Tíminn - 06.01.1963, Blaðsíða 6

Tíminn - 06.01.1963, Blaðsíða 6
Mt ; -lí ÖG SKí Góðærið Áramótin eru liðin. Árið 1962 hefur verið íslenzku þjóðinni hagstæðara en flest eða öll ár önnur, þegar á heildina er litið. Aflabrögð hafa sjaldan verið betri né verðlag útflutningsvara hag- stæðara. Veðráttan var land- búnaðinum hins vegar ekki að öllu leyti hagstæð, en þó hefðu bændur ekki hlotið yf- irleitt þungar búsifjar af völdum hennar, ef annað hefði ekki komið til. Nokkurt dæmi um hið hag- stæða árferði er það, að fyrstu ellefu mánuði ársins 1962 nam útflutningurinn 3.225 millj. kr. eða 746 millj. kr. meira en á sama tíma 1961 og 1217 millj. kr. meira en 1960. Hann hefur m. ö. o. orð- ið nær þriðjungi meiri en hann var 1960. Annað dæmi er það, að sein ustu sex vikur ársins, hefur síldaraflinn suðvestanlands orðið mun meiri en hann var til jafnaðar á ári á árunum frá 1950—1960. Af hálfu stjórnarsinna hef- ur talsvert verið gert að því að þakka ríkisstjóminni og stefnu hennar góðærið. Þó hafa talsmenn ríkisstjórnar- innar ekki komizt hjá því I áramótaskrifum sínum að viðurkenna að hagstæðar síld ar- og fiskigöngur og hag- stætt veðurfar eigi sinn þátt í því. En fleiri ástæður bæt- ast við, sem ríkisstjórninni verða heldur ekki þakkaðar. Þar má nefna nýja tækni við síldveiðamar og útfærslu fiskveiðilandhelginnar 1958. Þá má ekki gleyma því, að þjóðin hefði ekki notið góð- ærisins, ef ekki hefði verið búið að afla atvinnutækj- anna, en það var nær ein- göngu gert fyrir tið „viðreisn arinnar”. Það er jafnframt staðreynd sem ekki verður á móti mælt, að hefði togaraútgerðin og slldveiðarnar gengið stöðvun- arlaust allt árið 1962, eins og þær gerðu allt árið 1958, myndu útflutningstekjurnar hafa orðið 600—700 milljón- um meiri á árinu 1962 en þær urðu. Slíkt tjón hlauzt af því, að ríkisstjórnin hirti ekki neitt um að leysa togaradeil- una og síldveiðideilurnar í tæka tíð. Vinstri stjórnin gætti þess hins vegar vel að afstýra slíkum átökum. Aðaltakmarkið hefur misheppnazt Að venju létu foringjar stjórnmálaflokkanna heyra til sín í ræðu og riti nú um áramótin. Mesta athygli mun það hafa vakið, að bæði Ólaf- ur Thors og Emil Jónsson játuðu, að ríkisstjórninni hefði ekki tekizt að ráða nið- urlögum verðbólgunnar. Hún léki enn lausum hala eins og fyrr. Þetta er raunverulega játn ing þess, að það, sem átti að vera aðalmarkmið „viðreisn- arinnar“ — að stöðva verð- bólgu og dýrtíð og tryggja efnahagslífinu traustan grundvöll — hafi alveg mis- tekizt. Ýmsir munu telja þetta merki um hreinskilni. Hitt er þó sannara, að hjá þessari játningu varð ekki komizt. Það dylst ekki neinum, að verðbólga og dýrtíð ríður nú meira húsum á íslandi en nokkru sinni fyrr. Tvö ár i röð, 1961 og 1962, hefur ís- land átt Evrópumet í aukinni dýrtíð. Gjaldeyrisstaðan Þótt Ólafur og Emil hafi játað, að aðaltilgangur „við- reisnarinnar" hafi misheppn azt, vildu þeir halda þvi fram, að hún hefði samt borið nokk urn árangur. Þeir héldu því fram, að gjaldeyrisástandið hefði batn að og gerðu þvi til sönnunar samanburð á gjaldeyrisstöð- unni í febrúar 1960 og nú um áramótin. Slíkur samanburð- ur er þó algerlega villandi, þvl