Tíminn - 21.12.1962, Blaðsíða 9

Tíminn - 21.12.1962, Blaðsíða 9
ANDRÉS KRISTJÁNSSON SKRIFAR UIVI Islenzkar liósmæður ÍSLENZKAR LJÓSMÆÐUR Æviþættir og endurminningar sem séra Sveinn Víkingur hefur búi® til prentunar. Kvöldvökuútgáfan. f formála fyrir þessari bók seg- ir séra Sveinn Víkingur: „Þáttur Ijósmæðranna í íslenzkri menn- ingu og sögu er mikilsverðari en flestir gera sér ljóst, enda lítið verið um hann ritað af sagnfræð- ingum. En til þess að gefa nokkra hugmynd um starf þessarar stétt- ar og starfsskilyrði á s.l. hundrað árum, er þessi bók gefin út. Henni er hvorki ætlað að vera Ijósmæða- tal eða Ijósmæðrasaga. Hún er að- eins þættir úr lífi og starfi ein- stakra ljósmæðra, sem margir eru skráðir af þeim sjálfum. Hún á að bregða upp sönnum myndum af starfi, erfiðleikum og fórnfýsi ljósmæðranna á þessu tímabili, jafnframt því, sem hún leyfir les endum að skyggnast ofurlítið inn á sveitaheimilin eins og þau voru og sjá ögn af þeirri erfiðu lífsbar áttu, sem þar var háð." Þessi formálsorð gefa rétta mynd af efni þessarar bókar. Séra Björn Ó. Bjömsson hefur um skeið safnað þáttum um ljósmæð- ur og Kvöldvökuútgáfan hefur keypt safn hans og er þessi bók upphaf að útgáfu þess með all- miklum viðaukum og breytingum. í bókinni eru 26 þættir um jafn- margar Ijósmæður, allar af eldri kynslóðinni og flestar fallnar í val en aðrar komnar svo til elli, að þær eru hættar störfum. Framan við hvern þátt er smá- letursgrein, þar sem greint er frá Svelnn Víklngur æviatriðum í fáum dráttum, en síðan hefst lífssagan. Eins og fyrr segir eru sumir þáttanna ritaðir af Ijósmæðrunum sjálfum, en fleiri þó af öðrum og eru höfund ar margir hverjir kunnir fyrir rit störf. Frásagnir Ævars Kvaran Ævar Kvaran: FÓLK OG FORLÖG Bókaútgáfan Skuiggsjá. Þættir Ævars Kvarans í ríkisút- varpinu um ævintýraleg örlög og sögufræga viðburði, hafa orðið afar vinsælir og sýnt, að hann kann ágæt tök á því að setja slíkt efni á svið. Bækur þær, sem Ævar hefur sett saman af svipuðum þáttum hafa verið hinn bezti les- kostur. Hið sama má segja um þessa bók. Ævar fer það víða, bæði í tíma og rúmi. Hann grípur niður í garði sögufrægs fólks. Stundum þýðir hann skemmtilega grein, en oftar tekur hann saman þátt úr viðamiklum heimildum. Þetta verður ekki sundurlaust hrafl, held ur persónulegur frásagnarblær Ævars á hverju og einu. Hann kann að hlaða vegg sinn, stefna að vissu lokamarki, hámarki sögu sinnar. Hann lýsir sjaldan úr fjar- lægð, heldur fer með lesandann á vettvang atburða. Málið er þrótt- mikið og niðþungt, oft hlaðið eftirvæntingu og dimmum seið þess skapafljóts, sem undir renn- ur. í þessari bók lýsir Ævar því, er Kleópatra birtist Sesari og skyggn ist inn fyrir tjöld fleiri forngarpa, bregður upp svipmynd af Voltaire og nýrri smámynd af Jörundi hundadagakóngi og segir sögu Ævar Kvaran merkilegrar tignarkonu í Eng- landi. Þannig rekur hann spotta og spotta af þræði þeim, sem ör- lögin hafa mönnum spunnið. Hann segir frá könnuðum og langferða- mönnum, gimsteinaþjófum og vís- indamönnum. Efni sitt segist höf- undur hafa sótt í margvíslegar heimildir, bækur og tímarit. Hann varar menn við því að líta á þætti þessa sem fræðimennsku. Eigi að síður auka þeir drjúgum skilning á sögulegum viðburðum og mönn- um og vekja umfram allt forvitni, sem leitt getur til meiri lestrar. — En bókin er spennandi skemmti lestur. — AK Fáir höfðu fyrr á árum betri að stöðu til þess að kynnast lífskjör- um fólks en ljósmæðumar, sem fóru inn á heimilin á örlagastund um og dvöldust þar lengur