Tíminn - 06.01.1963, Blaðsíða 15

Tíminn - 06.01.1963, Blaðsíða 15
Skúli Thorarensen Á morgun verður kvaddur í bál- kirkjunni í Fossvogi Skúli Thorar- ensen frá Kirkjubæ á Rangórvöll- um. Hann skildi við jarðlífið í dög un á nýársmorgun, sjötugur að aldii og er sá þriðji þeirra Kirkju- bæjarbræðra, sem héðan fara á s.l. í.veim árum. Fækkar þeim nú óð- um, sem cftir lifa af börnum þeirra Jónínu frá Múla og Gríms frá Móeiðavhvoli, en þau voru sex og lifa nú tvö. Til þess er tekið, hve Kirkjubæj arheimilið hafi verið merkilegt i tið þeirra hjóna. Þar var fjölmenni n.úkið og búskapur stór í sniðum, rausn í garði og myndarbragur á öllu, en andlegt lif fjölbreytt. Grímur var karlmannlegur og styrkur. Jónína fíngerð, gáfuð og göfug, söngvin og tónelsk og erfð- isf sá eiginleiki til allra barna þeirra, sem voru hvert öðru táp- meiri og gjörfulegri. Þarna ólzt Skúli upp við starf og nám og átti tá hins síðasta óteljandi bjartar minningar frá fjölbreyttu lífi bernsku- og æskuáranna. Ungur kvæntist hann Vigdísi Jónsdóttur, systur Einars á Geld- ingalæk, sem er kona vitur og styrk og drengur góður svo sem forðum var lýst annarri konu úr sömu sýslu, sem var ung Njáli gefin. Bjuggu þau hjón um skeið aust- an fjalls, f:n fluttust til Reykja- víkur í lok fyrra stríðs og eignuð- ust á þeim árum tvær dætur. Starf aðj Skúli þá um skeið í þágu hins opinbera og trúi ég að það starf hafi ekki verið honum mjög að skapi, þó að lífvænlegt væri. En nokkrum árum fyrir síðara stríð, hófst nýr og merkur kafli í ævi hans. Við mjög erfiðar að- slæður hóf hann togaraútgerð og rak hana í æðj stórum mæli um margra ára skeið. Græddist hon- um fá á 5. fugi aldarinnar og var þá og síðan aðili og stofnandi að mörgum og stórum fésýslu- og íramkvæmdafyrirtækjum, sem ýms starfa enn í blóma. Og enn áttu eftir að verða tima mót í ævi hans Um það leyti er halla tók undan fæti fyrir togara- útgerðinni, seldi Skúli skip sín og hóf búskap og ræktunarfram- kvæmdir í svo stórum mæli, að helzt verður jafnað til umsvifa Thors Jensen á sama sviði fyrir 30 árum. Gekk honum svipað til og Thor, að hann taldi útvegsgróða vel varið, ‘il að bæta og rækta landið, en auk þess hafði hann jafnan yndi af öllu er varðaði bú- sýslu. Enn var eitt, er stuðlaði að þessari ráðabreeytni. Sem sonur Rangáivalla hafði hann lengi tek- ið sárt að sjá þar „eyðihjarn og fíag“, sem framundir daga hans voru blómguð tún og grænar grundir". Ekki skal þeim framkvæmdum lýst hér. sem á þeim árum serð- uzt fyrir atbeina hans og fleiri stórhugamanna, nema hvað enn bættist það við fyrir tveim sumr- um, að hann gekkst fyrir stór- felldrj kornrækt á sínum fornu heimaslóðum Og nú var draumur- inn að rætast: Við bleikan akur rósin blikar rjóða. Og hann hélt áfram: Hér vil ég una ævi minn : ar daga alla, sem Guð mér sendir — og við bað stóð hann. — Og oft var farið austur á Rangár- velli og þá gjarna ekið þar í hlað á morgnana áður en aðrir höfðu rjsið úr rekkjum. Ekki græddist Skúla fé á búskap sínum, enda trúi ég að honum liafi verið slíkt aukaatriði, með- an hann hafði nóg fyrir sig og frá Kirkjubæ sina að leggja Það verður ekki hcldur rekihn búskapur á landi voru með viðunandi fjárhagsaf- komu, nema eigandinn sé sjálfur starfandi og stjórnandi á staðnum fiesta daga ársins. Ekki fóru þau hjón, þótt sam- hent væru, varhluta af andstreymi lífsins, einxum er á leið ævina. Áralöng og erfið veikindi eldri dótturinnar og ótímabær dauði hennar frá fimm ungum börnum, lamaði þrek þeirra og lífsánægju. Um