Tíminn - 21.12.1962, Blaðsíða 8

Tíminn - 21.12.1962, Blaðsíða 8
f „Höfundar eru ýmist gott eða vont sálufélag . .." „Hin hvítu segl" heitir bók eftir Jóhannes Helga. Hún sigldi þöndum voðum inn á jóla markaðinn fyrir skömmu og varpaði akkerum í gluggum bókabúðanna, sem spegla for- vitin augu jólasálnanna hvað ákafast þessa dagana. Á jólun- um í fyrra kom út b6k eftir þennanísama höfund, sem hét „Hús málarans", samtalsbók við Jón Engilberts. „Það er að- eins til einn Jón Engilberts", segir Jóhannes Helgi. En mað- ur hefur á tilfinningunni, að * með Andrési Matthíassyni, sjó- manni „Hinna hvítu segla" sé ekki aðeins skrifað um hann, heldur alla hina, sem eiga í sér barnssál sjómannsins. — Þegar ég stefndi Jóhannesi upp á blað og spurði hann, hvað hann vildi segja um þessa bók, sagði hann: — Sem minnst. Annars verð ég grunaður um að vera að auglýsa hana .... — Sem þú ert að gera með því að verða við beiðninni um að koma hingað til viðtals. — Nei, nei, ég geri þetta af fölskvalausri ást til Fram- sóknarflokksins. Eg er mjög slakur auglýsingamaður. Eg skal tala við þig um hross, ef þú vilt það heldur. — Hin hvítu segl er að verða metsölubók, er það ekki? — Eg veit það ekki. Veizt þú það kannske? Það er ekki þor- andi að spyrja útgefendur slfkra spurninga. Þeir halda þá að maður ætli að fara að heimta hækkun á ritlaunum. — Hve lengi er verið að skrifa svona bók? — Tvo mánuði, ef maður hef ur IBM-rafmagnsritvél og harð Jóhannes Holgi — Það var of auðvelt að end urtaka það. Þú vendir þínu kvæði í kross í „Seglunum" og velur sjó- mann til að skyggnast inn í, en ekki listamann eða þjóðkunnan mann. . ' — Það er ekki til nema einn Jón Engilberts. í tákni heillar stéttar, öll gerð hans, ytri og innri. Og engir sjómenn, hvergi í veröldinni, munu, það sem eftir er af eilífð- inni ,rísa undir sjómannaheit- inu í fyllstu merkingu orðsins neitt í líkingu við kynslóð Andrésar Matthíassonar. Sjó- mennskan er gerbreytt frá því - Spjallai við Jóhannes Helga snúinn útgefanda eins og Arn- björn Kristinsson, til að keyra mann áfram. — Formið á þessum æviminn ingum er gerólíkt smíðinni á Húsi málarans, samtalsforminu. Af hverju varpaðirðu því fyrir borð? — Og Andrés Matthíasson? — Eg efast um að nú sé á lífi betri fulltrúi þeirra sjó- manna, sem uxu úr grasi um aldamótin og eru að hverfa af sjónarsviðinu. Eg skynjaðihann í rauninni ekki sem einstakling. Fyrir mér stendur þessi maður að skúturnar og seglskipin liðu undir lok. — Þetta á þá sinn þátt í því að þú lætur gamla manninn ljóma í skáldlegum stíl, sem stingur í stúf við ævisagnarit- un af skyldu tagi? — Því ekki það? Eg skyggn- ist einfaldlega bak við þá hörku orðs og æðis sem er óhjákvæmi legt andsvar mannssálar sem býr við ævilangt harðrétti. í brjósti hverrar einustu mann- eskju, hversu kuldalegt sem ytra borðið er, blundar bæði skáldskapur og fegurð. Og ég gerði ekki meira úr þessum aldna sjómanni en í bonum býr, síður en svo, enda er ég langt frá því að vera ánægður með árangurinn. — Eru listamenn nokkurn tíma ánægður með verk sín? — Sennilega ekki — og eiga ekki að vera það. — Þér er greinilega