Tíminn - 21.12.1962, Blaðsíða 5

Tíminn - 21.12.1962, Blaðsíða 5
Skáldsaga GUNNARS M. MAGNÚSS er saga um ungt fólk — fyrir ungt fólk. Þetta er ástarsaga sem látin er gerast í Reykjavík fyrir fáum ár- um og aðalpersónurnar eru dægurlagasöngkonan og stjarn- an upprennandi, Bára Lóa, og unnusti hennar, Börkur Jónsson, sérstæður piltur, sem er efni í uppfinningamann, en kemst í kast við Lögregluna og dómsvald- ið fyrir annarra skuld, alsaklaus, og ratar af þeim sökum í miklar þrengingar og raunir. — Þetf- er spennandi og skemmtileg saga. Tilvalin jólagjöf fyrir unga fólk- iS. — Verð kr. 164,80 FYRRI BÆKUR ÚTGÁFUNNAR, skáldsagan Lífsneisti eftir Remalque og unglingabókin Borizt á banaspjót- um eftir Allan Boucher fást enn hjá bóksölum um land allt. •fe LÍFSNEISTI er stórbrotið skáldverk eftir heims- frægan höfund. Bók sem á enndi til allra hugs- andi manna. ¦fr BORIZT Á BANASPJÓTUM er fyrsti hluti ung- lingasögu er gerist á íslandi í fornöld og segir frá Halla á Meðalfelli í Kjós og ævintýrum hans. Höfundur bókarinnar er ungur brezkur mennta- maður sem nú dvelst á íslandi og er þaukunnug- ur íslandi og íslenzkum bókmenntum. Þetta er spennandi bók sem er tilvalin jólagjöf fyrir ung- linga. ® BÓKAÚTGÁFAN DVERGHAMAR í R —? ARITUÐ EINTÖK ^ Aðeins nokkur eintök af bókinni, árit- W uð áf höfundinum WILLY BREIN- HOLST fást nú hjá útgefanda. ÁÍS' •*M& BÓKAÚTGÁFAN FRÓÐI VALVER LAUGAVEGl 48 Vi<> aSstoðum vður vií) að gleðja börnin Avallt úrval af leikföngum. VALVER SÍM) 15692 Sendum heim oq I póstkröfu um land allt Bótagreíðslur almanna- tryggínga í Reykjavík Bótagreiðslum almannatrygginganna í Reykjavík Iýkur á þessu ári kl. 12 á hádeg) á aðfangadag og hefjast ekkí aftur fyrr en á venjulegum gre;,5slu- tírni í janáai teftir 9. januar). Tryggingastofnun ríkisins hersins BORGIN ber nú svip þess, að jólin nálgast. Ljós og lyng og greni vekja dag hvern athygli veg- farenda á því, að hátíð er í nánd. Skreytingar verzlana í gluggum með margs konar glysi og gnægð góðra muna minnir hvern mann á jólagjafir. En hjá því verður varla komizt, að allur sá íburður veki nokkra umhugsun og spurningar hjá hverj um þeim, sem þekkir söguna góðu um fátækt bara, sem vafið var reifum og lagt l jötu, ef sú saga er orðin homim harla kær. Þetta stingur allt svo mjög í stúf við helgi fyrstu jóla, fátækt- ina í fjárhúsi í Betlehem. Er fæð- ingarhátíð hans, sem gerðist fá- tækur vor vegna til þess að vér auðguðumst af fátækt hans, nú orð in verzlunarhátís hjá mér? Eitt hefur jiifnan að undan- förnu þessa daga í desember glatt mig öðru fremur, auk jólatrjánna stóru af því sem setur jólasvip á Reykjavík. Og þetta er jólapottur Hjálpræðishersiíis, samskotabauk- ur hans. Hann Jætur lítið.yfir sér og er ekki fyrirferðarmikill í að- alverzlunarhverfinu, enda ekki settur þar í gróðaskyni. En hann mætti samt vekja til umhugsunar. Margir eru þeir, sem litlar eða engar jólagjafir fá, einmitt þeir, sem helzt þyrftu þeirra við. Þeir eru margir, sem daprir eru og ein mana og gleymast, einmitt þeir, sem helzt þyrfti að glegja. Og þarna stendur í strætinu lítil, hógvær áminning um það. Það er hið sanna jólahald, að líkna þeim, sem líknar þurfa, gleðja hrygga, styrkja veikburða, rétta þeim hönd sem hafa hrasað. — Öll vitum við að það er í anda hans, sem gaf mönnunum heilög jól, að halda hátíg með kærleika í huga til með bræðra í þrengingu. Þegar við sjáum jólapottinn frá Hjálpræðishernum, mættum við renna þakklátum huga til þeirra manna, sem gefa okkur tækifæri til að veita nokkurn glaðning, og án þess að láta okkar að neinu getið, óþekktum bróður eða systur, sem við ekkert vitum annað um en það, að hann þarfnast hjálpar, að hann megi gleðjast yfir því, að einhver hefur auðsýnt honum hlýj- an hug í nafni Drottins. Hjálpræðisherinn á skilið þakk læti meðborgaranna fyrir þetta og 'fyrir að bjóða fram starfsflokk til þessarar meðalgöngu, fólk, sem- fúslega ver tíma sínum þá daga, sem allir eru önnum kafnir af um- hyggju fyrir sér og sínum — og sjálfum helgidögunum, þegar flest ir vilja eiga náðuga daga eða skemmta sér, til þess að leggja hart að sér í erfiði, svo að einnig þeir mættu hljóta hátíðargleði. sem allir aðrir gleyma. Að þessu sinni er meiri þörf en áður hefur verið fyrir að taka höndum saman um þetta hátíðar- hald Hjálpræðishe/sins, því að nú hefur hann tekið að sér ný og aukin verkefni. Að þessu sinni mun hann hafa með höndum nokk urn hluta þess jólaglaðnings, sem félagig Vernd hefur haft að und- anförnu. Vernd mun að vísu enn sem fyrr leggja sig fram við að annast fangahjálpina um iólin En auk fanganna eru margir einmana menn í þessum bæ. fólk sem litið athvarf og litla samúð á í um- hverfi sínu. Hjálpræðisherinn ætlar að leita þá uppi. Hann mun Framhald á 13. síðu TIMINN, föstudagurinn 21. des. 1963. —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.