Tíminn - 06.01.1963, Blaðsíða 1

Tíminn - 06.01.1963, Blaðsíða 1
TOTALIA reiknivélar I Oltö A Mlchelsen klapparslíg 25-7 sfmi 20560 4. tbl. — Sunnudagur 6. janúar 1963 — 47. árg. !KS. |Fær SAS lendingarleyfí á Reykjavíkurf lugvelli? KB-Reykjavík, 4. jan. — Blaðið átti í dag tal við dr. Sigurð Sigurðsson land- lækni um segularmböndin frægu, sem sögð eru allra meina bót, og afstöðu heil- brigðisyfirvöldanna til þeirra. Skýrði landlæknir svo frá, að þau væru ein afskipti sín af málinu, að hann hafi orð'ið þess var seint í sumar eða haust að armbönd þessi væru auglýst til sölu. Hefði hann talið að auglýsing þeirra bryti í bága við lög nr. 47 frá 1932 um lækninga- leyfi, réttindi og skyldur lækna og um skottulækning ar, og varað innflytjanda við í því tilefni. Hefði inn- flytjandi brugðizt vel við, sagt aö þessi lagabókstaf- ur hefði verið sér ókunnur, en lofað að láta af auglýs- ingum, og kvaðst landlækn- ir ekki hafa orðið þess var, að armböndin væru aug- (Framhald á 3. siðu.1 Mennirnir hér á myndinni eru aS róa f land á San Salvador á Ba- hamaeyjum. Þeir eru áS Ijúka því afreki aS sigla í slóS Kólum busar, og notuðu til þess far- kost, sem byggður var nákvæm lega eins og minnsta sktpið f flota sæfarans mikla, er hann fann nýja heiminn árið 1492. — Það var 10. október siðastl. sem Nína II. sigldi frá Las Palmas á Kanaríeyjum með níu menn um borð undir stjórn Carlos Etayo, fyrrverandi liðsforingja í spánska sjóhernum. STEFINNHEIMTIR UM 2 MILUÓNIR ÁRLEGA fGÞ—Reykjavík, 5. janúar. Ekki eru mörg ár liðin siðan Stef stóð í harðrt baráttu um innheimtu gjalda fyrir flutning á tónverkum. Sú barátta er nú að mestu um garð gengin, en árlegar tekjur Stefs eru aftur á móti orðnar hátt á aðra mllljón króna, eftlr því sem blaðið hefur komlzt næst. Stef þarf mörgum að endur- greiða af innheimtu fé, og virðist fara allítarléga í skilagerðir, því texta- og lagasmiðir geta fengið I tilkynningar um allt niður j sjö króna innistæðu eftir árið hjá fyrirtækinu. Helztu tónskáld ís- lenzk munu þó fá allmiklu hærri fjárhæðir, eins og vonlegt er. Eftirtektarverðasti hvalrekinn í beinni greiðslu út af einu máli mun vera greiðsla Keflavikurút- varpsins til Stefs, að undangengn- um langdrægum æálaferlum og málastappi, sem náði alla leið til Eisenhowers, þáverandi Banda ríkjaforseta. Það var árið 1956, sem Stef krafðist þess að Kefla- víkurútvarpið greiddi 43 þúsund dollara fyrir flutning á tónverk- um í því útvarpi. Þegar þessu var neitað, stefndi Stef og var útvadp- ið dæmt greiðsluskylt. Keflavíkur- útvarpið tók til starfa árið 1951, og samdi Stef að lokum um fimmt- án mhundruð dollara greiðslu á ári frá 1951 til 1961. Vár jafn- fram ákveðið að útkljáðar væru ailar kröfur, sem Stef gæti gert fyrir þetta tímabil. Síðan var gerður nýr samningur fyir ára- bilið 1961—1964 og samkvæmt þeim greiði útvarpið Steí 3,333 dollara á ári fyrir tónlistarflutn- ing. í Evrópu höfðu herstöðva- útvörp ekki greitt neitt þar til íslenzka Stef kom fram með kröfu sína og vann máiið. Síðan verða stöðvarnar að greiða Stef- gjöld í þeim löndum. þar sem þær eru staðsettar Samkvæmt reikningi ársins 1961 greiddi Ríkisútvarpið eina milljón og hundrað og fimmtíu þúsund í höfundarlaun alls, og Framhald á 3. síðu. IGÞ—Reykjavík, 5. janúar. Flugvallaryfirvöld hér f Reykja- vfk eru byrjuö á lengingu flugbraut ar þeirrar, sem liggur að Skerja- firði. Mun i ráði að lengja braut- ina enn um 200—250 metra til suð- urs. Þegar þeirrl viðbót er lokið stendur brautin a11 langt út f fjörð inn. Þessi viðbót er gerð til að geta tekið inn þyngri flugvélar. Eins og kunnugt er, þá veldur fiugumferðin miklu ónæði í Reykjavík og Kópavogi. Liggur í augum uppi, að ástandið mun versna að mun ef brautirnar verða lengdar og þyngri og stærri véi- ar, en þær sem nú athafna sig á vellinum, fara að lenda þar og taka sig á íoft. Nýlega var skýrt fiá því í danska blaðinu BT, að SAS vildi fá lend- ingarleyfi A Reykjavíkurflugvelli fyrir DC-7 skrúfuvélar, ef fyrir- tækið fær ieyfí til að nota slíkar vélar á Norður-Atlantshafsleiðinnj með það fyrir augum að keppa við Loftleiðir Það var iafnframt bent á það i BT-fréttinni að ekki myndi ónæð- ið minnka við notkun SAS af Reykjavíkurvelli og þá auknu um- ferð sem af því hlytist. Segja má að það sé nokkur hugulsemi af BT' að minnast á ónæðið af þessu, en hún breytir ekki þeirri stað- reynd að verið er að vinna að því að flugvöilurinn getj tekið inn stærri vélar en áður. Þær aðgerð- ir eru aiveg gagnstæðar áliti ráð- herraskipaðrar nefndar, sem gerði á sínum tíma tillögur um framtíð- Framhald á 3. siðu. MANNEKLA í EYJUM SK-Vestm.eyjum, 5. jan. Hér er nú geysileg mann- ekla, svo til vandræða horf- ir á vertíðinni. Auglýsa út- gerðarstöðvar nú óspart eft- ir starfsfólki og heita ýms- um fríðindum Fólk vantar til starfa bæði á sjó og landi Síldarbátarnir eru að vísu mannaðir. en á hina bátana skortir mannskap. einkum munu þar vera vandræði með að fá beitningamenn Tii dæmis um skortinn sagði mér einn forstöðumaður hér, að hann væri búinn að ráða R manns en vantaði hundrað. Þótt þar hafj e. t. v eitthvað verið orðum auk- ið sýnir bað mæta vei fólks- ekluna SUNNUDAGSBLAÐ TIMANS FYLGIR

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.