að i febfúar 1960 vár bú- ið að auglýsa gengislækkun með margra mánaða fyrir- vara og því höfðu þeir, sem skulduðu erlendan gjaldeyri, keppzt við að yfirfæra, en þinir, sem áttu erlendan gjald eyri, kepptust við að yfirfæra hann ekki. Rétt er að gera samanburð á gjaldeyrisástandinu nú og í árslok 1958, þegar núverandi stjórnarflokkar tóku völdin. Sá samanburður sýnir, eins og rakið var i áramótagrein Eysteins Jónssonar, að heild- arstaðan er mjög svipuð nú og þá, því að ekki ber að miða eingöngu við gjaldeyris- stöðu bankanna einna, held- ur verður einnig að taka með stutt lán einkafyrirtækja og umsamdar fastar skuldir, en þetta hvort tveggja hefur stórhækkað siðan 1958. Vissulega er fátt meiri sönn un um lélega stjórn en' að gjaldeyrisstaðan í heild skuli ekkert betri nú en 1 árslok 1958, þrátt fyrir hinn stórkost lega aukna útfiutning. Sparifjárinneignin Þá sögðu þeir Ólafur og Emil, að sparifjárinnelgn í bönkum og sparisjóðum hefði nær tvöfaldazt síðan „við- reisnin“ kom tii sögunnar. Þetta er rétt, þegar miðað er við krónutöluna eina. En „viðreisnarkrónan" er um það bil helmingi verðminni en krónan var áður. í febrúar 1960 var dollarinn, að viðbætt um öllum yfirfærslugjöidum, kr. 21,22—25,30, en nú er doll- arinn kr. 43,06. Ef miðað er við raunverulegt verðgildi eða notagildi sparifjárinn- Stórlega hefur dregið úr ýmsum ræktunarframkvæmd um og byggingum í sveitum. Húsnæðisskortur fer nú óð- um vaxandi og er t. d. orðinn tnjög tilfinnanlegur í höfuð- borginni. Vitanlega stafar þetta ekki af öðru en því, að íbúðarbyggingar hafa stór- lega dregizt saman, enda ör- | uggar tölur fyrir hendi, er sanna það. Ekki hefur á seinasta kjör- tímabili verið ráðizt í bygg- ingu neins stórs orkuvers eða ' stórrar verksmiðju. Þetta er ólíkt því, sem gerðist í stjórn artíð vinstri stjórnarinnar, þegar lokið var við sements- verksmiðjuna og hafizt handa um nýtt orkuver við Sogið. Gengisfelíingar- stefnan ARAMOT eignarinnar, þ. e. ef henni er breytt í erlendan gjáldeyri eða framleiðslutæki, eins og skip, vélar og byggingarefni, hefur hún raunverulega ekki aukizt neitt síðan í febrúar 1960, nema siður sé. Það er eitthvert örriurleg- asta dæmj um ranga efna- hagsstefnu, að raunverulegt verðmæti sparifjár skuli ekki aukast neitt á tímum hins mesta góðæris. Þetta verður þó enn ljósara, þegar þess er gætt, að ekki hefur verið hald ið í horfinu með endurnýjun og öflun atvinnutækja á þess- um tíma. Atvinnuástantllð Þá segja þeir Ólafur og Emil, að „viðreisnin" hafi tryggt næga atvinnu og hafi spádómar stjórnarandstæð- inga því ekki ræzt/ Það má þó vera öllum ljóst, að þetta er ekki neitt „við- reisninni" að þakka Þetta stafar af hinu mikla góðæri, sem verig hefur við sjávar- síðuna og áður er gerð grein fyrir. Ef hér hefði verið með- alárferði og aflabrögð svipuð og á ‘árunum 1950—60 hefði atvinnuástandið vissulega orðið annað og verra. Þá hefði það sannazt, sem stjórn arandstæðingar héldu fram. að „viðreisnarstefnan“ hefði brengt atvinnumöguleikana. Hin mikla atvinna nú er ekki að þakka „viðreisninni" heldur er þrátt fyrir hana. Hún hefur orðið að lúta i lægra haldi fyrir góðærinu launakjörin