mjög hlýtt til sjómanna. Eg minnist þess að þú hófst rithöfundaferil þinn á sjómannasögu. — Eg hef ekkert dálæti á sjó mannastéttinni umfram aðrar stéttir. En ég þekki þá mætavel. Eg hef sjálfur stundað sjó- mennsku, og það var hollur skóli. En menn eru upp og ofan í öllum stéttum, og þeir einir eru virðingaverðir sem vinna verk sín vel, hver svo sem þau eru, og hvar í metorðastiganum sem þeir eru að bauka. — Þeirri spurningu hefur verið varpað fram hvort íslenzk ir höfundar hefðu ekki lengur efni á að skrifa skáldsögur, hvort þéir þyrftu að standa úti á markaðstorgi minningabók- anna? — Hafa íslenzkir höfundar nokkurn tíma haft efni á að skrifa, nema selia sig einhverju eða einhVerjum og grípa til ann arra ráða, sem fólk heimfærir hiklaust undir skepnuskap. Mér er spurn? Annars eru allar skáldsögur í eðli sínu ævisögur. Það er varla tU sú smásaga, leik rit eða skáldsaga, að persónurn ar og atburðarásin eigi sér ekki einhverja stoð í veruleikanum. Það skapar enghrn höfundur persónu úr engu, það mun að- eins vera á færi guðs almáttugs. Kiljan sótti til dæmis efnivið- inn í Ljósvíkinginn í ævisögu í handritasafni Landsbókasafns ins og hann er farinn að um- skrifa prentaðar ævisögur í skáldverk. Þetta veit fólk mæta vel, en það kýs sér æviminning ar umfram aðrar bækur af því að þær hafa oft til að bera slúðurgildi; því miður. Mér geðj ast hreint ekki að þessari þró- un. — Hefurðu lesið margar ævi- sögur? — Nei, ég les ekki ævisögur, en ég hef gripið niður í þær eins og aðrar bækur í bóka- búðum. Það þarf ekki að renna augunum yfir margar blaðsíður til að komast að raun um, hvort bók er lesandi. Sumar þessara ævisagna hafa áreiðanlega margt til síns ágætis og eru vel gerðar, ekki þar fyrir, en höf- undar leggja allt annað mat á bækur en þorri fólks. — Hefurðu hugsað þér að skrifa fleiri minningabækur? — Nei, ég setti saman þessar tvær að gamni mínu. — 'Kannski vegna þess sem haft er á orði, að ungir höfund- ar hafi ekki efni á að skrifa skáldsögur. Hefurðu hagnazt á þessum tveim bókum? — Já, ég hef grætt morð fjár. Þú getur reiknað sjálfur. Eg hef skrifað fjórar bækur og fengið fyrir þær samtals rúmlega hundrað þúsund krón ur. — Er Hús málarans uppseld? — Mér er sagt, að hún sé að seljast upp. — Hvað kostar að skrifa skáld sögu? — Tvöfalt það, sem höfundur getur gert sér vonir um að fá fyrir hana, ef hún þá heppnast og einhver vill kaupa. — Hvað mundirðu segja að íslenzka höfunda skorti belzt? — Greiðslu — og þá er þeim einskis vant. fslenzka þjóðin með fágæta men ningararfleifð sína á næga Hstkrafta til að skrifa leikrit og skáldsögur á heimsmælikvarða. — Á hvaða höfundum hef- urðu mest dálæti? — Eg á engan uppáhaldshöf und og engan uppáhaldsmat — en ég á uppáhaldsdrykk, sagði skáldið og kímdi um leið, og það stóð á fætur og seildist eft- ir hönzkunum: Mér finnst höf- undar ýmist gott eða vont sálu félag. Vertu sæll. BIRGIR. í sunnudagsblaði Tímans^ 25. nóv. er grein er segir frá Álfta- firði vestra. Þar segir m.a. svo: „Af þessum slóðum er ekki óra- vegur suður í Dýrafjörð í Lamba- dal, eða vestur í Önundarfjörð í Korpudal eða