Tíminn - 21.12.1962, Blaðsíða 16

Tíminn - 21.12.1962, Blaðsíða 16
EIGNIZT MIDA! EIGNIZT CARAVAN! Munið happdrætti Framsóknarflokksins — Sími 12942 Föstudagur 21. desember 1962. 238. tbl. 46. árg. ÚBROTHÆTTUR BOLLI ÚR SJÓ GS-ísafirðl, 20. des. Fyrir nokkrum dögum voru skipverjar á vélbátnum Hrönn að draga línuna í Djúpálnum, á um 100 faðma dýpi. Kom þá kaffibolli upp á einum önglin- um. Fór hann yfir hjólið og inn á spilið, þar datt hann af i..................l' it.......'.......ii" ¦ rétt eins og þorskarnir og féll á þilfarið, án þess að brotna. Sá ekkert á kaffibollanum eft- ir þetta ævintýri hans og faang- ir hann nú upp á vegg á heim- ili formannsins, Óskars Jóhann- essonar. Bollinn er íir þykkum leir og telja menn hér þetta gæfumerki. retarnir brutust inn í áf enuisbúoina Bifreiðabankinn opnaður í dag HF—Reykjavík, 20. des. Á morgun opnar Verzlunai'bank inn sitt fyrsta útibú, að Lauga- vegi 172. Algjör nýjung verður tekin upp í sambandi við opnun þessa útibús og er það svokallað „drive in" Það er gluggi, sem akandi viðskiptamenn geta fengið afgreiðslu í gegnum, í bílum sín- um. Þannig fyrirkomulag nýtur mikilla vinsælda erlendis, og er ekki seinna vænna, að koma því upp hér. Viðskipti útibúsins eru takmörk uð við sparisjóð og hlaupareikn- Framhald á 15. síðu. GS-Isafirði, 20. des. Togarinn Aston Villa kom hing- að með veikan mann klukkan 18 í gær og var hann lagður inn á sjúkrahúsið. Um eittleytið í nótt var hringt til lögreglunnar hér og henni tilkynnt að tveir eða þrír menn væru að brjótast inn í áfeng isverzlunina hér. Fór lögreglan þegar á vettvang, en þegar þjóf- arnir sáu bílljósin forðuðu þeir sér. Lögreglan náði þeim þó neðar í götunni. Reyndust þeir vera þrír hásetar af Aston Villa. Höfðu þeir kílógrammsþungan hamar að vopni og voru búnir að mölva tvær rúður í hurðinni. Innan þeirra var hleri, sem þeir þurftu einnig að brjóta, til þess að kom- ast inn og hafði hann staðizt árás- ir þeirra. Sjómennirnir neituðu í fyrstu að hafa verið valdir að þessu, en þegar þeir voru settir í fanga- geymsluna, meðgengu þeir. f morgun kom svo umboðsmaður togarans og setti tryggingu fyrir skemmdum, málskostnaði og sekt- um og var mönnunum þá sleppt. Icecan-síminn opn- aður eftir áramótin MB^-Reykjavík, 20. des. Sámkvæmt frétt frá Póst- og símamálastjórninni er gert ráð fyrir að hinn 28. desem- ber n.k. verði opnað reynslu samband fyrir alþjóðaflugfjar skiptaþiónusfuna um nýja sæ símann (ICECAN) sem liggur um Grænland til Nýfundna- lands. Felur það í sér eina tal- rás og 4 fjarritarásir. Hins vegar verði formleg viðskipti um sæsímann ekki tekin upp fyrr en einhvern tíma í janú- ar. . Ákveðið mun nú, að samgöngu málaráðherra Kanada afhendi for- seta Alþjóða ' flugmálastofnunar- innar rásir í hinum nýja sæsíma ICECAN í lok: janúarmánuðar n.k., en áður var ætlunin að af- hending færi fram 6. þ.m. Ýmiss konar bilanir og óhöpp hafa sí- fellt frestað þessari afhendingu. Flugmálastofnunin fær 5 rásir til afnota í hinum nýja sæsíma, eina talrás, sem verður beint milli flugumferðastjórnanna og 4 rit- símarásir, sem verða milli aðal- loftskeytastöðvanna, sem annast þjónustu fyrir flugumferðastjórn- irnar. , Nú sem stendur