Ólafur og Emil halda því fram í áramótaskrifunum, að kaupmáttur launateknanna sé meiri en áður, enda^væri annað óeðlilegt, þegar miðað er við hina miklu aukningu þjóðarteknanna af völdum góðærisins ' r Reynslan sjálf sýnir þó ann að. Útreikningur. sem Alþýðu samband íslands hefur látið þekktan hagfræðing gera, leiðir í ljós, að kanpmáttur verkamannalavna hefur lækk að um 10% siðan i október 1958, ef miðað' er við átta stunda vinnudag Það er að- eins með því að vinna marg- falt meiri eftirvinnu, að verkamenn eða aðrir launþeg ar geta tryggt sér svipaðan kaupmátt launa nú og 1958. Til þess þurfa þeir að vinna rúma 3 eftirvinnutíma dag- lega alla virka daga árslns eða um 1000 eftirvinnutíma á ári og ná þó þvi aðeins sama kaupmætti launa og 1958, að þeir fái fjölskyldu- hætur að auki. Þeir, sem ekki fá fjölskyldubætur, eins og einhleypingar ng mörg eldri hión, ná ekki sama kaup- mætt.i launa og 1958. þrátt fvrlr þessa stóraukm eftir- vinnu. Það er dæmi um hina öfug- ustu og ranglátustu efnahags stefnu ag slíkt. skuii geta átt sér stað á sama tima og þjóð srtekjurnar hafa stóraukizt. ^mdrátturinn Ólafur og Emil neita því, að nokkur samdráttur fram- kvæmda hafi átt sér stað í tið núverandi rikisstlórnar Hér nægir að benda aðeins á nokkrar staðreyndir UM MENN OG Það, sem hér hefur verið | rakið, sýnir vissulega, að „við reisnarstefnan“ hefur verið hin mest misheppnaðasta efnahagsstefna. er hér hefur nokkru sinni verið fylgt. Henni hefur ekki aðeins alveg mistekizt að stöðva verðbólg- una, heldur hefur hún hindr- að bætt launakjör, aukna raunverulega sparifjáreign og bætta gjaldeyrisstöðu, þrátt fyrir hið mesta góðæri. Hvað er það, sem einkum veldur þvi að svona hrapal- lega hefur tiltekizt? Því er bezt svarað, ef menn athuga j afnhliða efnahags- stefnuna í nágrannalöndum okkar. Þar er alls staðar reynt að tryggja sem stöðugast gengi peninganna. Að vísu rýrnar það alltaf nokkuð af völdum verð- og kauphækk- ana,. en reynt er að forðast frekari rýrnun með beinum gengisfellingum. Þess vegna hafa engar gengisfellingar átt sér stað í þessum lönd- um, þótt kaup hafi hækkað þar meira en hér á undan- förnum árum. Núverandi rík- isstjórn íslands og ráðgjafar hennar, eru hins vegar allt annarrar skoðunar. Þessir að- ilar virðast trúa því, að nógu miklar og nógu tíðar gengis- fellingar séu allra meina bót. Þess vegna lækkuðu þeir gengi krónunnar langt úr hófi fram 1960 og svo aftur algerlega að óþörfu 1961. Þeir hefðu enn gert það á síðast liðnu ári. ef kosningasigur Framsóknarmanna hefði ekki skotið þeim skelk i bringu. Það er þessi mikla verðfeil ing krónunnar. sem hefur skapað upplausnina og glund roðann. sem nú drottnar í ís- lenzku efnahagslífi, gert verg bólguna óviðráðanlegri en nokkru sinni fyrr, magnað kaupdeilur og stéttadellur. fært, þjóðarauðinn og þjóðar- tekjurnar í vaxandi mæll á færri hendur. Og þrátt fyrir alla þessa ömurlegu reynslu. boða stjórnarflokkarnir, að hessari stefnu skuli ha'dia áfram. Þess vegna má þjóð- in ekki framlengja óskert vald þeirra í næstu þingkosn- ingum. 6 T f M I N N, sunnudagurinn 6. janúar 1963.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.