eða skemur, kynntust mannlífinu þar eins náið og aðkomumanni er unnt og veittu þar brýna hjálp. Fyrir þetta eru ljósmæðraþætt- irnir gleggstu heimildirnar, sem nú er unnt að fá um inntak þess lífs, sem fólkið lifði á íslandi á liðinni öld. Margt hefur verið um það líf ritað, og þegar menn segja sjálfir frá, er trúleik vart treystandi oft og einatt. Þess vegna eru geymdar myndir þessa lífs bæði sundurleitar og margvís- legar og örðugt að greina hvað rétt er. í þessum Ijósmæðraþáttum finn- um við líka margt, sem eykur á skilning um liðinn tíma. En við kynnumst líka merkilegu fólki og starfi, sem er engu öðru líkt. Hér er sagt frá fórnfýsi, sem er dýpri og sannari en flest annað, sem við höfum kynnzt af því tagi. Við kynnumst íslenzkum hetjum í raun, og hér er sögð i allri hóg- værð mörg hetjusaga íslenzks hversdagslífs — gildismeiri en ýms ar þær, sem gylltar hafa verið lofi í hámæli og bókum. í samræmi við efnið er búning- ur bókarinnar látlaus og stíl- hreinn. Sögu og lífsstarfi íslenzku ljósmæðranna er vert að halda á lofti, og sú saga er hollur lestur og góður, því að oftast er það sig- ursaga. . —AK. Ályktanir aðal- fundar Bændafél. Fljdtsdalshéraðs Bændafélag Fljótsdalshéraðs hélt aðalfund sinn 3. þ.m. Fund- urinn var vel sóttur enda er ágætt umferðar um Héraðið. Stjórn félagsins var endurkjör- in, en hana skipa Sveinn Jónsson bóndi á Egilsstöðum formaður, Björn Kristjánsson bóndi Grófar- seli og Páli Sigbjörnsson, ráðu- nautur, Égilsstaðakauptúni. Auk venjulegra aðalfundar- starfa tók fundurinn til umræðu ýmis hagsmunamál bænda á fé- lagssvæXnu. Nokkrar úlyktaniir voru samþykktar á fundinum. — Helztar þeirra voru þær tvær, sem fara hér á eftir: 1. Um verðlagsmál Fundur Bændafélags Fljótsdals- héraðs haldinn 'að Egilsstöðum 3. des. 1962 gerir eftirfarandi álykt- anir um verðlagsmál: 1. Fundurinn fagnar aðgerðum fcúnaðarsambanda landsins í þá átt að fá breytt. vörum, án tiilits til þarfa landbún- aðarins. 2. Fundurinn átelur afstöðu full trúa Stéttarsambands bænda og Framleiðsluráðs í sexmannanefnd á s.l. hausti, við samninga um verð lagsgrundvöll fyrir landbúnaðar- vörur, sem í tveimur meginatrið- um braut gjörsamlega í bága við samþykktir síðasta aðalfundar Stéttarsambands bænda. a. Aðalfundur stéttarsambands- ins fól stjórn sinni afdráttarlaust að semja ekki um afslátt á þeim verðlagsgrundvelli, sem fulltrúar neytenda settu upp haustið 1961 og töldu þá vel rökstuddan. Eng- inn hefur heidur reynt að vefengja hann með rökum. Þrátt fyrir það semja þeir nú um nálægt 12% óhagstæðarj verðlagsgrundvöll fyr ir bændur án þess að færa nokk- uö fram þeirri breyttu afstöðu sinni til stuðnings. b. Að minnsta kosti þrír síðustu aðalfundir stéttarsambandsins hafa Framleiðsluráðslögunum samþykkt að fela Framleiðsluráði Þakkar hann stjórnum hækka verðlag á sauðfjárafurð- búnaðarsambanda Suður-Þing. og um til samræmis við aðrar bú- Austurlands forgöngu í þeirri bar vörur. En almennt er nú viður- áttu. kennt, að ínjög hafi verið hallað Skorar fundurinn á nefnd þá, a sauðfjárbændur í verðlagsgrund sem starfar á vegum Búnaðar- þings og Stéttarsambands bænda, ?