Hestdal, en yfir firn indi mikil og vegleysur að fara". Úr Álftafirði var fyrr á tímum fjölfarin leig yfir til Önundarfjarð ar um Álftafjarðarheiði eða Álfta- f jarðarskarð yfir í Korpudal í Ön- undarfirði. Þar er örstutt yfir skarðið og fer strax að halla und- an þegar komið er á brún, en sá er munur á, að Önundarfjarðar- megin er komið niður í dalbotn, þar sem hlíðar rísa strax á báða vegu, en Álftafjarðarmegin er bratti minni og víðátta meiri. Hestskarð er sunnan við fjallið Hest og úr því má fara niður á Hestdal í Önundarfirði, en sú leið er nokkru lengri en Álftafjarðar- heiði og mun því ekki hafa verið fjölfarin, nema þar hafi þótt betra 8 Halldór Kristjánsson, Kirkjubóli: Álftafjarðarheiði að fara niður í vetrarhörkum, sem ég veit þó ekki. Milli bæja yfir Álftafjarðarheiði mun ekki vera meira en þriggja tíma gang- ur. Um Lambadalsskarð milli Álfta fjarðar og Dýrafjarðar er mun lengri leið, enda er farið bak við Önundarfjörð og fram hjá honum. Mig minnir það væri árið 1932 sem þrjú skólasystkin mín af Núpsskóla komu gangandi yfir Lambadalsskarð á nemendamót að Núpi. Það er sú ferð, sem ég veit til þess að síðast væri farin um Lambadalsskarð á ferðalagi sveita milli, en vel má þó vera að það hafi oft verig farið síðan. Um Önundarfjörð innanverðan er skammt milli bæja. Skógur eyddist þar því fyrr en í nálægum fjörðum. Var svo komið snemma á 19. öld, að hvergi fékkst skógur í Önundarfirði, svo að gera mætti tU kola. Leituðu þá bændur á innstu bæjum fjarðarins allmjög til Álftafjarðar til að fá þær nauð synjar. Amma mín, Ingileif Steinunn Ólafsdóttir, var fædd í Neðrihús- um (Neðri Hesthúsum) í Önundar firði 1841 og ólst þar upp. Á æsku árum fór hún gangandi ásamt ann arri stúlku yfir Álftafjarðarheiði að sækja viðarkol til bænda þar og báru þær þau heim í poka á bakinu. Stundum var komið með viðar- kol yfir Álftafjarðarheiði til að selja Önfirðingum. Amma mín sagði, að þau Bjarni meitill og Graða-Helga hefðu komið í þeim erindum að norðan. Helga þessi hafði auknefni sitt af því, að kven maður nokkur hafði einhvern tíma viljað kenna henni barn. Stundum sóttu Önfirðingar skóg í Álftafjörð og fluttu hann heim og gerðu þar til kola. Langafi minn, Páll Sigurðsson á Hóli — var sendur í Álftafjörð þeirra er- inda þegar hann var unglingur. Hann var með einn hest, Grána að nafni. Ekki veit ég hvort það var eini hestur föður hans, en nær er mér að halda að svo hafi verið. Svo hagar til á Álftafjarðarheiði, að fremst í Korpudal er snarbratt hamrabelti á heiðarbrúninni, en götuþræðingur liggur á snið niður það á einum stað. Þar er kallað Klif. Venja var að taka ofan af klyfjahestum og teyma þá lausa um Klifið, en bera baggana, því að hætt var við að þeir vildu rek- ast í klettana annars. Páli mun hafa verið líkt farið og títt er um unga menn, a8 vilja gjarnan spara sér ómak ef hægt væri. Hann lagði af stað í Klifið með viðarklyfjarn ar á Grána. En ekki hafði hann langt farið, þegar bagginn rakst heldur óþyrmilega í klettinn með Framh. á 13 slðu T f M I N N, föstudagurinn 21. des. 1962. — I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.