er sambandið milli flugumfei'ðastjórnarinnar hér og kollega hennar vestanhafs þannig, að viðskiptin fara fram eftir sæsímanum til Skotlands en þaðan vestur um haf eftir sæsíma sem Mikla norræna ritsímafélagiS I leigir. Eftir að ICECAN kemur í notkun mun Mikla norræna rit- símafélagið eftir sem áður hafa' forgangsleigu að sæsímanum vest- ur frá Skotlándi, þannig að þótt bilun á ICECAN yrði um að ræða myndu ekki líða nema um 5 mín- útur, þar til samband yrði komið á eftir honum. Staurar brotnuðu SJ—Patreksfirði, 20. des. í gærmorgun gerði hér suð- austan hvassviðri með mjög mikilli úrkomu. Var bleytukaf- ald í byggð en hríð á fjöllum Strandferðaskipið Esja kom hingað um klukkan níu í gær- morgun en vegna veðursins |agði skipið ekki í að fara hóð fyrir að viðgerðinni Ijúki fyrir an út fyrr en seinnipartirin í helgi. Þar til línan kemst í lag nótt. framleiðir dieselrafstöð rafveit í gærkveldi rofnaði rafstraum unnar á Patreksfirði rafmagn urinn til Tálknafjarðar og Pat fyrir Patreksfjörð og Tálkna- reksfjarðar frá Mjólkárvirkj- fjörð. un og er nú vitað, að tveir staurar hafa brotnað í há- spennulínunni þaðan á vestan verðum Hálfdáni, sem er á milli Tálknafjarðar og Bíldu- dals. Enn er ekki vitað um meiri skemmdir, en athugun og viðgerð fer nú fram á lín- unni á Hálfdáni og er gert ráð EFTIRLIT MEÐ UTIVIST SLAKNAR IJÓLA ÖNN KH—Reykjavík, 20. des. i irliti lögreglunnar með úti- Eins og Tíminn skýrði frá á vist barna um tíma í haust, og sínum tíma gekkst barna- varð það til mikilla bóta. En verndarnefnd fyrir auknu eft- j eins og margoft hefur verið | drepið á, er lögreglan alltof liðfá, enda hefur hún ekki get að haldið þessu starfi áfram. Hið aukna eftirlit var í því fólg- ið, að lögregian fór um borgina á kvöldin og skrifaði niður nöfn þeirra barna, sem enn voru á ferli úti við. Skýrslurnar fékk barna- verndarnefnd til athugunar, og barns send skrifleg viðvörun. Væri um sérstaklega alvarleg tilfelli að ræða, sendi barnaverndarnefnd fulltrúa til að ræða við foreldrand. Hefur þessl háttur verið hafður á um nQkkurra ára skeið í sambandi við sjoppuhangs unglinga. Þorkell Kristjánsson fulltrúi hjá carnaverndarnefnd skýrði blaðinu írá þessu í dag. Sagði hann aug- ljós merki þess, að gagn hefði verið af ráðstöfunum þessum, og sírax og um hægðist hjá lögregl- unni upp úr áraraótum, eða þegar væri um fleiri en eitt brot að henni bættist liðsauki, væri áform ræða, var foreldrum viðkomandi é? að halda uppteknum hætti. HEIM FYRIR JÓt Háir sem iágir, ríkir og fátækir; jilir eiga það sameiginlegt að vilja komast heim fyrir jól. Hver og einn vill eyða jólunum í skauti fjölskyldunaar. Þetta er sameig- inlegur siður um allan hinn kristna hei;n. Myndin hér fyrir neðan er táknræn um þennan fallega sið. Hún er tekin fyrir skömmu, pegar Margrét Dana- prinsessa kom heim til Kaup- mannahafnai frá Egyptlandi. !' ri'ðrik konungur, faðir hennar, kom á flugvöllinn til að taka á nióti henni. Margrét prinsessa hef ut mikinn áhuga fyrir fornleifa- fiæði, og hún var einmitt við forn leifarannsóknir i Egyptalandi, þeg ar hún sneri heim til að halda jól hátíðleg með fjölskyldu sinni. (Polfoto).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.