sama leyti beið yngri dóttur- in og börn hennar alvarlegt skip- brot í sambandi við mikla sorgar- sc'gu. Hinir ríku og heitu skapsmunir Skúla afbáru naumast þetta álag og síðustu árin verður varla sagt, að hann liti glaðan dag, þó að furðu vel leyndi hann því updir skel yfirborð'sins. En svo bilaði heilsan alveg á liðnum vetri. — Þrek hans og ró í langri banalegu var með eindæm- um, enda viku þær ekki frá sótt- arsæng haas konan og dótturiin. Hefur þar mátt sjá fagurt mann- líf í vetur j takmarkalausri um- cnnun þeirra mæðgna og ástúð- legu sambandi hans við dætra- börnin sín níu. Og á nýársmorgun lauk stríðinu — Duftleifar hans verða nú lagð- ar í moldu meðal kærustu vanda- msnna hans í dánarborginni við Fossvog, en eftir lifa í hugum raargra sainferðamanna minning- ar um stórbrotinn og athafnasam- n mann, sem víða kom við sögu. Vigdís kona hans vildi mega taka sér í raunn síðustu orð Berg- þóru, en mun nú hugsa líkt og unnusta málmnemans frá Falún- um: Eg á nú lítið eftir að gera og kem senn — og bráðum fer að birta af degi. í því.ljósi þreyir hún um sinn — og bíður annars betra. En dóttirin og dætrabörnin, sem vita að þau voru honum fyrir öllu og nutu þess milda og heita kær- leika, sem hann átti í svo ríkum mæli, en duldi fyrir öðrum undir sinni þunnu gerviskel, hafa líka roisst mikið. En þau verð'a að lifa lengi enn hvert fyrir annað. Og þegar frá hður, breytist söknuður þeirra í ljúfsáran trega, sem hverj- um manni er holt að bera með sér. Og loks, segir vonin og trúin: Þótt jörðin gefi mikið, er meiru lofað. KK. Verkamenn óskast til byggingarvinnu við nýju lögreglustöðina við Snorrabraut. Upplýsingar hjá verksfjóranuin á vinnustað. Verklegar framkvæmdir h.f. Tilkynning Athygli innflytjenda skal hér með vakin á því, að samkvæmt auglýsingu viðskiptamálaráðuneytis- ins í 1. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1963 fer fyrsta úthlutun gjaldeyris- og/eða innflutnings- leyfa árið 1963 fyrir þeim innflutningskvótum, sem taldir eru í I. kafla auglj7singarinnar, fram í janúar—febrúar 1963. Umsóknir um þá úthlutun skulu hafa borizt Landsbanka íslands eða Útvegs- banka íslands fyrir 20. janúar næstkomandi. LANDSBANKI ÍSLANDS ÚTVEGSBANKI ÍSLANDS ÞAKKARÁVÖRP Hjartanlega þakka ég öllum þeirn, sem glöddu mi£ á sjötugs-afmælinu þann 17. des. s.L, með heimsóknum gjöfum og heillaskeytum. Guð blessi ykkur öll og gefi farsæld. / Raufarhöfn, 19. des. 1962 Valgerður Sigurðardóttir, Sunnuhvoli. Hiartans bakkir nær og fjær fyrir auðsýnda hjálp og samúð viS sndlát og jarSaför móSur okkar GUÐRÚNAR ÁRNADÓTTUR Grund Börn og tengdabörn. T í M I N N, simnudagurinn 6. janúar 1963. rt»lrJ.MFOÍRIPm»3rl •l'FOWÍPl FORD THAMES TRADER £ Vörubílar í stærðum IV2 til 7 smálesta. — Með diesel- eða benzínvélum. Hentugir fyrir hin margvíslegustu störf svo sem: Frystihús og alla útgerð — Landbúnað Vegavinnu — Vörubílastöðvar — Iðnaðarfyrirtæki — Smásöluverz uir Heildverzlanir o. fl, o. fl. ÓTRÚLEGA HAGSTÆTT VERÐ Sýningarbílar 3—4—5 og 7 smálesta THAMES TRADER með afborgunum -»> Fáið vörubílinn tímanlega — /OVCí/J Pantið strax! Skrifstofur vorar Verða lokaðar f.h. mánudaginn 7. jan. vegna jarðarfarar. OLÍUFÉLAGIÐ h.f. Hef opna Lækningastofu á Hverfisgötu 50 Viðtalstími: Mánudaga, þriðjudaga, fimmtudaga, föstudaga kl. 18—18,30. Miðvikudaga kl 14—14,30 Sími 17474 og 18888 (Viðtalsbeiðnir 11—12) aðrir en sjúkrasamlagssjúklingar. ÓLAFUR ÓLAFSSON læknir Sérgrein: Lyflækningar. 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.