fluttur til skoðunar á slysa- varðstofuna og þaðan strax heim. Píanótónleikar Kvöldstund sú er konsertgestir áltu í Þjóffleikhúsinu 17. des. s.l. er rússneski listamaðurinn Vladi- mir Asjkenazi hélt þar píanótón- leika, mun vafalaust seint líða mönnum úr minni, svo fullkominn cg fágaður var leikur hans. Fá- gætt er að heyra Mozart svo meist- aralega meðhöndlaðan sem Asj- kenazi gerði í sónötu K. 311 í I) dur. Það má segja, að þar færi saman fullkomlega yfirvegaður leikur ásamt dýpstu virðingu fyrir verkefninu. Sonata No. 6 í A-dur eítir Prokofiev er langt og tækni- lega geysierfitt verk þótt sums- siaðar sé teygt óþarflega mikið úr ekki miklu t-fni. Píanóleikarinn tók á efninu með slíkum yfirburðum aff líkast var ævintýri. „Etyduri' Chopins eru dýrgripir píanótónbókmenntanna, mætti líkja þeim við perluband, þar sem raðað er saman ekta perlum, og þótt þær séu aðskildar glitrar hver einstök með einungis sínu eig in ljósbroti og líkist engu nema sjálfri sér. Asjkenazi flutti á þess um tónleikum 12 Etydur eftir Chopin op. 25. Hann brá þarna upp 12 ólíkum myndum, á aðdá- unarverðan hátt, gæddi hverja ,,Etydu“ (æfingu). um sig, sínu persónulega lífi, þar sem tækni hans sameinaðist músikölsku innihaldi á þann hátt að áheyrand- inn var töfrum sleginn. Ef hægt er á manmegan mælikvarða að tala um fullKominn leik og túlkun á efnisskránni, er naumast of- mælt að einmitt það hafi Asjken- azi látið hlustendum í té þessa kvöldstund. Margur listamaðurinn hefur varið allri sinni starfsævi til að glíma við þessar „Etydur“, æfa þær, slípa og fága, og liggur við að aldrei sé þar fullunnið, ef þess er gætt að svo tekur kannski 3—4 augnablik að leika sumar þeirra,, geta menn á því gert sér í hugar- lund hversu þrotlaus vinna ligg- ur þar að baki. Nú í svartasta skammdegismyrkri, birtir yfir til- verunni, að eiga þess kost að njóta svo sannrar og góðrar listar sem liér um ræðir. Unnur Arnórsdóttir Fá Polaris (Framhald ai 3 síðu) málaráðherrunum McNamara og Thorneycroft að gera uppkast að samningi, sem síðan átti að leggja fyrir þá til athugunar. Polariseldflaugunum má bæði skjóta af landi, en svo er einnig hægt að skjóta þeim úr kafbát- um, sem halda sig undir yfirborði sjávarins. Upphaflega hafði verið ákveðið, að fundum Kennedys og Masmill- ans lyki á föstudag, en þar eð tíminn hefur aðallega farið I að ræða um Skybolt-eldflaugarnar, hefur verið ákveðið að framlengja fundinn og lýkur honum ekki fyrr en á laugardag. Þau mál, sem næst verða rædd eru m. a. Kongó-málið, en Kenne- dy er því fylgjandi, að Tshombe og fylkisstjórnin í Katanga verði knúin til þess að falla frá þeirri ákvörðun sinni, að aðskilja algjör lega stjórn Katanga og Kongo. Þá munu þeir Macmillan einnig ræða samband austurs og vesturs, á- standig í Austurlöndum nær, um- sókn Breta um inngöngu í Efna- hagsbandalag Evrópu og landa- mæradeilu Kínverja og Indverja. NTB-Brussel, 20. des. Bifreiðabankinn Framhald aí 16 síðu ing og afgreiðslutími er alla vírka daga frá kl. 13,30—19,00. For- stöðumaður útibúsins verður Árni H Bjainason. Jólablað Faxa Jólablað Faxa er komið út með forsíðumynd af Keflavíkurkirkju, 68 síður með fjölda mynda, og er þetta helzta efni þess: Hann birtist sem barn (jólahug- leiðing eftir séra Björn Jónsson), Minningar frá Keflavík (eftir Mörtu Valgerði Jónsdóttur), Varð- söngur (ljóð og lag eftir Kristin Reyr), „Trúa guði traustur skalt" (rabbað við Guðmund Finnboga- son fimmtugan), Hún lagði land undir fót^ (gömul frásögn af Ástu málara Árnadóttur), Nýjar fisk- vinnslustöðvar rísa af grunni (Gunnar Sveinsson). Olnboga- börn (eftir ritstjórann, Hallgrím Th. Bjömssoh), Töfraskórnir (stutt ævintýr fyrir böm, eftir Ólöfu Sigurjónsdóttur), Syng guði dýrð eftir Þorlák Benedikts- son, Heiðin sem hvarf (Ijóð eft- ir Siguringa E. Hjörleifsson), Styrktarfélag vangefinna (eftir ritstjórann), Húsmæður í orlofi (eftir sama), Á léttum nótum (Suðurnesjaskrítlur), Ný söguskoð un (eftir Hilmar Jónsson), Hag- sýni bætir allan hag (eftir Kára Þórðarson). Þá eru í blaðinu þætt- ir um löngu horfna merkismenn af Suðurnesjum, Bjarna fiskifræö- ing Sæmundsson og Ketil Ketils- son í Kotvogi. Einnig flytur blað- ið minningargreinar, þáttinn Úr fræðarmálinu o. fl. Hjartans þakklr fyrir auðsýnda samúS og vinarhug viS andlát og jarSarför, PÉTURS SIGURÐAR PÉTURSSONAR frá Fagurhóli Eiginkona, börn, tengdabörn og barnabörn Ástkær eiginmaSur minn og faSir okkar, SKAPTI ÞÓRODDSSON, fyrrverandi flugumferSarstjóri verSur jarðsunginn frá Hallgrímskirkju laugardaginn 22. des. kl. 11 f.h. — Blóm vinsamlega afbeSin. Valdís GarSarsdóttir og börn Þökkum innilega sýnda samúS viS fráfall, GUNNARS SIGURÐSSONAR frá Selalæk. Sérstakar þakkir færum viS Rangæingum fyrir tr.-ggS þeirra. Börn og systur hins látna T í M I N N, föstudagurinn 21. des. 1962. — 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.