ð þessum málum að vinna að þeim í sama anda og beita sér eindregið fyrir að fá numið úr lögunum gerðardómsákvæðið og hlutdeild neytenda í sexmanna- tiefndinni ásamt fleiri lagfæring- um. En fulltrúar neytendasam- takanna hafa sýnt og sannað, að þeir telja hlutverk sitt það eitt að þvinga niður verð á landbúnaðar- UOMIOGANGAN ISIfNZKS MAIS Ólafur Jóh. Sigurðsson: SPÓI Bókaútgáfa Menningarsjóðs. Margar barnabækur hafa komið út fyrir þessi jól. Flestar eru þýdd ar og er þar misjafn sauður í mörgu fé. Einnig eru allmargar íslenzkar, og sá fengur hefur oft verið rýrari. Satt að segja komu allmargar mjög sæmilegar íslenzk ar bamabækur út fyrir þessi jól. Það er lítið skrifað um barna- bækur fyrir jólin, og er það í raun og veru illa farið. En ekki verður öllu sinnt í einu, þegar sá háttur er á bókaútgáfu að hrista hana svo að segja alla fram úr erminni á nokkrum dögum og fólk kaupir síðan framleiðsluna í íra- fári fyrir jólin. Kunningi minn í hópi rithöfunda — maður sem ég met mikils — hringdi til mín og spurði hvort ég hefði lesið SPÓA. Ég hváði, og auðvitað hafði é,g ekki lesið Spóa. Það skaltu gera, sagði hann. Að mínu viti er þetta einstök barna- bók vegna málfegurðar, og það er til skammar að geta ekki um það, þegar einhverju er svona vel af sér vikið. Ég lét mér ábendinguna að kenn ingu verða og las Spóa og komst að raun um, að kunningi minn hafði lög að mæla. Þessi stutta en frábæra barnasaga er slíkur feginsfengur, að manni hlýnar um hjartarætur. Mál hennar er einfalt og tigið í senn. Orðaforðinn er mikill, og notkun talshátta og málshátta af listfengni og skiln- ingi. Það væri ástæða til að rita langt mál um kosti og fegurð þsss arar barnabókar, en um það er ekki að ræða að sinni. Hitt tel ég mér skylt að benda á, að vegna fegurðar málsins er hún óvenju- legur þroskalestur hverju skyn- góðu barni, og að efni er hún fög- ur náttúrulýsing. — í bókinni eru ágætar teikningar eftir Helgu Sveinbjörnsdóttur. Ólafur Jóhann Sigurðsson ritaði fyrr á árum góð ar barnabækur. Þessi tekur þó mjög fram hinum fyrri. Vegna málsins er hún ljómandi gim steinn. — AK.. velli búvara. Þrátt fyrir einróma samþykki stéttarsambandsfulltrúa á þessari ályktun, hefur Fram- feiðsluráð þverskallazt enn við þessum fyrirmælum. Fundurinn telur þessi vinnu- brögð ólýðræðisleg, og þau feli f sér lítilsvirðingu á samþykktum aðalfunda stéttarsambandsins, sem á þó að fara með æðsta vald í þess- um málum. 2. Um rafmagnsmál Fundur Bændafélags Fljótsdals- héraðs haldinn 3. des. 1962 gerir svofellda ályktun um rafmagns- mál. 1. Fundurinn harmar þá kyrr- stöðu og þær vanefndir í raforku- málum Austurlands miðað við fyr irheit í 10 ára áætluninni, sem nú er senn úti. En nálægt helmingur háspennulína og tengilína frá Laxá — hvort tveggja í 10 ára áætlun- inni — er enn óframkvæmt. Þó kauptúnin á Austurlandi hafi nú fengið rafmagn, þá er það að hin- um þeim óheppilegu leiðum, með byggingu margra dieselstöðva. Hins vegar hafa sveitirnar að mestum hluta verið hafðar út urrd an. Af 25 sveitum í Múlasýslum hafa þrjár verið rafvæddar, hin- ar hafa ekki rafmagn ag frátöld- um nokkrum einkastöðvum. Láta mun nærri að 450—500 bæir í Múlasýslum séu rafmagnslausir. Svipað mun þetta vera í Norður- Þingeyjarsýslu og ‘ Austur-Skafta- fellssýslu og víðar. Misræmið og eðstöðumunur fólksins til atvinnu- rekstrar og lífsþæginda, sem við þessa þróun raforkumálanna hef- ur skapazt milli sveitafólks annars vegar og kaupstaðarfólks hins veg- ar styður hroðum skrefum að því að sveitabyggðirnar eyðast. Fundurinn gerir enn á ný þær kröfur, að haldið verði áfram dreifingu raforku um byggðir Austurlands írá þeim orkuverum, sem þegar eru til. Enn fremur ítrekar fundurinn kröfu sína um að hraða beri lokaáætlun um raf væðingu landsins og leggur á það Frarahald á 13. síðu T f M I N N, föstudagurinn 21. des. 1962. — í ' * I r - 9

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.